Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Af hverju
reykir fólk?
Tilraun stjórnvalda til að uppræta
reykingar hefur á sér ógeðfelldan blœ og
er ekki líkleg til að skila árangri.
Eftir að skilin urðu
milli hins veraldlega
og geistlega valds á
Vesturlöndum og
ríkisvaldið taldi það
ekki lengur sitt hlutverk að út-
breiða siðferðisboðskap kristn-
innar, hefur það tekið upp á
arma sína annars konar áróður.
Ríkið segir ekki lengur: Þú skalt
ekki hór drýgja, heldur: Þú skalt
ekki reykja og ekki drekka og
ekki feitt kjöt eta! Hefur vaxið í
skjóli ríkisvaldsins geysimikið
manneldistráboð, sem virðist
eiga jafn greiðan aðgang að fjöl-
miðlunum og siðferðisboðskapur
kirkjunnar á þar nú undir högg
að sækja. Sjálfsagt er nauðsyn-
legt að stunda áróður af þessu
tagi í einhverjum mæli, en það
hefur sýnt sig að slíkur áróður
hættir að bera
VIÐHORF árangur á vissu
Eftir~Jaköb F. stigi og yerður
Ásgeirsson ÞU besta falh,
að hvimleiðn
afskiptasemi en þegar verst
gegnir að einskonar nútíma
galdraofsóknum. Því miður virð-
ast fjölmiðlar, sem koma áróðrin-
um á framfæri, ekki gera sér
grein fyrir hvar þessi mörk
liggja og þaðan af síður stjóm-
málamennh-nir sem eru ósparir á
almannafé til að fjármagna trá-
boð þetta.
A undanfórnum mánuðum hef-
ur komið í ljós að reykingar hafa
aukist meðal ungs fólks. Þrátt
fyrir algert auglýsingabann á tó-
bak, skipulagðan áróður í skólum
til mai-gra ára og reglubundnar
herferðir í fjölmiðlum, er árang-
urinn sem sagt þessi að reyking-
ar ungs fólks fara vaxandi. Ætla
mætti að sú vitneskja vekti menn
til umhugsunar um gagnsemi
svokallaðra „tóbaksvarna", en
miklum fjármunum hefur á und-
anförnum áratugum verið varið
til þess að upplýsa fólk um skað-
semi reykinga. En því er ekki að
heilsa. Þvert á móti á nú að
herða áróðurinn gegn reyking-
um, sbr. væntanlega reglugerð
heilbrigðisráðherra.
Árangursleysi hins linnulausa
áróðurs á Vesturlöndum um
skaðsemi reykinga leiðir hugann
að kenningum sálfræðingsins
kunna Hans Eysenck, en hann
hefur lengi haldið því fram að
reykingar séu fyrst og fremst af-
leiðing af persónuleikagerð
manna, en ekki af umhverfísá-
hrifum eins og auglýsingum.
Eysenck gefur lítið út á að fólk
verði „háð“ reykingum. Hann tel-
ur hugtakið „vanabindandi" hafa
lítið vísindalegt gildi í þessu sam-
hengi, enda hafi það verið það
skilgreint og notað á svo marga
vegu að það sé nánast orðið
merkingarlaust. Skýi-inguna á
því að fólk hneigist til reykinga,
áfengisneyslu eða sælgætisáts,
telur hann fyrst og fremst að
leita í jákvæðum áhrifum þessa
atferlis, enda þótt það kunni jafn-
framt að hafa í fór með sér ýms-
ar óæskilegar afleiðingar. Fólk
reykir sem sagt af því að því líð-
ur á einhvem hátt betur reykj-
andi.
Eysenck fór snemma að velta
því fyrir sér hvort svo gæti verið
að persónuleiki eða eðlisfar
manna gerði það að verkum að
sumir reyktu en aðrir ekki. Vitað
er að nikótín, a.m.k. í smáum
skömmtum, hefur örvandi áhrif í
heila. Eysenck hafði áður komist
að því að slíkt örvunarástand í
heila væri algengt hjá fólki með
innhverfa skapgerð, þ.e. þeim
sem eru að eðlisfari einrænir og
dulir. Hjá úthverfu fólki, þ.e.
