Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 41
íslendingar kynn-
ast svarta og
litaða fólkinu
PAÐ hefur löngum
verið vinsælt fjölmiðla-
efni að taka viðtöl við
íslendinga sem gera
það gott erlendis. Oft
eru það fagrar konur
sem giftast auðugum
mönnum og duglegir
karlmenn sem komast
til metorða í atvinnu-
lífi. Osjaldan fléttast
inn í þessi viðtöl al-
hæfðar lýsingar á lifn-
aðarháttum og ein-
kennum heimamanna,
séðum með augum ný-
búanna. Hinn 10. janú-
ar birti Morgunblaðið
slíkt viðtal við íslensk-
an skipstjóra í Suður-Afríku, þar
sem keyrði um þverbak í alhæfmg-
um um samband hörundslitar og
háttalags. Viss ummæli voru þess
eðlis að þau ýta undir kynþáttafor-
dóma og viðhalda ímynd hins frum-
stæða Afríkubúa. Með mína já-
kvæðu reynslu af samskiptum við
fólk í sunnanverðri Ai'ríku, þykir
Kynþættir
✓
I samskiptum við
afríska íbúa Zimbabwe,
segir Magnfríður
Júlíusdóttir, hef ég
mætt velvild og
gestrisni.
mér miður að sjá skoðanir af þessu
tagi bornar fram gagnrýnislaust og
án samhengis við aðstæður í við-
komandi þjóðfélagi. Pað er einnig
augljós mótsögn við þann hluta
greinarinna sem fjallar um mikil-
vægi aukinnar samskipta við þróun-
arlönd, þar sem bent er á að Islend-
ingar geti bæði lært af öðrum og
miðlað af reynslu sinni.
Skapar hörundslitur
manninn?
Ekki þarf að ferðast oft um
landamæri Evrópu, eða á milli
íbúðahverfa í stórborgum Banda-
ríkjanna, til að sjá að hörundslitur
skiptir máli. Eftir því sem litarhátt-
urinn dökknar eykst tortryggnin
við landamærin um markmið ferða-
lagsins og íbúðahverfín einkennast
af meiri efnahagslegri fátækt. Fyrir
mig, hvítingjann, nægir yfirleitt að
veifa vegabréfmu til að komast
hratt og yfírheyrslulaust yfir sömu
landamæri.
í gegnum tíðina hefur þessi mun-
ur á viðmóti og kjörum verið skýi'ð-
ur og réttlættur með ýmsu móti af
þeim, sem skapað hafa sér forrétt-
indi í þessum samskiptum. Fyi-st
vorum við Guðs útvalda fólk, feng-
um síðan ríkulegar af góðum erfða-
þáttum með framvexti náttúruvís-
inda. Nú eru yfírburðir menningar,
saga framtakssemi og dugnaðar,
helsta skýringin á yfirburðum hvít-
ingja af kákasuskynþætti og sigur-
för þeirra um heiminn frá vöggu
allra umtalsverðra framfara - Evr-
ópu.
Af umræddri blaðagrein að dæma
eru erfðaþættir, húðlitur, helsta
skýring á mismunandi vinnusemi,
verksviti, aga og þroska sjómanna í
þremur löndum:' Namibíu, Suður-
Afríku og íslandi. Verst úr þessum
samanburði koma hinir „svörtu" í
Namibíu. Þeim er líkt við unglinga,
án verksvits og „spurning hve lengi
tolldi í höfðinu á þeim það sem við
þá var sagt“. Til að styrkja enn
frekar þessa neikvæðu mynd af
óþroskuðu og frumstæðu fólki, fylg-
ir greininni ljósmynd af heima-
mönnum. Sýnir hún fólk í eyðimörk
með skinnbút um lend-
arnar, sem eina fatnað.
Af samhenginu mætti
halda að myndin sýndi
sjómenn í faðmi fjöl-
skyldunnar í einni land-
legunni. Nær sanni er
að myndin sýni fá-
mennar leifar af því
samfélagi sem fannst á
þessum slóðum fyrir
innrás evrópskrar ný-
lendustefnu á síðustu
öld. Frá mínum ferðum
í sunnanverðri Afríku á
þessum áratug er þetta
ekki kunnugleg mynd.
