Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 1
40. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Þrír Kúrdar skotnir til bana í Berlín er mótmæli gegn handtöku Öcalans halda áfram
Ecevit heitir sann-
gjörnum réttarhöldum
London, Ankara, Berlín, Aþenu. Reuters.
Reuters
ÞYSK óeirðalögregla hefur hendur í hári kúrdnesks mótmælanda
fyrir framan ísraelska sendiráðið í Berlín í gær. Þrír Kúrdar féllu og
sextán særðust þegar öryggisverðir sendiráðsins hófu skotríð
eftir að hópur Kúrdar hafði brotist þar inn.
MOTMÆLAAÐGE RÐIR Kúrda
vegna handtöku skæruliðaleiðtogans
Abdullahs Öcalans í íyrradag héldu
áfram í gær og skutu ísraelskir ör-
yggisverðir þrjá menn til bana eftir
að hópur Kúrda hafði brotist inn í
sendiráð Israels í Berlín í Þýska-
landi. Einnig særðust sextán manns.
Sagði Benjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra Israels, að öryggisverð-
imir hefðu skotið mennina í sjálfs-
vörn en talið er að Kúrdarnir hafi
gert atlögu að sendiráði ísraels í
kjölfar frétta um að ísraelska leyni-
þjónustan, MOSSAD, hefði veitt
TjTkjum aðstoð við að handsama
Öcalan. Hét Bulent Ecevit, forsætis-
ráðherra Tyrklands, þvl að Öcalan
hlyti sanngjörn réttarhöld og að þau
myndu ekki dragast á langinn.
Ecevit greindi frá því í gær að
Öcalan hefði verið fluttur í Imrali-
fangelsiseyjuna í Marmarahafi og að
aðrir fangar sem þar voru hefðu ver-
ið fluttir annað í öryggisskyni.
Kvaðst Ecevit vera á móti dauða-
refsingu, sem skv. laganna bókstaf
er enn við lýði í Tyrklandi, en gat þó
ekkert fullyrt um hversu líklegt væri
að Öcalan yrði líflátinn, dæmi tyrk-
neskh’ dómstólar hann sekan fyiir
hryðjuverk. Varði Ecevit jafnframt
þá ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda
að hleypa lögfræðingum Öcalans
ekki inn í landið, en þeir höfðu í gær-
morgun flogið til Istanbul.
Hópur Kúrda gerði ekki aðeins at-
lögu að ísraelska sendiráðinu í
Berlín. I London hreiðruðu Kúrdar
um sig í gríska sendiráðinu sem og í
svissnesku borgunum Bern og
Zurieh. I Genf tók hópur manna yfir
höfuðstöðvar flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna um stund og í
Hamborg í Þýskalandi héldu Kúrdar
starfsmanni Jafnaðannannaflokks-
ins í gíslingu í höfuðstöðvum flokks-
ins. Fóru Kúrdarnir fram á fund
með leiðtogum flokksins, sem fer
með völd_ í Þýskalandi. Mótmæltu
Kúrdar í Astralíu og Kanada einnig.
Alls kyns samsæriskenningar
Tilkynntu ísraelar eftir atburðina
í Berlín að þeir hefðu aukið öryggis-
vörslu við öll sendiráð sín. For-
dæmdu talsmenn Verkamannaflokks
Kúrdistans (PKK); sem Öcalan fór
fyrir, aðgerðir Israelsmanna og
sögðu þær afleiðingar „óhreins
stríðs“ sem ísrael og Tyrkland
standi saman að gegn Kúrdum.
Halda Kúrdar því fram að handtaka
Öcalans sé afleiðing samsæris
MOSSAD og bandarísku leyniþjón-
ustunnar (CIA). Bæði Netanyahu og
fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa
hins vegar neitað allri aðild.
Engu að síður voru uppi getgátur
um það í gær að Bandaríkjamenn
hefðu gert Tyrkjum viðvart um veru
Öcalans í Kenýa. Hélt dagblað í
Tyrklandi því fram að Bandaríkja-
menn hefðu veitt Tyrkjum aðstoð
gegn því að þeir höfnuðu kröfum
Iraka um að Tyrkir hættu aðstoð við
Bandaríkjamenn, en Bandaríkja-
menn hafa gert aðgerðir sínar gegn
Irökum að undanförnu út frá bæki-
stöðvum i Incirluk í Tyrklandi.
