Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Staða ung*s fólks Oftúlkuð
á vinnumarkaði fjarvera
FRÉTTABLAÐ
Eflingar, hins sam-
einaða félags D&F,
FSV og Sóknar vakti
nýlega athygli á máli
ungs Seltimings,
Kristins Magnússonar,
sem lenti í ryskingum í
miðborg Reykjavíkur í
lok september sl.
Málið hafði alvarlegar
afleiðingar fyrir Krist-
in og fjölskyldu hans
og er um margt dæmi-
gert fyrir stöðu ungs
fólks á vinnumarkaði.
Ég tel rétt að vekja at-
hygli á þessu máli hér
í Morgunblaðinu þar
sem það á í reynd erindi við allt
launafólk og sýnir vel nauðsyn þess
að fólk hugi vel að réttindum sínum
og bama sinna.
Að kvöldi 27. september sl. var
Kristinn Magnússon, 19 ára
Seltirningur, á leið heim úr afmæli
þegar hann ásamt nokkrum vinum
sínum kom við á skyndibitastað í
miðborg Reykjavíkur. Kristinn
varð fyrir árás fyrir utan staðinn
sem endaði með því að hann
höfuðkúpubrotnaði og lá meðvit-
undarlaus í 10 klukkustundir eftir
árásina. Tilefni árásarinnar var
rifrildi sem endaði á þennan
hörmulega hátt. Það er ekki ætlun
mín í þessari grein að fjalla um
árásina sem slíka heldur afleiðing-
arnar fyrir Kristin og fjölskyldu
hans.
Kristinn mundi fyrst eftir sér
viku seinna. Eitt af fyrstu minning-
arbrotunum var að sjá úr glugga
sjúkrahússins yfír Kópavoginn.
Hann gat ekki með nokkru móti
munað hvað bæjarfélagið hét.
Ennþá era minningarbrot úr
fortíðinni týnd - eitthvað sem var
skýi-t og greinilegt fyrir slysið.
Ovissa með framtíðina
Læknar hafa sagt fjölskyldunni
að Kristinn geti átt við minnisleysi
að stríða. Einnig er farið að bera á
einbeitingarleysi. Honum hefur
farið aftur í lestrarhraða, hann er
óöraggur og ýmislegt annað hefur
breyst í fari hans. Kristinn mátti
m.a. ekki aka bíl eftir slysið en
fékk akstursleyfí núna
í febrúar þar sem ekki
var vitað hvernig hann
myndi bregðast við
áreiti. Ekki er hægt að
segja til um afleiðing-
ar slyssins íyrr en eft-
ir 6-12 mánuði. Tíminn
er það eina sem mun
leiða í ljós hvað verð-
ur. Kristinn hefur ver-
ið heima við síðan
slysið átti sér stað og
hefur ekki mátt
stunda vinnu.
Greiddi af launum
í séreignasjóð
Kristinn hafði
starfað hjá Gísla Magnússyni
verktaka í tæp tvö ár þar sem
hann vann m.a. við hellulagnir.
Ekki var greitt af honum í stétt-
arfélag. Af laununum hans var
greitt í almennan séreignasjóð og
þau réttindi sem Kristinn ávann
Trygging
*
Abyrgðarleysi atvinnu-
rekandans, segir Hall-
dór Björnsson, tekur
ekki ábyrgðina af okk-
ur foreldrum eða unga
fólkinu sem er að koma
út á vinnumarkaðinn.
sér á þeim tíma sem hann greiddi í
sjóðinn getur hann ekki fengið
fyrr en eftir að hafa náð 60 ára
aldri. Samkvæmt lögum og kjara-
samningum hefði átt að greiða af
Kristni í sameignarsjóðinn
Framsýn. Atvinnurekandi Kristins
upplýsti hann ekki um hvaða af-
leiðingar það gæti haft fyrir hann
að greiða hvorki til samtrygging-
arsjóðs né til sjúkrasjóðs stétt-
arfélagsins.
Hver var staða Kristins?
Þegar eftir fyrsta áfallið vegna
slyssins fór Kristín Kristinsdóttir,
móðir Kristins, að kanna stöðu
Halldór
Björnsson
ATEMPUR-PEDIC
Heilsunnar vegna
Yfir 27.000
kírópraktorar
og læknar um
heim allan mæla
með Tempur Pedic.
