Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ AKUREYRI Ekki samkomulag um byggingu sameiginlegrar heimavistar við framhaldsskólana Bæj arfulltrúar lýsa gremju sinni „ÞAR SEM fyrir liggur að ekki næst samkomulag milli Mennta- skólans á Akureyiá og Verkmennta- skólans á Akureyri um sameigin- lega byggingu heimavistar þá leggst bæjarstjórn Akureyrar ekki gegn því að framkvæmdir við við- byggingu og breytingar á heimavist MA hefjist sem fyrst,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar. Ennfremur kemur fram í bókuninni að fram- kvæmdir og fjármögnun verði á grundvelli þeirra hugmynda um sjálfseignarstofnun sem stjóm MA hefur lagt fram. Þá hvetur bæjar- stjórn í bókun sinni skólanefnd VMA til að hraða vinnu við undir- búning heimavistarbyggingar fyrir nemendur skólans. Töluverðar umræður urðu um málið á fundi bæjarstjómar og kom fram í máli bæjarfulltrúa að þeim þætti leitt að samkomulag hefði ekki náðst milli forsvarsmanna skólanna tveggja um sameiginlega heimavist svo sem stefnt hafði verið að. Starfshópur við VMA ýtir málinu úr vör „Það hefur verið reynt um nokkurn tíma að ná samkomulagi um sameiginlega heimavist, en nú þykir fullreynt og fyrirsjáanlegt að ekki verður um slíkt að ræða,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Stjórnendur MA hafa sett fram hugmyndir um sjálfseignarstofnun um heimavist sem mun standa und- ir sér sjálf með eigin sjálfsaflafé. Engin heimavist er til staðar við VMA en Kristján sagði þörfina brýna, samkvæmt óskum nemenda skorti um 150-60 heimavistarrými. Oktavía Jóhannesdóttir bæjar- fulltrúi Akureyrarlistans sagði að mikið hefði verið reynt til að ná samkomulagi, en allt komið fyrir ekki. Skólanefnd VMA hefði nú stofnað starfshóp til að ýta heima- vistarmálinu úr vör, en málið væri nánast á byrjunaiTeit þar sem gert hefði verið ráð fyrir að byggð yrði eins vist fyrir báða skólana. Samleið með háskólanemum? „Ég á ekki gott með að sætta mig við þessa niðurstöðu," sagði Ásta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks, en þar sem ekki hefði náðst samkomulag um sameiginlega byggingu hvarflaði að sér hvort heimavist við VMA ætti ef til vill betri samleið með háskólanemum. Oddur Helgi Halldórsson, bæjar- fulltrúi L-listans, Lista fólksins, sagði verulega gremjulegt að niður- staðan væri þessi, farsælla hefði verið að byggja eina heimavist fyrir báða skólana en ráðast í byggingu tveggja vista. Djass í Deiglunni EFNT verður til djasstónleika í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureýri fimmtudagskvöldið 18. febrúar og hefjast þeir kl. 21. Þar leikur þekkt danskt tríó, Kind of Jazz, en það skipa Nils Raae á píanó, Ole Rasmussen á kontra- bassa og Mikkel Find á trommur. Djasstríóið Kind of Jazz hóf leik sinn árið 1990 og hefur verið á tón- leikaferðum um Danmörku þvera og endilanga auk fleiri landa. Einnig hefjast í matvöruverslun- um KEA danskir dagai- sem standa frá 18. febrúar til 28. febrúar, þar sem boðið verður upp á danskar vörur á sérstökum kjörum. Jazzklúbbur Akureyrar hefur í samstarfi við danska sendiráðið, NoiTænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri, Café Karólínu og Sam- land sf. staðið að heimsókn Kind of Jazz til Akureyrar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir félaga í Jazzldúbbi Akureyrai-, félaga í Norræna félaginu og skólafólk, en 1.000 krónur fyrir aðra. Kind of Jazz leikui’ einnig í Reykjavík, í Múlanum á Sóloni Islandusi á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Kristján Allir hlæja á öskudaginn HEFÐ fyrir hátíðahöldum barna á öskudaginn er sterk á Akureyri en allt frá því á síðustu öld hafa akureyrsk börn klætt sig upp í búninga af margvísiegu tagi og haldið út í bæ þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni en flestum þykir mest um vert að komast á sem flesta vinnustaði þar sem sungið er hástöfum fyrir starfsfólkið