Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður um orkulög og rekstur hitaveitu Heimilt að veita sveitarfélagi einkaleyfi á tilteknu svæði HJÖRLEIFUR Kvaran borgarlög- maður kveðst vera þeirrar skoðunar að rekstui- Hitaveitu Reykjavikur sé á sviði einkaréttar og þar af leiðandi sé heimilt að taka arð af fyrirtækinu. Hann segir að Hreinn Loftsson lög- maður, sem fer með mál bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar vegna Hita- veitu Reykjavíkui', byggi sinn rökst- uðning á 31. gr. orkulaga en hann á 30. gr. sömu laga, þar sem kveði á um að ráðherra sé heimilt að veita sveitarfélagi einkaleyfi til reksturs hitaveitu á tilteknu svæði og að það svæði sé ekki bundið lögsögu sveit- arfélagsins. Hjörleifur sagði að 31. gr. fjallaði um að sveitarfélögum væri heimilt að framselja einkaleyfí til að reka hita- veitu til einstaklinga eða félaga með heimild ráðherra og þá til ákveðins tíma. „Reykjavíkurborg er hvorki Halldór Björnsson formaður Eflingar EINN listi kom fram til stjóm- arkjörs í Eflingu - stétt- arfélagi. Listinn var borinn fram af uppstillingamefnd og trúnaðarráði og skipa þeir sem á listanum eru þvi stjóm félagsins. Efling - stéttarfélag er sameinað félag Dagsbrúnar, Framsóknar, Sóknai- og Félags starfsfólks í veitingahúsum. Formaður Eflingar er Hall- dór Björnsson, 1. varaformað- ur Þórann Sveinbjömsdóttir, 2. varaformaður Hjördís Bald- ursdóttir, ritari Jónína Sig- urðardóttir og gjaldkeri Ing- unn Þorsteinsdóttir. Meðstjórnendur era Guðrún Kr. Óladóttir, Sigurð- ur Bessason, Sigríður Ölafs- dóttir, Ólína Ólafsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Þuríður Ingimundardóttir, Ingibjörg B. Sveinsdóttir, Snorri Ar- sælsson, Þorsteinn M. Krist- jánsson, Eyþór Brynjólfsson, Albert Ingason, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Bjarni Hjálmtýsson, Rannveig Gunn- laugsdóttir, Louise Chr. Kjartansson og Ólafur Ólafs- son. einstaklingur né félag en hins vegar kveður 30. gr. orkulaganna á um að heimilt sé að veita sveitarfélagi einka- leyfi til reksturs á hitaveitu á tilteknu svæði með heimild ráðherra," sagði hann. „Það svæði er ekki bundið við lögsögu sveitarfélagsins og er hægt að veita leyfið á mun stærra svæði en nemur lögsögunni." Hitaveita ekki skylduverkefni Sagði Hjörleifur að honum sýndist sem þeir Hreinn væru sammála um að rekstur hitaveitu væri ekki eitt af skylduverkefnum sveitarfélaga en að honum fyndist einkennilegt að Hreinn féllist ekki á að Hitaveitan starfaði á grunni einkaréttar. „Ég er þeirrar skoðunar að rekstur Hita- veitunnar sé á sviði einkaréttar og þar af leiðandi sé heimilt að taka arð af þessu fyrirtæki,“ sagði hann. „Þetta sé ekki þjónusta heldur sala á vöru. Ég hélt að Hreinn hlyti að verða mér sammála um þetta atriði. Hann er sjálfur búinn að vinna að því að taka fyrirtæki ríkisins, sem hafa verið rekin á einkaréttargrunni og hvetja til þess að ríkið seldi fyrir- tækin. Ég hélt að hann myndi strax grípa að þetta væri fyrirtæki á einkaréttargrunni enda ekkert því til fyrirstöðu og vel hægt að breyta því í hlutafélag.“ Hjörleifur benti á að öðrum verkefnum sem sveit- ai-félög stæðu að væri ekki hægt að breyta í hlutafélög eins og t.d. vatns- veitu sem væri skylduverkefni sveit- arfélaga samkvæmt lögum. „Það er því ekki hægt að einkavæða hana og selja,“ sagði hann. „En það er ekki skylda að reka hitaveitu og lítið því til fyrirstöðu að breyta Hitaveitunni í hlutafélag og selja. Þess vegna er hún á einkaréttargrunninum.