Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ocalan í fjötrum Ankara. Reuters. TYRKNESKA sjónvarpið sýndi í gær myndir af Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan handjárnuðum með bundið fyrir augu og bundn- um niður í sæti flugvélarinnar, sem flutti hann frá Kenýa til Tyrklands. Þegar bindið vai- tekið frá augum hans sagði einn grímuklæddu, tyrknesku sérsveitarmannanna: „Velkommn heim.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Öcalan. „Mér er annt um Tyrkland og Tyrki.“ Tyrknesku sérsveitarmennirnir óskuðu hver öðrum til hamingju og heyra mátti einn þeirra segja, að Öcalan væri gestur þeirra. „Ef ég get gert ykkur eitthvað til geðs, skal ég gera það,“ svaraði þá Öcalan og var svarað á móti, að það væri nóg, að hann svaraði öllum spurningum þeirra. „Það gleddi mig að fá tækifæri tjl að þjóna Tyrklandi," sagði Öcalan en þegar hann keyrði höf- uðið á bak aftur og ranghvolfdi augunum, var hann spurður hvort honum væri illt í maganum. „Já,“ sagði hann. „Þá verðum við að bæta úr því,“ var svarað. I tyrkneskum dagblöðum mátti í gær lesa dramatfskar lýsingar á því hvernig Öcalan var hand- samaður í Kenýa. Talið er víst að tyrkneskir sérsveitarmenn hafi stöðvað för hans á leið til flugvall- arins í Naíróbí. Bifreið Öcalans hafi verið stöðvuð og hann grip- inn með orðunum: „Hingað og ekki lengra! Nú liggur leiðin til Tyrklands." Hafi Kúrdaleiðtoginn þá fölnað af skelfingu. Heimildum ber ekki saman um aðild Kenýa- manna að handtökunni. Getum er hins vegar leitt að þátttöku stjórnvalda í Bandaríkjunum og Israel í brottnámi Öcalans. Dag- blaðið Yeni Yuzyil greinir frá því að heimsókn Tareq Aziz, utanrík- isráðherra íraks, til Tyrklands á dögunum hafi orðið til þess að Bandaríkjamenn gáfu Tyrkjum vísbendingu um samastað Öcalans í skiptum fyrir samstöðu gegn íraksstjórn. Kosningarnar á Grænlandi Niðurstöðurnar áfall fyrir Siumut Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ,ANDÓFSKOSNINGAR“ er orðið, sem Grænlendingar nota yfir niður- stöðu landsþingskosninganna í fyrradag. Siumut, grænlenski jafn- aðarmannaflokkurinn undir stjóm Jonathans Motzfeldts, missti eitt sæti á landsþinginu og Atassut, borgaralegur samstjórnarflokkur Si- umut, missti tvö sæti. Sigurvegarinn var Frambjóðendabandalagið, „Kandidatforbundet", sem fékk fjóra menn kjörna og jók fylgi sitt um 8,2 prósentustig. Jonathan Motzfeldt, formaður landstjómarinnar og leið- togi Siumut, vildi í gærmorgun ekk- ert láta uppi um hver Iíklegasta stjórnarsamsetningin yrði, en sagði að þar sem Siumut væri stærsti flokkurinn væri eðlilegt að hann leiddi stjórnarmyndunarviðræður. Hann sagði kosningaáróður stjórn- arandstöðunnar hafa verið ábyrgðar- lausan, en jafnframt að samband stjórnarinnar við kjósendur hefði ekki verið nógu gott. Töluverð umskipti Siumut, sem hafði tólf sæti af 31 á grænlenska landsþinginu hefur nú ellefu, en Atassut, sem hafði tíu, hef- ur nú átta. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, IA, hafði sex þingsæti, en hefur nú sjö. Vangaveltur voru uppi í gær um að Siumut myndaði stjórn með IA, þótt Siumut og Atassut hefðu áfram meirihluta, þar sem Atassut kynni að kjósa að treysta sig í stjómarandstöðu. Af einstaka frambjóðendum náði Per Rosing-Petersen langbestum ár- angri, en hann bauð sig fram utan flokka og hlaut stuðning fímm pró- senta kjósenda. Hann varð því í fyrsta sæti hvað varðar atkvæða- magn, en Motzfeldt í þriðja sæti. Töluverð umskipti verða nú í lands- þinginu og svo virðist sem land- stjórnarmenn nái ekki allir endur- kjöri, en lokatalningu var enn ekki lokið síðdegis í gær. „Frambjóðendasambandið