Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 25 gerðu ki-öfu um að sjóðurinn breytti fjárfestingarstefnu sinni mjög snar- lega. Petta þýddi hömlur fyrir sjóð- inn bæði á innlendum og erlendum markaði, og því væri það augljóst mál að á meðan ekki mætti fjárfesta nema 35% í hlutabréfum hlyti að verða mikil breyting á fjárfestingar- stefnu sjóðsins núna á þessu ári. „Eg vil undirstrika að það er nauðsynlegt að gera breytingar á þessu og það fyrr en seinna. Fyrir ári voru menn að tala um að lífeyiis- sjóðirnir yrðu kannski komnir í þessi mörk árið 2010 en þetta gerist miklu hraðar, og ég óttast að laust fjármagn lífeyrissjóðanna á þessu ári vérði margfalt meira en framboð á hlutabréfum og skuldabréfum hér innanlands. Menn hljóta því að verða að fá að setja fjármunina í farveginn til útlanda, sem ég tel vera mjög mikilvægan kost, því við erum að afla fjár fyrir íslenska þjóð og fyrir íslenska ríkið jafnt með fjárfestingum erlendis sem annars staðar. Við erum ekkert síðri í að afla gjaldeyristekna með ávöxtun fjármuna erlendis en sjávarútveg- urinn íslenski," sagði Jón. Frelsi til fjárfestinga mikilvægt Á fundinum gerði Mark Reinisch, varaforseti Scudder Kemper In- vestments, grein íyrir því hvernig eignasamsetningu lífeyrissjóða væri háttað í ýmsum löndum og bar sam- an lífeyrisfyrirkomulag í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Scudder Kemper er meðal stærstu fjárfest- ingarfyrirtækja í heiminum og er það með aðalstöðvar í Boston og New York. VÍB hefur séð um sölu á verðbréfasjóðum fyrirtækisins hér á landi og einnig hefur Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna átt bein við- skipti við fyrirtækið. I máli Reinisch kom fram að í Evrópu væri mjög mismunandi eftir löndum hvernig fjárfestingum líf- eyrissjóða væri háttað. I Bretlandi fjárfestu þeir um 53% í innlendum hlutabréfum og um 9% í innlendum verðbréfum, um 22% í erlendum hlutabréfum og um 6% í erlendum verðbréfum. Fjárfestingar í fast- eignum væru þar um 2% og aðrar fjárfestingar og peningaeign væri um 8%. I Þýskalandi væri annað uppi á teningnum því þar væru fjár- festingar lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum aðeins um 6%, en hins vegar um 71% í innlendum verð- bréfum. Þá væru fjárfestingar í er- lendum hlutabréfum aðeins um 3% og um 4% í erlendum verðbréfum, en fjárfestingar í fasteignum um 13% og um 3% af eignum sjóðanna væru í öðrum fjárfestingum eða peningum. Enn eitt fyrirkomulag væri svo að finna í Danmörku þar sem fjárfestingar í innlendum hlutabréfum væru um 17% og í inn- lendum verðbréfum um 65%, en í erlendum hlutabréfum næmi fjár- festingin um 7% og í erlendum verðbréfum aðeins 1%. Fjárfesting- ar í fasteignum væru þar um 8% og aðrar fjárfestingar og peningar um 2%. Mark Reinisch greindi frá því sjónarmiði að reglusetningar um fjárfestingar lífeyrissjóða ættu full- an rétt á sér. Þær yrðu hins vegar að vera skýrar og stuðla að þvi að lífeyrissjóðirnir næðu settum mark- miðum, og afskipti af því hvernig þeir höguðu fjárfestingum sínum væru líkleg til að leiða til óhagræð- ingar og aukinnar áhættu. Hann sagði að niðurstaða sín væri sú að frelsi til fjárfestinga væri greinilega mikilvægt, og á þeim mörkuðum þar sem fjárfestingar hefðu verið háðar takmörkunum yrðu væntan- lega sinnaskipti