Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 56
'dÖ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Herúlfar ok uppruni Islendinga SKEMMTILEG um- ræða hefur að undan- fórnu farið fi-am á síð- um Morgunblaðsins um uppruna Islendinga. Eg fæ ekki staðist freist- inguna að taka þátt í umræðu um svo mikil- vægt viðfangsefni. IBKveikjan að þessari grein minni er raun- verulega grein eftir Ólaf Sigurgeirsson sem birtist í blaðinu 14. jan- úar síðastliðinn. Þar fjallar Ólafur af þekk- ingu um kenningar Barða Guðmundssonar um uppruna Islendinga, en Barði taldi miklar líkur benda til að Herúlai- væru að stórum hluta forfeður okkar. Merking orðsins Herúli I grikkneskum ok rómverskum bókum, sem eg hef séð, eru Herúlar ýmist nefndir Eruli, Aeruli eða .iileruli. Að minni hyggju er upphaf- lega form orðsins ‘Her-úlfar’ ok mun eg færa nokkur rök fyrir þeirri skoð- un. Það er alsiða hérlendis að þeir sem skírðir eru nöfnunum Úlfar ok Úlfur bera jafnframt gælunafnið ‘Úlli’. Nafnið ‘Ullur’ er sjálfsagt af sama uppruna. Nafnið Her-úlfur varð því á gælunafns formi Her-úlli sem auðsjáanlega er sama nafn ok Herúli / Eruli. Barði Guðmundsson taldi líklegt að Göngu-Hrólfur hefði verið Herúlfa konungur ok hugum því að nafn- inu Hrólfúr. Þetta nafn er stytt form á Her-ólf- ur, sem auðsjáanlega er sama nafn ok Her-úlfur. Göngu-Hrólfur bar því sama nafn ok þjóðin Herúlfar. Barði var því líklega á réttri braut þegar hann tengdi þetta tvennt saman. Eg tel samt ólíklegt að Herúlf- ar dragi nafn af Göngu- Hrólfi eða forföður hans. Líklegra þykir mér að Norræn hersveit í þjónustu Rómverja hafi tekið upp þetta nafn ok hafi þá hugsanlega borið skjaldarmerki ok klæðnað sem tengdist nafninu. Hersveitin hafi síð- an haldið hópinn ok myndað ættbálk. En látum ekki staðar numið varð- andi nafnið Herúli. Svo sem kunnugt er, lagði Göngu-Hrólfur undir sig lönd á Franklandi, þar sem heitir Normandi (Norð-manna-endi). Vil- hjálmur bastarður, sem gerði innrás í England 1066, var afkomandi Hr- ólfs, en Norðmannarnir höfðu þá illu heilli glatað tungu feðra sinna. Bein- um nú sjónum að franknesku nafni Hrólfs, sem var Rollo. Augljóst má telja að Rollo er stytting á Hrollo eða Herollo, svo einungis sé stigið stutt skref til baka. Þá höfum við nánast sama form í Her-ollo ok við sjáum í gælunafninu Hei’-úlli. Þarf frekari vitnanna við um uppruna nafnsins Herúh? Sagnir af Herúlfum Bækur sagnfræðingsins Prókópusar eru ein helsta heimild um Herúlfa við Miðjarðarhaf. Því er ekki úr vegi að líta nokkuð til skrifa hans. Einungis er um fáein sýnis- horn að ræða ok ekki í tímaröð: ... Síðan fóru þeir (hluti þjóðar Herúlfa) framhjá Dönum, án þess að verða fyrir ofbeldi af höndum þeirra sem þar búa. Er þeir komu til sjávar, héldu þeir yfir hafið ok sigldu til Aðaleyjai- (Thule) ok staðfestust á eyjunni. Aðaley er fimastór, því að hún er meira en tífalt stærri en Bretlandseyjar ok liggur langt til Fornfræði Bækur sagnfræðings- ins Prókópusar eru ein helsta heimild, segir Loftur Altice Þor- steinsson um Herúlfa við Miðjarðarhaf. norðurs frá þeim. Þessi eyja er að mestu leyti hrjóstur, en á þeim hluta sem er byggilegur eru þrettán fjöl- mennar þjóðir búsettar. Konungur er yfir hverri þjóð ... ... Ok þeir (íbúar Aðaleyjar) eru Loftur Altice Þorsteinsson óþreytandi við að færa alskonar fóm- fr ok blóta einnig til látinna ættingja, en að þeirra mati er fyrsti stríðsfangi