Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 37 ‘ðurlanda í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn erra stýrði fundinum með hinum norrænu starfsbræðrum sínum í gær. Pertti Jis, Knut Vollebæk frá Noregi og Niels Heiveg Petersen frá Danmörku sitja íiel Tarscliys, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og Jan Eliasson, staðgengill utanríkisráðherra Svíþjóðar. Dómsmálaráðherra telur varasamt að færa einstaka málaflokka undir sérdómstóla Ekki tilefni til sljórnlaga- dómstóls ✓ Orator, félag laganema í Háskóla Islands, efndi til málþings um samspil löggjafar- valds og dómsvalds, þar sem dómsmála- ráðherra lagði meðal annars til að starfs- hættir löggjafarvaldsins væru endurskoð- aðir og bættir. „raunhæfan árangur," eins og það er orðað í yfirlýsingu fundarins. Ágallar EES-samningsins og gildi samráðs Ráðherrarnir lögðu áherzlu á að fjölgun aðildarríkja Evrópusam- bandsins feli jafnframt í sér stækk- un Evrópska efnahagssvæðisins (EES). í því samhengi sé mikilvægt að samráði norrænu ríkjanna um málefni ESB sé viðhaldið og það eflt. íslandi og Noregi er þetta samráð einkar mikilvægt, þar sem þau eru nú einu ríkin á Norðurlöndum sem ekki eiga aðild að ESB. Halldór Ás- grímsson viðurkenndi aðspurður eft- ir fundinn að deilan um greiðslur Is- lands og Noregs í þróunarsjóð EFTA, sem valdið hefur því að •eglur itvæli Reuters iðgerða gegn slíkri framleiðslu. Hér nu á gám sem fylltur er nýuppskornu bæri sérstaklega erfðabreytt mat- væli. í kjölfarið var sett sérstök reglugerð um erfðabreyttar vörur úr soja og maís, en notkun á þeim hafði áður verið leyfð. Reglugerðin gerir ráð fyrir að merkja skuli öll matvæli sem DNA-mæling sýnir að innihalda Spánverjar hafa staðið í vegi fyrir ákvörðunum innan EES-samstarfs- ins, sýndi þá ágalla sem væru á EES-samningnum fyrir EFTA-rík- in. Knut Vollebæk, norski ráðherr- ann, tók undir þessi orð Halldórs, en sagði máhð þó ekki sanna að hags- munum Noregs eða Islands væri al- mennt betur borgið með fullri aðild að sambandinu. Halldór sagði það hafa valdið von- brigðum hve mikið þessi deila hefði dregizt á langinn, en nú sæist fyrir endann á henni og ástæðulaust væri að ætla að annað eins gæti endurtek- ið sig. ESB og NATO haldi dyrum opnum Með tilliti til þess sem ákveðið var prótein sem hefur orðið til vegna erfðabreytinga. Þessar reglur gilda ekki hér á landi. Neytendasamtökin hafa í samstarfi við noiTænu neyt- endasamtökin hvatt til þess að erfða- breytt matvæli verði merkt sérstak- lega. „Við vitum í sjálfu sér ekki hvort erfðabreytt matvæli eru flutt til landsins, en við teljum það mjög lík- legt. Þetta á ekki síst við matvæli frá Bandaríkjunum. Reynslan hefur sýnt að erfðabreytt matvæli er víða að finna. Það hefur t.d. komið fram í Bretlandi að vöi-ur sem seldar era undir merkjum Lindu MaCartney hafa mælst innihalda erfðabreytt matvæli þrátt fyrir að framleiðand- inn hafi ekki ætlast til þess. Það má því telja víst að eitthvað sé um erfða- breytt matvæli í unnum vörum hér á landi. Deilt er um hvort ástæða er til að óttast þessi matvæli. Það má segja að andstaðan við þau sé tvíþætt. Fyr- ir hendi er ótti við að það kunni að vera hættulegt að neyta erfða- breyttra matvara, en einnig er ótti við umhverfisáhrifin. Menn óttast að þessi erfðabreyttu gen muni dreifa sér í