“ Einkaleyfi kallar á samþykki ráðherra Um þá spumingu Hreins hvers vegna ráðherra þyrfti að samþykkja gjaldski-á Hitaveitunnar, benti Hjör- leifm' á að mörg opinber íyrirtæki sem rekin væru á grunni einkai'éttar og með einkaleyfi kölluðu á að ráðherra samþykkti gjaldskrána. Samþykkt ráðherra væri til að vernda neytandann þannig að einkaleyfishaf- inn, hvort sem um væri að ræða ein- stakling, félag eða sveitarfélag, gæti ekki ákveðið gjaldtöku. Vegna einka- leyfisins væri því samþykki ráðheira áskilið og nefndi hann sem dæmi að til skamms tíma hefðu verið veitt sérleyfi til aksturs á ákveðnum leiðum og gjaldskrá sérleyfishafa hafi verið und- ir eftirliti opinberra aðlila. Áætlunarferðir til London Verðið 17 til 21 þúsund FERÐASKRIFSTOFAN Sam- vinnuferðir-Landsýn býður í sum- ar reglulegar áætlunarferðir til London fyrir 17 þúsund krónur, auk flugvallaskatta, fyrir félags- menn stéttarfélaga, en 21 þúsund krónur fyrir aðra. Flogið verður með Boeing 747-breiðþotu Atl- anta. Ferðirnar hefjast í lok maí og standa út október. Helgi Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar, segir þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á áætl- unarflug milli Keflavíkur og London með júmbóþotu en vél Atl- anta tekur 480 farþega. Ferðaskrif- stofan bauð hliðstæðar ferðii' í nokki'ar vikur í íyrra, en þá var flogið með Tristar-þotu Atlanta sem tekur 360 farþega. Helgi Jóhannsson segir að alls verði um 9 þúsund sæti í boði með þessu flugi ferðaskrifstofunnar. Er það nálega 20% viðbót við núver- andi sætaframboð Flugleiða á þessum tíma. Brottför í ferðir Samvinnuferða-Landsýnar er í býtið á fimmtudagsmorgnum til London og til baka kl. 10 á mánu- dagsmorgnum. Segir Helgi farþega geta valið fjögurra daga dvöl, 11 daga eða allt að fjögurra vikna dvöl. Þá sagði hann ferða- skrifstofuna geta útvegað lestar- ferðir til Parísar, sem aðeins tækju þrjá tíma og kosta þær kringum 30 þúsund krónur. --------------- íslandsferð á rúmar 13 þúsund krónur UM páskana gefst íslendingum í London kostur á íslandsferð fyrir rúmar 13 þúsund krónur auk flug- vallaskatta. Samvinnuferðir/Land- sýn hafa skipulagt eina ferð á þess- um kjörum með Tristar þotu Atl- anta. Helgi Jóhannsson segir ástæðuna þá að nýta eigi vélina í flugi hingað mánudaginn 29. mars og aftur til London mánudaginn 5. apríl sem er annar páskadagur. Því hafi verið af- ráðið að bjóða Islendingum í London, námsmönnum sem öðrum, þessi hagstæðu kjör til Islandsferð- ar yfir páskana. Tristar þotan tekur um 360 farþega. Yfir páskana verð- ur hún síðan nýtt til ferða milli Is- lands og sólarstranda. SKRIFAÐ undir samstarf. Hreggviður Jónsson, framkvæmdastjóri íslenska útvarpsfélagsins, (t.v.) og Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar. / / Sérkjör fyrir áskrifendur IU til boða frá lokum maí og út október. Flogið er út á ISLENSKA útvarpsfélagið og Samvinnuferðir- Landsýn hafa samið um sérkjör á ferðum til London fimmtudagsmorgnum og tilbaka á sunnudags- fyrir svonefnda M-12 áskrifendur ÍÚ. Er það þriðja morgnum árið sem fyrirtækin hafa slíkt samstarf. Þessum áskrifendum er boðin ferðin á 13 þúsund krónur fyrir utan flugvallaskatta. Ferðirnar standa Islenska útvarpsfélagið hefur einnig samið við Heimsferðir um sérkjör á ferðum fyrir M-12 áskrif- endur til Parísar og Barcelóna. Halldór Ásgrímsson utanrrkisráðherra um niðurfellingu lendingargjalda Luxair Bundnir af EES- samningnum LÍKUR era til þess að aðild