Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðræður um frið í Kosovo í hörðum hnút París. Reuters. FULLTRÚAR Serba í Kosovo-við- ræðunum hóta að hætta þeim nema albönsku fulltrúamir undirriti lista yfir 10 ófrávíkjanleg grundvallarat- riði. Lýsti Milan Milutinovic, forseti Serbíu, þessu yfir í gær og neitaði því jafnframt, að stjórnin í Belgrad reyndi að tefja fyrir í friðarviðræð- unum. „Ef þeir undimta listann, mun- um við halda viðræðunum áfram en að öðrum kosti ekki,“ sagði Milutinovic í viðtali við Reuters- fréttastofuna í gær. Sagði hann, að ríkin sex, sem mynda Tengslahóp- inn svokallaða, hefðu sjálf lagt fram umrædd grundvallaratriði þegar s Aratugur frá dauða- dómi yfir Rushdie Á MORGUN verða Iiðin tíu ár frá því að Ayatoliah Ruhollah Khomeini, erkiklerkur í Iran, dæmdi rithöfundinn breska Salman Rushdie til dauða sam- kvæmt íslömskum lögum vegna bókarinnar Söngvar Satans. I gær mátti lesa á stórum borð- um er strengdir höfðu verið upp við moskur í Teheran, höf- uðborg Irans, að dauðadadóm- urinn, „fatwa“, væri enn í fullu gildi, auk þess sem hvatt var til þess að honum yrði fullnægt hið fyrsta. Stjórnvöld í Iran hafa þó lýst því yfir að þau muni ekki beita sér opinberlega fyrir því að Rushdie verði banað. Hópur indverskra múslima kom saman fyrir framan Jama Masjid moskuna í Nýju-Dehlí í gær og brenndu brúðu af Salm- an Rushdie til þess að mótmæla ákvörðun sljórnvalda um að veita rithöfundinum vegabréfs- áritun til Indlands. þau boðuðu til viðræðnanna og sak- aði hann Vesturlönd um óvild í garð Serba. „Þau standa vörð um Albani en ráðast á okkur,“ sagði Milutinovic. „Þessi grundvallaratriði eru frá þeim komin, ekki okkur.“ Robert Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sakaði Serba í fyrradag um að reyna að spilla viðræðunum með því krefjast þess, að Albanir undirrituðu umrædd gnmdvallarat- riði. Meðal þeiiTa er, að engin breyt- ing verði á landamærum Júgóslavíu; haldnai’ verði frjálsar kosningar, pólitískum föngum gefnar upp sakir og réttindi minnihlutahópa ti’yggð. Lagði Tengslahópurinn atriðin fram sem umræðuramma en Serbar líta svo á, að þau eigi að gilda um alla framtíð en Albanir, að þau taki aðeins til næstu þriggja ára. Að þeim loknum vilja þeir, að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Kosovo um fullt sjálfstæði landsins. Milutinovic sakaði vestrænu milligöngumennina um að hafa komið í veg fyrir, að fulltrúar Serba og Albana ræddust við en því er vís- að á bug. Ástæðan sé sú, að hvorug- ir vilji ræða við aðra fyrr en fallist hafi verið á tiltekin skilyrði. Serbar veifi listanum með áðurnefndum gi’undvallaratriðum en Albanir vilji, að stjórnin í Belgrad lýsi strax yfir vopnahléi í Kosovo. Bosnía að veði? Jiri Dienstbier, sérstakm’ ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Jú- góslavíu fyiTverandi, sagði í gær í Zagreb í Kiúatíu, að yrði ekki samið um, að Kosovo yi’ði áfram innan landamæra Júgóslavíu, væri mikil hætta á, að Bosnía skiptist upp á milli þjóðarbrotanna. Færu fulltiúai’ þeirra í sambandsstjóminni í Sai’a- jevo sér mjög hægt við að byggja upp sambandsríkið til að geta tekið afstöðu með sinu fólki kæmi til þess, að Kosovo fengi sjálfstæði. Reuters Stokkið frá stjórnvelinum GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, stekkur hér niður úr bflstjórasæti fyrsta benzínknúna bfls heimsins, sem Karl Benz smiðaði fyrir rúmri