umhverfinu án þess að maður- inn hafi stjórn á því. Umhverfisþátt- urinn hefur verið rannsakaður mjög mikið, en rannsóknir á áhrifum erfðabreyttra matvæla eru ekki eins langt komnar. Það eru litlar niður- stöður enn komnar út úr þessum rannsóknum. Deilurnar um þetta snúast kannski fyrst og fremst um hvort að menn séu að fara of hratt í að leyfa þetta. Það hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að erfða- breytt matvæli séu hættuleg. Það er kannski þessi óvissa sem veldur ótta hjá fólki. Menn hafa náttúrulega dæmin fyrir sér í Evrópu um mistök sem hafa verið gerð. Það nægir að minna á kúariðuna í Bretlandi,“ sagði Elín. „Að mínu mati er þetta blásið mjög mikið upp, langt út fyrir það sem á leiðtogafundi ESB í Vínarborg í desember sl. voru utanríkisráð- heiTarnir sammála um að miklu varði að öll ríki, sem sótt hafa um aðild að ESB, taki á þessu stigi þátt í inntökuferlinu, „ekki sízt til þess að auðvelda þeim aðlögunina að sambandinu“. Létu þeir uppi þá von að sem fyrst verði unnt að taka upp viðræður um inngöngu Lett- lands og Litháens í sambandið, auk annarra ríkja sem ekki voru í þeim hópi sem ESB hóf aðildarviðræður við í fyrra og mega þar með gera sér vonir um að verða fyrst til að hljóta inngöngu. Ráðherrarnir létu „með ánægju" getið þeirra skrefa sem stigin hafa verið til að gera nissneskumælandi þjóðarbrot Lettlands og Eistlands að fullgildum samfélagsþegnum. Ráðherrarnir ítrekuðu þá skoð- un sína, að Atlantshafsbandalagið ætti að halda dyrum sínum opnum, einnig til lengri tíma litið. Tjáðu þeir stuðning sinn við rétt Eystra- saltsríkjanna til að ákveða sjálf ör- yggisstefnu sína, þar með talið að ákveða að sækja um aðild að NATO. Áherzla á „norðlæga vídd“ ESB Staðfestu ráðherrarnir stuðning sinn við „hina norðlægu vídd“ í starfi Evrópusambandsins, sem fær aukið vægi á foiTnennskumiss- eri Finnlands í ráðherraráði þess. Áherzla var lögð á það gildi sem það hafi fyrir öll norrænu ríkin að samráð aukist á norðlægum slóð- um. Staðfesti Pertti Torstila, stað- gengill fmnska utanríkisráðherr- ans, að í undirbúningi Finna fyrir formennskuna væri lögð áherzla á þetta, og í nóvember yrði haldin sérstök ráðstefna á utanríkisráð- herrastigi um hina norðlægu vídd. Loks lýstu ráðheiTamir stuðn- ingi við framboð Noregs til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000-2001 og Finnland sem forsætisland 55. allsherjarþings SÞ árið 2000. eðlilegt má telja. Það eiga sér stað það tíðar erfðabreytingar, svokallað- ar stökkbreytingar, í náttúrunni sem gerast án nokkurra afskipta mann- skepnunnar. Þetta eru miklu rótæk- ari breytingar en þær sem maðurinn er að stuðla að með erfðakynbótum. Þessi viðleitni mannsins er aðeins ör- lítið brot af þeim breytingum sem eiga sér stað sjálfkrafa í náttúranni,“ sagði Helgi Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræði. Ekki hefur verið sýnt fram á neina hættu Helgi nefndi dæmi um erfðabreytt matvæli eins og kartöflur sem þola betur frost en venjulegar kartöflur og ávexti sem hafa verið búnir til með því að bræða sama erfðamengi tveggja ávaxta, en út úr því hafa menn fengið t.d. steinlausar appel- sínur. Helgi sagði langt síðan menn byrjuðu að þreifa sig áfram á þessu sviði og ekki hefði verið sýnt fram á að þessu fylgdi nein hætta. Helgi sagðist ekki telja brýnt að setja reglur