hverrar orustu göfugasta fómin. Honum er fórnað til heiðurs Aresi (les: Ymir-Ázi = Mai-z) sem þeir telja mestan guða... ok ein fjölmennasta þjóð landsins nefnist Gautar ok það var við hlið þeirra sem aðkomnu Herúlfarnir tóku sér búsetu... Af heiðingjunum sem byggja Aðaley er aðeins ein þjóð sem lifir líkt ok dýr merkurinnar, þeir nefnast Ski-iðfinn- ar. Fatnaður þeÚTa er ekki úr ofnu klæði ok þeir ganga um skólausir. Ekki drekka þeir vín, né framleiða neitt ætilegt af jurtum ... ... Því að Herúlfar bera hvorki hjálm né brynju eða aðrar verjur, nema skjöld ok þykka skikkju sem þeir reyra um sig áður en til orustu kemur. Ok reyndar halda þrælar Herúlfa til orustu án þess að hafa einusinni skjöld. Ef þrælarnir reyn- ast hugdjarfir í fyrstu bardögum, er þeim framvegis leyft að bera skildi sér til hlífðar. Slíkir em hættir Her- úlfa... ... Þeir (Rómverjar) tóku einnig með sér (frá Italíu) bandamenn sína, fimmtán hundruð Herúlfa, sem stjómað var af Fjölmóði ásamt öðr- um leiðtogum. Að þessum frátöldum var öll Herúlfa þjóðin, þrjú þúsund manns, á bandi Gepaedes (þýðir hugsanlega ‘jarðarbörn = Ge-paedi- os’)... ... En er timar Hðu, urðu þeir (Herúlfar) öllum nálægum þjóðum öflugri, bæði að herstyrk ok mann- fjölda. Þetta leiddi eðlilega til þess að þeir sýndu nágrönnum sínum mikinn yfirgang ok fóru ránshendi um byggðir þeirra. Að lokum tókst þeim að undiroka nokkrai' nálægar þjóðir, þeirra á meðal Langbarða sem voru kristin þjóð, að því marki að þær vom gerðar skattskyldar Herúlfum... ... Herúlfamir sýndu nú sitt villi- mannlega ok ofsafengna eðli, gagn- vait sínum eigin konungi sem nefnd- ist Óskar. Fyrirvaralaust drápu þeir hann, án nokkurrar annarrar ástæðu en að þeir óskuðu að vera framvegis konungslausir. Hafa ber í huga, að þó að konungur þeirra hefði konungs nafnbót, hafði hann í framkvæmd nákvæmlega engin forréttindi fram yfir aðra þegna. Allir nutu þess rétt- ar að sitja að snæðingi með honum ok atyrða hann ef þeim svo sýndist, því að engir menn í veröldinni eru síður bundnir siðvenjum eða aga- lausari en Herúlfar... ... Þegar ilivirkið hafði verið framið, urðu þeir straks fullir iðrun- ar. Þeir áttuðu sig á að án foringja ok herstjómanda gátu þeir ekki verið. Þess vegna, eftfr ítai-legar umræður, varð niðurstaða þeirra sú að best væri að kalla til konungdóms einn úr konungs-fjölskyldu þefrra frá Aðaley... ok þegar sendimenn þessir komu til eyjarinnar, fundu þefr marga af konungsættinni en völdu þann sem þeim sýndist hæfastur ok héldu síðan til heimferðar. En þessi maður veiktist ok dó er komið var á danska grund. Sendimennirnir fóru því aftur yfir til Aðaleyjar ok fengu annan ríkisarfa til farar ok hét sá Daði. Með í för var einnig bróðir hans Hörður ok tvö hundruð drengir af þjóð Herúlfa... Eins ok greinilega kemur fram af frásögn Prókópusar, voru heimkynni Herúlfa norðan Danmerkur ok ekk- ert land getur komið þar til greina annað en Skandinavía. Að minni hyggju var þetta landsvæðið á milli Raumelfar (les: Straumelfar) ok Gautelfar. Heimskringla nefnir þetta svæði Alfheima ok Svíar nefna Alv- heim, en upphaflegt heiti hefur verið Úlfheimar. Síðar fékk þetta svæði nafnið Ranríki (les: Grannríki). Höfundur er verkfræðingur og fornfræðingur. Undarleg tilskrif UNDIRRITAÐUR og dagblaðið Dagur fengu kaldar kveðjur í grein í Morgunblaðinu sem birtist fimmtudag- inn 11. febrúar sl. undir yfirskriftinni: „Sorp eða