Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ :§8 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/REGNBOGINN, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýningar spennumyndina The Siege, Umsátrið, með Denzel Washington, Annette Bening og Bruce Willis í aðalhlutverkum. New York hernumin ANNETTE Benning leikur CIA-njósnara með leynileg sambönd við hryðjuverkamenn. BRUCE Willis leikur hershöfðingjann, sem fær það verkefni að framfylgja herlögum á götum New York. Frumsýning Alríkislögreglumað UR, njósnari fyrir CIA og hershöfðingi í Bandaríkja- her vinna öll sama embættiseiðinn, þann að styðja og verja stjórnar- ' skrá Bandaríkjanna. Þegar strætis- vagn er sprengdur í loft upp í Brooklyn ríður hryðjuverkaalda yf- ir stórborgina og þá fær þessi eiður nýja merkingu í augum löggæslu- fólksins. Anthony Hubbard (Denzel Was- hington) er yfirmaður lögi-eglu- sveitar sem berst gegn hryðjuverk- um og hann fær það verkefni að tryggja öryggi borgaranna gegn þeirri hryðjuverkaógnun, sem stöðugt virðist færast í aukana. Hann þarf að leita samstarfs við Elise Kraft (Annette Bening), sem vinnur leynileg verkefni fyrri CIA, og hefur mikilvæg tengsl inn í sam- félag Bandaríkjamanna af arabísk- ' um uppnma en þar er talið að hina grunuðu hryðjuverkamenn sé að finna. En ástandið í New York þykir al- varlegra en svo að lögreglunni sé einni treyst til að leysa vandann. Forseti Bandaríkjanna kallar út herinn og felur William Devereaux, hershöfðingja (Bruce Willis) að halda uppi lögum og reglu. Hers- höfðingjanum er ekki vel við það en hann tekur að sér að framfylgja herlögum á strætum borgarinnar >án þess að spyrjast fyi’ir um rétt- mæti þeirrar aðgerðar. A hermanninn, lögreglumanninn og njósnarann leita spumingar um það hve langt megi ganga í því að skerða réttindi borgaranna í því skyni að tryggja öryggi í samfélag- inu. Leikstjóri myndarinnar er Ed Zwick. „Ég hafði ekki áhuga á að gera enn eina myndina um hryðju- verk,“ segir hann. „Umsátrið er ekki um hryðjuverk heldur um okk- ur Bandaríkjamenn, hver við erum og hvaða hlutskipti við veljum okk- ur. Myndin spyr áleitinna spurn- inga á borð við: hvemig bregðumst við við árás innanfrá og hver erum við þegar til á að taka? Auðvitað skiptir samt máli að myndin skemmti fólki og ég vona að það hafi tekist.“ Zwick er gamall vinur Denzels Washingtons og stýrði honum í ósk- arsverðlaunahlutverkinu í Glory og svo aftur í myndinni Courage under Fire. Þeir vinna nú saman í þriðja skipti. „Því oftar sem ég vinn með Denzel, því meira dáist ég að hon- um,“ segir leikstjórinn. Denzel, ein skærasta kvikmynda- stjarna Bandaríkjanna um þessar mundir, segir að auk þess að vinna með Zwick, vini sínum, hafi hann laðast að myndinni vegna þess að hún sé hasarmynd með boðskap. „Myndin skoðar hvernig FBI og CIA starfa og sýnir fram á það að stofnanirnar vinna ekki endilega að sameiginlegu markmiði. Hún fjallar líka um þjóðfélagið; hve langt vilj- um við ganga til að vernda stjórnar- skrárákvæði og mannréttindalög- gjöfina þegar við stöndum kannski frammi fyrir því að hryðjuverka- menn nota þessi ákvæði í stríði við okkur.“ Denzel gekk í skóla til alríkislög- NEW York hernumin. DENZEL Wasliington fer með hlutverk lögregluforingjans, sem ber ábyrgð á rannsókn hryðjuverkanna. reglumanna og erindreka CIA til að kynnast heimi þeirra og því álagi sem þeir starfa undir. Annette Bening, úr Mars Attacks! og American president, sem leikur CIA-njósnarann Elise Kraft, leitaði einnig heimilda hjá löggæslustofnunum. „Það heillaði mig að leika CIA-foringja,“ segir hún. „Mér fannst frábært að leika konu, sem á við mikil vandamál að stríða og býr yfir leyndarmálum. Það var áskorun að koma til skila hennar innra stríði og þeirri sið- ferðilegu stöðu, sem fólk í hennar starfi lendir gjarnan í.