Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Morgunblaðið/Hafdís LOÐNU er nú landað á höfnuni ura nánast allt land, frá Akureyri og austur, suður og vestur um til Akraness. Hér eru loðnubátar að landa á Djúpavogi. Kosningar á Grænlandi eftir helgina Lítið fylgi stj órnar flokka Nuuk. Reuters. STJÓRNARFLOKKARNIR á Grænlandi, Siumut-flokkur jafnað- armanna undir forystu Jonathans Motzfeldts og Atassut-flokkur frjálslyndra, tapa fylgi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Kosið verður til grænlenzka heimastjórnarþingsins á þriðjudag. Samkvæmt könnuninni, sem stofnunin HS Analyse gerði og birt- ist í grænlenzka dagblaðinu Sermitsiak, hefur vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, sem er í stjórnar- andstöðu, einnig tapað nokkru fylgi meðal þeirra kjósenda sem gert hafa upp hug sinn frá því sambæri- leg könnun var gerð í nóvember sl. Kosningabandalag óháðra fram- bjóðenda hefur hins vegar næm tvöfaldað fylgi sitt. Um 30% aðspurðra í könnuninni voru ennþá óákveðin, sem sam- kvæmt frásögn Sermitsiak sýndi að síðustu dagar kosningabaráttunnar kunna að hafa úrslitaáhrif á hvern- ig fer á kjördag. I kosningabaráttunni hefur meg- ináherzlan verið lögð á skattamál, einkavæðingu og byggðamál. Hinir 39.000 kjósendur Grænlands hafa úr 200 frambjóðendum að velja, af list- um hefðbundnu flokkanna þriggja auk hins nýja bandalags óháðra. Ekkert tilefni enn til að auka loðnukvótann TÖLUVERÐUR uggur er nú í mönnum vegna þess hve lítið finnst af loðnu og hve smá sú loðna er sem nú veiðist fyrir Suðurlandi. Leit rannsóknaskipsins Ama Friðriks- sonar hefur lítinn árangur borið og enn er ekkert sem gefur tilefni til aukingar á kvóta. Mörg skip eru bú- in með kvóta sinn eða eru að ljúka honum, meðal annars öll skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar. Verði engin breyting á er ljóst að vertíðin verður afar léleg og fryst- ingin skilar litlu sem engu. Það er mikið áfall fyrir þau fyrirtæki, sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á frystingu loðnu og sfldar, en þar má nefna Tanga hf. á Vopna- firði, Síldarvinnsluna í Neskaup- stað, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Borgey á Höfn í Homafirði og Vinnslustöðina og ísfélagið í Vest- mannaeyjum. Pá vekur það athygii hve illa haldin elzta loðnan, sú fjög- urra ára er, og hafa vísindamenn litlar skýringar á því. Þónokkur loðnuskip era búin með útgefinn kvóta og lifa menn í von- inni um að aukið verði við loðnu- kvótann. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á hafrannsókna- skipinu Árna Friðrikssyni, sagði við Morgunblaðið í gær að ekki væri enn tilefni til að bæta við en enn á eftir að veiða um 232.000 tonn af um 688.000 upphafskvóta. „Við teljum að loðnan eigi eftir að „Ætli við förum ekki á bæinn“ koma í nægilegum mæli. Það er bara verst hvað hún er smá blessun- in,“ segir Freysteinn Bjamason, út- gerðarstjóri Sfldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. „Þegar skipin fóm út fyrst eftir áramótin fundu þeir töluvert af stórri loðnu langt í austur og hún á al- veg eftir að skila sér. Það þýðir ekk- ert að fara á taugum út af frysting- unni. Það breytir engu. Við verðum bara að taka þessu eins og verða vill. Það er kannski frekar að japönsku kaupendumir fari fyrr á