Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 52
*52 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Björn G. Björnsson fædd- ist á Vatneyri við PatreksQörð en flutti tólf ára með foreldrum sínum í Borgarnes. Hann lést, á Hrafnistu í Hafnarfirði mánu- daginn 18. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Björns- son, f. 5.12. 1873, d. 4.6. 1953, sýslumað- ur Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, og kona hans Þóra Leopoldína Júl- íusdóttir, f. 26.8. 1879, d. 26.1. 1967, húsmóðir. Systkini Björns: Ingibjörg Emma f. 5.7. 1903, fulltrúi í Reykjavík, Pétur Emil Júlíus, f. 25.7. 1904, d. 26.11. 1991, verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Þuríður Jenný, f. 13.1. 1907, d. 21.1. 1998, húsmóðir í Reykja- vík, Karl Leó, f. 22.2. 1908, d. 6.7. 1941, verslunarmaður í Reykjavík, Jórunn, f. 6.9. 1913, - - d. 18.8. 1998, kaupkona og hús- móðir í Borgarnesi, Anna, f. 19.5. 1915, bókavörður á Sel- fossi og í Hafnarfirði, Margrét f. 14.11. 1917, d. 2.7. 1996, hús- móðir í Reykjavík. Hálfbróðir Björns, samfeðra, er Ingólfur Theodór, f. 3.12. 1905, d. 28.11. 1995, verslunarmaður og stjórnarráðsmaður í Reykjavík. _ Hinn 1.8. 1932 kvæntist Björn Ástu Stefánsdóttur, f.15.7.1905. Þau skildu. Sonur þeirra var _ Reynir, f.17.7. 1933, d. 11.1. * 1996. Hann átti einn son, Þór. Seinni kona Björns var Ragn- hildur Kristjánsdóttir Björns- son, f. 7.7. 1913, d. 13.3. 1982, húsmóðir og verslunarmaður. Hún var dóttir Kristjáns Jóns- sonar, netagerðarmanns á ísa- Ástkæri stjúpfaðir minn Bjöm. Nú þegar þú ert lagður af stað til fyrir- heitna landsins til að hitta ástvini þína, sem þú hefur þráð um nokkurt skeið, koma margar góðar minningar upp í huga minn og langar mig til að kveðja þig með aðeins litlu broti af þeim góðu minningum. Þegar þú giftist móður minni og gekkst okkur systkinum, sem erum "** þrjú, í fóðurstað voru búnir að vera erfiðir tímar hjá okkur, en með komu þinni inn í líf okkar breyttist margt og allt til góðs. Göfuglyndi þitt og fírði, og konu hans, Jóhönnu Benónýs- dóttur húsmóður. Ragnhildur átti þijú börn sem Björn gekk í föður- stað. Þau eru: Erla, f. 25.6. 1935, aug- lýsingateiknari í Bandaríkjunum; Ágústa, f. 23.12. 1939, hárgreiðslu- meistari í Kópavogi, gift Úlfari Sigurðs- syni, starfsmanni hjá Flugleiðum, og eiga þau þrjú börn, Björn, Sólveigu og Guðbjörgu; Óskar Gísli, f. 23.12. 1939, for- stjóri, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Sóleyju Sigurjónsdótt- ur matráðskonu, og eiga þau fímm börn, Ragnhildi, Birnu, Sigurjón Þór, Oskar Gísla og Kristján Inga. Björn var verslunarmaður í Borgarnesi 1918-1927, starfaði á skrifstofu Nathan og Olsen í Kaupmannahöfn 1927-1929 ásamt því að stunda nám við Handelsakademiet, var verslun- armaður í Borgarnesi 1929- 1931 og siðan í Reykjav/k. Björn var aðalbókari við Sænska frystihúsið í Reykjavík 1932-1938 og forstjóri þess 1938-1942 er það var selt hf. Frosti og var meðeigandi og forstjóri hf. Frosts frá stofnun þess. Þá stofnaði Björn umboðs- og heildverslunina Björn G. Björnsson sf. ásamt stjúpsyni sínum, Óskari. Björn gekk í Oddfellowregl- una og var einn af stofnendum stúku nr. 12 Skúla fógeta. Hann gegndi einu af æðstu embættum reglunnar um árabil. Útför Björns fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. hjartagæska til móður okkar og til okkar systkinanna verður ekki metin til fjár. Þegar maður hugsar til baka og rifjai' upp samveru og hjónaband ykkar móður minnar bæði í leik og starfi er ég stoltur yfir að hafa vera stjúpsonur þinn. Ég man eftir því að- eins sex ára gamall þegar ég og tví- burasystir mín vorum okkar fyrsta sumar í sveit, að alltaf varst þú tilbú- inn að heimsækja okkur um hverja helgi til að fullvissa