Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Fjölþjóðleg könnun um hvali Þekking á hval- veiðum afar lítil Meirihluti þó hlynntur nýtingu hvala- stofna sem þola veiði eins og hrefnu NIÐURSTAÐA könnunar á þekk- ingu fólks á stöðu hvalastofna, hval- veiðum og viðhorfum til hvalveiða í fjórum löndum, sýnir annars vegar að almenningur telur alla hvala- stofna í heiminum í hættu, en viður- kennir afar litla þekkingu á þessum málum. Hins vegar kemur fram að meirihluti aðspurðra er hlynntur veiðum úr hvalastofnum, sem vís- indalega er sannað að þoli veiðar. Könnun þessi var unnin í Astralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og var hún gefin út á síðasta ári. 500 fullorðnir í hverju landi voru spurðir álits á þessum þáttum. 58% til 92% vita Iítið sem ekkert í samandregnum niðurstöðum kemur fram, að þekking á hvölum og hvalveiðum sé mjög lítil. Þegar sérstaklega var spurt um hrefnuna, sögðust flestir, 58 til 92%, lítið sem ekkert vita. Meirihluti aðspurðra í hverju landi sagðist myndu styðja hrefnuveiðar eftir að hafa fengið eftirfarandi upplýsingar: • Hrefnustofninn er ekki í útrým- ingarættu. • Alþjóða hvalveiðiráðið telur hrefnustofna í heiminum telja um eina milljón dýra. • Hrefnan verður nýtt til manneld- is. • Hrefnuveiðar eru hluti af þjóð- menningu sumra þjóða. • Veiðarnar yrðu undir eftirliti Al- þjóða hvalveiðiráðsins. 71% Bandaríkjanna sagðist fylgj- andi hrefnuveiðum í ljósi þessara staðreynda. Sömu skoðunar voru 63% Frakka, 61% Breta og 53% Astrala. Hvað varðar þekkingu almenn- ings í þessum löndum á stöðu hvala- stofna og hvalveiðum kemur fram að meirihluti svarenda í öllum lönd- unum taldi hvalastofna í öllum heiminum á undanhaldi, ógnað eða í útrýmingarhættu. Meirihluti svar- enda í Ástralíu, Bretlandi og Frakk- landi töldu að takmarkaðar veiðar væru leyfðar, en um helmingur Bandaríkjamanna vissi ekki hvernig þeim málum væri háttað. Sjálfbær nýting möguleg Meirihluti svarenda í öllum lönd- unum var mjög hlynntur hlutverki Alþjóða hvalveiðiráðsins að stuðla að verndun hvala og þróun hval- veiða og vinnslu. Mjótt var á mun- unum um það hvort svarendur teldu að sjálfbær nýting hvala- stofna væri möguleg. Frakkar voru helzt á þeirri skoðun, en Ástralir sízt. Þeir sem voru eindregið á móti hvalveiðum nefndu flestir atriði eins og réttindi dýra og velferð þeirra. Könnuninni var stýrt af banda- ríska fyrirtækinu Responsive Management. Beitir NK fékk loðnu við Hvalnes BEITIR NK varð var við loðnu um níu mflur austur af Hvalnesi um miðjan dag í gær og fékk 50 tonn af smárri loðnu í fyrsta kasti. „Ég hitti á litla torfu,“ sagði Sig- urjón Valdimarsson, skipstjóri á Beiti, við Verið. „Þetta var prufukast en það er loðna hérna. Hún er svipuð og loðnan sem er vestar - við sjáum lítinn mun.“ Fleiri loðnubátar keyrðu á þessi mið, þegar fréttist af veiði Beitis og sagði Sigurjón það auðvelda frekari leit. „Þetta er ekki merkilegt ennþá en það hlýtur að finnast eitthvað meira þegar fleiri koma. Það er vont að leita hérna því botninn er harður og ósléttur og lóðningarnar koma stutt að.