öld. Jiirgen E. Schrempp, forstjóri Daim- lerChrysler, framleiðanda Mercedes Benz-bfla, býr sig und- ir að stíga niður úr þessu merka farartæki, sem geymt er í sögu- safni Benz-verksmiðjanna í Stutt- gart. Schröder var í óopinberri heimsókn þar í gær. ------------- Nýburar í ESB aldrei færri NÝBURAR í aðildarlöndum Evr- ópusambandsins (ESB) voru færri á liðnu ári en nokkm sinni frá því eft- ir lok síðari heimsstyrjaldar, eða 4.01 milljón. Árið 1997 fæddust 4,05 milljónir barna í ESB-löndunum 15. Hagstofa ESB, Eurostat, greindi frá þessu í gær. í fréttatilkynningu frá stofnun- inni segir, að útlit sé fyrir að í næstu framtíð haldi fæðingum í sambandinu áfram að fækka, þar sem þá séu konur úr þeim stóru ár- göngum sem fæddust á fyrri hluta sjöunda áratugarins óðum að kom- ast úr barneign. Þá verði meirihluti kvenna á bameignaraldri fæddur á árabilinu 1965-1975, en þessir ár- gangar eru minni en þeir sem á undan komu. 2000-2100 Samtök um betri byggð ERINDI UM HOFUÐBORG NÆSTU ALDAR Orn Sigurðsson, nrkitekt Pétur H. Ármunnsson, orkitekt Steinunn Jóhonnesdóttir, rithöfundur GESTUR FUNDARINS Friðrik Honsen Guðmundsson, verkfræðingur kynnir tilboð Vatnsmýrorinnar hf um byggingu flugvallar í Skerjafirði og íbúabyggð í Vatnsmýri Stofnfundur Samtaka um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu verður í stofu 101 Hugvísindahúsi Háskóla Islands (Odda) sunnudaginn 14. februar kl. 14:00 Markmiö Samtaka um betri byggð verður að móta nýjar hugmyndir um umhverfis- og byggðamál meö áherslu á þéttingu og endurnýjun byggóar og hafa áhrif á mótun skipulagsstefnu til langs tíma. Allir velkomnir! Rannsóknin á spillingu iiman ESB Gremja vegna hás kostnaðar HINIR fimm meðlimir sérfræðinga- nefndarinnai’, sem skipuð var til að rannsaka ásakanir um fjái’svik, spill- ingu og einkavinavæðingu innan framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB), fá samtals vel yfir sex milljónir króna í laun fyrir verk- efnið, sem tekur þá um fjórar vikur að vinna. Danska blaðið Jyllands- Posten greindi frá þessu í gær. Mun hafa orðið vart við gremju meðal Evi’ópuþingmanna vegna þess hve háar greiðslur hinir fimm lög- og hagfróðu sérfræðingar fá greiddar, en þeim var falið að kanna til hlítar þær ásakanir sem í byrjun ársins urðu til þess að tillaga um vantraust á framkvæmdastjórnina var borin upp á Evrópuþinginu. Er þeim ætlað að skila skýrslu um rannsóknina 15. marz nk. Segii’ Jyllands-posten iaun hvers og eins í nefndinni vera yfir 1250.000 ísl.kr. fyrii’ mánaðai’vinnu. Þar fyrii’ utan fái þeir allan kostnað sem hlýzt af vinnslu verkefnisins gi-eiddan. Heildai’kostnaðm- verkefnisins verði þannig vei yfir sex milljónum króna, en samkvæmt óstaðfestum heimildum eiga mennimir að fá mun meira í sinn hlut. Nefndi franskt blað töluna 2,3 milljónir ísl.kr. á mann. Hafa nokkrir Evrópuþingmenn beðið forseta þings- ins, Jose Maria Gil-Robles, um að staðfesta hver sé rétta upphæðin. Hamalainen gagnrýnd En það eru fleiri en Evrópuþing- menn sem hafa eitthvað við greiðslur til starfsmanna ESB að athuga. Finnskir þingmenn og talsmenn finnsku þjóðkirkjunnar gagnrýndu í gær Sirkku Hamálainen, sem situr fyi-ir hönd Finna í bankastjórn Evr- ópska seðlabankans, íyrir að þiggja rausnarleg eftirlaun sem fyi-rverandi seðlabankastjóri Finnlands á sama tíma og hún gegnfr vel launuðu starfi í Frankfurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.