Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Clinton vinnur hálfan sigur í réttarhaldi öldungadeildarinnar „Forsetinn verður ekki sviptur embættinu“ OLDUNGADEILD Banda- ríkjaþings hafnaði í fyrra- dag tillögu um að ákærun- um á hendur Bill Clinton forseta yrði vísað frá og samþykkti síðan að stefna þremur vitnum, m.a. Monicu Lewinsky, td að bera vitni fyrir luktum dyrum. í báðum tilvik- um féllu atkvæðin nær algjörlega eftir flokkslínum, eða 56 gegn 44, og aðeins einn demókrati, Russ Fein- gold, þingmaður frá Wisconsin, snerist á sveif með repúblikönum. Feingold tók þó fram að með þessu hefði hann ekki gefið til kynna að hann myndi greiða atkvæði með því að Clinton yrði sviptur embætt- inu þegar réttarhaldinu lýkur. Hann hefði ekki tekið ákvörðun um það og aðeins viljað tryggja að saksóknarar fulltrúadeildarinnar fengju tækifæri til að sanna mál sitt. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um frávísunartillöguna er verulegur sigur fyrir forsetann að einu leyti. Hún bendir til þess að 44 demókrat- ar séu staðráðnir í að greiða atkvæði gegn því að Clinton verði vikið úr embættinu hvað sem vitnin kunni að segja í eiðsvömum vitnisburði sín- um. Tveir þriðju þingmanna öld- ungadeildarinnar, eða 67, þurfa að samþykkja sakfellingu og embættis- sviptingu, þannig að Clinton þarf að- eins 34 atkvæði til að halda embætt- inu. Jafnvel hörðustu andstæðingar forsetans meðal repúblikana telja nánast útilokað að tólf þingmenn demókrata snúist gegn honum og samþykki að honum verði vikið úr embættinu. Demóki’atar lýstu því yfir að at- kvæðagreiðslan í fyrradag sýndi svo ekki yrði um villst að niðurstaða rétt- arhaldsins lægi nú þegar fyrir og hvöttu til þess að endi yrði bundinn á það þegar í stað. „Forsetinn verður ekki sviptur embættinu," sagði Tom Daschle, leiðtogi demókrata. Repúblikanar sögðu hins vegar að það væri skylda þingsins að halda réttarhaldinu áfram. Óvissa um hvenær vitnin verða yfirheyrð Forystumenn repúblikana og demókrata reyndu í gær að ná sam- komulagi um réttarhaldinu yrði lok- ið fyrii- 12. febrúar, afmælisdag Abrahams Lincolns, þegar hlé vei’ð- ur gert á störfum þingsins. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, kvaðst vongóður um að það tækist. Stefnt væri að því að saksóknararnir og lögmenn Clintons yfirheyrðu Lewinsky og hin vitnin tvö fyrir luktum dyi-um í I3ICMIE GA Fólínsýra Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. Þótt Bill Clinton hafi ekki náð því fram sem hann vildi í atkvæðagreiðslum öld- ungadeildar Bandaríkjaþings í fyrradag er niðurstaða þeirra sigur fyrir forsetann að því leyti að hún sýnir að ekki er nægur stuðningur fyrir því að að hann verði sviptur embættinu. Vernon Monica Sidney Jordan Lewinsky Blumenthal Reuters BILL Ciinton horfir til konu sinnar Hillary en þau vox’u í gær viðstödd minningarathöfn um Lawton Chiles, fyrrverandi öldungadeildarþing- mann, sem lést í desember. Washington á sunnudag og mánu- dag. CNN-sjónvarpið sagði hins vegar að ekki væri víst að það væri hægt þar sem eitt vitnanna, Vernon Jordan, lögfræðingur og gamall vin- ur Clintons, væri ekki í Washington, auk þess sem aðallögfræðingur þriðja vitnisins, Sidneys Blument- hals, aðstoðarmanns forsetans, þyrfti að verja annan skjólstæðing sinn í réttarhöldum sem eru að hefj- ast í Baltimore. Talsmenn Jordans sögðu að hann væri væntanlegur til borgarinnar á næstu dögum en heimildarmaður CNN í stai-fsliði hans sagði að hann kynni að óska eftir því að fá meiri tíma til að undirbúa vitnisburðinn. Gei-t er ráð fyrir að vitnisburður þremenninganna verði tekinn upp á myndband og að allir þingmennirnir fái upptökurnar og aftit af vitnis- burðinum áður en þeir