Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 50
^50 LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR INGIBJORG BJARNADÓTTIR + Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist í Steinskoti á Eyrarbakka 13. september 1895. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur - Landakoti - 7. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar Ingi- bjargar voru hjónin Katrín Jónsdóttir, f. 29.9. 1863, d. 13.10. 1917, húsfreyja, ættuð úr Selvogi og Bjarni Bjarnason, f. 9.7. 1852, d. 26. jan- úar 1904, bóndi í Steinskoti og í Einarshöfn á Eyrarbakka, ætt- aður frá Syðri-Steinsmýri í Með- allandi. Ingibjörg átti hálfbróð- ur, samfeðra, Bjarna, f. 6.9. 1880, hann drukknaði 1898. Aðrir bræður Ingibjargar: Jó- hann Guðlaugur, f. 1887, d. nokkurra daga gamall og Jó- hann Elí, f. 20.3. 1890, d. 23.12. 1951, útgerðarmaður á Eyrarbakka. Hann var kvæntur Þórdísi Gunnarsdóttur, hús- móður, f. 5.7. 1897, d. 30.12. 1978, Jónsson- ar frá Eymu á Eyrar- bakka. Þeirra börn: Bjarni útgerðarmað- ur, f. 16.12. 1922 kvæntur Guðrúnu Þorvaldsdóttur hús- móður, Ingibjörg hús- móðir, f. 6.9.1924 gift Þórarni Kristinssyni f. 6.12. 1913 d. 19.6. 1969, Jóhann útgerð- armaður, f. 6.11. 1927 kvæntur Rögnu Jónsdóttur húsmóður og Katrín stjórnarráðsfulltrúi, f. 15.4. 1934 gift Agli Á. Jacobsen yfirlækni. Ingibjörg var ógift og barnlaus. Ingibjörg ólst upp í Steinskoti og síðan í Einarshöfn á Eyrarbakka. Hún gekk í Barnaskólann á Eyr- arbakka, stundaði kennslu og Látin er í hárri elli föðursystir mín, Ingibjörg Bjarnadóttir, Rán- argötu 3 hér í borg. Um lífshlaup ¦ííoðursystur minnar eða „frænku" eins og við systkinin kölluðum hana, mætti skrifa merka sögu, þekkingu hennar, störf og reynslu sem spannar meira en heila öld og það á mesta umbrotatíma íslensku þjóðarinnar. Hún fæddist á Eyrarbakka á síðustu öld og bjó þar með móður sinni og bróður fram yfir tvítugt en föður sinn missti hún þegar hún var á níunda ári. Hún hiaut barna- og unglingamenntun eins og hún var í þá daga en Ingibjörg hafði góðar námsgáfur og var vel lesin. Sem ung stúlka starfaði hún við kennslu í byggðarlagi sínu og víðar. Ingibjörg var stórhuga kona og ákveðin í að skapa sér gott líf. Rúmlega tvítug fór hún utan til náms á lýðskóla í K0ng á Fjóni og síðar í verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Hún lærði síðan saumaskap og lífstykkjagerð í Kaupmannahöfn og bjó þar í nokkur ár. Ingibjörg naut lítils stuðnings til náms og má nærri geta að þetta hefur verið talsvert þrekvirki fyrir unga stúlku rétt eftir síðustu alda- mót. Hún fluttist síðan aftur til ís- lands og settist að í Reykjavík og hóf störf hjá Kaupfélagi Borgfirð- verslunarstörf á Eyrarbakka á yngri árum. Hún var heimilis- kennari á Vindheimum í Ölfusi einn vetur og heimiliskennari á Óslandi í Skagafirði veturinn 1922. Fór til Danmerkur 1923 og stundaði nám við lýðháskóla í Kong á Fjóni 1923-25, var við nám við verslunarskóla í Kaup- mannahöfn 1925-27 og lærði nærfata- og lífstykkjagerð í Kaupmannahöfn 1931-32. Að loknu verslunarskólanáminu í Kaupmannahöfn stundaði hún skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í nokkur ár. Er liiín