Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Geðdeild fyrir sakhæfa fanga Nálægð við stðru sjúkrahúsin réð staðarvali RÉTTARGEÐDEILD fyrir sak- hæfa fanga, sem þriggja manna nefnd á vegum dómsmálaráðuneytis- ins leggur til að verði komið á fót, yrði staðsett í Reykjavík þar sem æskilegt væri að hún nyti nálægðar geðlækna, sálfræðinga, hjúkrunar- liðs og annars starfsfólks, sem ynni við stóru sjúkrahúsin á höfuðborgar- svæðinu. „Okkur sýnist að það hljóti að vera erfitt að koma upp slíkri deild annarsstaðar," segir Sigurjón Björnsson sálfræðingur, einn nefnd- armanna. Nefndin hefur nýverið skilað ráðuneytinu skýrslu um sjálfs- víg fanga á Litla Hrauni þai- sem stofnun réttargeðdeildar er ein margra tillagna nefndarinnar til úr- bóta í málefnum sakhæfra fanga, sem eiga við geðræn vandamál að stríða. „Það sem við höfum í huga er að deildin sé í námunda við stóru geð- deildirnar á sjúkrahúsunum í Reykjavík og njóti aðstoðar fag- manna sem vinna þar.“ Sigurjón bendir á að væri slík deild utan Reykjavíkur yrði kostnaður við hana mun meiri en hann yrði að öðrum kosti, þar sem ferðalögum fagmanna fylgdu óþægindi og aukinn kostnað- ur. „Ég held að flestir séu sammála um að það sé óheppilegt og það yrði miklu erfiðara og dýrara að fá menn til að vinna þannig.“ Aðspurður segir Sigurjón að ekki hafi komið til tals að stofna umrædda geðdeild á Sogni, þar sem nú er rekin deild fyrir ósak- hæfa fanga. Hann bendir á að nógu erfitt hafi reynst að manna þá stofn- un og ekki sé á það bætandi að þurfa að fá frekara starfslið úr Reykjavík til að sinna auknum umsvifum þar vegna fleiri skjólstæðinga. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ÞRÁTT fyrir kafaldsbyl og snjó- komu víðsvegar um suðvestan- vert landið sl. miðvikudag Iét snjórinn Eyjamenn alveg í friði. Austanrok og slydda var í morg- unsárið en fljótlega lægði og stytti upp og um hádegi var kom- ið ágætisveður. Þorragolf í Eyjum Þar sem enginn snjór var á jörðu notuðu golfarar í Eyjum tækifærið og brugðu sér einn hring í hádeginu eins og þeir gera alla daga ársins þegar ekki ei’ snjór á golfvellinum. Meðan flestir íbiíar suðvestur- hornsins voru að moka snjó og troðast áfram í ófærðinni voru golfarar í Eyjum því í sumarstell- ingum og slógu bolta sína á golf- vellinum í mynni Herjólfsdals. Andlát GUÐBJORN GUÐMUNDSSON MINNA er um að fólk sé skorið upp við slitnum liðböndum en var fyrir 10-15 árum, að sögn Jóns Baldurs- sonar, yfiriæknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Að sögn Jóns var áður algengt að fólk væri skorið upp við slíkum áverkum, til dæmis slitnum liðbönd- um í ökkla. Núna sé fyrst reynt að laga vandamálið án uppskurðar. Jón segir að eins og áðui- sé reynt að ljúka þar meðferð áverka sem fólk kemur fyrst með á slysadeildina. Jón Karlsson, sérfræðingur í bæklunarlækningum við Sa- hlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og prófessor í bæklunarlækningum við Gautaborgarháskóla, segir að 9 af hverjum 10 hljóti bata vegna slit- inna liðbanda, sé áverkinn með- höndlaður með endurhæfingu ein- göngu. Einungis 10% af öllum sem verða fyrir þessum algenga áverka þurfi því að gangast undir aðgerð að endurhæfingu lokinni. 90% nær bata með endurhæfingu „Það hefur sýnt sig að árangur af meðhöndlun sem byggir fyrst og fremst á endurhæfingu, að ganga á fætinum og þjáifa hreyfíngu og styrk eftir að bólga fer úr, er svipaður og árangurinn sem fæst við aðgerð. Um það bil níu af tíu, eða heldur fleiri verða alveg góðir. Einn af hverjum tíu verður ekki góður, en það er svip- uð tala og eftir skurðaðgerð. Þetta þýðir þá að ef maður sker alla þá sker maðm- 90% að óþörfu," segir Jón Karlsson. Jón segir að fyrir þau tíu prósent sem enn eigi við vandamál að stríða, eftir að endurhæfingu sé lokið þá séu til ágætar aðgerðir sem skili árangri. „Það eru nokkrir sem hefði verið gott að skera strax í upphafi en með þessum aðferðum losnum við við að skera