taugum en við og fáist ekkert nema smá loðna, kaupa þeir hana. Þeir kaupa smærra og smærra sfli eftir því sem dagamir h'ða,“ segir Freysteinn. Hann segir að það séu oftast nær einhver leiðindi við þetta. Nú sé áta í loðnunni og það hafi í raun bara verið eitt ár, sem allt hafi gengið upp, annars hafi alltaf verið eitt- hvað til ama. „Við vonumst auðvitað eftir kvótaaukningu, en emm ann- ars sæmilega settir. Við eigum um 15.000 tonn eftir og getum þráazt við í frystingunni eitthvað enn,“ segir Freysteinn Bjamason. Sást lítið annað en sfld Ámi Friðriksson var við loðnuleit austur af Stokksnesi í gærkvöldi en að sögn Hjálmars sást lítið annað en sfld. Leiðindaveður var á svæðinu og svo fór að siglt var til Reyðar- fjarðar þar sem skipið var í nótt. „Því er ekkert nýtt í stöðunni og ekki efni til þess að auka kvótann ennþá,“ sagði Hjálmar. „Næst ligg- ur fyrir að komast aftur út og at- huga málin héma fyrir austan.“ Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær varð Amþór EA var við loðnutorfu austur af Rauða torginu fyrr í vikunni. Hjálmar sagðist hafa farið um svæðið í byrjun janúar og orðið var við loðnu sem renndi stoð- um undir fund Amþórs en hins veg- ar væri ekki hægt að staðfesta neitt fyrr en að skoðun lokinni. „Þetta er búið Bátar Hraðfrystihúss Eskifjarðar fengu milli 55.000 og 60.000 tonna kvóta og í gær átti eftir að veiða um 1.700 tonn af honum. „Þetta er búið, við sendum bara einn bát út aftur,“ sagði Magnús Bjarnason fram- kvæmdastjóri en um 600 tonn hafa farið í frystingu á nýliðnum dögum. „Þetta er afskaplega smá loðna og óhentug, um 65 til 70 stykki í kílói. Hún er rýrari en verið hefur á þess- um tíma, um 2% minni fita.“ Hraðfrystihúsið hefur tekið á móti um 30.000 tonnum af loðnu síð- an veiði hófst á dögunum en Magn- ús sagði að framhaldið væri í hönd- um ráðamanna. „Við getum ekkert frekar gert því nú er þetta undir fiskifræðingunum komið." Jón Kjartansson SU var á loðnu- miðunum vestarlega í Meðallands- bugt í gær og fékk um 150 tonn í fyrsta kasti. „Það er talsvert af loðnu hérna, sagði Grétar Rögn- valdsson skipstjóri, en hann landaði um 1.000 tonnum í síðasta túr og um 1.500 tonnum þar á undan. „Nú er hábjargræðistíminn en þetta er síðasta ferð okkar. Reyndar verðum við að vona að það verði bætt við þetta því þeir virðast alltaf vera að finna loðnu og við höfum á tilfinn- ingunni að nóg sé af henni. En það er ekki nóg, þótt mörg skip séu orð- in kvótalaus.“ Allt upp urið Guðni Ólafssonj stýrimaður á Guðmundi Ólafi ÓF, tók í sama streng. „Nú er allt uppurið og ætli við fómm ekki á bæinn. Það verður einhver að sjá fyrir okkur. Það er ekkert fast í hendi og enn er enginn kvóti í boði. Við voram búnir í nóv- ember, burjuðum aftur 2. febrúar og nú stefnir í bið þar til síldin kem- ur í maí. Þetta er mjög alvarlegt mál en við verðum að spenna greip- ar og vona að úr rætist." Ný myndbönd fyrir sjófrystingu Á sjófrystifundi er haldinn var ný- lega var öllum framleiðendum SH færðar myndbandsspólur sem sýna framleiðsluferli um borð í frystiskipi á helstu afurðum sem frystiskipin framleiða. Alls em þetta 7 myndbandsspólur þar sem tekin er fyrir vinnsla á þorsk-, ýsu-, ufsa- og karfaflökum, heilfrystum karfa, heilfrystri grá- lúðu sem og skelrækju, bæði hrárri og soðinni. Hvert