kom frá Kaupmannahöfn í seinna skiptið starfrækti hún lff- stykkjasaumastofu í Aðalstræti 9 í Reykjavík og rak hana næstu árin. Þá stofnaði hún 1937, ásamt vinkonum síniim, Astu Þorsteinsdóttur og Krisljönu Blöndal, Nærfatagerðina AIK sem hún veitti síðan forstöðu um þrjátíu ára skeið. Ingibjörg starfaði í Kvenfélagi Eyrar- bakka og var formaður þess um skeið. Hún starfaði um árabil í Zontafélagsskapnum. Ingibjörg verður borin til graf- ar frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. inga og var hjá því fyrirtæki í nokkur ár. Því næst tók hún að starfa við lífstykkja- og nærfata- gerð. Hún stofnaði nærfatagerð- ina AIK með vinkonum sínum þeim Kristjönu Blöndal og Ástu Þorsteinsdóttur, sem þá ráku verslunina Chic á Vesturgötu 3, sem ýmsir muna sjálfsagt eftir. Rak Ingibjörg þetta fyrirtæki af miklum dugnaði eins og annað sem hún fékkst við og blómgaðist það vel. Hún festi kaup á húseign- inni Ránargötu 3 hér í Reykjavík árið 1940 og bjó þar alla tíð. Þar hafa oftast búið ýmsir aðrir fjöl- skyldumeðlimir og hefur þetta því í raun verið nokkurs konar fjöl- skyldumiðstöð árum saman. Við systurnar byrjuðum báðar okkar búskap í þessu húsi og býr systir mín þar enn. Við Ingibjörg kynntumst fyrst náið árið 1948 þegar hún bauð mér að búa hjá sér þegar ég hóf skóla- göngu mína hér í Reykjavík. Síðan hafa leiðir okkar legið að mestu saman og hefur hún reynst mér og fjölskyldu minni mikil stoð og stytta í hvívetna og litu börnin mín á hana sem ömmu sína. Þegar ég og fjölskylda mín bjuggum í útlöndum um nokkurra ára skeið kom hún oft í heimsókn til okkar og eigum við margar dýr- mætar minningar frá þeim tíma. Bréfaskriftir voru tíðar og liðu aldrei nema 10 dagar á milli bréfa frá henni. Ingibjörg var mjög sjálfstæð og ákveðin kona og hafði sínar skoð- anir á hlutunum. Hún átti fallegt heimili þar sem hver hlutur var á sínum stað. Hún var ákaflega vinnusöm og voru hannyrðir henn- ar eftirlætisiðja. Eftir að Ingibjörg hætti rekstri fyrirtækis síns sat hún ekki auðum höndum. Til dæm- is prjónaði hún árum saman lopa- peysur fyrir Thorvaldsensfélagið o.fl. og voru það mjög eftirsóttar flíkur. Ingibjörg var einnig mjög félagslynd og starfaði m.a. í Zonta- klúbbi Reykjavíkur og Félagi ís- lenskra iðnrekenda. Hún var einnig mikill bridgespilari. Hún var mikil heimskona og naut þess að vera innan um fólk og ferðast erlendis. Hún var örlát og alltaf tilbúin að leggja okkur lið ef á þurfti að halda. Síðustu árin dvaldi hún í Hátúni 10 og síðan á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, Landakoti, deild L-l. Þar naut hún frábærrar um- önnunar og alúðar alls þess góða fólks sem þar starfar. Fyrir það viljum við í fjölskyldu hennar þakka. Við fjölskyldan erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta sam- fylgdar hennar. Hvíli hún í friði. Katrín Jóhannsdóttir. Amma okkar er dáin. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala þar sem hún dvaldi síðustu ár ævi sinn- ar. Hún dó með sömu reisn og hún hafði lifað lífinu og gaf ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana. Hún amma var um margt merki- leg kona. Hún kenndi við barnaskól- ann á Eyrarbakka, kom sér til náms til Danmerkur á tíma þegar slíkt var afskaplega óvenjulegt fyrir ung- ar konar og braut enn blað þegar hún hóf eigin atvinnurekstur í kringum 1930. Það fyrirtæki rak hún í mörg ár með góðum árangri þar til hún seldi reksturinn. Amma keypti hús á Ránargötunni í stríðsbyrjun. Þar bjó hún alla tíð síðan og ýmsir fjölskyldumeðlimir í lengri og skemmri tíma. Foreldrar okkar systkinanna hófu sinn búskap í húsinu hennar ömmu qg öll höfum við systkinin búið þar. Á Ránargöt- unni var jafnan mannmargt og alltaf gott að sækja ömmu heim. Við átt- um margar góðar stundir úti í garði og í kringum jólaleytið var amma alltaf með hangikjöt og heitt á könn- unni fyrir þá sem voru að versla síð- ustu jólagjafirnar. Líf ömmu einkenndist alla tíð af frumkvæði og sjálfstæði sem smit- aði frá sér yfir til annarra fjöl- skyldumeðlima. Hún var heims- manneskja og kenndi okkur að bera virðingu fyrir öðrum og að þora. Hún var baráttumanneskja, hvort sem um var að ræða óréttlæti í þjóðfélaginu eða erfiðan sjúkdóm sem hrjáði hana. I einu og öllu tókst ömmu að sigrast á vandamálunum og rísa ofar öðrum, ávallt sterk og ávallt stolt. Guð blessi minningu ömmu Ingi- bjargar. Ehn Ingibjörg, Þorvaldur og Katrín Þórdís. ÞORSTEINN HANNESSON + Þorsteinn Hannesson söngvari fæddist á Siglufirði 19. mars 1917. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 12. febrúar. Ég rifjaði það upp í stuttri afmæliskveðju til Þorsteins Hannes- sonar þegar hann varð fimmtugur hvernig fundum okkar bar fyrst saman. Við vorum víst 17 eða 18 ára þegar við mættumst alls óvænt á götu á Akureyri. Síðan er nú liðið nokkuð á sjöunda tug ára. Vera má að við höfum haft ein- hverjar spurnir hvor af öðrum, og víst er að við vorum á svipaðri „bylgjulengd". Þegar við hittumst þarna tókum við strax tal saman 4 eins og gamlir kunningjar, og úr samtalinu tognaði svo að Þorsteinn gisti um nóttina hjá okkur Björg- vini Bjarnasyni sem síðast var bæjarfógeti á Akranesi. Alltaf síð- an hefur mér þótt mikið til Þor- steins koma, og með okkur stofn- aðist við fyrstu kynni vinátta og trúnaður sem ég hef metið mikils. I tali okkar þetta fyrsta kvöld kom fram að Þorsteinn hafði sett sér takmark í lífinu: Hann ætlaði að verða söngvari, nánar tiltekið hetjutenór í Wagner-stfl. Þetta />þótti mér merkilegt þá, og þó enn merkilegra síðar. Sjálfur þekkti ég varla nótu eftir Wagner nema „Pflagrímakórinn" og „Sönginn til kvöldstjörnunnar" sem voru í ein- hverjum safnheftum í fórum mín- um. Framtíðaráætlanir mínar voru óljósar og raunar mjög á reiki um þessar mundir. En þetta var hug- •tejón hans, og hann stefndi mark- visst að því að láta hana rætast. Sigurður Birkis, síðar söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, var þá helstur söngkenn- ari hér á landi og ferð- aðist um á vetrum milh kóranna í Sam- bandi íslenskra karla- kóra og sagði til söng- mönnum. Til þess að geta notið kennslu Sigurðar fylgdi Þor- steinn honum einatt á þessu flakki, lands- hornanna á milli. Þetta var eins konar „farskóli", og á einni slíkri ferð milli staða mun Þorsteinn hafa verið þegar hann gisti hjá okkur Björgvini í kjallaranum á Hrafnagflsstræti 4 með Lexikon