Tildrög handtökunnar skýrast
Þótt ekki séu enn öll kurl komin tii
grafar um hvemig handtöku Öcalans
bar að virtist í gær Ijóst að Kenýa-
menn hefðu veitt Tyrkjum aðstoð.
Fyrirskipuðu stjómvöld í Kenýa lok-
un allra sendiráða iandsins erlendis í
gær af ótta við hermdaraðgerðir
Kúrda. Sném Kenýamenn við blað-
inu í gær og sögðust sjálfir hafa sett
Öcalan um borð í flugvél á mánudag.
„Við vomm fegnir að vera lausir við
hann,“ sagði Frank Kwinga, yfir-
maður útlendingaeftirlitsins, en gaf
hins vegar ekki upp hvort Kenýa-
menn hefðu vitað að för vélarinnar
var heitið til Tyrklands, eða hvort
þeir héldu að hún færi til Hollands.
Mun Öcalan sjálfur hafa staðið í
þeirri trú líkt og Grikkir.
Svo virðist sem grísk stjórnvöld
hafi einfaldlega látið gabba sig til að
láta Öcalan af hendi, en þau höfðu
leynilega haldið hlífiskildi yfir
Kúrdaleiðtoganum um tveggja
vikna skeið. Voru grísk dagblöð í
gær enda harðorð í garð stjórnvalda
fyrir að missa Öcalan í hendur
Tyrkjunum, höfuðandstæðingi
Grikkja. Fordæmdu þau Costas
Simitis, forsætisráðherra landsins,
fyrir „klúður" og „niðurlægingu" og
sum gengu svo langt að kalla
forsætisráðherrann „svikara“.
■ Frelsishetja eða/26
Motzfeldt
telur stöð-
una óljósa
Kaupinannahöfn. Morpunblaðið.
„NÚ ætla ég rétt að klára
morgunkaffið og svo sjáum við
til,“ sagði glaðbeittur Jonathan
Motzfeldt,
formaður
grænlensku
landstjórnar-
innar, er
Morgunblað-
ið ræddi við
hann í gær-
morgun um
úrslit heima-
stjórnarkosn-
inganna á Grænlandi. Hann
viðurkenndi þó að niðurstaðan
væri ekki sem best fyrir flokk
sinn, Siumut. Missti flokkurinn
einn þingmann. Hinn stjórnar-
flokkurinn, Atassut, missti tvo
menn. Frambjóðendasam-
bandið (IA) bætti hins vegar
við sig manni.
„Horfurnar nú era nokkuð
óljósar eftir niðurstöðu kosn-
inganna. Sem stærsti flokkur-
inn mun Siumut leiða stjórnar-
myndunina, en hvort mynduð
verður stjórn með Atassut eða
með IA verður að koma í Ijós.
Nú athugum við fyrst hvernig
landið liggur.“
Kosningarnar hafa almennt
verið taldar sýna útbreidda
óánægju á Grænlandi með
störf heimastjórnarinnar, en
Motzfeldt minnir á að Siumut
hafi setið í stjórn í tuttugu ár,
alveg síðan heimastjórn var
komið á 1979. „í ljósi langrar
stjórnarsetu er niðurstaðan
góð,“ segir Motzfeldt, en dreg-
ur þó ekki úr vonbrigðum sín-
um með úrslitin.
■ Niðurstöðurnar/26
Motzfeldt
Reuters
ÞORPSBÚAR virða fyrir sér skemmdir á rútum námumanna eftir
átök þeirra við lögreglu í kjölfar mótmæla til stuðnings Miron Cozma.
Leiðtogi námumanna í
Rúmeníu handtekinn
Búkarest, Bumbcsti, Stoenesti. Reuters.
Kosovo-friðarviðræðum fram haldið
Samkomulag enn
ekki í sjonmáli
Rambouillet. Reuters.
Staðið skuli við
afnám fríhafn-
arverzlunar
Brussel. Reuters.
ENGIN ástæða er til að fresta frek-
ar afnámi tollfrjálsrar verzlunar inn-
an Evrópusambandsins (ESB), sem
til stendur að gerist um mitt þetta
ár. Að þessari niðurstöðu komst
framkvæmdastjórn ESB í gær, eftir
að hafa kannað betur hvaða áhrif
bann við fríhafnarverzlun á ferjum
og í flughöfnum innan sambandsins
hefði á vinnumarkaðinn og hvort
fýsilegt væri að heimila slíka starf-
semi enn um sinn.