“ Meiri loðna á leiðinni Fyrstu viðbrögð viðmælenda voru þau að þama væri um að ræða loðn- una sem rannsóknaskipið Ami Frið- riksson fann sunnan við Reyðar- fjarðardýpið í vikubyrjun og varð til þess að ákveðið var að auka kvótann um 200.000 tonn, en Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur var ekki alveg á sama máli. „Ég er ekki viss um það. Þetta er hluti torfunnar en við urðum að hætta leit vegna leið- indaveðurs þegar við áttum eftir að fara yfir ofanvert Reyðarfjarðar- djúpið og landmegin við Hvalbakinn og þessi loðna hefur trúlega verið á því svæði. Það passar við tímann. Hins vegar tínist loðnan sem við fundum sjálfsagt inn næstu eina eða tvær vikurnar." Dræmt við suðurströndina 25 skip vom úti í gær samkvæmt upplýsingum Tilkynningaskyldunn- ar og þau sem ekki vom á ferðinni voru flest við Hjörleifshöfða. Bjarni Ólafsson AK landaði tæplega 1.300 tonnum hjá SR-mjöli í Helguvík í fyrrinótt og var aftur kominn á mið- in í gær. „Það er engin veiði því það er svo lítið af loðnu,“ sagði Gísli Runólfsson skipstjóri. „Vandamálið í vetur hefur verið að þótt hún hafi verið veiðanleg hefur ekki verið mikið að sjá. Hins vegar emm við að vona að það sé að koma ný ganga við Hvalnesið.“ Ami Friðriksson hefur hætt frek- ari loðnuleit í bili og er á leið til Reykjavíkur en var út af Kötlutang- anum í gær. „Menn vita ekki um veiðanlegar torfur við suðurströnd- ina nema á þessum bletti út af Kötlutanga," sagði Hjálmar. „Hins vegar sýnist mér vera töluverð loðna ennþá í Meðallandsbugtinni og sjálfsagt víðar sem hleypur sam- an þegar henni þóknast og veðrið skánar. Þeir eru að kasta af og til en hún stendur ákaflega djúpt fyrir þá. Botndýpið er um 120 metrar og okkur sýnist hún vera mikið á um 40 metmm en þeir ná ekki þangað nið- ur með þessar gmnnu nætur.“ Um 262.000 tonnum hafði verið landað í gær og hefur SR-mjöl hf. á Seyðisfirði tekið við mestu magni, um 40.000 tonnum. „Það er mjög spennandi að fylgjast með því sem gerist þarna austur frá,“ sagði Gunnþór Ingvarsson, framleiðslu- stjóri SR-mjöls á Seyðisfirði. „Ef menn fá veiði þama er það ný vídd í vertíðina því menn hafa áhyggjur af því að verið sé að eyðileggja stofn- inn vestur frá.“ Frysting í skötuliki Rólegt hefur verið í frystingunni og taldi Pétur ísleifsson hjá íslensk- um sjávarafurðum að alls væri búið að frysta um 4.000 til 5.000 tonn en hrognafyllingin er komin í um 20%. Gísli Runólfsson sagði að lítið færi í frystingu því loðna væri smá og verðið lágt. „Það er alls staðar sama sagan,“ sagði Gísli. „I fyrra vorum við að flokka 50 stykki í kflóið en nú geta menn þakkað fyrir að ná 65. Því er frystingin í skötulíki." FJÖLÞJÓÐLEG SKOÐANAKÖNNUN UM HVALVEIÐAR Telur þú að þú vitir, mikið, svolítið, lítið, eða ekkert um hvali 159 Veltur áýmsu Veit ekki Hver er staða hvalastofna í heiminum að þínu áliti? Telur þú að það séu til hvalastofnar, sem stunda megi sjálbærar veiðar úr? Veit ekki Nei Já □323% -■■-"•■■17 |31 1 ] 39 □ 37* (n=501) (n=500) (n=500) (n=698) ] 45 J 29 ~|41x □m ] 52 lút- rýmingar- hættu Útdauðir u* I30* (n=501) J20 (n=500) -----24 (n=500) -----124 (n=698) □ 32 ] 16 Hvers vegna ertu á móti hrefnuveiðum? Vegna réttinda dýra Vegna velferðar dýra Vegna stofn- stærðar Hægt er að notast við aðrar afurðir Aðrar ástæður Ekki verður hægt að stjórna veiðunum Hvalir eru hluti lífkeðjunnar Hvalir eru ekki matur tHH* Fagur- I4» fræðilegar ——4 ástæður tU 2 133* □m □ 41 Hvers vegna styður þú hrefnuveiðar? 