poeticum undir höfðinu. Má af þessu ráða að heils hugar var stefnt að markinu. Þetta mun Birkis hafa kunnað að meta og lagt sig allan fram um að Þorsteinn mætti hafa sem mest gagn af kennslunni. Þorsteinn tók örum framförum og vakti brátt athygli með söng sínum. En þáttaskil urðu þegar Tónlistarfélagið efndi tii frum- flutnings hér á landi á Jóhann- esarpassíunni eftir Bach í apríl 1943. Þetta varð einn af stórvið- burðum tónlistarlífsins á þessum tíma. Dr. Victor Urbancic undirbjó flutninginn og stjórnaði honum, en Þorsteini var faMð hið veigamikla og vandasama hlutverk guðspjalla- mannsins, sem segja má að sé burðarás þessa stórvirkis. Þótt ungur væri og óreyndur mótaði hann hlutverkið með leiðsögn stjórnandans af þeirri markvissu hófsemd og músíkölsku skynsemi sem jafnan síðan var eitt af aðals- merkjum listar hans og hefði vel sómt þrautreyndum óratóríu- söngvara. Eftir þetta blandaðist engum hugur um að hér var á ferð söngvari sem var meira en efnileg- ur. Á þeim árum sem við Þorsteinn vorum hér báðir í Reykjavík um þetta leyti brölluðum við ýmislegt saman. Eg var öðru hverju að fást við lagasmíðar en var á faralds fæti, hafði ekki alltaf aðgang að hljóðfæri og naut þess þá að Þor- steinn hafði píanó í herbergi sínu á Smáragötunni. Hann var því yfir- leitt sá sem fyrstur heyrði afrakst- ur þessarar iðju, og saman fluttum við í beinni útsendingu í útvarpið ein sex eða átta af þessum lögum mínum í sérstökum þætti, líklega síðsumars eða um haustið 1943. Þetta sama haust fór Þorsteinn utan tfl frekara náms og lagði leið sína til Lundúna, sem um þessar mundir lá undir hörðustu leift- urárásum Þjóðverja í heimsstyrj- öldinni síðari. Hann lét það ekki aftra sér fremur en annað, stund- aði nám næstu ár hjá hinum ágæt- ustu kennurum við Royal College of Music, og réðst síðan til starfa sem fyrsti hetjutenór við sjálfa konunglegu óperuna í Covent Gar- den. Þar með var hinu háa marki náð. Og verkefnin urðu næg: Walt- er í „Meistarasöngvurunum", titil- hlutverkið í „Lohengrin" og Erik í „Hollendingnum fljúgandi" (Wagner), Florestan í „Fidelio" (Beethoven) og Radames í „Aidu" (Verdi), svo einhver séu nefnd. Sjálfur fór ég vestur um haf skömmu eftir að Þorsteinn fór til Englands, og var því langt á milli okkar um sinn, en við skiptumst á bréfum og vissum jafnan hvor af öðrum. Eftir að ég kom heim aftur haustið 1947 lá leið mín stundum til Lundúna og átti ég þá vísan nætur- stað og ágætt atlæti á heimili Þor- steins og fyrri konu hans, Huldu Samúelsdóttur, í Victoria Grove. Saman fórum við á tónleika í Royal Albert Hall, en aldrei hitti ég á sýningu með honum í Covent Gar- den né í þeim öðrum óperuhúsum þar sem hann kom stundum fram. En minnisstæðir eru frá þessum og næstu árum ýmsir tónleikar hans hér heima, alveg sérstaklega meðferð hans á lagaflokkum á borð við „Dichterliebe" Schumanns og ,An die ferne Geliebte" eftir Beet- hoven, þar sem bestu hæfileikar hans nutu sín til fullnustu. Þessi snilldarverk urðu í meðfórum hans annað og meira en röð fallegra laga, hann hóf þau í æðra veldi þannig að heildaráhrifin urðu stór- um meiri en samanlögð áhrif hinna einstöku þátta. I þessu er fólgið