í Suður-Afríku kynn-
umst við síðan lauslega
„þelbrúna" eða „þeldökka" sjó-
manninum. Væntanlega er átt við
Suður-Afríkubúa af asískum upp-
runa. Skortur á undirgefni og lítill
áhugi á að vinna 18 tíma á sólar-
hring fyrir lítil laun viyðist vera
hans helsta einkenni. Olíkt þeim
„svarta" virðist hann hafa getu til
að læra íslenskar veiðiaðferðir, alla-
vega ef hann hefur átt þess kost að
mennta sig til skipstjómarstarfa.
Yjað er að því að vinnuaðstæður,
laun og styrkur verkalýðsfélaga
hafi áhrif, en engar upplýsingar
veittar um launakjör. Ætla má að
vinnusemi íslenskra sjómanna
myndi eitthvað dala ef hvatning
hlutakerfisins hyrfi. Væri það ekki
verðugt verkefni í þróunarsamstarfi
að íslensk sjómannafélög miðluðu af
sinni baráttusögu og styddu við
bakið á sjómönnum í þessum lönd-
um?
Þáttur kynþátta
aðskilnaðarstefnu
Hér gefst ekki rými til að rifja
upp sögu þeirra landsvæða sem í
dag eru ríkin Namibía og Suður-Af-
ríka. Af fréttaflutningi síðustu ára-
tuga ættu þó flestir Islendingar að
þekkja þá sögu kúgunar og ofbeldis,
sem einkenndi stjórn lítils hvíts
minnihluta í þessum löndum. Með
þá sögu í huga er með ólíkindum að
sjá þá staðhæfingu í víðlestnasta
blaði landsmanna að „Sá svarti lítur
upp til hvíta mannsins". Sem betur
fer eru ekki allir jafn iðnir við að
flokka, dæma og alhæfa út frá hör-
undslit flólks. í samskiptum mínum
við afríska íbúa Zimbabwe, sem eru
í hinum ýmsu brúnu afbrigðum lit-
rófsins, hef ég mætt velvild og gest-
ristni. Það er ekki virðing fyrir hin-
um bleik-hvíta hörundslit, sem mót-
ar viðmótið. Ég hef notið góðs af því
góða orðspori sem Norðui'landabú-
ar, einkum Svíar, Danir og Norð-
menn, hafa í sunnanverðri Afríku
vegna stuðnings við sjálfstæðisbar-
áttu og uppbyggingu í þessum
heimshluta.
Ferð okkar frá því að vera fátæk
nýlenduþjóð til almennrar efna-
hagslegrar velsældar var hröð. Sak-
ar ekki að hafa þá sögu í huga í
samskiptum við þjóðir sem ekki
hafa haft sama meðbyr og við í sinni
þróunarsögu. Er það von mín að við
Islendingar getum haldið okkar
góða sjálfstrausti í framtíðinni, án
þess að gera lítið úi* fólki í fjarlæg-
um löndum.
Höfundur er landfræðingur.
Fasteignir á Netinu
új> mbl.is
_ALLTAf^ e/TTH\SAO NÝTT
Magnfríður
Júlíusdóttir
FRA HASKOLA ISLANDS
MEISTARANÁM, DOKTORSNÁM OG VIÐBÓTARNÁM
háskólaárið 1999-2000
Umsóknarfrestur ertil 15. mars vegna náms sem hefst á haustmisseri 1999
ogtil 15. september vegna náms semhefst á vormisseri 2000, nema annað sé sérstaklega tekiðfram
Guðfræðldeild.
Unnt er aö stunda nám til meistarapróts og doktorsprófs í guðfræðideild.
Umsóknareyöublöð fást á skrifstofu nemendaskrár H.í. og skrifstofu guð-
fræðideildar. Nánari upplýsingar um námið fást hjá deildarforseta og á skrif-
stofu deildarinnar. Sími 525 4348.
Umsðknir berist til skrifstofu guðfræðideildar, Háskðla
ísiands, Aðalbyggingu v/Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Vlðbótarnám í guðfræðideild: Djáknanám.