þig um að okkur liði vel og til að færa okkur eitthvað sem okkur þótti gott. Þetta eru hlutir sem böm gleyma aldrei þegar þau eru á þessum aldri. Þegar við systk- inin urðum eldri og komið vai’ að skólagöngu, þá var ekkert til sparað af þinni hálfu til að veita okkur allan þann stuðning sem þú gast veitt okk- ur. Ég fékk að kynnast því sem ung- lingur bæði meðan ég var í skóla og eftir að hafa lokið skólagöngu að vinna undir þinni stjóm, bæði meðan þú varst forstóri í Sænsk ísl. frysti- húsinu og einnig eftir það hvað þú varst góður stjúpfaðir og írábær leið- beinandi undir lífið, það mun seint gleymast. Ég veit að margir mundu vera mér sammála um það, að ef nota má nafnið prúðmennska og hjálp- semi um nokkum mann, má nota það um þig, kæri Bjöm, en flestir af þín- um samstarfsmönnum í þá daga þekktu þig undir nafninu „Bjöm í sænska“. Stilling þín og jafnaðargeð og ástúðleg framkoma mun vera þekkt og viðurkennd af þeim hund- mðum karla og kvenna sem unnið hafa undir þinni stjóm. Þegar ég náði aldri til og þegar ég fann löngun hjá mér til að ganga í Oddfellowregl- una þar sem þú varst búinn að starfa lengi og gegna margvíslegum emb- ættum, stóð ekki á þér að hvetja mig til þátttöku og hefur það reynst mér góður vettvangur eins og þér og veit ég að þú varst góður og gegn Odd- fellowi alla þína tíð. Þegar ég komst á giftingaraldur og eignaðist mín fyrstu börn þá varst þú alítaf reiðubúinn að veita fjöl- skyldu minni hjálparhönd sem ég vil þakka þér fyrir. Nú þegar ég kveð þig, kæri Bjöm, vil ég biðja þess að ástvinir þínir og sérstaklega móðir mín, taki á móti þér og umvefji þig ástúð eins og þú átt sldlið. Ég vil biðja góðan guð að varðveita þig og gefa þér styrk á því ferðalagi sem þú ert á nú. Óskar Sigurðsson. Nú þegar þú minn ástkæri tengda- faðir Bjöm ert allur og farinn til þinnar ástkæm eiginkonu hrannast minningamar upp í huga mér. Er ég kom ung stúlka inn á heimili þitt og þinnar kæm eiginkonu er mér minnisstæður hlýhugur þinn og ást- úð í minn garð. Ég minnist þess þeg- ar ég fékk að fara með ykkur Rögnu í veiðitúra í Víðidalsá og síðar í sum- arbústað ykkar við Vesturhópsvatn. Þetta vora dýrlegar stundir, enda kunnir þú að segja frá ömefnum og ævintýmm sem tengdust ýmsum stöðum frá Borgamesi, þar sem þú ólst upp, og alla leið norður í Víðidal. Dásamlegt var á kvöldin að hlusta á þig segja sögur af Borgarvirki og öðram þekktum stöðum við Vestur- hópsvatn. Oft kemur upp í huga mér atvik sem átti sér stað er við voram hjá ykkur fyrir norðan. Við voram að pakka saman til að fara í bæinn, en krakkamir mínir fóra niður að vatni með pabba sínum til að vitja um net sem hafði verið lagt yfir nóttina. Allt í einu heyrist öskur frá krökkunum og þau koma þjótandi til mín og segja að pabbi hafi veitt „risa“ en það reyndist vera 19 punda lax og man ég eftir því að þér fannst laxinn svo leg- inn að réttast væri að stoppa hann upp. Gaman var að fá tækifæri til að vera með ykkur á ferðalögum ykkar, því það gerðist alltaf eithvað skemmtilegt í hverri ferð. Minningin um það þegar ég eign- aðist mitt fyrsta bam er mér mjög kær og mun ég aldrei gleyma því hvað þið vorað mér góð. Eg var þá til heimilis hjá ykkur þar sem sonur ykkar var enn við nám í Englandi, þannig að ég hafði hann ekki hjá mér. Eg man hvað þú gladdist yfir litla stúlkubaminu sem þá kom í heiminn og varð hún strax litli sólar-- geislinn ykkar og þar sem hún var fyrsta bamabam ykkar fékk hún nafn ömmu sinnar. Síðan eignaðist ég fjögur böm til viðbótar og alltaf, Bjöm minn, varst þú jafn góður og hjálplegur við okkur, enda var næsta bamabam skírt í höíuð þér, stúlku- bamið Bima. Minningamar um þegar þú fluttist inn á heimili mitt eftir að þú misstir þína dásamlegu eiginkonu era mér