sannleikur". Þar fer Sigurður Hannesson, menntskælingur í MA, "r?iikinn í að sannfæra sjálfan sig og aðra um að frétt Dags af hnökrum sem komu upp í snjómokstri menntskæHnga fyrir aldraða á Akureyri hafi verið sorpblaða- mennska. Ekki verður við rangfærslurnar og óhróðurinn unað og fylgja því eftir- farandi athugasemdir: Ekki var fullyrt í fréttinni að bæj- arstjórinn á Akureyri hefði beitt skóflunni í forfóllum menntskæHnga, en eigi að síður er miður ef heimild blaðamanns, sem tahn var traust, Snjómokstur Málið snýst um það, segir Björn Þorláks- son, að menntskæling- ar stóðu sig ekki sem skyldi í að moka snjó fyrir aldraða gegn greiðslu. hefur ekki reynst nákvæm. Að sjálf- sögðu leita blaðamenn sannleikans og vilja ekki birta annað. Málið snýst hins vegar ekki um þátt yfirmanna bæjarins. Málið snýst um að mennt- skælingar stóðu sig ekki sem skyldi í að moka snjó fyrir aldraða gegn eiðslu. Að öðru leyti en þætti bæjarstjóra eru allar ásakanir greinarhöfundar rangar og dæma sig sjálfar. Hann lætur sem ekki hafi verið reynt að leita sjónarmiða mennt- skæhnga, en hið rétta er að strax þegar unnið var að fréttinni var ít- rekað reynt að ná sam- bandi við nemendur. Svör skólans voru á þá leið að vegna prófloka- frís væri það ekki hægt um nokkurra daga skeið. Strax og blaða- maður fékk upplýsingar um íverustað formanns 3. békkjarráðs var haft samband við hann. Varðandi meintan út- úrsnúning blaðamanns á svörum er furðulegt að sjá hvernig greinarhöfundur hefur skilið eigin orð og frétt blaðsins. I svörum hans kemur fram að ágreiningur hafi ver- ið uppi um það meðal nemenda hvort yfirhöfuð hafi verið rétt að ráðast í verkefnið í haust eins og hann tekur undir, en aldrei hefur verið gefið í skyn að menntskælingar hafi tekist á um hvort þeir ættu að gegna skyld- um sínum fyrst ákvörðun um snjó- mokstur var á annað borð samþykkt. Um minnið er fátt að segja annað en að það er stutt segulbandsupp- töku. Staðhæfingin um að „neikvæðar fréttir af ungu fólki“ séu oft settar á forsíður blaða lyktar verulega af of- sóknaræði sem e.t.v. skýrir annað í efnistökum greinarhöfundar. Annars styður texti Sigurðar Hannessonar að fullu leyti að frétt blaðsins var rétt, sem er nú sennilega það merki- legasta við tilskrifin! Fleiri hafa svo sem staðfest það, líkt og Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyrar. Hann segir í Degi um þetta mál: „Hins vegar lentu einhveijir í því að það var ekki mokað hjá þeim í nokkra daga og það er náttúrlega ótækt.“ Höfundur er blaðamaður á Degi á Akureyri. Björn Þorláksson ISLEIVSKT MAL UMSJÓNARMANNI verður ^ft hugsað til tveggja hópa ágætra Is- lendinga sem hvor um sig varð undarlega skammlífur. Þetta eru annars vegar nokkrir Hafnarstúd- entai- upp frá aldamótunum 1800 og svo nýrómantísku skáldin nær aldamótunum síðustu. í báðum flokkum var mikið mannval. Fyrst ætla ég að nefna nokkur nöfn hins fyrra flokks. Baldvin Einarsson lögfræðingur dó af brunasárum 32 ára. Brynjólfur Pétursson lögfræðingur náði að vísu rúmlega fertugsaldri og mikl- um frama. Högni Einarsson var dreginn látinn upp úr Holmens Kanal 27 ára. Jónas Hallgrímsson skáld dó 38 ára og hafði þá tekist að skilgreina upp á nýtt langlífi og skammlífi, sem síðar sést. Lárus Sigurðsson, afburðanámsmaður, bláfátækur, dó 24 ára. Skafti Tímóteus Stefánsson frá Völlum í Svarfaðardal, bræðrungur við Jónas Hallgrímsson, kannski hinn alskarpasti í hópnum, drukknaði í Holmens Kanal 28 ára. Jónas kall- aði hann í Saknaðarljóðum „ungan og fagran ættarblóma" og „vonar- stjörnu vandamanna". Stefán Páls- son, sem prestur varð á Austur- landi, dó 33 ára. I saknaðarljóðum eftir hann orti Jónas Hallgrímsson þessar minnisstæðu vísur: Hvað er skammlffi? Skortur lífsnautnar, svartrar svefnhettu síruglað mók; oft dó áttræður og aldrei hafði tvítugs manns fyrir tær stigið. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf; margoft tvítugur meir hefir iifað svefnugum segg, ersjötugurhjarði. Torfi Eggerz dó eftir langvinn Umsjónarmaður Gísli Jónsson 992. þáttur veikindi 27 ára; var hvers manns hugljúfi. Tómas Sæmundsson varð prestur á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð en náði aðeins 33 ára aldri. Þorsteinn Helgason varð prestur, varð 33 ára, eins og Tómas. Hann reið vitstola út í Reykjadalsá og hvarf undir ísinn, Jónas Hallgríms- son kvað eftir hann eitt sitt glæsi- legasta Ijóð sem varð að herhvöt í baráttunni fyrir sjálfstæði Islands. Þar er í miðju kvæði: Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, - en þessu trúið! Úr síðari hópnum ætla ég aðeins að nefna Joð-in fjögur: Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurjónsson, Jó- hann Gunnar Sigurðsson og Jónas Guðlaugsson. Jóhann Jónsson var upprunninn í Ólafsvík, varð stúdent. Hann dvaldist öll sín síðari ár erlendis, varð reyndar aðeins 36 ára gamall. Um hann hef ég reynt að ski-ifa áð- ur. Jóhann Sigurjónsson var frá Laxamýri, af frægri Krossaætt. Hann er ekki mitt meðfæri, og reyndar finnst mér hann alltaf meira ljóðskáld en leikritaskáld. Hann dó 39 ára. Um frænda sinn Jónas Hallgrímsson auðnaðist hon- um að yrkja þessa ævisögu: Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjöm lauf í haustskógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabarn ógæfunnar. Jónas Guðlaugsson var prests- sonur vestanlands. Gerðist ungur skáld og blaðamaður, giftist út- lendum konum. Hann varð aðeins 28 ára. Jóhann Gunnar Sigurðsson dó yngstur þeirra allra 24 ára. Veikt- ist af berklum, en lauk þó stúdents- prófi. Beiskja hans var að vonum oft mikil og keyrði um þverbak, er honum brást unnustan. En hver er sá sem vill kasta steini að Þóru Halldórsdóttur, þótt hún veldi lífið í gervi ungs og myndarlegs togara- skipstjóra? Lífsharmur Jóhanns Gunnars var eigi að síður mikill og stundum heiftarlegur. Aður en lauk tókst honum að fá sársaukan- um búning í hinu fágæta Hstaverki Kveðið í gljúfrum. Vegmóðum var mér úthýst - válega hvein í tindum, bölvaði ég þá bónda, börnunum hans og öllu; dimmdi óðum af degi, dundi foss í gili; gekk ég án nokkurrar glætu, gekkégíopinndauða, gekkégísjálfandauða. Gekk ég í gljúfrin svörtu, gínandi sprungan tók mig, bein mín lágu þar brotin, blóð mitt htaði stalla. Lá ég einn og óhægt í eilífu svarta myrkri; en beinin mín brotnu hvítna, þau bein hafa verið að meini, þau bein skulu verða að meini. Leitað var mín lengi, langt og skammt var farið; brá ég bleikum grönum, beindi feigra sporum; fá vil ég m'tján til fylgdar, fórum tuttugu saman; nú eru orðnir úti átján í þessu gih, átján í djúpu gih. Þegar dimmir af degi, dynja fossar í gili, vegmóðum verður úthýst, válega hvín í tindum, þá færist ég aftur í auka og alla hingað teygi; gnauðar þá kaldur gustur í gljúfrunum mínum þröngu, í gljúfrunum okkar þröngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.