Boðið er upp á 30 eininga djáknanám og er námstími þrjú misseri. Miöað er
við að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi, einkum á sviðum uppeldisfræði,
hjúkrunartræði eða félagsráðgjafar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsing-
ar fást á skrifstofu guðfræðideildar.
Umsóknir í djáknanám berist fyrlr 15. apríl nk. til skrlfstofu guðfræði-
delldar.
Læknadelld.
Unnt er að stunda nám til meistaraprófs og doktorsprófs í heilbrigðisvisind-
um í læknadeild. Nemandi og kennari (væntanlegur leiðbeinandi) leggja í
sameiningu fram umsókn þar sem lýst er rannsóknaverkefni nemandans og
gerð tillaga um námsskipan, m.a. samval námskeiða og umfang rannsókna-
verkefnis. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu lækna-
deildar. Simi 525 4881.
Umsðknir berist til skrifstofu læknadeildar, Læknagarði, Vatnsmýrarvegi
16, 101 Reykjavik. Læknadeild heimilar innritun að fenginni jákvæðri um-
sögn frá rannsóknanámsnefnd læknadeildar.
Námsbraut í hjúkrunarfræði.
Nám til meistaraprófs í hjúkrunarfræði er 60 eininga rannsóknanám að af-
loknu B.S.-prófi í hjúkrunarfræði. Einungis er unnt að hefja námið á haust-
misseri. Með umsókn skal tylgja lýsing unnin i samvinnu umsækjanda og
væntanlegs leiðbeinanda á rannsóknaverkefni umsækjanda. Við inntöku er
m.a. gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25) og tveggja ára starfsreynslu. Gert
er ráð fyrir að nemendur dvelji eitt misseri við erlendan háskóla eða
rannsóknastofnun.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu námsbrautar í
hjúkrunarfræði. Sími 525 4960.
Umsóknlr berist til skrifstofu námsbrautar í hjðkrunarfræði, Eirbergl,
Elríksgötu 34, 101 Reykjavik.
Viðbótarnám í námsbraut í hjúkrunarfræði. Nám í Ijósmóðurfræði.
Umsækjendur skulu hafa próf í hjúkrunarfræði viðurkennt í því landi sem það er
stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu.
Gert er ráð fyrir að taka 8 nemendur inn í námið. Til að námsskrá i Ijósmóð-
urfræði á íslandi sé í samræmi við námsstaöla Evrópusambandsins og að
kröfur, sem geröar eru á háskólastigi, séu uppfylltar, þurfa hjúkrunar-
fræðingar, sem ekki hata lokið BS-prófi, að ijúka 16 eininga fornámi. Upplýs-
ingar um fornám, regjur um val nemenda og skipulag námsins er að finna i
kennsluskrá Háskóla Islands. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást
hjá Láru Erlingsdóttur, fulltrúa, eftir hádegi alla virka daga. Sími 525 4217.
Umsðknum, ásamt upplýsingum um námsterii og fyrri störf, meðmæii, af-
rlt af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt greinargerð umsækjanda
um áhuga á námi í Ijósmóðurfræði og hvernig sá áhugi þróaðist, skal
sklla á skrifstofu námsbrautar í hjókrunarfræðl, Eirbergi, Eiríksgötu 34,
101 Reykjavík
Tannlæknadelld.
Unnt er að stunda nám til meistaraprófs og doktorsprófs í tannlæknadeild.
Umsóknareyðublöö og nánari upplýsingar fást á skrifstofu tannlæknadeildar.
Simi 525 4871.
Umsóknir berist skrifstofu tannlæknadeildar, Læknagarði, Vatnsmýrar-
vegl 16, 101 Reyklavík.
Lagadelld.
Unniö er að skipulagi náms til meistaraprófs og doktorsprófs i lagadeild.
Nánari uppiýsingar fást á skrifstofu iagadeiidar, Lögbergi, Suðurgötu,
101 Reykjavik. Sími 525 4376.
Viðskipta- og hagfræðideild.