þeim sem eru mannblendnir og
opinskáir, er slíkt örvunarástand
hins vegar sjaldgæfara. Gat verið
að úthverft fólk reykti til að fá
æskilega heilaörvun? Niðurstöð-
ur rannsóknar sem Eysenck stóð
fyrir, og birti á sínum tíma í Brít-
ish Medical Journal, sýndu að
sígarettureykingar færu einmitt
vaxandi eftir því sem fólk væri
úthverfara. Ennfremur er vitað
að nikótín í stóram skömmtum
hefur þau áhrif að draga úr
spennu. Er ekki trálegt að tauga-
veiklað og kvíðasamt fólk reyki
til að róa sig? Seinni tíma rann-
sóknir hafa sýnt sterkt samband
milli taugaveiklunar kvenna og
reykinga. Slíkar rannsóknir era
hins vegar sjaldséðar vegna þess
að læknar hafa verið tregir til að
samþykkja skilgreiningar sál-
fræðinga á persónuleikagerð og
segja raunar (með nokkram
rétti) að erfítt sé að ákvarða per-
sónuleikagerð með svo óyggjandi
hætti að viðunandi sé í vísinda-
rannsóknum.
Rannsóknir hafa sýnt að óhóf-
legar reykingar era ekki aðeins
óhollar heldur geta haft mjög
skaðvænleg áhrif á heilsu
manna. Það nær hins vegar
engri átt að halda því fram að
hófsamar reykingar valdi til-
teknum sjúkdómum, eins og
stundum heyrist úr andreyking-
arkórnum. A sínum tíma gerði
Eysenck ítarlegar rannsóknir á
orsakasamhengi reykinga og
ýmissa sjúkdóma og komst að
því að þar væri um svo flókið
ferli að ræða að ómögulegt væri
að slá því föstu að reykingar
væru beinn orsakavaidur sjúk-
dóma, þótt vel mætti vera að
reykingar hefðu samverkandi
áhrif með öðram ráðandi þátt-
um. Eysenck heldur því m.a.s.
fram að mun sterkara samband
sé milli persónuleikagerðar
manna og krabbameins og
hjartasjúkdóma en milli reyk-
inga og þessara sjúkdóma!
Fylgni segir auðvitað ekkert um
orsakasamhengi. Margar alhæf-
ingar andreykingarmanna um
skaðsemi reykinga byggja á upp-
lýsingum um fylgni þeirra við
ýmsa sjúkdóma, þótt jafnan sé
látið í veðri vaka að um beint or-
sakasamband sé að ræða.
Ekki skal hér dregið úr nauð-
syn þess að frjáls félagasamtök
séu styrkt af almannafé til að
berjast gegn útbreiðslu reykinga.
En þar verður að gæta hófs - og
alls ekki má leggja málið þannig
fyi’ir að reykingar fólks séu á
ábyrgð ríkisvaldsins (!). Abyrgð-
in hlýtur náttúrlega að liggja hjá
einstaklingunum. Hvað svo sem
um vangaveltur Eysencks má
segja, kennir reynslan okkur að
það era hvorki duttlungar tísk-
unnar né skortur á upplýsingum
um skaðsemi reykinga sem er
þess valdandi að fólk heldur
áfram að reykja. Fólk reykir ein-
faldlega vegna þess reykingamar
hafa jákvæð áhrif á líðan þess og
tekur vitandi vits áhættuna sem
kann að fylgja miklum reyking-
um. Það er réttur þess í frjálsu
þjóðfélagi og okkur, sem ekki
reykjum, ber að virða þann rétt.
AFI greinarhöfundar, Guðmundur Ragnar Brynjólfsson, við viðgerð á bflnum, sem um getur í greininni.