kærar. Þú varst alltaf svo ljúfur og jákvæður og eina sem þú fórst fram á var að fá að reykja pípuna þína í ró- legheitum. Oft sá ég á þér að þú lést þig dreyma um fyrri tíma og hugsað- ir til þess tíma þegar þú fengir að hitta ástkæra eiginkonu þína aftur, því oft sagðir þú mér að hún biði eftir þér á dásamlegum stað. Svo kom sá tími þegar þú fékkst pláss á Hrafnistu í Hafnarfirði og eft- ir að þú komst þangað var alltaf við- kvæðið hjá þér að þú byggir á fimm stjama hóteli, enda talaðú þú mikið um hvað vel væri um þig hugsað. Ég vil kveðja þig, ástkæri tengda- faðir, með vissu um að ástkær eigin- kona þín taki á móti þér á þeim dá- samlega stað sem þú minntist á, með ljóði eftir Tómas Guðmundsson: Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Sóley. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt sem Guði er frá. (V. Briem.) Hann afi minn er látinn, 93 ára að aldri. Minningamar streyma eins og foss um hugann, ryðjast fram og vilja allar komast að. Þær era líka margar minningamar um þennan bh'ða og hægláta mann, besta afa sem nokk- urt bam getur átt. Afi var búinn að vera veikur í nokkur ár, en aldrei heyrðist hann kvarta. Aðspurður um líðan sína sagði hann alltaf, þótt sár- veikur væri, að sér liði nú bara vel, og svo var ekki meira um það rætt. Þeir sem þekktu hann afa muna vel eftir pípunum hans, því hann fór aldrei neitt án þeirra, vii-ðulegur maður í jakkafótum og með hatt og pípu. Ein af fyrstu minningum mín- um tengist einmitt pípunum hans, því hann gekk iðulega um gólf á Freyju- götunni, með pipuna í munninum og hendur fyrir aftan bak. Okkur krökk- unum þótti mikið sport að ganga með afa um gólf, og að sjálfsögðu með hendur fyrir aftan bak. Minningam- ar um jóUn hjá afa og ömmu era kær- ar. Það vora ekki jól nema við værum hjá þeim á aðfangadag, borðuðum gæs og möndlugrautinn sem í vora oft ansi margar möndlur, og gott ef þær lentu ekki alltaf hjá bamaböm- unum. Alltaf las afi á pakkana. Það var regla sem ekki mátti brjóta. Þama sat hann, virðulegur í stólnum sínum með bamabörnin hjá sér og gladdist með þeim yfir öllum gjöfun- um. Ég kynntist afa líka vel þegai- hann stofnaði fyrirtæki með pabba, því þar eyddi ég mörgum stundum, og alltaf var hægt að finna eitthvert verkefni fyrii’ litla hnátu sem vildi líka gera eitthvert gagn. Þessa stundir urðu fleiri með áranum og verkefnin stærri. Afi og amma vora afskaplega gest- risin og ófáar veislumar sem þau héldu. Þau þekktu marga, og mikið var af erlendu fólki, sérstaklega dönsku, í veislunum hjá þeim. Afi var í Oddfellowreglunni og þar var hann virkur félagi i mörg ár og gegndi þar æðstu embættum. Ósjald- an kom það líka fyrir að telpuskottið fór með afa sínum þegar hann þurfti að vinna að verkefnum sínum í Odd- fellowhúsinu og fékk lánað blað og blýant að dunda sér við á meðan. Þar kynntist ég fyrst þessari reglu sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt, því bæði faðir minn og síðar eigin- maður gengu í þessa ágætu reglu, sem mér strax sem bami lærðist að bera mikla virðingu fyrir. Afi var mikil bamagæla og þótti gott að um- gangast böm, enda var það svo að þegar við systkinin fóram sjálf að eiga böm og þau þurftu að finna nafti á afa sem aðgreindi hann frá hinum öfunum, þá kom ekkert annað til greina en „besti afi“. Þegar amma dó, fyrir tæplega sautján áram, varð afi fyrir miklu áfalli. Þau vora mjög náin og treystu mjög hvort á annað, en afi gerði alltaf ráð fyrir að hann færi á undan. Honum fannst það ekki + Bróðir minn, GUNNAR Þ. JÓNATHANSSON, Vegamótum, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni fimmtudagsins 28. janúar. Hjalti Jónathansson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÓSKARSSON hrl., fyrrverandi borgarlögmaður, Gnoðarvogi 68, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 2. febrúar kl. 13.30. Erfisdrykkja verður í Iðnó að athöfn lokinni. Ragnheiður Jónsdóttir, Þorbjörn Magnússon, Óskar Magnússon, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hildur Magnúsdóttir, Haukur Magnússon, Soffía Marteinsdóttir, Magnús Óskarsson, Gabríela Hauksdóttir. BJÖRN G. BJÖRNSSON koma til greina að amma, þessi lífs- glaða kona, sem auk þess var yngri en hann, færi á undan honum. Hann talaði oft um það síðustu árin að það yrði gott að komast aftur til ömmu, því hann saknaði hennar svo mjög og hann vissi að hún biði eftir honum. Eftir að amma dó flutti afi til pabba og mömmu, þar sem hann bjó þang- að til hann flutti að Hrafnistu í Hafn- arfirði. Honum þótti gott að búa í svona mikilli nálægð við fólkið sitt, því það var stöðugur fólksstraumur til þeirra og alltaf einhver til að spjalla við. Afi var nægjusamur mað- ur og virtist geta aðlagast öllu. Hon- um leið alltaf vel og var ánægður þessi síðustu ár sem hann bjó á Hrafnistu. Þar vinnui- yndislegt fólk, sem ég vil færa mínar bestu þakkir fyrir góða umönnum og alúð sem það sýndi afa mínum. Nú kveð ég þig afi minn, hinstu kveðju, með virðingu ást og aðdáun. Ég trúi því að þú hafir nú fundið frið. Blessuð sé minning þín og ömmu sem mun lifa áfram með okkur hin- um. Ragnhildur Oskarsdóttir. Elsku afi. Það er alltaf erfitt að segja bless við yndislega mann- eskju eins og þú varst, en okkur er þó huggun í því að nú ertu hjá ömmu og þér líður vel. Síðan amma dó hefur þú alltaf talað um að amma biði þín hinum megin og ein- hvern daginn munduð þið samein- ast aftur. Ég lít til baka og hugsa um heimili þitt og ömmu á Freyju- götu 41 og hlýlegu móttökurnar sem við systkinin fengum alltaf á sunnudagsmorgnum þegar við fór- um í ævintýraferð úr Breiðholtinu með strætó og fórum í guðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju og síðan alltaf til afa og ömmu þar sem okk- ar beið hlaðborð veitinga, ást og umhyggja. Hve spennandi það var þegar við fengum að gista og þú kallaðir mig nöfnu þína, við skrið- um alltaf upp í hlýtt bólið um morg- uninn þegar við vöknuðum og þú last fyrir okkur sögu. í kringum þig var alltaf ró og friður og man ég ekki eftir þér öðruvísi en með píp- una þína, hún var alltaf nálægt þér. Þegar þú fluttir á Hrafnistu í Hafn- arfirði og við komum í heimsókn fannst þér alltaf skemmtilegast þegar við komum með börnin okkar til þín og þú gast gefið þeim eitt- hvert góðgæti. Alltaf sagðistu hafa það mjög gott, þótt þú værir orðinn veikur. Aldrei kvartaðir þú yfir verkjum heldur sagðir þú að þú byggir innan um svo gott fólk á Hrafnistu og þetta væri svo góður staður að það væri ekki hægt annað en að láta sér líða vel og ekki væri það nú verra þegar fólkið þitt kæmi í heimsókn. Laugardaginn 16. janúar sá ég þig síðast með meðvitund og þá kom ég með litla þriggja ára strák- inn minn. Það var eins og það kviknaði ljós í augum þínum þegar þú sást hann. Þú faðmaðir hann og kysstir og vildir halda í hönd hans mestallan tímann sem við vorum hjá þér, það var eins og þú værir að segja bless. Litli ólátabelgurinn minn var grafkyrr og strauk langafa sínum og ég held að ég hafi ekki séð hann svona lengi kyrran áður. Elsku afi, ég vildi óska að ég gæti séð ykkur ömmu leiðast hönd í hönd núna. Hvíldu í friði, minning- arnar um þig eru hjá okkur þótt þú sért farinn. Birna, Kári, Óskar, íris, Harpa og Birkir. Elsku afi minn, mig langar til þess að kveðja þig með örfáum orð- um og þakka fyrir allar góðu stund- irnar með þér. Ég veit að hvíldin var þér kær- komin og að núna ertu hjá henni ömmu Rögnu og þér líður vel. Minning um þig er geymd í hjarta mínu. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.