Meistaranám I viðskipta- og hagfræðideild er að lágmarki 45 einingar, sem
samsvarar fullri vinnu í eitt ár. Einungis er unnt að hefja námiö á haustmiss-
eri. Nemendur hafa þrjú ár til að Ijúka náminu, þannig að það hentar einnig
fyrir þá, sem vilja vinna með námi. Að loknum námskeiðum, sem svara til 30
eininga, skila nemendur annaö hvort 15 eða 30 eininga ritgerð til að hljóta
M.S.-gráðu.
Meistaranám í viðskiptafræði greinist í 7 sórsvið:
a) alþjóðaviðskipti, b) fjármál,
c) gæðastjórnun, d) markaðsfræði,
e) kostnaðarstjórnun, f) rekstrarstjórnun og
g) stjórnun og stefnumótun.
í skipulagi námsins er gert ráð fyrir að þriðjungur þess, 15 einingar, fari
fram við erlendan samstarfsháskóla. Meistaranám í fjármálum er allt i boði
hérlendis.
Melstaranám í hagfræði skiptist i kjarna og sársvið. Tvö sérsviö eru i boði:
a) fjármál og b) hagfræði náttúruauðlinda.
Miðað er við að umsækjendur hafi a.m.k. lokið B.S.-prófi af viðkomandi
fræðasviði, en nemendur, sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum, geta
sótt um skráningu í undirbúningsnám með einstaklingsbundinni námsáætlun.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu viðskipta- og
hagfræðideildar. Sími 525 4500.
Umsóknir berist tll skrifstofu viðskipta- og hagfræðideildar, Háskðla
íslands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík.
Helmspekldelld.
Frestur til að sækja um innritun i nám til meistaraprófs og doktorsprófs í
heimspekideild háskólaárið 1999-2000 rennur út 1. maí nk.
Boðiö er upp á meistaranám (M.A.-nám) í almennri bókmenntafræði, ensku,
heimspeki, fslenskri málfræði, íslenskum bókmenntum, íslenskum fræðum
og sagnfræði. Einnig er boðið upp á M.Paed.-nám (kennaranám) í íslensku.
Hægt er aö leggja stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum, íslenskri
málfræði og sagnfræöi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um námið fást á skrifstofu heim-
spekideildar. Simi 525 4400.
Umsóknlr berlst tll skrifstofu heimspekideildar, Háskóia istands, Nýja
Garðl, 101 Reykjavik.
Verkfræðideild og raunvfsindadeíld.
Boðið er upp á meistaranám í verkfræðideild og raunvisindadeild. Unnt er að
stunda doktorsnám við verkfræðideild og unnið er að undirbúningi doktors-
náms við raunvísindadeild. Upplýsingar um fjármögnun og aðrar forsendur
námsins, ásamt leiðbeiningum, fást á skrifstofu deildanna. Simar 525 4644
(raunvisindadeild) og 525 4645 (verkfræðideild).
Boðið er upp á meistaranám við aliar skorir í báðum deildum, en þær eru:
Verkfræðldeild: Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, véla- og iðnaðar-
verkfræðiskor og rafmagns- og tölvuverktræðiskor.
Raunvísindadelld: Stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, etnafræöiskor, líffræð-
iskor, jarð- og landfræðiskor, tölvunarfræðiskor og matvælafræðiskor.
Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu
nemendaskrár í Aðalbygglngu H.í. eða á skritstofum verkfræði- og raun-
vísindadellda, Háskóla Islands, VR-II, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík.
Félagsvísindadeild.
Boðið er upp á nám til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræði, nám til
meistaraprófs í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu og framhaldsnám í
sálfræði. Einungis er unnt að hefja námið á haustmisseri. Einnig er unnt að
stunda doktorsnám við deildina samkvæmt nánari ákvörðun i hverju tilviki.
í M.A. náml í uppeldls- og menntunarfræðl er hægt að velja um tvær linur:
j. Mat á skálastarfi.
(náminu er lögð áhersla á að nemendur sérhæfi sig í matsfræðum og mati á
skólastarfi. Markmiðið er annars vegar að nemendur öðlist fræðilega þekk-
ingu á margvislegum aðferðum við aö meta skólastarf og hins vegar að
nemendur þjálfist i að beita mismunandi aðferöum við matið.
