Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 19

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 19 Morgunblaðið/Þorkell FJÖLDI stjórnenda Landssímans var á Grand Hóteli er stjórnunar- námskeiði fyrirtækisins var hleypt af stokkunum í gær. Stjórnendur Landssímans á skólabekk LANDSSÍMINN hefur hleypt af stokkunum stjórnunarnámskeiði fyrir stjórnendur hjá fyrirtæk- inu, sem eru 140 að tölu. Nám- skeiðið hefur hlotið nafnið „Sterkt samband" og er þriggja missera nám og er metið til ein- inga á háskólastigi. Viðar Viðarsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Landssímans, sem jafnframt er formaður verkefnisstjórnar nám- skeiðsins, segir að markmið þess sé að efla stjórnendur innan fyr- irtækisins, styrkja ímynd þess, þjónustumenningu og samkeppn- ishæfni og efla liðsheild meðal starfsmanna. „Hugmyndina að stofnun skól- ans má rekja til vinnustaðar- greiningar sem náði til alls fyrir- tækisins og Gallup framkvæmdi til að meta viðhorf starfsmanna til breytinga í viðskiptaum- hverfi, til vinnuaðstöðu, til sam- skipta innan deilda og milli deilda og viðhorf þeirra til stjórnenda fyrirtækisins svo eitt- hvað sé nefnt. Þótt margt já- kvætt hafi komið í Ijós sást ýmis- legt sem betur mátti fara innan fyrirtækisins." Viðar segir að í kjölfarið hafi verið ákveðið að gera markvisst átak í því að bæta úr þeim göll- um sem komu fram í vinnustaða- greiningunni og gera fyrirtækið samkeppnishæft á öllum sviðum. Hann segir að með námskeiðinu sé verið að fjárfesta í mannauði starfsmanna og heildarkostnaður þess sé yfir 40 milljónir króna. „Að okkar mati er um að ræða einhveija mestu fjárfestingu ís- lensks fyrirtækis í mannauði sín- um. “ Námskeið Landssímans „Sterkt samband“, er byggt upp í 13 skrefum, þar sem hvert skref hefur sérstakt áhersluatriði eins og þjónustustjórnun, gæðastjórn- un, starfsmannasamtöl, svo eitt- livað sé nefnt. Verkefnið er unn- ið undir stjórn verkefnisstjórnar, sem í sitja starfsmenn Landssím- ans, Skrefs fyrir skref ehf. og Gallup. Er námskeiðið 250 klukkustundir og verður kennt í nokkrum lotum í Viðey, Reykja- vík og á Leirubakka. 49 m.kr. í boði í hlutafjárútboði Stofnfisks hf. ALLS verða boðnar út 49 milljónir króna að nafnverði í hlutafjárútboði Stofnfisks hf. sem hófst í gær. Um er að ræða níu milljóna króna nafn- verðshlut í eigu ríkisins sem boðnar verða út á genginu 1,40, auk sölu á nýju hlutafé íyrir allt að 40 milljónir að nafnverði sem selt verður með tilboðsfyiirkomulagi. Ekki er ákveðið gengi í tilboðssölunni en í útboðslýsingu, sem Islandsbanki annast, kemur fram að ekki verði gengið að lægri tilboðum en á geng- inu 1,40 og í því sambandi er höfð hliðsjón af innra virði félagsins 30. júní sl., sem var 1,36. Hlutafjárút- boðið hófst eins og áður sagði í gær og stendur til 12. febrúar. Mikil breyting í starfsemi Stofnfiskur hf. var stofnaður 6. mars 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði f.h. ríkissjóðs (75%) og Silfurlaxi hf. (25%), að því er fram kemur í útboðslýsingu. Meginá- hersla skyldi í byrjun lögð á kyn- bætur fyrir hafbeit, enda var það skilyrði fyrir þátttöku ríkissjóðs í verkefninu að Silfurlax hf. tryggði hinu nýja félagi um 50% af árlegum rekstrarkostnaði þess með hrogna- kaupum. Allt fram til 1995 var því lögð megináhersla á kynbætur fyrir hafbeit, samfara því að hafinn var undirbúningur undir kynbætur fyr- ir laxeldi með vali á stofnum, en stefnt var að því að útflutningur laxahrogna gæti hafist um 1998. Mikil breyting varð á starfsemi fé- lagsins á árinu 1995 í framhaldi af rekstrarstöðvun Silfurlax hf., en þá lagðist að mestu leyti af framleiðsla á hafbeitarhrognum. Fram til árs- ins 1995 hafði framleiðsla þessara hrogna verið um 95% af hrogna- framleiðslu Stofnfisks. Þá jókst mikilvægi hrogna fyrir matfiskeldi og fiýtt var tilraunum með útflutn- ing hrogna til eldis í Chile og á Ir- landi. í dag er ríkissjóður Islands langstærsti hluthafinn í félaginu með 93,60% hlutafjár en 6,40% skiptast jafnt á milli Öxnalækjar hf. og Vigfúsar Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Stofnfisks. Landbúnaðarráðuneytið hefur, fyrir hönd ríkisins, lýst því yfir að ætlunin sé, í kjölfar