“ Hlutverk hershöfðingjans, sem er aukahlutverk í myndinni, tók stór- stjarnan Bruce Willis að sér. í faðmi s Isfirðinga ÞJÓÐSÖNGUR ísfirðinga hljómaði svo undir tók í Sólar- kaffí Isfirðingafélagsins á Broadway síðastliðið föstu- dagskvöld og ekki síður lagið I faðmi blárra fjalla. Magnús Jó- hannesson sló á létta strengi í hátíðarræðu og ekki síður söngelski þingmaðurinn Árni Johnsen. Á meðal annarra sem komu fram voru Ómar Ragnarsson, Púkabandið, Rúnar Þór og Bergþór Pálsson. Að loknu borðhaldi lék Hljómsveit Stef- áns P. fyrir dansi fram á rauða nótt. BERGÞÓR Pálsson skemmti Isfírðingum. káfttírkj) freyðivítamín Þegar gæðin skipta öllu máli Kynning í Ingólfsapóteki um helgina INGÓLFS APÓTEK GÆÐIÍ HVERJUM DROPA Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓNA Magnúsdóttir og Árni Sigurðsson gæddu sér á pönnukökunum. SAMÚEL J. Samúelsson var veislustjóri og tekur hér undir söng systranna frá Bjargi og Árna Johnsen sem stendur á sviðinu. Stutt Hjónin þekkjast varla ►NÝGIFT hjón sem höfðu gift sig eftir blint stefnumót báðu um frið fyrir ijölmiðlum þegar þau lögðu af stað í brúðkaupsferðina til Karíbahafsins, en hjónin höfðu verið hundelt af fjölmiðlum frá því vígslan fór fram. Parið var valið úr 200 þátttak- endum sem tóku þátt í keppni á vegum útvarpsstöðvar í Birming- ham. Var skilyrði þátttöku vilji til að ganga í hjónaband án þess að hafa séð makann. Fyrirsætan Carla Germaine og sölumaðurinn Greg Cordell létu slag standa og giftu sig, en verðlaunin voru brúðkaupsferð, bíll og afnot af íbúð í eitt ár. Fulltrúar kirkjunnar í Bret- landi fordæmdu „fjölmiðlabrúð- kaupið" en breskir útvarpshlust- endur höfðu mestan áhuga á að vita hvort hjónin hefðu sofið sam- an á brúðkaupsnóttina. Þeirri for- vitni var svalað þegar parið lagði af stað í brúðkaupsferðina, en talsmaður útvarpsstöðvarinnar, Mike Owen, sagði parið enn ekki hafa sængað saman og ástæðan væri sú að þau þyrftu meiri tíma til að kynnast. Hins vegar fullyrti hann að hjónin væru augljóslega hrifin hvort af öðru. Bretar fá ekki Viagrene ►FRAMLEIÐENDUR getuleysis- lyfsins Viagi’a hafa stöðvað mark- aðssetningu nýs getuleysislyfs í Bretlandi, diykkjarins Viagi-ene. Dómarinn Jonathan Parker kvað upp úrskurð þess efnis að Eurof- ood-Link, sem framleiðir Viagrene, yrði að hætta við sölu drykkjarins á þeirri forsendu að auglýsingar og kynning séu of líkar auglýsingum Pfizer Inc., sem framleiðir Viagra. Á flösku lyfsins er miði sem svipar mikið til bláu getuleysispillunnar Viagra og sum auglýsingaslagorð fyrirtækisins þykja enduróma aug- lýsingar Viagra-töflunnar. Lögfræðingur Eurofood-Link, Adrian Speck, gagnrýndi stjórnend- ur Pfizer fyrir pafsakanlega seinkun málsins sem fór fyrir rétt aðeins viku áður en sala diykkjarins skyldi hefjast. Ögrandi klæðn- aður lögreglu ►LÖGREGLUÞJÓNN í Flórída, sem sagt hafði verið upp störfum vegna þess að hann klæddist bol, sem á stóð „Brjóstagildra", á námskeiði gegn kynferðislegri áreitni, fékk vinnu sína aftur eftir að hann liafði kært uppsögnina. Eftir að borgin Fort Lauder- dale hafði þurft að bera kostnað vegna máiaferla út af kynferðis- legri áreitni starfsmanna var ákveðið að senda alla starfsmenn borgarinnar á námskeið um áreitni. Lögreglumaðurinn Ant- liony Fernandez mætti á nám- skeiðið í ofannefndum bol og sögðu borgarfulltrúar að hann hefði brotið allar reglur í hefð- bundnum klæðaburði lögreglu- manna til þess eins að ögra nám- skeiðshöldurum og lýsa yfir fyrir- litningu sinni. Fyrir dómi var komist að þeirri niðurstöðu að klæðaburður Fern- andez á námskeiðinu bæri vott um slæman smekk og ónærgætni en hann liefði þó engin lög brotið. Því var borgaryfirvöldum gert að taka Fernandez aftur inn í sínar raðir og skyldi hann fá greidd laun frá uppsögninni. Eftir dóms- úrskurðinn ákvað lögreglustjór- inn A1 Lamberti að harðari reglur skyldu gilda í framtíðinni um klæðaburð lögregluinanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.