hvað varðar við- hoi-fið til áhættufjárfestinga. Því yrði í auknum mæli horfið frá ör- uggum fjárí'estingum í átt til áhættusamra fjárfestinga, en þetta krefðist aukins skiinings á sam- bandinu á milli áhættutöku og hagnaðarvonar. Þá þyrfti skattaum- hverfið að vera hagstætt og til þess þyrfti hæfur eftirlitsaðili að vera til staðar. Þannig sagðist hann telja að hæfileg blanda reglusetninga og lágmarkstakmarkana væri það sem hentaði best fyrir lífeyrissjóða- markaðinn. VIÐSKIPTI í yfirliti Mark Reinisch um horf- umar á stærstu hlutabréfamörkuð- unum á næstu misserum kom fram að á síðasta ári hefði verið tæplega 25% ávöxtun að meðaltali í heimin- um, en lökust hefði hún verið í Kyrrahafslöndunum, eða tæplega 4%. Þegar skyggnst væri undir yfir- borðið kæmi t.d. í ljós að í Banda- ríkjunum þar sem ávöxtunin var 28,5% hefði hækkunin í tæknifyrir- tækjum verið 79% en 9% lækkun í íyrirtækjum í þungaiðnaði. Þá hefði verið 30% lækkun í Noregi vegna olí- unnai-, en 123% hækkun í Finnlandi og þá fyrst og fremst vegna vel- gengni Nokia. Hvað varðar horfurnar á einstök- um svæðum í heiminum sagði hann að í Bandaríkjunum væri það já- kvætt hve mikið væri þar af pening- um í umferð og menn teldu að þar yrði áfram mjög rúm lausafjárstaða sem styrkti hlutabréfamarkaðinn. Þá væri þess að vænta að tæknifyrir- tæki myndu blómstra enn frekar en á síðasta ári. Fram kom að Scudd- er hefur mikla trú á endurskipulagn- ingu fyrirtækja í Evrópu og sam- runa, og einnig á tilkomu evrunn- ar. Reinisch var jákvæður í garð þróunarinnar í Japan þar sem fyrir- tæki væru nú á góðu verði og hagn- aðarstaðan betri en álitið hefur ver- ið. Hins vegar tæki langan tíma að snúa dæminu við í japanska efna- hagslífinu. í löndum Austur-Asíu sagði hann að hátt gengi á japanska jeninu hefði orðið til hjálpar þar sem útflutningur landanna til Japan hefði orðið hagstæðari. Þessi ríki væru hins vegar mörg hver skuldum vafin og ekki búin að aflétta miklum höft- um. AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is mbl.is \LLT>\f= 6/777/1^10 A/Ý7~7~ JTÓRKOSTLEQ Sh,f:T N'io/0 ^ febrúar á raftækjum og eldhúsáhöldum úr sýningareldhúsum Kælir/frystir Mál: 141x55x60 sm. Rétt verð kr. 48.400 Kælir/frystir ** Mál: 160x60x60 sm. Rétt verð kr. 64.600 .w.i.iijrau. ■ nuu. rHinvau u ny. Mál: 180x60x60 sm. Mál: 155x60x60 sm. Rétt verð 35.500 Rétt verð kr. 68.900 Rétt verð kr. 58.900 Vifta. Háfar-Vortice. 260 m3 310 m3 Rétt verö kr. 7.300 Rétt verð kr. 15.900 Rykusugur Rétt verð kr. 9.900. Hitakönnur með 50% afslætti. Grill, hellur, djúpsteikingarpottar til niðurfellingar í borð 750 gr. brauð- bökunarvél Rétt verð kr. 17.900 *ÖII verð eru staðgreiðsluverð OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. LITIÐ UTLITSGALLAÐ: KFS 3120 kælir/frystir Glæsilegir franskir Rétt verð Verð nú kr. 29.900 stalpottar og KF$ 23gi kæ|jr/frysljr Rétt verð 4fr5h400 Verð nú kr. 34.900 ponnur með 50 - 75% afslætti. IsF 16.00 Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 U 562 2901 og 562 2900 Ofn með blæstri, Ofn með klukku, glerhelluborði blæstri, klukku og og viftu, hvítur. glerhelluborði, stál. Rétt verð kr. 98.800. Rétt verð kr. 109.300 Ofn HEO 620 með grilli og helluborði, hvítur. Rétt verð kr. 73.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.