37* 334 □lÖ" □□17% JÍ5 □ 12* □ 12 |13 6* □Tl □ 14 6% 6 í J£ (n=158) (n=132) (n=201) (n=132) í Bretlandi □ í Frakklandi I I íÁstralíu CZÚ í Bandaríkjunum 17* rít □ 12 Vegna fæðu- öflunar Hvalastofnar þola veiðar Vegna þjóð- menningar Til að koma í veg fyrir offjölgun hvala Veit ekki Aðrar ~~[45/" ástæður J7 Veiöunum [Lli verður stjórnað ~U37 □ 43 38 Veit ekki Vantar I6* 7) upplýsingar p5* Gáfur hvala Enging ástæða til veiða Ekkert 0Í 1* Hrefnustofninn er ekki í hættu og Alþjóða hvalveiðiráðið telur hrefnustofna heims telja um Algjörlega eina milljón dýra. andvígur Myndir þú styðja veiðar að því tilskyldu að afurðirnar fæm til Fremur manneldis, að veiðarnar séu andvígur þáttur af þjóðmenningu og veiðarnar verði undir eftirliti Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem ákvæði leyfilegan heildar- Fremur fjölda veiddra hvala og tryggði hlynntur að veiðarnar hefðu ekki áhrif á stofnstærðina? Mjög hlynntur M2 □ 19* J11 □ 12* □ 28 (n=501) (n=500) (n=500) (n=698) □12 ] 15 □ 8% ]11 310 ~|45* 3E ] 52 □ 51 □ 16% □ 20 I 66% - -1 78 L5S Lítið Svolítið Mikið 116 □ 28* 6* 6 17 □ 34 (n=501) (n=500) (n=500) (n=698) 0 0 ]1% 0 Telur þú að þú vitir mikið, svolítið, lítið eða ekkert um hrefnuna? Mikill fiskafli í janúar FISKAFLI landsmanna í janúar sl. var meira en helmingi meiri en í janúar á síðasta ári, samkvæmt bráðabrigðatölum Fiskistofu. Mest munar um mun betri loðnuveiði en loðnuaflinn í janúar sl. varð nærri sexfalt meiri en í sama mánuði í fyrra. Þá jókst þorskafli janúar- mánuðar nokkuð frá fyrra ári. Þorskafli skuttogara í mánuðinum jókst um meira en helming frá jan- úarmánuði á síðasta ári. í janúar sl. bárust á land um 114.720 tonn af fiski, þar af um 63.642 tonn af loðnu en í janúar á síðasta ári nam loðnuaflinn aðeins um 10.792 tonnum. Þorskaflinn í janúar sl. varð alls um 20.898 tonn, en var 15.999 tonn í janúar á síð- asta ári. Athygli vekur að þorskafli skut- togara í janúar sl. varð meira en helmingi meiri en í sama mánuði í fyrra. Þorskafli skuttogara í síð- asta mánuði nam alls um 8.681 tonn, en var 3.881 tonn í janúar í fyrra. Heildarafli skuttogaranna jókst sömuleiðis um meira en helming og varð alls um 31.690 tonn. Mun- ar þar mest um aukinn loðnuafla skuttogaranna sem var í síðasta mánuði um 12.205 tonn en var að- eins um 2.525 tonn í janúar á síð- asta ári. í janúar í fyrra veiddust um 7.956 tonn af loðnu í togveiðar: færi en aðeins 2.836 tonn í nót. í janúar sl. veiddist hins vegar eng- in loðna í togveiðarfæri samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu en hins vegar 63.642 tonn í nót. Þorskafli smábáta með afla- mark varð í síðasta mánuði um 867 tonn eða 287 tonnum minni en í janúar í fyrra. Þorskafli afla- marksskipa á sama tíma var um 8.866 tonn eða um 167 tonnum minni en í janúar í fyrra. Þorskafli krókabáta jókst hinsvegar um 553 tonn á milli mánaðanna, varð alls um 2.484 tonn í síðasta mánuði. Má það að nokkru rekja til góðrar línuveiði í mánuðinum en alls veiddust þá um 6.463 tonn á línu- og handfæri, í janúar í fyrra veiddust hins vegar 4.669 tonn. Þorskaflanum í janúar sl. var landað þannig að 2.484 tonnum var landað ferskum, 14.382 tonn- um var landað óunnum, 3.900 tonnum var landað unnum en 129 tonn voru sett í gám og seld er- lendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.