upp þau 90% sem engin þörf var á að skera upp,“ segir Jón. Að sögn Jóns er ástæðan fyrir því að hægt er að notast við endurhæf- ingu eingöngu sú að endar lið- bandanna liggja nálægt hvorum öðrum og hafi líffærafræðilegan möguleika á að gróa saman. Jón segir að ekki sé hætta á stífum ökkia eða bæklun ef ekki er skorið strax. Hann bendir einnig á að ann- ar kostur endurhæfingar sé bæði sparnaður á tíma og peningum. Menn séu í styttri tíma að ná bata með endurhæfingu en ef aðgerð er framkvæmd og í því felist mikill sparnaður, til dæmis fyrir atvinnu- rekendur. GUÐBJÖRN Guð- mundsson húsasmíða- meistari lést á heimili sínu aðfaranótt mið- vikudags, 78 ára að aldri. Guðbjörn fæddist 16. júní 1920 á Ketilvöllum í Árnessýslu og ólst upp á Böðmóðsstöðum í sömu sveit frá fjögurra ára aldri. Foreldrar hans voru Guðmundur Ingimar Njálsson, bóndi á Böðmóðsstöð- um, og Karólína Árna- dóttir húsfreyja. Guðbjörn lærði húsa- smíði í Reykjavík hjá Guðjóni Sæ- mundssyni. Hann lauk sveinsprófi árið 1947 og meistaraprófi árið 1950 og fékk sama ár gefið út bygg- ingarleyfi. Hann gerðist strax um- svifamikill meistari og starfaði sem slíkur lengst af ævinni. Hann byggði fjölda bygginga um alla Reykjavík, þar á meðal Bændahöllina við Hagatorg. Guðbjörn var mikill sportveiðimaður og var meðal annars grenja- skytta í uppsveitum Árnessýslu og á Reykjanesi. Guðbjörn var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Þóra Krist- jánsdóttir og eignuðust þau sjö börn. Síðari kona hans var Herdís Guðmundsdóttir og eignuðust þau tvær dætur. Að síðari konu sinni látinni bjó hann með Unni Dórótheu Haraldsdóttur, sem var Guðbirni stoð og stytta í veikindum hans. Minna skorið upp vegna slitinna liðbanda Yfírlýsing frá fyrrverandi sjóðsstjórn söfnunarinnar Samhugur í verki Engir fjármunir hafðir af Flateyring'um MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Vegna rangra fullyrðinga, sem komið hafa fram opinberlega síðustu daga um ráðstöfun söfnunarfjár af hálfu fyrrverandi sjóðsstjórnar Samhugar í verki eftir snjóflóðið á Flateyri hinn 26. október 1995, þyk- ir þeim aðilum, sem sæti áttu í þeirri stjórn, óhjákvæmilegt, að eftir- greind atriði komið fram: 1. Þegar við upphaf landssöfnun- arinnar var það ákvörðun þeirra að- ila sem fyrir söfnuninni stóðu að yrðu einhverjir fjármunir eftir, þeg- ar úthlutað hefði verið eðlilegum bótum til tjónþola í snjóflóðinu á Flateyri, yi'ði stofnaður með því fé sjóður, er til taks gæti verið í fram- tíðinni til stuðnings fórnarlömbum náttúruhamfara. Um þetta var öll- um kunnugt sem til mála þekktu, þ.á m. fyrirsvarsmönnum á Flateyri. Það er því rangt að með stofnun sjóðsins hafi verið hafðir af Flateyr- ingum fjármunir sem þeim hafi bor- ið. Tjónþolar á Flateyri fengu bætur eftir því sem efni stóðu til og eftir því sem tjón þeirra varð með fé bætt, algjörlega óháð þeim mögu- leika að einhverjir fjármunir yrðu eða yrðu ekki eftir að Ioknum tjóna- greiðslum. 2. Landssöfnunin fór fram til styrktar einstaklingum og fjölskyld- um. Kom þetta þegar fram í bréfi sem sjóðsstjórnin sendi íb'úum Flat- eyrar skömmu eftir snjóflóðið og er dagsett 13. nóvember 1995, en þar segir m.a.: „Svo sem ykkur er sjálf- sagt flestum kunnugt skal söfnunar- fénu aðallega varið til þess að styrkja einstaklinga og fjölskyldur, sem hafa orðið fyi-ir fjárhagslegu, andlegu og félagslegu tjóni vegna snjóflóðsins 26. október sl. enda verði tjónið ekki bætt með öðrum hætti. Einnig skal íhuga stöðu þeirra sem hafa orðið fyrir óbeinu tjóni af völdum áfallsins og samfé- lagslegum verkefnum á Flateyri eft- ir því sem það þykir samræmast til- gangi landssöfnunarinnar." Með sama hætti var fyrirhugaðri úthlut- un söfnunarfjár lýst í fréttatilkynn- ingu til fjölmiðla dags. 17. nóvember 1995. Framlög til svokallaðra samfé- lagslegra verkefna áttu þannig að heyra til undantekninga, enda var það alls ekki ætlunin að söfnunar- sjóðurinn kæmi inn í