greiða at- kvæði um hvort kalla eigi vitnin fyr- ir öldungadeildina sjálfa. Stefnt er að því að sú atkvæðagi-eiðsla verði í næstu viku. Öldungadeildin þarf þá einnig að ákveða hversu mikið svig- rúm lögfræðingar Clintons fái til að kalla fleiri vitni fyrir öldungadeild- ina. Minni áhersla á meinsærisákænma Þegar réttarhaldið í máli Clintons hófst fyrir þrem vikum höfðu sak- sóknarar fulltrúadeildarinnar gert ráð fyrir því að allt að fimmtán vitn- um yrði stefnt. Margir þingmenn repúblikana í öldungadeildinni vildu hins vegar að vitnin yrðu eins fá og mögulegt væri og saksóknararnir féllust á að fækka vitnunum, fyi-st í fimm og síðan þrjú. Saksóknaramir sögðust í fyxra- dag hafa valið þau þrjú vitni sem væru líklegust til að renna stoðum undir ákæruna um að forsetinn hefði lagt stein í götu réttvísinnar til að leyna sambandi sínu við við Mon- icu Lewinsky. Þegar réttai’haldið hófst vonx þeir hins vegar sannfærð- ir um að líklegra væri að Clinton yrði sakfelldur fyrir hina ákæi’una, þ.e. fyrir að hafa framið meinsæi'i þegar hann neitaði því eiðsvarinn að hafa átt í kynferðislegu sambandi viðLewinsky. Ástæðan fyrir þessari áherslu- bi'eytingu er sú að margir þingmenn öldungadeildainnnar telja nú að meinsærisákæran tengist um of kynlífi og skilgreiningu forsetans á því hvað teljist kynferðislegt sam- band. Mun Iíklegra sé nú að Clinton verði sakfelldui' fyrir að leggja stein í götu réttvísinnar. Sú ákæra snýst einkum um það hvort Clinton hafi hvatt Lewinsky til að bera ljúgvitni og leyna gjöfum sem hann gaf henni. Forsetinn hefur einnig verið sakaður um að hafa beðið Jordan að útvega Lewinsky starf til að tryggja að hún þegði um sambandið og að hafa logið að að- stoðarmönnum sínum, m.a. Blu- menthal, til að hafa áhrif á vitnis- bui'ð þeirra. Lögfræðingar Clintons hafa sagt að þeii' áskilji sér rétt til að stefna eigin vitnum og leggja fi'am ný skjöl fyrir öldungadeildina til að verja forsetann og það gæti tafið réttar- haldið í marga mánuði. Joe Lock- hai-t, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sagði að aðstoðarmenn hans ættu einnig að fá tækifæi-i til að lesa 56.000 síðna málsskjöl, sem fulltrúa- deildin safnaði saman þegar hún x-annsakaði ásakanii'nar á hendur forsetanum. Þessi skjöl ei-u enn leynileg. Þótt verjendur Clintons hafi hót- að að tefja réttarhaldið getur öld- ungadeildin knúið fram ákveðin tímamöi-k. Auk þess hafa mai'gir repúblikanar sagt að þessi hótun vei'jendanna sé ekkert annað en blekking, því ekki sé vitað um nein vitni sem geti sannað sakleysi for- setans, þannig að ólíklegt sé að lög- fi-æðingar hans kalli fleii-i vitni fyrir öldungadeildina. Einn aðstoðarmanna Clintons sagði í gær að of snemmt væri að fullyrða nokkuð um hvox-t vei'jend- urnir myndu krefjast eigin vitna og að þeir héldu öllum möguleikum opnum. Hann viðui'kenndi ennfrem- ur að meginmarkmið verjendanna væri enn að réttai'haldið yrði leitt til lykta sem fyrst. Fréttastofan AP hafði einnig eftir í-áðgjafa Clintons að vei'jendur hans hefðu rætt við Daschle í gær um möguleikann á að því að þeir stefndu ekki eigin vitnum. Þeir hefðu sagt að það kæmi til greina ef engar nýjar upplýsingar kæmu fram í vitnisbui'ði þremenninganna. Þeir hefðu einnig krafist þess að öld- ungadeildin hafnaði því að vitnin þrjú yrðu kölluð fyrir öldungadeild- ina og lagst gegn þeixri hugmynd repúblikana að forsetinn yrði sak- felldur en ekki sviptur embættinu. Sakfelling án embættissviptingar? Nú þegar flest bendir til þess að Clinton verði ekki vikið úr embætti leggja margir þingmenn í báðum flokkunum kapp á að finna mála- miðlunarlausn sem tryggir að for- setinn sleppi ekki alveg við refsingu. Þeir eru sammála um að