um erfðabreytt mat- væli. Ymis önnur verkefni væru brýnni t.d. að setja skýrar reglur um breytingar á erfðaefni lifandi dýra og þá sérstaklega erfðaefni mannsins. Helgi sagðist ekki sjá fyrir sér að ónæmiskerfi mannsins stafaði sér- stök hætta af erfðabreyttum matvæl- um. „Ónæmiskerfi mannsins er einmitt hannað til þess að svara öll- um hugsanlegum framandleika. Ónæmiskerfið getur gi-eint framandi efni sem hafa verið búin til af mann- inum. Ég get t.d. nefnt að við getum fengið ofnæmi af snertingu við akríl vegna þess að ónæmiskerfið greinir akríl sem framandi. Sama gildir um matvæli. Það er að vísu vissar sam- eindir í matvælum sem eru meira of- næmisvaldandi og ónæmisvekjandi en aðrar, en ég sé ekki að þær breyt- ingar sem verða á sameindum vegna erfðabreytinga breyti neinu þar um,“ sagði Helgi. VARASAMT er að færa einstaka málaflokka undir sérdómstóla nema fyrir því séu færð veigamikil rök, að mati Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð- herra. Þetta kom fram á málþingi Orators, félags laganema við HI, á þriðjudag um samspil löggjafarvalds og dómsvalds. „Það er einmitt álitaefnið hvort nægilega sterk rök mæli með því að hér verði komið á fót stjómlagadóm- stól. Álitaefni varðandi stjómar- skrána eru vissulega annars eðlis en ýmis þau sérverkefni sem menn hafa viljað fela einstökum dómstólum. En hvað sem því líður efast ég um að brýnt tilefni sé til að hér á landi verði stofnaður stjórnlagadómstóll. Það er mat mitt að ekki sé ástæða til að efast um að almennir dómstólar muni veita löggjafai’valdinu nauð- synlegt aðhald, ef það fer út fyrir. valdheimildir sínar og setur lög and- stæð stjórnarskrá. Ályktað verði af varfærni Hann kvaðst ekki koma auga á slíka stjórnlagalega togstreitu hér- lendis að tilefni væri til að bera laga- setningu fyrirfram undir úrskurð dómsvaldsins til að meta hvort lög samrýmist stjórnarskrá. „En að minni hyggju væm það helst sjónarmið af því tagi, sem gætu kallað á sérstakan dómstól eða ráð til þess að gera út um stjórnlagaleg- an ágreining eða vafamál. Við mat á því hvort hér sé tilefni til að stofna stjórnlagadómstól tel ég einnig að hafa megi hliðsjón af því að þau lönd, sem búa við hliðstæða réttarskipan og við, hafa ekki talið ástæðu til að koma á fót slíkri stofnun. En önnur sjónarmið kunna að eiga við í öðrum fjarskyldari ríkjum, jafnvel söguleg- ar forsendur. Ég vil þó ekki með öllu hafna hugmyndinni um stjórnlaga- dómstól og tel slíka umræðu áhuga- verða og gagnlega, en vara jafnframt við því að hrapað verði að niðurstöðu í tilefni dægurumræðunnar. Hvort sem almennir dómstólar eða stjórn- lagadómstóll metur hvort lög brjóti í bága við stjórnarskrá, er álitamál hvernig slíku valdi verður beitt, “ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst telja þýðingarmikið að dómstólar hefðu þetta vald en þvi yrði þó að beita með ákveðinni var- færni. Ekki sé óeðlilegt í lýðræðis- þjóðfélagi að dómstólar játi löggjaf- anum nokkurt svigrúm til að meta hvort lög séu samþýðanleg stjórnar- skránni. Hann tók fram að orð hans mætti ekki skilja með þeim hætti að hann leggi til að dregið verði úr vægi stjómarskrárinnar. Þvert á móti verði að gæta þess að ákveðið jafn- vægi ríki milli handhafa ríkisvalds og að stjórnskipuleg staða dómstóla sé metin með hliðsjón af lýðræðishefð- inni. „Þegar