Befr«v
pt/m
Faxafeni 5 ■ 108 Rvk - Simi:588-8477
Handboltinn á Netinu ^mbl.is
/\LLT/Kf= €=/TTH\//kiD A/ÝT~7
sonar síns til bóta eftir slysið. Hún
leitaði m.a. til Alþýðusambandsins,
Félagsmálaráðuneytisins, Vinn-
umálastofnunar Lífeyrissjóðsins
Framsýnar og síðan Dagsbránai'
og Framsóknar - stéttarfélags,
sem eftir sameiningu félaga um
áramótin ber nafnið Efl-
ing - stéttarfélag. En þá kom
fram að Kristinn átti ekki réttindi í
sjúkrasjóði eða Lífeyrissjóðnum
Framsýn. Einu bæturnar sem
Kristinn fékk vora 20.000. kr. á
mánuði frá Tryggingastofnun rík-
isins.
Ef Kristinn hefði greitt í Lífeyr-
issjóðinn Framsýn þann tíma sem
hann vann hjá verktakanum hefði
greiðsla lífeyris miðað við 100%
orkutap til vinnu verið þá kr.
44.211 á mánuði frá janúar 1999.
Uppsöfnuð réttindi Kristins í
sjúkrasjóði stéttarfélagsins hefðu
getað numið tæpum 900 þúsund
krónum fyrir árið 1998 og 1999.
Hver er lærdómurinn?
Hvað lærdóm geta foreldrar og
ungt fólk dregið af þessu máli? Við
foreldra ungs fólks sem komið er
út á vinnumarkaðinn vil ég segja
þetta. Fylgist með launa- og rétt-
indamálum unglinganna ykkar.
Hikið ekki að hafa samband við
viðkomandi stéttarfélag til að afla
upplýsinga. I þessu máli kom í ljós
að atvinnurekandinn var ábyrgð-
arlaus gagnvart því fólki sem hann
var með í vinnu. Hann segist ekki
bera neina ábyrgð á málinu þó að
honum bæri að skila félagsgjöldum
og einnig iífeyrissjóðsiðgjöldum til
Lífeyrissjóðsins Framsýnar.
Abyrgðarleysi atvinnurekandans
fyrir hönd launamanns tekur ekki
ábyrgðina af okkur foreldrum eða
unga fólkinu sem er að koma út á
vinnumarkaðinn. Stéttarfélög og
sameignarlífeyrissjóðir eiga að
vera vöm fólks gegn svo hörmu-
legum afleiðingum sem Kristinn
og fjölskylda hans hafa mátt þola.
Til þess að þessi vörn virki þarf
fólk að gæta vel að réttindum sín-
um. Það tryggir nefnilega enginn
eftir á.
Höfundur er formaður
Eflingar - stéttarfélngs.
vörulistinn
Ármúla 17a,
sími 588 1980.
Skólavörðustíg 35,
sími 552 3621.
í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 11. febr-
úar síðastliðinn birtist
grein eftir Jakob F.
Asgeirsson undh' fyrir-
sögninni ,jYf vondum
kennslubókum“. Þar
fjallar Jakob um bók-
ina Sögur, ljóð og líf
eftir Heimi Pálsson
sem hefur að geyma
bókmenntasögu 20.
aldar og er einkum
ætluð framhaldsskóla-
nemum. I bókinni er
gerð grein íyrir stefn-
um og straumum í ís- Pétur Már
lenskum bókmenntum, Ólafsson
fjallað um fjölda verka
einstakra höfunda og sjónum beint
að þjóðfélagsþróun á öldinni og
hvernig hún speglast í bókmennt-
um. I bókinni er fjöldi mynda af
skáldum og rit-
höfundum í smágrein-
um sem era „til þess
ætlaðar að vekja
áhuga lesenda á að
kynna sér einstak-
linga frekar og
auðvelda leitina að
meira lesefni," eins og
Heimir ritar í formála
bókarinnar. Þarna er
því ekki verið að
segja að einn sé betri
en annar. Það er
raunar athyglisvert
að í umfjöllun um
bókina hefur enginn
fett fingur út í val
Heimis á þessum
fyrr en nú að stjórn-
Jakob F. Ás-
Stangarholt - á fráb.
stað í miðbænum
Vorum að fá í einkasölu fallega íbúð á 1. hæð og í kjallara, sam-
tals 105 fm, í góðu steinhúsi. Tvær góðar stofur og eitt herb.,
eldhús, baðherb. á efri hæð og innangengt á neðri hæð sem
getur verið séríbúð. Eign sem fer strax. Verð aðeins 9 millj.
Valhöll sími 588 4477
höfundum
málafræðingurinn
geirsson tiltekur Kristján Karls-
son.
Kennslubækur
Kennarar hafa tekið
bókinni Sögur, ljóð og
líf fegins hendi, segir
Pétur Már Olafsson,
og er hún nú kennd
í fjölmörgum fram-
haldsskólum.
höfundum, listaverkum, sögulegum
atburðum og bókarkápum og
helstu bókmenntastefnur skýrðar
og settar í alþjóðlegt samhengi.