Mario Monti, sem fer með málefni
innri markaðarins í framkvæmda-
stjórninni, tjáði blaðamönnum í
Brussel að komizt hefði verið að
þeirri niðurstöðu að afnám fríhafnar-
verzlunar myndi hafa mjög takmörk-
uð áhrif á vinnumarkaðinn til lengri
tíma litið og við það að afnema þessi
skattfríðindi á áfengi og tóbak mætti
gera ráð fyrir að um tveir milljarðar
evra - um 160 milljarðar króna -
bættust við skatttekjur aðildarríkj-
anna. Sagði Monti framkvæmda-
stjórnina hafa bent stjórnvöldum að-
ildarríkjanna á að þetta fé mætti
nota til að skapa störf í staðinn fyrir
þau sem töpuðust við breytinguna.
■ Frekari frestun/27
MIRON Cozma, leiðtogi rúmenski’a
námumanna, var handtekinn í gær
eftir að til harðra átaka kom milli
námumanna og lögreglu en fyrr í
vikunni var gefin út handtökuskip-
un á hendur honum. Höfðu náma-
menn, vopnaðir kylfum, keðjum og
eggvopnum efnt til fjölmennrar
mótmælagöngu skammt frá
Búkarest til að mótmæla nýupp-
kveðnum fangelsisdómi gegn
Cozma. Lögreglu tókst hins vegar
að stöðva göngumenn áður en þeir
komust að höfuðborginni.
Hæstiréttur Rúmem'u dæmdi
Cozma í 18 ára fangelsi á mánudag
vegna aðildai’ hans að óeirðum sem
urðu nldsstjóm Rúmeníu að falli árið
1991. Rúmt ár er liðið frá því að
Cozma lauk við að afplána 18 mánaða
dóm undirréttar sem hæstiréttur
hefur nú þyngt um sextán og hálft ár.
SERBAR ítrekuðu í gær fyrri yfir-
lýsingar um að friðargæslusveitir á
vegum Atlantshafsbandalagsins
(NATO) fengju ekki að koma til
Kosovo, náist samkomulag í viðræð-
um um frið í Kosovo, sem nú standa
yfir í Rambouillet í Frakklandi.
ítrekuðu talsmenn Frelsishers
Kosovo (UCK) einnig að afvopnun
hersins kæmi ekki til greina. Engu
að síður mátti dæma af ummælum
þeirra Robins Cooks, utanríkisráð-
herra Bretlands, og frönskum starfs-
bróður hans, Hubert Vedrine, að
eitthvað mjakaðist í samkomulags-
átt, en þeir Cook og Vedrine áttu
fund með samninganefndum
deilenda í gær. Sagði Cook á frétta-
mannafundi að hreyfing væri á mál-
inu, „en sú hreyfing verðui’ að aukast
ef samningar eiga að nást fyrir laug-
ardag“. A laugardag rennur út sá
frestur sem stríðandi fylkingar hafa
til að ná samkomulagi.
Chris Hill, aðalsamningamaður
Tengslahópsins svonefnda, sneri tíl
Rambouillet í gær eftir langan fund
með Slobodan Milosevic, forseta Jú-
góslavíu, sambandsríkis Serbíu og
Svai-tfjallalands á þriðjudag. Á fund-
inum er talið að Hill hafi tjáð Milos-
evic afstöðu ríkjanna sex í Tengsla-
hópnum og áréttað að ef samningar
næðust ekki yrði sá aðili kallaður til
ábyrgðar sem sliti þeim. í frétt
TaTyug-fréttastofunnar júgóslav-
nesku í gær sagði að á fundi sínum
með Hill hefði Milosevic staðið fast
við fyrri yfirlýsingar um friðar-
gæslulið NATO en þó sögðu
serbneskir heimildamenn að ekki
þyrfti endilega að túlka ummæli
Milosevics sem algera höfnun á því
að leyfa komu friðargæsluliðsins til
Kosovo.
Itrekuðu fulltrúar UCK enn í gær
andstöðu sína við þá hugmynd að
þeir afhendi vopn sín hersveitum
NATO innan þriggja mánaða. Sagði
talsmaður þeirra, Sabri Kicmari, í
gær að frelsisherinn væri enn stað-
ráðinn í að knýja fram sjálfstæði
Kosovos og að einskis yrði látið
ófreistað í þeirri viðleitni.