hlutafjáraukn- ingarinnar, að bjóða allan eignar- hlut ríksins til sölu. Hvenær það verður ræðst meðal annars af áhuga fjárfesta nú, en stefnt er að því að það verði ekki síðar en í árslok á þessu ári. Forstjóri Lánasýslu ríkisins um uppkaup spariskírteina * A vöxtunarkrafan 3,50% í lægsta tilboði EFTIR að uppkaupum Lánasýslu ríkisins á spariskírteinum í fiokki RS05-0410/K til 6,2 ára lauk sl. mið- vikudag með því að engu tilboði í bréfin var tekið, sakaði viðskiptastofa Landsbanka Islands Lánasýsluna um að gefa rangar eða villandi upp- lýsingar um ástæður þess að tilboð- um var ekki tekið og sagði að mikil- vægt væri að markaðsaðilar geti treyst upplýsingum sem berast frá aðilum eins og Lánasýslu ríkisins. I fréttabréfum Fjárfestingar- banka atvinnulífsins og Islands- banka í gærmorgun er yfirlýsingin einnig gagnrýnd. I yfírlýsingu Lánasýslunnar sagði að engu tilboði hafi verið tekið þar sem ávöxtunarkrafan hafi ekki verið í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi Islands. Sigurgeir Jónsson forstjóri Lánasýslunnar segir að við ákvörðunina hafi verið miðað við síðustu viðskipti daginn fyrir útboðið sem voru á ávöxtunar- kröfunni 4,10% en tilboðin sem bár- ust hafi verið allt niður í 3,50%. FBA bauð kröfuna 4,00% í Morgunkorni Fjárfestingar- banka atvinnulífsins kemur fram að FBA bauð 100 milljónir króna til sölu á ávöxtunarkröfunni 4,00%. ,Af sam- tölum við aðra markaðsaðila og fjár- festa má ráða að töluvert sölufram- boð virðist hafa verið á bilinu 4,0%--4,05% ávöxtunarkröfu. í ljósi þess að síðustu viðskipti voru á 4,05% fyrir útboðið og að aðstæður á VÞI hafa verið þannig undanfarna daga að til þess að kaupa mikið magn hef- ur þurft að fara niður í (eða undir) 4,0% ávöxtunai'kröfuj þarfnast að- gerðir Lánasýslu frekari skýringa af hennar hálfu, það myndi eyða ákveð- inni óvissu,“ segh' í Morgunkorninu. Þar segir einnig að niðurstaðan leiði til áframhaldandi óvissu og vextir gætu því lækkað enn frekar á næstu vikum. I morgunfréttum Islandsbanka er tekið í sama streng og sagt að niður- staða útboðsins breyti engu um þann „lækkunarfasa“ sem nú er á skulda- bréfamarkaði. Áfram keypt á markaði Sigurgeir Jónsson forstjóri Lána- sýslu ríkisins segir að daginn fyrir útboðið hafi síðustu viðskipti í þess- um fiokki, sem álitin voru marktæk, að upphæð 160 milljónir króna, verið á ávöxtunarkröfunni 4,10-4,12 og við það hafi verið miðað við yfirferð til- GENGIÐ hefur verið frá skiptum á hlutabréfum Pharmaco hf. í Lyfja- verslun Islands hf. að nafnvfrði 25.111.222 kr. gegn hluta hlutabréfa Lyfjaverslunar Islands hf. í Delta hf. að nafnvirði 5.546.861 kr. sem er 2,8% heildarhlutafjár Delta hf., sam- kvæmt samkomulagi við Pharmaco boða sem ríkinu bárust um kaup á spariskírteinum. Eftir því sem ávöxtunarkrafan er lægi'i því meira þarf ríkið að borga fyrir spariskírteinin sem það kaupir. Sigurgeir segir að tilboð sem bár- ust hafi verið með ávöxtunarkröfu allt niður í 3,50% og því töluvert und- ir því sem bauðst á markaði daginn fyrir útboðið. Sigm'geir sagði að reynt yrði að meta það á næstu dögum hvort ráð- ist verður í annað útboð með þess- um hætti, en um nýbreytni var að ræða við tilhögun útboðsins í þetta sinn. Hann sagði að þangað til ákvörðun yrði tekin um framhaldið myndi ríkið halda áfram að kaupa bréf á markaði en kaup á þessum flokki spariskír- teina er hluti af áætlunum ríkis- valdsins um að borga niður skuldir innanlands á árinu. hf. dags. 14. nóvember 1998. Pharmaco hf. hverfur nú úi' hlut- hafahópi Lyfjaverslunar Islands hf. Lyfjaverslun íslands á í dag eigin bréf að nafnvirði 31.383.405 kr. sem er 10,46% heildarhlutafjár félagsins. Gengi bréfa í Lyfjaverslun hækkaði um 4,3% í gær. y' Pharmaco, Delta og Lyfjaverslun Islands Geng’ið frá hluta- bréfaskiptum s * A morgun getur þú - með atkvæði þínu - tryggt að Asta R. Jóhannesdóttir þingmaður Reykvíkinga geti haldið áfram að standa vörð um réttindi og hagsmuni almennings. Ásta Ragnheiður hefur verk að vinna á Alþingi. Við höfum líka verk að vinna. Tryggjum henni 2. sætið í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á morgun. grtur ráðið’úrslitum! “ GÓðœtÍð til Ottm!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.