hlutverk sveit- arsjóðs eða annarra opinberra sjóða. Vegna hinna þröngu skorða, sem voru á framlögum til samfélagslegi’a verkefna samkvæmt tilgangi söfn- unarinnar, beitti sjóðsstjórnin sér fyrir því að söfnunarfé Færeyinga var aðallega beint til byggingar leik- skóla á Flateyri. Þegar upp var staðið voru það rúmlega 45 millj. kr. sem fóru til samfélagslegra verk- efna á Flateyri. Vegna þess að út- hlutun söfnunarfjár eftir snjóflóðið á Súðavík hefur verið notuð til saman- burðar við úthlutunina á Flateyri skal þess getið að þetta er nokkru hærri fjárhæð en úthlutað var til sambærilegra verkefna í Súðavík. 3. Sjóðsstjórnin lauk úthlutun bóta seinni hluta árs 1997 og hafði þá afgreitt öll erindi sem henni höfðu borist. Varð sjóðsstjórnin þess aldrei áskynja að nokkur óánægja væri með ráðstöfun söfnunarfjár. Þvert á móti bárust henni oft þakk- arkveðjur sem hún bar til gefenda, þegar tilkynnt var um lok úthlutun- arinnar í marsmánuði 1998 er reikn- ingsskil lágu fyrir. Eðli málsins samkvæmt hafði stjómin þó ekki orðið við öllum beiðnum sem henni höfðu borist en hafði í synjunum sin- um við erindum leitast við að rök- styðja niðurstöður sínar með mál- efnalegum hætti, og varð ekki ann- ars vör en skilningur væri á þeim. 4. Sjóðsstjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu dags. 19. mars 1998 um endanleg reikningsskil vegna söfnunarinnar og ráðstöfun söfnunarfjár sem fjölmiðlar sögðu skilmerkilega frá á næstu dögum. Var þar greint frá því að til ráðstöf- unar hafi verið rúmlega 299 millj. kr., hefði 200,3 millj. kr. verið greiddar til 180 einstaklinga og fjöl- skyldna og greiðslur til samfélags- legi’a verkefna hafi numið rúmlega 45 millj. kr. Síðan sagði í tilkynning- unni: „Eftirstöðvar söfnunarfjársins nema um 53,6 millj. kr. Að frum- kvæði þeirra sem stóðu að söfnun- inni, þ.e. fjölmiðlanna, Rauða kross Islands og Hjálparstofnunar kirkj- unnar, renna eftirstöðvarnar í sjóð sem skal vera tiltækur fyrir fórnar- lömb náttúruhamfara. Verður sjóðn- um sett sérstök skipulagsskrá. Sjóðsstjórnin sem nú hefur lokið starfi sínu kemur hér með á fram- færi þakklæti til hinna fjölmörgu sem lögðu fram fé til landssöfnunar- innar innan lands og utan en í starfi sínu hefur sjóðsstjórnin oftsinnis orðið vör við þakkarhug þeirra sem notið hafa góðs af örlæti gefend- anna.“ Þarna kemur hvort tveggja fram að eftirstöðvar söfnunarfjársins verði settar í sjóð fyrir fórnarlömb náttúruhamfara og að sjóðsstjórnin hafi lokið starfi sínu. Rúmlega einum mánuði eftir að tilkynnt var formlega um starfslok sjóðsstjórnarinnar barst henni er- indi frá stjórn íbúasamtaka Önund- arfjarðar um, að stofnað yrði til við- ræðna um möguleika á því að sjóð- urinn veiti frekari stuðning við upp- byggingu á Flateyri. Við þessari beiðni gat sjóðsstjórnin ekki orðið, þar sem starfi hennar var lokið og var stjórn íbúasamtakanna tilkynnt það. 5. Sjóðsstjórninni fyrrverandi er það gersamlega óskiljanlegt hvers vegna nú er allt í einu reynt að blása út óánægju með ákvarðanir þeirra, sem stóðu fyrir söfnuninni, og ráð- stöfun söfnunarfjárs. Þó að sönnun fyrir því fáist vonandi aldrei er það örugglega skynsamleg fyrirhyggja að stofna sérstakan sjóð Samhugar í verki er til taks geti verið í framtíð- inni til stuðnings fórnarlömbum náttúruhamfara. Það er engan veg- inn víst að í hvert sinn er einstak- lingur, jafnvel fjölskyldur, verður fyrir tjóni af völdum náttúruham- fara, verði til þess lag að efna til sér- staks söfnunarátaks. í slíkum tilvik- um mundi það koma sér vel að til staðar væri sjóður er grípa mætti til. Það skilja sjálfsagt best bæði þeir sem staðið hafa umkomulausir í slíkum sporum og hinir sem sjálfír hafa notið góðs af söfnunarfé. Reykjavík, 27. janúar 1999, íyrrverandi sjóðsstjórn Samhugar í verki, Hörður Einarsson, Sigrún Árna- dóttir, Ægir Hafberg, Pólmi Matthí- asson og Jónas Þórir Þórisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.