sköpunarstarf hins „túlkandi" hstamanns þegar best tekst til. En til þess þarf glögga heildarsýn yfir viðfangsefnið, öruggt mat á ein- stökum þáttum þess, mikla sjálfs- stjórn, jafnvel sjálfsafneitun, en fyrst og fremst almenna og mús- íkalska vitsmuni. Alla þessa kosti hafði Þorsteinn, hann var í senn gáfaður og agaður listamaður. Pétur A. Jónsson steig niður af óperusviðinu þegar hann var á há- tindi ferils síns og settist við skrif- stofustörf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Svipað má segja um Þorstein Hannesson. Hann fluttist hingað heim 1955, tók að vísu þátt í nokkrum óperu- og leiksýningum Þjóðleikhússins, og stundaði kennslu, m.a. sem aðalsöngkennari Tónlistarskólans í Reykjavík um skeið, en réðst til starfa hjá Afeng- isverslun ríkisins 1958 og var þar fulltrúi og síðar innkaupastjóri til 1969. En áhugi hans á tónlistarmálun- um og öðrum menningarmálum var vakandi. Hann átti sæti í stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands 1956-61, þegar hún var um sinn rekin sem sjálfstæð stofnun, og aft- ur 1975-81. Á fyrra tímabilinu var hann tilnefndur af framsóknar- mönnum í stjórnina, og átti eflaust mikinn þátt í að milda afstöðu flokksins til hljómsveitarinnar, en hún var oft býsna neikvæð á fyrstu árunum. Hann átti sæti í útvarps- ráði 1963-71 og sat þá í nefnd sem undirbjó stofnun Sjónvarpsins. Hann sat í fleiri stjórnskipuðum nefndum, og einnig kom hann mjög að menningar- og barnaverndar- málum í sveitarfélagi sínu, Kópa- vogi. Er þá ónefnd forysta hans í ýmsum félagasamtökum, m.a. í stjórn Bandalags íslenskra lista- manna þar sem hann var um skeið varaforseti. Arið 1969 sneri Þorsteinn sér aftur alfarið að tónlistarmálunum, varð þá fyrst aðstoðarmaður tón- listarstjóra hjá Ríkisútvarpinu og síðan tónlistarstjóri 1975-81. Eftir það vann hann um árabil að skrán- ingu og frágangi sögulegra safna Ríkisútvarpsins. Hann stjórnaði lengi útvarpsþáttum um tónlist sem áttu tryggan hóp hlustenda, og oft las hann útvarpssögur sem náðu eyrum allra hlustenda og nutu mikilla vinsælda, enda var hann frábær upplesari. Þá er vert að geta þess að hann átti ríkan þátt í að tekið var saman og gefið út á hljómplötum og síðar geisladiskum úrval af upptökum nokkurra hinna fremstu söngvara okkar frá fyrri tíð. Þetta er hluti menningararfs- ins og þarft framtak að halda því til haga og gera aðgengilegt almenn- ingi. Nú er komið að því að athuga hvort ekki sé tímabært að sýna Þorsteini Hannessyni sömu virkt. Þorsteinn Hannesson bar mik- inn persónuleika, hann var mikill vexti og stór í skapi, en hafði við- kvæma lund listamannsins og gott hjarta. Það gat ekki hjá því farið að stundum skærist í odda með okkur þegar við störfuðum á sama vett- vangi, stundum jafnvel í eins konar samkeppni, en allan slíkan ágrein- ing jöfnuðum við með okkur með tímanum, og kom þar ekki síst til drengskapur Þorsteins og trygg- lyndi. Ég kveð með söknuði ágætan listamann og kæran vin frá æsku- árum. Við Sigurjóna Jakobsdóttir sendum innilegar samúðarkveðjur eftirlifandi eiginkonu hans, Krist- ínu Pálsdóttur, börnum hans og öðrum vandamönnum. Jón Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.