Sögur
íif afa
ÞEGAR ég las
greinina um hinar ný-
stárlegu minkaveiðar á
Islandi, sem birtist í
Morgunblaðinu 25.
nóvember síðastliðinn,
fannst mér upplagt að
leggja orð í belg, eins
konar viðbæti. Astæð-
an er sú, að ýmislegt
hljómar kunnuglega og
er ekki eins nýstárlegt
mér eins og mörgum
öðram.
Afi minn, Guðmund-
ur Ragnar Brynjólfs-
son, fyrrv. lögreglu-
maður, varðstjóri og
starfsmaður Bifreiða-
eftirlits ríkisins (1912-1988), var
mikill unnandi íslenskrar náttúru
og bar mikla umhyggju og virðingu
fyiár öllu lífi - ekki bara í orði.
Seinni áram lífs síns varði hann
löngum á æskuslóðum sínum, við
Hestvatn í Grímsnesi, og vann þar
mikið og óeigingjarnt verk við
verndun dýralífsins og uppbygg-
ingu nátturunnar. Þrátt fyrir hans
þrotlausa starf og óendanlega elju-
semi var hógværðin slík, að lágt
var farið með afrek hans utan fjöl-
skyldunnar. Víst er, að fólki er
hampað í fjölmiðlum af minni af-
rekum. Hans hugðarefni snerust
m.a. um: minkaveiðar, fískeldi,
lómavarp, trjárækt, jarðrækt og
kærleik.
Minkaveiðar með eigin
uppfinningu að vopni
„Minkurinn er einn af fáum
skepnum jarðarinnar, sem bara
gera ógagn,“ sagði hann einhvern
tíma. Afi hafði upplifað sitthvað af
hegðun minksins sem sveitamaður
og vildi leggja sitt af mörkum til að
halda stofninum niðri. En hvernig
fór hann að því? Jú, þar sem engin
opinber lausn var til, sem honum
geðjðist að til að veiða mink, hann-
aði hann og smíðaði sínar eigin
gildrur.
Þær voru þannig uppbyggðar, að
minkurinn laðaðist að fiskinum
sem afi setti fyrir utan og inn í
gildrarnar. Þegar skepnan ætlaði
svo að gæða sér á beitunni small
kröftugur bogi um háls minksins
og hann drapst samstundis.
Afi vildi ekki að minkurinn
kveldist, þrátt fyrir vargsemi hans.
Beitan var annaðhvort urriði,
bleikja eða annar fískur úr vatninu,
sem hann hafði alið í bílskúrnum
heima.
Fiskeldi með eigin eldisstöð,
án ríkisstyrks
Það var alltaf til fiskur í
frystikistunni heima á
vetuma, silungur eða
urriði. Astæðan var
sú, að afi hafði eigin
hrygningarstöð, sem
hann smíðaði úti í bíl-
skúrnum sínum. Það
þurfti mikla um-
hyggjusemi, til að allt
ferlið heppnaðist.
Hrognin fékk hann úr
hrygnunum sem hann
veiddi í vatninu. Að-
gerðin fór fram í eld-
húsvaskinum, og var
töluvert at í kringum
það. Þeim var svo
komið fyrir í um-
ræddum klakkössum
úti í skúr, þar sem hitastigið og sí-
rennsli á vatninu var hæfilegt.
íburðurinn var ekki í fyrirrámi,
en allt var mjög vel út- og um-
hugsað.
Þegar hrognin höfðu klakist út
Þúsundþjalasmiður
Hann þekkti ekkert til
markaðssetningar og
þótt hann talaði stund-
um um að framleiða
fleiri gildrur, segir
Jónína Olesen um afa
sinn, og selja, þá var
það fyrst og fremst í
þágu náttúruverndar.
hélt afi lífi í sílunum með lifrarmat,
sem hann sjálfur útbjó og geymdi í
hæfilegum skömmtum í frysti. Svo
var farið kvölds og morgna og gef-
ið.
Þegar sílin vora orðin nógu stór
til að eiga möguleika á að lifa af
verana í vatninu var þeim komið
fyrir í stóram plastdunkum, sem
ég held að afi hafi bætt súrefni í.