var mjög ötult í kosningabaráttunni og nýtti sér til hins ýtrasta þægilega að- stöðu sína, sem felst í að hafa aldrei þurft að axla þá ábyrgð, sem fylgir því að vera í stjórn. Það er auðvelt að gagnrýna allt og alla í þeirri að- stöðu,“ sagði Jonathan Motzfeldt við Morgunblaðið í gær. Landstjórnin hefur bæði heima fyrii' og í Danmörku verið gagnrýnd fyrir að hún hefði of mikil afskipti af atvinnulífinu, héldi þar um alla tauma í stað þess að losa um tök stjórnmálamanna og einkavæða at- vinnuvegina. Þessari gagnrýni er Motzfeldt ósammála. „Þeir, sem bera aðstæður á Grænlandi saman við Danmörku skilja ekki hvað hér er við að eiga,“ segir Motzfeldt. „Grænland er ekki Danmörk, sem er lítið land og þéttbyggt, heldur stærsta eyja í heimi og strjálbýl. Það kostar mun meira að reka viðskipti og halda uppi atvinnulífí hér á Græn- landi en í Danmörku. í flestum til- fellum er það aðeins á færi hins opin- bera,“ fullyrðir Motzfeldt. Mennta- mál hafa þótt sitja á hakanum hjá landstjóminni, sem ekki hefur sinnt því að hvetja ungt fólk til náms. Motzfeldt segir að herða þurfi kröf- urnar til unga fólksins, sem ekki geti aðeins hirt styrki, heldur verði að standa sig. Siumut hefur löngum staðið nokk- uð sterkt um allt Grænland, en þó ekki í Nuuk, sem er stjórnsýslumið- stöð Grænlands. „Hið ánægjulega er þó nú að við höfum styrkt stöðu okk- ar í Nuuk,“ segir Motzfeldt og ber sig vel. • • Abdullah Qcalan, leiðtogi Verkamannaflokks Kúrdistan Frelsishetja eða ótíndur glæpamaður? Lundúnum. Daily Telegraph. Reuters ABDULLAH Öcalan bar þetta faisaða vegabréf frá Kýpur er hann var handsamaður í Kenýa. KURDAR eiga enga vini nema fjöllin,“ segir gamalt kúrdískt orðatiltæki, sem ýmsum þykir auðvelt til sanns vegar að færa. Bret- land, Bandaríkin, Iran, Irak og Tyrkland eru meðal þeirra þjóða sem svikið hafa gefin fyrirheit við Kúrda á þessari öld, að ógleymdum bellibrögðum og tækifæris- mennsku þeirra eigin leið- toga í baráttunni fyrir sjálf- stæði kúrdísku þjóðarinnar. Kúrdar eru um 20 milljón- ir talsins, hirðingjar sem búa flestir á fjalllendu svæði þar sem Tyrkland, Armenía, Irak og Iran liggja saman, á landsvæði sem nefnt hefur verið Kúrdistan. Þeir eru súnní-múslímar og tungumál þeirra er skylt pers- nesku. Svikin loforð Er veldi Tyi'kja fyrir botni Mið- jarðarhafs hrundi við lok fyiri heimsstyrjaldarinnar stóð til að tryggja Kúrdum sjálfstjórnarsvæði samkvæmt Sevres-samkomulaginu frá 1920. En tyrkneska þingið stað- festi aldrei samkomulagið og í Laus- anne-samningnum sem gerður var árið 1923 voru Kúrdar ekki nefndir á nafn. Það var ógæfa Kúrda að í heimalandi þeirra skyldu vera olíu- lindir, sem nýlenduherramir Bretar voru ekki reiðubúnir að láta af hendi þegai' á reyndi. Arið 1932 varð írak sjálfstætt ríki. Minnihlutahópum voru ekki tryggð nein sérstök réttindi í hinu nýfrjálsa ríki og eftir því sem leið á öldina jókst harðstjórn leiðtoganna í Bagdad. Má segja að hún hafi náð hámarki árið 1988 er Saddam Hussein, forseti íraks, fyrirskipaði eiturgasárásir á kúrdíska bæinn Halabja sem urðu þúsundum þegna hans að fjörtjóni. En þung örlög kúrdísku þjóðarinnar eru einnig af- leiðing flokkadrátta og ónógrar sam- stöðu hennar innbyrðis. Verkamannaflokkur Kúrdistans (PKK) er marxískur flokkur sem aldrei hefur átt náið samstarf við aðrar stjómmálahreyfingar Kúrda, svo sem Lýðræðisflokk Kúrda með aðsetur í Irak og Föðurlandssam- band Kúrdistan. Samskipti þessara afla hafa einkennst af tækifæris- mennsku og hafa þau ekki vílað fyrir sér að grafa undan bræðmm sínum ef því hefur verið að skipta. Vesturlönd hallast á sveif með tyrkneskum stjórnvöldum