Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Heitir straumar að sunnan Suður-franskir straumar leika um eldhúsið á Hótel Holti þessa vikuna. Steingrímur Signrgeirsson ræddi við Christian Etienne sem þar er nú gestakokkur. CHRISTIAN Etienne, sem sér um eldamennskuna á Hótel Holti þessa vikuna, á að baki langan og glæst- an feril. Hann lærði matreiðslu m.a. á Ritz-hótelinu í París og veit- ingastaðnum Le Luca. Hann hefur tekið þátt í nokkrum frönskum matreiðslukeppnum og komst árið 1986 í úrslit keppninnar „besti kokkur Frakklands“. Arið 1990 opnaði Etienne veit- ingastaðinn „Restaurant Christian Etienne" í borginni Avignon. Hann hefur fengið ágæta dóma franskra veitingahúsagagnrýnenda, eina Michelin-stjörnu og 16 stig af 20 mögulegum hjá Gault-Millau. Etienne er mikill áhugamaður um matargerð Provence og hefur ritað þrjár bækur, eina um tómata, eina um trufflur og eina um matar- gerðarhefð Provence. Hann segist hafa orðið mjög ánægður er honum bauðst tækifæri til að koma til Is- lands og elda. Avignon verður líkt og Reykjavík ein af níu menningar- borgum Evrópu á næsta ári og er verið að skipuleggja ýmislegt í því sambandi. Meðal annars hyggjast borgaryfírvöld reyna að fá einn matreiðslumann frá hverri menn- ingarborg til að standa saman að glæsilegri tvö þúsund gesta kvöld- máltíð er haldin verður á gamlárs- kvöld á næsta ári. Kvöldverðurinn verður í nýiTÍ lestarstöð, sem nú er verið að byggja í borginni, og verð- ur tengistöð fyrir TGV-há- hraðalestii- er koma sunnan úr Evrópu. Hug- myndin er sú að hver kokkur sjái um einn rétt, enda líta borgai'yfirvöld í Avignon svo á að matargerð endurspegli vel menn- ingu, sögu og íbúa ólíkra svæða. Matseðillinn sem Etienne býður upp á á Rónardögunum á Holti er átta rétta og með hverjum rétti verður boðið upp á viðeigandi Rón- arvín. Meðal rétta á seðlinum má nefna „saltfisksmauk með jarð- sveppum og ólífuolíuvinaigrette", „þorsk með ratatouille og svörtum ólífum" og „geitaost með tómatcon- Sælkerinn fit“. Hann segir að ágætlega hafi gengið að koma saman Provence- matseðli með íslenskum hráefnum þótt vissulega séu mörg hráefni ólík því sem hann eigi að venjast að heiman, s.s. grænmeti. Bragðið verði því alltaf svolítið öðruvísi en á veitingastaðnum í Avignon. Provence-matargerðina segir hann fremur íhaldssama og ekki stjórnast mikið af tískustraumum, þótt vissulega megi á móti segja að hún stjórni tískustraumum annars staðar í heiminum. Etienne segir matargerðina þó orðna léttari en hún var t.d. á síðustu öld, enda hafi menn „hreinlega ekki maga“ leng- ur til að borða líkt og menn gerðu þá. I eðli sínu sé matargerðin hins vegar létt og ekki spilli fyrii- að margsinnis hafi með rannsóknum verið sýnt fram á hollustu matar- æðis er byggi á olívuolíu, hvítlauki og léttvíni. I leyndardómi draums DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson LEYNDARMÁL í draumi kveðið. ÞEGAR draumar eni skoðaðir að nætursvefni loknum, birtast þeir manni oft sem litlar skrýtnar sög- ur þar sem draumurinn fer með mann í svefni úr einu hlutverki í annað, frá einum stað til annars og viðkomandi er oftar en ekki að gera eitthvað sem hann gerir venjulega ekki í vöku; berjast við óða ketti, ganga á vatni eða eitt- hvað annað óvenjulegt. Þessir draumar virka þvælulegir og lítt skiljanlegir, en leggist maður á þá líkt og ormur á gull, skrái þá hjá sér og hugsi þá aftur og aftur, skýrast þeir smám saman og verða að heilstæðri mynd. Sú mynd verður oft eins og ljóð, samþjöppuð viska um manninn og tilveru hans. Stjörnunótt Mitt líf í myrkríð ég máta ogmigeihylja syndafötin hin lífsþunga ljóssins gáta þar ljómar innanum stjörnugötin. (Ingimar Erlendur.) Þessi leyndardómur draumsins að geta