sem launar með sælgætispoka í flestum tilfeilum. Mörgum þykir þó nóg um sælgætisát barnanna á þessum degi og hefur þannig færst í vöxt að harðfiskpakka, tannkremstúbu eða einhverju öðru sé lætt í poka barnanna. Að venju var fjöldi barna á ferðinni í gærmorgun og létu þau ekki nístingsfrost aftra sér frá göngu milli fyrirtækja. Tvíburasysturnar Björk og Laufey sem greinilega eru samrýndar bjuggu sig sameiginlega í morgunkornspakka og örkuðu þannig um bæinn. Þríburarnir Hafsteinn, Hinrik og Haukur klæða sig gjarnan í eins föt og er öskudagurinn engin undantekning þar á; allir í batmanbúningi. Unnið að undirbúningi náms f dreifbýlislækningum við Háskólann á Akureyri Áhugavert verkefni sem gæti snúið vörn í sókn ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að til- lögur Sigurðar Guðmundssonar landlæknis um nám í svonefndum landsbyggðarlækningum við Há- skólann á Akureyri væni áhuga- verðar og nám af þessu tagi hent- aði þeim áherslum sem lagðar hefðu verið innan heilbrigðisdeild- ar háskólans. „Við erum albúin að fást við þetta verkefni," sagði Þor- steinn. Landlæknir var á ferð á Akur- eyri í gærmorgun og átti þá m.a. fund með forsvarsmönnum Há- skólans á Akureyi’i þar sem þetta mál var til umræðu. Tillögur land- læknis ganga út á að háskólinn í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi og jafnvel Austur- landi bjóði upp á nám í dreifbýlis- lækningum sem yrði viðbót við læknanámið en þannig yrði þess freistað að bæta úr bráðum skorti lækna úti um hinar dreifðu byggð- ir landsins. Stefnt er að því að námið geti hafist strax næsta haust, en gert er ráð fyrir að fyrst í stað yrði hópurinn ekki stór, inn- an við tíu manns. Góður árangur hefur orðið á þessu sviði t.d. í Astralíu og einnig Norður-Amer- íku og öðrum dreifbýlum svæðum. Þorsteinn sagði að á fundinum hefði verið farið yfir málið og lagt á ráðin um næstu skref. „Við mun- um vinna að þessu áfram í sam- vinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og við stefnum að því að boða til fundar nú alveg á næstu dögum,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að vinna þyrfti hratt ef það markmið ætti að nást að hefja þetta nám næsta ár. „Við höfum áður unnið hratt og það gengið upp svo við gerum alveg ráð fyrir að þetta mál eigi að komast í höfn. Við munum af krafti vinna að því að ljúka þessu máli.“ Breyta þyrfti áherslum í lækna- námi við Háskóla Islands að sögn rektors ef þetta nám verður tekið upp á Akureyri. Hann sagði að tekist yrði á við það viðfangsefni á næstunni og koma því í farveg. „Ég tel að nám af þessu tagi myndi styrkja landsbyggðina mjög og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Þorsteinn. Kjörnar aðstæður á Norður- og Austurlandi Ólafur H. Oddsson, héraðslækn- ir á Norðurlandi, sagði um mjög áhugavert verkefni að ræða og það gæti snúið vörn í sókn varðandi það vandamál að fá fólk til starfa við heilsugæsluna í dreifbýlinu. Á vegum embættisins var haldinn fundur um þetta mál fyrr í vik- unni, þar sem Gísli Auðunsson, læknir á Húsavík, greindi frá reynslu Ástrala í þessum efnum, Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrun- arfræðingur hjá Landlæknisemb- ættinu, fjallaði um starf hjúkrun- arfræðinga í dreifbýli, Þorvaldur Ingvason, lækningaforstjóri FSA, gerði grein fyrir mögulegu hlut- verki sjúkrahússins í námi í dreif- býlislækningum/hjúkrun og Elsa Friðfinnsdóttir, lektor og settur forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, fjallaði um mögulegt hlutverk háskólans á þessu sviði. Á fundinum kom fram í máli Katrínar Ásgrímsdóttur, hjá Heilsustofnun Austurlands, áhugi fyrir því að tengjast þessu verk- efni. „Þetta er mjög spennandi verk- efni og landlæknir hefur á því mik- inn áhuga, en hann telur að á Norðui’- og Austurlandi séu kjörn- ar aðstæðui' til að fara af stað með það,“ sagði Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.