myndband er 20-25 mín- útur og er vinnsluferlið allt tekið fyrir, frá því að troll er tekið inn fyrir þar til varan er fullfrágengin og komin í frystilest. Með því að skoða myndböndin geta þeir er koma að framleiðslunni séð hvem- ig vinnubrögð skuli viðhöfð og þeim er ætlað að útskýra nánar pökkunarreglur og gæðahandbæk- ur sem SH frystiskip fara eftir. „Þannig er betur tryggt að ávallt sé framleidd sú gæðavara sem kaupendur Icelandic-vöru- merkisins treysta á að fá. Einnig eiga þessi myndbönd að nýtast vel við uppfræðslu nýliða um borð í frystiskipum," segir í frétt frá SH. Reuters Enn leitað í rústunum BJÖRGUNARMENN voru enn að störfum í rústum lögreglu- stöðvar í borginni Samara í Mið- Rússlandi í gær en þar fórust að minnsta kosti tuttugu og níu í miklum eldsvoða á miðviku- dagskvöld. Á fjórða tug manna var ennþá saknað. Hafði það tekið slökkvilið fimmtán klukkustundir að ráða niðurlög- um eldsins og er byggingin talin gjörónýt. Færeyingar huga að úrbótum í samgöngumálum Þdrshöfn. Morgunblaðið. í SKÝRSLU nefndar á vegum at- vinnu- og samgöngumálaráðherra færeysku landstjórnarinnar er lagt til að eigi samgöngur milli færeysku eyjanna 18 að vera með viðunandi hætti, verði á næstu tíu til fimmtán ámm að fjárfesta fyrir tæpan millj- arð danskra króna í gangagerð og áætlunarsiglingum. Skýrslan sem er tilkomin vegna áherslu land- stjómarinnar á nauðsyn langtíma- stefnumótunar í málum sem varða uppbyggingu innra skipulags í Færeyjum, verður tekin til umfjöll- unar í færeyska þinginu í næstu viku. Samkvæmt skýrslunni er talin rík nauðsyn á að framtíðarfjárfesting taki til kaupa á nýjum áætlunarferj- um þar sem margar þeirra sem fyr- ir era, em bæði komnar til ára sinna og uppfylla ekki öryggiskröf- ur Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar (IMO). Finnbogi Arge, land- stjórnarmaður úr færeyska Fólka- flokknum, leggur þó áherslu á að það beri ekki að líta á skýrsluna sem endurtekningu á fyrri öldu fjárfestinga landstjórnarinnar í vega-, hafnar- og gangagerð, sem átti sinn þátt í að efnahagsþreng- ingar Færeyja urðu eins miklar og raun bar vitni í upphafi áratugarins. En sú efnahagskreppa varð einmitt tilefni mikillar gagnrýni frá dönsk- um stjórnvöldum. Landstjórnarmaðurinn leggm’ áherslu á að samgönguskýrslan sé unnin í því augnamiði að Færeying- ar geti lagt fram langtlmaáætlanir þegar kemur að fjárfestingum. „Við viljum ekki fjárfestingar í sam- göngumannvirkjum, sem ekki eru liður í víðtækara skipulagi innan- lands. Markmiðið með skýrslugerð- inni er að við geram okkur skýra grein fyrir því hvar nauðsyn er á fjárfestingum, þannig að ákveðinn grannur sé til staðar þegar kemur að ákvarðanatöku." I skýrslunni er bent á að brýn nauðsyn sé á að Færeyingar fjár- festi í fleiri nýjum áætlunarferjum og er sérstaklega bent á áætlunar- ferjuna Smyril í því samhengi. Færeyski ferjuflotinn er orðinn gamall þar sem meðalaldur skipa er um þrjátíu ár. Samkvæmt Finnboga Arge nær Smyrill ekki að uppfylla öryggiskröfur og siglir ferjan því með undanþágu í nokkur ár til við- bótar. Á annarri ferjuleið, milli Sandeyjar og Straumeyjar, eru áætlunarferðir einnig háðar undan- þágu þangað til ný ferja verður til- búin til notkunar á næsta ári. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.