íslend- inga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið komi í veg fyrir að hægt sé að verða við ósk flugfélags- ins Luxair um niðurfellingu eða af- slátt af lendingargjöldum á Kefla- víkui'flugvelli, að sögn Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra, en málið er nú til lögfræðilegrar athug- unar í utanríkisráðuneytinu. Halldór sagði að erindi hér að lútandi hefði verið að koma inn á hans borð, en það væri framsent frá flugmálastjóra sem _ hefði fengið beiðni þessa efnis. „Ég, ekki síður en margir aðrir, er mikill áhugamaður um að jiað sé hægt að viðhalda flugi milli Islands og Lúx- emborgar. Þetta hefur treyst bönd- in afar mikið milli þessara þjóða. Við erum að láta fara fram lög- fræðilega athugun á rhálinu og mér sýnist að við séum í þessu sam- bandi bundnir af EES-samningn- um. Almennt séð heimilar hann ekki að flugfélögum á svæðinu sé mismunað," sagði Halldór. Hann sagði því að fyrsta skrefið í málinu væri að kanna hvort heimilt væri að verða við þessari beiðni og sér sýndist að margt benti til þess að svo væri ekki. Halldór sagði aðspurður að þegar Lúxemborg hefði tekið þátt í að- gerðum til þess að viðhalda Atlants- hafsflugi Flugleiða árið 1980 hefði baráttan staðið um að viðhalda flug- leiðinni milli Lúxemborgar og Bandaríkjanna. Án aðstoðar ís- lenska ríkisins og Lúxemborgar á þeim tíma hefði það flug einfaldlega lagst niður. Það hefði verið barátta upp á líf og dauða. Þá hefðu hins vegar gilt allt aðrar reglur í fluginu og um samkeppnisskilyrði. „Síðan höfum við skrifað undir EES-samn- inginn og við höfum lögfest ný sam- keppnislög, þannig að það er ekkert líkt og þá. Á þeim tíma var þetta spurning um að tryggja flugsam- göngur íslendinga við umheiminn. Það er ekki hægt að hafa þau rök í þessu máli,“ sagði Halldór ennfrem- ur. Utlit fyrir að Atlantshafsflug legðist niður 1980 Flugleiðir gengu í gegnum mikla rekstrarerfiðleika á árinu 1980 fyrst og fremst vegna Atlantshafs- flugsins og var allt útlit fyrir að það myndi leggjast niður og að starfsemi í Lúxemborg yrði hætt. Á fundi ríkisstjórnarinnar 15. sept- ember það ár var samþykkt ein: róma aðstoð við Flugleiðir. I samþykktinni sagði að ef Flugleiðir drægju sig út úr Atlantshafsflug- inu gæti það haft víðtæk áhrif í ýmsum þjónustugreinum og skapað óvissu um atvinnu fjölda manna, auk þess sem umtalsverðar tekjur ríkissjóðs af þessu flugi féllu niður. Með tilliti til þessa var ríkis- stjórnin meðal annars tilbúin til að veita þriggja ára bakábyrgð sem næmi um það bil þeim tekjum sem ríkissjóður hefði haft af þessu flugi, þar sem meðal annars var um að ræða lendingargjöld, leigugjöld á Keflavíkurflugvelli, tekjur af fríhöfn, opinber gjöld og fleira, allt að þremur milljónum dollara á ári. Jafnframt var gerður áskilnaður um það að á fundi samgöng- uráðherra íslands og Lúxemborg- ar sem fyrirhugaður var fáeinum dögum síðar yrði leitað eftir sam- bærilegri aðstoð frá ríkisstjórn Lúxemborgar. Niðurstaða þess fundar var að ríkisstjórn Lúxem- borgar var tilbúin til þess að veita í Norður-Atlantshafsflugið 90 millj- ónum Lúxemborgarfranka, auk þess sem lendingargjöld og farþegaskattur var felldur niðui'. Sigurður Helgason, þáverandi for- stjóri Flugleiða, sagði þá aðspurð- ur í Morgunblaðinu að tilboð Lúx- emborgarmanna um aðstoð væri hærra en tilboð íslensku ríkis- stjórnarinnar, því auk 3 milljón dala styrks væri miðað við niður- fellingu ýmissa gjalda af þeirra hálfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.