sýnt manni líf manns í hnitmiðuðum myndum, hvort sern er lífið nú, fyrri líf eða komandi, ber með sér keim af heilögum anda, einhverju óræðu sem nær út yfir gröf og dauða. Það vekur hjá manni spumingar um tilurð draumsins og tilgang, hvort hann sé líkt og annað efni, verk skap- arans okkur ætlað til notkunar að vild eða eitt af tólum meistarans í sköpunarferlinu og ekki ætlað okkur dauðlegum, þó við reynum að „krakka" kóðann og hnýsast í innri herbergi tilverunnar? Vegna mistaka í síðasta pistli vantaði aftan á einn lesdálkinn með draumi „Margrétar“ og ráðningu svo textinn varð illskiljanlegur. Því birtist hann aftur í heild sinni. Draumur „Margrétar“ Ég stend uppi á þakskeggi á einhverju húsi og á þakskegginu gegnt mér er maður svartklædd- ur frá toppi til táar, búningur hans sleikir kroppinn og allar út- línur hans sjást sem og höfuðlag. Hann horfir á mig eins og bráð og ég er í hættu. Svört slæða úr silki liggur yfir þakinu öllu og blaktir. Til þess að bjarga mér svipti ég slæðunni af hálfu þakinu og ætla að láta hana fjúka út í buskann (þá er ég orðin slæðan) og redda mér þannig en ég finn að vindurinn er ekki nógur til þess að feykja slæðunni neitt að ráði, ég hendi slæðunni samt og horfi á hana lenda í grasinu fyrir neðan mig og festast þar í grasstráunum. Vonlaus staða að mér finnst og ógnvekjandi tilfinn- ing að verða drepinn af mannin- um. Ég er slæðan í grasinu, sjón- arhorn mitt er frá grasrótinni og ég sé umhvei-fið breytast og sólin skín, gulur fuglsungi vappar í grasinu. Ég horfi á slæðuna morkna, slitna og hverfa í grasið, ég er ungi í grasinu og ég er hólpin. Svo er ég að planta trjám, óljóst þrjár plöntur, í beinu fram- haldi af því raða ég steyptum kantsteinum í fallega röð, síðan held ég á taupoka, helli úr honum teskeiðum og litlum göfflum úr silfri sem ég ætla að raða líka í framhaldi. Þetta er göngustígur sem ég er að vinna við og ég lít eftir honum og í honum til hliðar eru sprungur í malbiki og ég heyri eldri bróður minn, Guð- mund, segja bak við mig: „Ég geri þetta ekki nema ég fái að gera það sem þarf ‘ og hann end- urtekur þetta mjög ákveðið. Mér fannst hann stjórna þessum að- gerðum með göngustíginn. Ráðning Ef draumurinn er fyrst skoð- aður frá félagslegu sjónarhorni og sameiginlegum táknum þá er húsið tákn sjálfsins og þakið tákn höfuðsins. Svarti liturinn merkir eitthvað ókunnugt, sem dylst en einnig myrka orku. Að planta trjám og annað tengt gróðri merkir líf og vöxt. Fuglar vísa til sálar og frelsis og göngustígur til lífsvegar. Sértæku og persónu- legu táknin eru taupokinn, silfur- skeiðarnar og gafflarnir, kant- steinarnir, malbikið, Guðmundur og hans hlutur ásamt því hvernig draumurinn er settur á svið (handritið). Þegar þessu öllu er svo púslað saman til að fá út heil- stæða mynd gæti hún litið svo út: Þú glímir við áhyggjur (svarta slæðan) vegna ófyrirséðra að- stæðna en kunnuglegra (maður- inn svartklæddi), þessar áhyggj- ur (sem skapa óöryggi), gætu tekið á sig mynd þunglyndis og breytt fai'veg þínum til hins verra, en þú kýst að ráða þeirri för og breytingum þeim fylgjandi þótt þær kosti fórnir. Þar með ertu komin á byrjunarreit (í grasinu) og ný leið er fyrir hönd- um, þó að þú sért óörugg í fyrstu, reynist þessi aðgerð rétt og það sem íþyngdi (slæðan morknaði) þér hverfur. Þarna hefst upp- bygging (planta trjám og raða kantsteinum) sem unnin er af kostgæfni, byggð á gæðum (pok- inn með silfuráhöldunum) og djúpri reynslu (silfrið) en Guð- mundur stendur þarna fyrir þann kraft sem þér er gefinn og þá ein- urð sem þú býrð að úr föðurhús- um. %Þeiv lesendur sem viljn fá drauma sína bii’tn og ráðna sendi þá með fullu nafhl, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.