Stjórnvöld í írak og Tyrklandi gjalda varhug við sjálfstæðisdraum- um Kúrda og tyrknesk stjórnvöld hafa sérstaklega varað við afleiðing- um þess að Kúrdar í írak fái nokkurt sjálfræði. Vesturlönd hafa hallast á sveif með tyrknesku stjórninni, ekki síst vegna hernaðarlegs mikilvægis Tyrklands, sem er útvörður Atlants- hafsbandalagsins í suðaustur-Evr- ópu. Adbullah Öcalan kann að vera frelsishetja í augum flestra tyrk- neskra Kúrda en leiðtogi PKK er harður í horn og taka og hefur án alls vafa mörg voðaverk á samvisk- unni. Árið 1984 ákvað Öcalan að PKK skyldi grípa til vopna í barátt- unni fyrir sjálfstæði ríkis Kúrda í suðausturhluta Tyrklands. í þeirri baráttu hefur tilgangurinn helgað meðalið og liðsmenn PKK myrt þúsundir óbreyttra borgara, þ.á m. kvenna og barna, auk þess sem hver sá sem grunaður hefur verið um að stunda njósnir fyrir tyrknesk stjórnvöld hefur talist réttdræpur. Afhausaði snáka Abdullah Öcalan fæddist í Urfa- héraði fyrir um 50 árum. Sagan segir að skólafélagar hans hafi strítt hon- um og móðir hans barið hann, en Abdullah litli hafi skeytt skapi sínu á snákum sem hann afhausaði í bakgarðinum heima hjá sér. Öcalan stundaði nám í stjóm- málafræði við háskólann í Ankara við upphaf sjöunda áratugarins, en á þeim árum varð hann marxisti og ákvað að helga líf sitt baráttunni fyrir sjálfstæði Kúrda. Hann hætti námi og hélt til Diyar- bakir, stærstu borginnar í suðaustur-Tyrklandi þar sem þoiri íbúanna er Kúrdar. Þar setti hann á fót sveit 30 stríðsmanna, sem varð vísir- inn að PKK. PKK leitar skjóls í Sýr- landi Öcalan flúði ásamt liði sínu til Sýrlands stuttu fyrir valdatöku tyrkneska hersins árið 1980. Undir verndai-væng sýrlenskra valdhafa hóf hann uppbyggingu skæruliða- sveita, sem höfðu aðstöðu til þjálf- unar í Beka-dalnum í Líbanon. I fyrstu árás skæruliða PKK í ágúst 1984 myrtu þeir fjölda kúrdískra þorpsbúa sem sagðir voru hliðhollir stjórnvöldum í Ankara. PKK óx fiskui' um hrygg á skömmum tíma. Vopn voru keypt fyrir tekjur af sölu og smygli eiturlyfja og með fjár- glæfrastarfsemi margs konar. Öcalan nýtur mikillar lýðhylli meðal Kúrda, sem telja hann hafa þvingað tyi'knesk stjórnvöld til þess að viðurkenna þá sem þjóð. Aður hafi þeir ekki verið virtir viðlits, hvorki af Tyrkjum né öðrum þjóð- um. Tyrkir hafa stjórnað Kúrdum með harðri hendi síðustu áratugi. Þeim hefur verið bannað að nota tungumál sitt opinberlega og mein- að að klæðast hefðbundnum kúrdískum fatnaði. I raun hefur verið lagt blátt bann við öllu því sem mögulega mætti túlka sem staðfestingu á sérstöðu og þjóðar- eðli Kúrda. Mannréttindasamtök, Evrópu- ráðið og Evrópusambandið hafa margsinnis gagnrýnt stjórnarherra í Ankara fyrir mannréttindabrot á Kúrdum. Mannréttindabrotin standa Tyi'kjum fyrir þrifum í sam- skiptum við önnur lönd, einkum hafa þau verið þeim fjötur um fót er aðild að Evrópusambandinu hefur borið á góma. Reuters Með loftbelg umhverfis jörðu LANDFESTAR voru leystar á golfvelli á Suður- Spáni í gær er tveir Bretar héldu i Ieiðangur um- hverfís jörðina í loftbelg. Um tuttugu slíkar til- raunir hafa verið gerðar en Bretarnir verða fyrstir til, takist þeim ætlunarverk sitt. Síðast gerðu breski kaupsýslumaðurinn Richard Bran- son og ferðafélagi hans Steve Fosset, tilraun til þess sama, en sú ferða endaði í Kyrrahafi í des- ember á síðasta ári. Bretarnir taka stefnu í átt að Kanaríeyjum þar sem þeir vonast til að ná kröftugum hitabeltisstraum sem á að bera þá yf- ir til Marokkó, Alsír, Líbýu og Egyptalands í fyrsta hluta ferðarinnar, sem taka á um þrjár vikur í allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.