dómstólai- meta hvort lög stangist efnislega á við ákvæði stjórnarskrár verður einnig að hafa hhðsjón af því að of frjálsleg beiting þess valds felur í sér þá hættu að dómstólar blandist í of ríkum mæli inn í stjórnmálaátök líðandi stundar. Það kynni að leiða til þess, að kröfur kæmu fram um það að stjórnmálaleg sjónarmið réðu meh’a um val á mönn- um til dómarastarfa en faglegt hæfn- ismat,“ sagði dómsmálaráðherra. Gagnrýni á löggjafarvaldið Þorsteinn benti einnig á að líklegt væri að fram kæmu kröfur um að dómarar hefðu með einum eða öðr- um hætti lýðræðislegt umboð. Ævi- skipan, sem hafi að markmiði að treysta óháða stöðu dómara og sjálf-, stæði þeirra, gæti þurft að víkja fyr- ir slíkum kröfum, ef dómstólar gengju langt fram í því að taka sér eiginlegt löggjafarvald. „Ég tel mik- ilvægara að dómstólar séu fræðilega sjálfstæðir og óháðir en að þeir hafi rúmt vald til þess að setja leikregl- ur,“ sagði hann. Þorsteinn benti einnig á að ekki yrði undan því vikist að ræða gagn- rýni sem fram hefur komið á löggjaf- arvaldið, þar sem m.a hafi verið haldið fram að málflutningur alþingismanna sé reikull og vilji löggjafans óskýr. „Ég tel þessa gagnrýni eiga að nokkru leyti rétt á sér og að hún sé verðugt umhugsunarefni fyrir þá, sem taka þátt í störfum löggjafarvaldsins. Það sem skiptir höfuðmáli í þessu sambandi er að taka til rækilegrar at- hugunar hvemig löggjafinn geti betm- þjónað hlutverki sínu við lagasetn- ingu, þannig að ekki hljótist af vand- kvæði við beitingu laganna, sem jafh- vel getur leitt til þess að dómsvaldið sitm- í raun uppi með að marka inntak þeirra,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst í því sambandi telja mikilvægt að endurskoða þau vinnu- brögð sem viðhöfð væru við laga- setningu. Til mikilla bóta væri ef ein- um aðila yrði falið að yfirfara öll lagafrumvörp áður en þau eru lögð fyi’ir Alþingi. Hann sagðist láta liggja milli hluta hvort slíkt starf ætti að frekai’ að fara fram innan þings eða utan, en þess mætti geta að í nágrannalöndum okkar hefði starf af þessu tagi farið fram á veg- um dómsmálaráðuneyta. Framhjá því yrði ekki litið að breyttar verk- lagsreglur og vandaðra vinnulag gætu verið snar þáttur í að viðhalda eðlilegu jafnvægi milli löggjafarvalds og dómsvalds. Ein rétt niðurstaða Á málþinginu fjallaði jafnframt Sigurður Líndal prófessor um hlut- verk dómstóla við mótun réttarins, og tók margvísleg söguleg dæmi f' því sambandi máli sinu til stuðnings. Valtýr Sigui’ðsson héraðsdómari fjallaði um samspii löggjafar- og dómsvalds út frá sjónarhóli dómara og gat þess meðal annars að hann teldi lagasetningu í kjölfar dóms, ekki vera inngrip í dómsvaldið. Dóm- arar hefðu viss áhrif en ef í ljós kæmi að þeir beittu valdi sínu óvar- lega, mætti búast við krafan um stjórnlagadómstól yrði háværari. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður fjallaði um spurning- una; setja dómstólar lög? Hann minnti fundarmenn á að við lagalega túlkun hlytu lögmenn að leita þeirra réttarheimilda sem við eiga í hverju tilviki, og ekki væru margar niður- stöður til. Aðeins ein niðui’staða væri rétt, þó svo að hún kynni að vera torfundin og jafnvel umdeild. Fundarstjóri á málþinginu var Da- víð Þór Björgvinsson prófessor. j ;væli úr erfðabreyttu hráefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.