þingið verði að fordæma framferði Clintons en þá gi-einir á um með hvaða hætti það verði gert. Demókratar unnu í gær að álykt- unardrögum þar sem kynferðislegt samband Clintons við Lewinsky er fordæmt en forsetinn ekki fundinn sekur um lögbrot sem réttlæta emb- ættissviptingu. Repúblikanar ræddu hins vegar tillögur um að réttar- haldinu lyki með tveimur atkvæða- greiðslum, annars vegar um hvort Clinton hefði gerst sekur um mein- særi og tilraun til að hindra fram- gang réttvísinnar og hins vegar um embættissviptingu. Daschle sagði að demókratar væru „mjög andvígir" þessari hug- mynd. Forystumenn flokksins óttast að hún geti orðið til þess að nokkrir demókratar snúist á sveif með repúblikönum og greiði atkvæði með sakfellingu, vitandi að það leiði ekki sjálfkrafa til embættissviptingar. Repúblikanar hafa hins vegar sagt að það geti einnig orðið til að margir repúblikanar greiði atkvæði gegn því að Clinton verði sviptur embættinu. Margir bandarískir lögspekingar telja að sakfelling án embættissvipt- ingar samræmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Refsiákvæði sak- fellingar er embættissvipting," hef- ur The Washington Post eftir John C. Jeffries lagaprófessor við Virgin- íu-háskóia. „Það er skýlaus krafa stjórnarskrárinnar.“ Flugskeyt- um skotið á Irak BANDARÍSKAR herþotur skutu í gær þremur flugskeyt- um að flugskeyta- og loftvarn- arbyssuhreiðri á flugbanns- svæðinu yfir Norður-írak, að sögn talsmanna bandaríska vamarmálaráðuneytisins. Héldu þeir því fram að skotið hefði verið í sjálfsvörn en Irakar munu hafa fest herþoturnar í skotmiði sínu. Snéru allar þotumar til bæki- stöðva sinna í Incirlik í Tyrk- landi heilu og höldnu en ekki var ljóst hversu mikill skaði hafði orðið á jörðu niðri, eða hvort nokkrir Irakar hefðu fallið. MD-11 vélar í rannsókn BANDARÍSK stjórnvöld fyrir- skipuðu í gæi' rannsókn á öllum MD-U flugvélum sem skráðai- eru í Bandaríkjunum en áhyggj- ur hafa vaknað um raf- magnstengingar í fiugklefa MD- 11 vélanna í kjölfar Swissah'- flugslyssins undan ströndum Kanada í fyrra þegar 229 manns fórast. Orsakh’ slyssins era enn óþekktar en rannsókn leiddi í ijós að ekki var allt með felldu í rafmagnstengjum milli flugklefa og farþegarýmis. Mandelson selur hús PETER Mandelson, fyrrver- andi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Bretlands, lagði í gær grunninn að því að snúa aftur í eldlínu stjórnmálanna þegar hann tilkynnti að hann hygðist selja húsið sem olli því að hann glataði ráðhemastólnum. Hafði Mandelson fengið stórfé að láni frá milijónamæringnum Geof- frey Robinson, sem þá var að- stoðarráðherra í fjármálaráðu- neytinu, en Robinson var til rannsóknar í viðskiptaráðuneyti Mandelsons. Hyggst Mandelson selja húsið til að endurgreiða Robinson lánið. írar til liðs við NATO-áætlun BERTIE Ahern, forsætisráð- herra írlands, sagði í gær að írsk stjórnvöld stefndu að því að taka þátt í Samstarfi til friðar, samstarfsáætlun sem Atlants- hafsbandalagið (NATO) rekur, strax á þessu ári. Háværar gagnrýnisraddir hafa heyrst á Irlandi gegn aðild að þessu samstarfi en því er haldið fram að það muni kippa fótunum undan hlutleysisstefnu Ira. Hótun í garð Ukraínu milduð EVRÓPURÁÐIÐ mildaði í gær afstöðu sína til úkraínskra stjórnvalda en þeim hafði verið hótað brottvikningu úr ráðinu stæðu þau ekki að fullu við skuldbindingar sínar hvað varð- ar lýðræðisþróun og mannrétt- indi. Sögðu talsmenn Evrópu- ráðsins í gær að Úkraínu yrði einungis vikið úr ráðinu kæmi í ljós að hún hefði ekki tekið skref í lýðræðisátt. Hefur Úkra- ína m.a. verið gagnrýnd fyrir að lög um dauðarefsingar skuli enn vera í gildi þar í landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.