Sú stund, að sjá þessi skinn synda
út í sitt eiginlega umhverfi, var af-
ar skemmtileg og við krakkarnir í
fjölskyldunni kepptumst um að fá
að koma með.
Þetta var okkur svo eðlilegt, að
ekki var spekúlerað mikið í, að ein-
hverjum áram seinna voru þessi
síli í fiskinetinu hans afa, orðin feit-
ir og vænir fiskar sem litlir fingur
áttu fullt í fangi með að ná úr net-
inu. Svo var gert að fengnum í eld-
húsvaskinum, allt undirlagt og
amma rjóð af kæti yfir þessum bú-
feng. Ollu var svo komið fyrir í
frystikistunni og borðað upp til
agna.
Lómavarp - umhyggja fyrir
fuglastofni í útrýmingarhættu
Afi gerði tvo hólma út í Hest-
vatn, sem hann ætlaði sem varp-
stað fyrir lómapar. Hann hafði orð-
ið var við par, sem hafði hreiðrað
um sig í stóra hólmanum, sem er af
náttúrannar hendi úti í Hestvatni,
en eitthvað fór úrskeiðis svo parið
kom ekki aftur. Það fannst honum
sorglegt og vildi reyna að bjarga
málunum.
Afi hafði hugmyndir um að hlaða
hólma úr grjóti, bara lítinn hólma
sem rétt myndi ráma hreiðrið. Það
gerði hann; reri með grjót út í mitt
vatn, margar margar ferðir, og
tyrfði síðan yfir. Það kom svo á
daginn, að yfirborð vatnsins var
svolítið breytilegt og í slæmum
veðrum flæddi yfir.
Það var á þessum tíma að afi átti
það til að rjúka upp úr stólnum
með miklu fumi (helst eftir veður-
fréttirnar) og brana austur til að
athuga, hvernig ástandið var á
hólmanum. Þá var ekið í hend-
ingskasti í u.þ.b. 80 mín hvora leið,
og þótti hvorki tímasóun né nokkuð
athugavert. Þetta gat gerst oft í
viku.
Efth' nokkurn tíma datt honum
annað í hug, sem gæti ef til vill
leyst þetta vandamál. Það var að
smíða flothólma (u.þ.b. Vá fm að
stærð), sem myndi fylgja yfirborði
vatnsins. Hólminn var útbúinn úr
fjórum plasttunnum, sem festar
vora á gi'ind. Ofan á var
sand/moldarfylling og tyrft að lok-
um. Hólminn hélst á svipuðum
slóðum með fjóram steinakkerum,
sem fest vora með reipum í hornin
á hólmanum og látin síga niður á
vatnsbotninn. Lómapai'ið gat því
verið öruggt.
Þetta heppnaðist, parið vei-pti ár
eftir ár og þvílík unun vai' að sjá
þessa glæsilegu og stóra fugla
synda í vatninu (þeir ná miklum
hraða, rétt undii' yfirborði vatnsins,
og synda allt að 200 metra í kafi) og
klöngrast síðan upp á hólmann.
Lómar era ekki léttfættir á þurru
landi, reyndar algjöiir klunnar, og
þeir þurfa langt tilhlaup til að hefja
sig til flugs á vatninu.
Trjá- og jarðrækt
í tíð Vigdísar Finnbogadóttm’
sem forseta Islands beindist at-
hygli landsmanna að ræktun lands-
ins, samtök sýndu málinu stuðning
og ágóði af sölu plastpoka var sett-
ur í átakið.
Löngu fyrir þessar aðgerðir var
afi farinn að tala um eyðingu lands-
ins og byrjaður að rækta upp jörð-
ina í kringum Hestvatn. Hann tíndi
mel út á Granda og sáði í auðan
svörð fyrir austan. Arangurinn lét
ekki á sér standa, landið tók vel
við. Hann gróðursetti líka býsn af
trjám, sem tókst jafnvel og allt
hitt.
► Meira á Netinu
Höfundur er búsettur í Dunmörku
og stundar nám í margmiölun við
Tækniskólann í Álaborg.
Jónína
Olesen