Jakob virðist ekki hafa lesið bókina
að neinu gagni heldur flett upp í
nafnaskrá og ekki fundið þar nafn
Kristjáns Karlssonar, lesið viðtal
við Heimi í Morgunblaðinu og frétt
í sama blaði um að Heimir velji í
bókinni hundrað bestu höfunda
aldarinnar og álykti síðan út frá
þessum takmörkuðu upplýsingum.
Þá segir hann að „yfirvöld kennslu-
mála [telji Heimi] gi'einilega sér-
lega vel til þess fallinn að skrifa
kennslubækur". Hér er margt að
athuga.
Vinsæl kennslubók
Nú er það svo að „yfirvöld
kennslumála" ákveða hvorki hvaða
bækur era gefnar út fyrir fram-
haldsskóla né hvaða bækur era
kenndar. Bókaforlög gefa bækurn-
ar út og skólamir, oftast kennarar,
ákveða hvaða bækur skuli kennd-
ar. Vaka-Helgafell, sem gefur bók
Heimis út, ákvað að taka hana til
útgáfu vegna þess að þarna er að
finna greinargott yfírlit yfir bók-
menntir aldarinnar þar sem nálg-
unin er nýstárleg - einstaklingarn-
ir era aftur komnir inn í bók-
menntasöguna. Kennarar hafa líka
tekið bókinni fegins hendi og er
hún nú kennd í fjölmörgum fram-
haldsskólum.
Fréttin villandi
Frétt Morgunblaðsins sem Jak-
ob vitnar til er ekki alls kostar
rétt og raunar villandi. Heimir
velur ekki „hundrað bestu
höfunda“ þessarar aldar heldur er
gerð grein fyrir rámlega 100
I svart/hvítum heimi
Jakob lætur að því liggja að
Heimir hafi þannig „að stalínskri
fyrirmynd" reynt að má nafn
Kristjáns út úr bókmenntasögunni
og að baki því séu pólitískar
ástæður. I umræðu manna um
bókina hefur enginn lagt stjórn-
málalega mælistiku á hana eða
gagnrýnt hana á sama grundvelli
og gjarnan tíðkaðist í kalda
stríðinu meðan heimurinn var
svartur og hvítur. Enda má segja
að kalda stríðinu í íslenskum bók-
menntum hafi lokið með viðtali við
Matthías Johannessen í Tímariti
Máls og menningar um árið og
menn séu hættir að skoða bók-
menntir á stjórnmálalegum grand-
velli. Nema kannski í viðhorfs-
grein Jakobs F. Ásgeirssonar í
Morgunblaðinu. Hins vegar verður
ekki hjá því komist í sögubók að
fjalla um þá tíma þegar viðhorf
manna til höfunda mótuðust af
stjórnmálaskoðunum skálda og
gagnrýnenda, hvort sem það voru
Halldór Laxness eða Gunnar
Gunnarsson, Steinn Steinarr,
Tómas Guðmundsson eða Matt-
hías Johannessen, svo nærtækt
dæmi sé tekið. Það getur vart ver-
ið vilji Jakobs að um þessa tíma sé
fjallað eins og öll dýrin í skóginum
hafi ævinlega verið vinir.
Meginstraumar raktir
Ég ætla ekki að svara fyrir
Heimi Pálsson en veit þó að engar
annarlegar ástæður lágu að baki
því að ekki er fjallað um Kristján
Karlsson í bókinni Sögur, ljóð og
líf. Og það er fráleitt að ætla að
Heimir sé að leggja Kristján í ein-
elti. Til marks um það er að Heimir
var í tveggja manna dómnefnd sem
lagði ljóðabók Kristjáns, New
York, fram til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs af Islands hálfu
árið 1984.
I bókmenntasögu á borð við Sög-
ur, ljóð og líf er einungis hægt að
rekja meginstrauma og reynt að
leggja áherslu á upphafsmenn
hverrar stefnu eða fulltráa
kynslóða. Kristján kvaddi sér
hljóðs á ofanverðum áttunda ára-
tugnum en skáld sem hann á sam-
leið með, t.d. Matthías Johannes-
sen, hófu feril sinn á sjötta ára-
tugnum. Um þau er fjallað í kafla
sem tekur til áranna 1950-1970.
Fyrstu spor Kristjáns sem skálds á
opinberam vettvangi liggja utan
þess tíma.
I fjai'vera Kristjáns Karlssonar
felst með öðram orðum engin dýpri
merking eða dómur yfir honum
sem skáldi, hvorki bókmenntalegur
né stjómmálalegur. Raunar væri
Kristján sjálfkjörinn á lista yfir
hundrað bestu skáld aldarinnar
hér á landi, - og jafnvel þótt víðar
væri leitað.
Höfundur er útgáfustjóri
Vöku-Helgafells.