II. Almennt rannsóknanám.
Markmiðið er að búa nemendur undir rannsóknir og þróunarstörf á sviði
uppeldis og menntunar. Þessi M.A. lina gefur nemendum kost á að stunda
nám og rannsóknir á áhugasviði sinu.
Umsækjendur um meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði skulu hafa
lokið B.A.-prófi i félagsvisindum eða öðrum greinum eða kennaranámi á
háskólastigi. Við inntöku er m.a. tekið mið af starfsreynslu.
( M.A. náml í stjórnmálafræði er boðið upp á nám i opinberri stjórnsýslu
og stefnumótun. Námið á að undirbúa nemendur undir störf við stjórnsýslu
ríkis og sveitarfélaga eða skyld störf hjá hagsmunasamtökum, stjórnmála-
flokkum og einkaaðilum. Einnig kynnast nemendur helstu fræðahefðum í op-
inberri stjórnsýslu og stefnumótun og læra undirstöðuatriði rannsókna-
vinnu.
Umsækjendur um nám í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu skulu hafa
lokið B.A.-próti frá Háskóla íslands eða sambærilegu námi.
Meistaranám í sálfræði. Stefnt er að því að námið uppfylli skilyrði laga nr.
40/1976, með siðari breytingum, um rétt til að kalla sig sálfræðing. Kennsl-
an er fræðileg og hagnýt og á að leiða til vandaðrar menntunar sálfræðinga.
Henni er ætlað að skapa nemendum fræðilega og aðferðafræðilega kunnáttu
til að takast á við fjölbreytileg viðfangsefni hagnýtrar sálfræði og gera þeim
kleift að taka faglega afstöðu til álitamála með vísindalega aðferðafræði að
leiðarljósi.
M.A. nám við Félagsvisindadeild er tveggja ára nám (60 einingar). Við inn-
töku er tekið mið af einkunnum og er að jafnaði gerð krafa um fyrstu eink-
unn (7,25).
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsvísinda-
deildar. Sími 525 4502.
Umsóknir berist til skrifstofu félagsvísindadeildar, Háskóla islands,
Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík.
Viðbótarnám í fólagsvísindadeild:
Umsóknarfrestur i neöangreint viöbótarnám er tll 1. apríl 1999.
I. Hagnýt fjölmiölun (blaöamennska).
Um er að ræða eins árs nám (33 einingar). Miðað er við að nemendur hafi
lokið B.A./B.S. - prófi, B.Ed. - prófi eða öðru háskólaprófi, eða hafi fimm ára
starfsreynslu á fjölmiðli.
II. Nám í námsráögjöf.
Um er að ræða 34 eininga nám sem unnt er að taka á einu ári eða tveimur
árum.
Miðað er við að nemendur hafi lokið:
1. B.A.-prófi í uppeldis- og sálarfræði, eða
2. B.Ed.-prófi, eða
3. B.A./B.S,- prófi i öðrum greinum ásamt kennsluréttindanámi.
Æskilegt er að nemendur hafi kennslureynslu. Vinsamlegast athugið að tvö
námskeið i námsráðgjöf veröa kennd á ensku næsta vetur. Þeir sem hyggj-
ast Ijúka náminu á einu ári, eða sækja umrædd námskeið í hlutanámi þurfa
að hafa gott vald á ensku máli.
III. Nám í kennslufræöi tii kennsluréttinda.
Um er að ræða 30 eða 15 eininga nám. Krötur um einingafjölda miðast viö
fyrri menntun og þurta nemar sem taka 15 einingar að hafa lokið a.m.k. 120
einingum, þar af 60-90 í aðalgrein og 30-60 í aukagrein. Unnt er að taka
námið á einu ári eða tveimur árum samkvæmt ákveðnum reglum. Ef nem-
endur hyggjast taka námið á tveimur árum er miðað við að þeir hafi lokið:
1. B.A./B.S,- prófi ef þeir hyggjast stunda allt námið á einu ári.
2. A.m.k. 60 einingum í grein(um) í B.A./B.S,- námi ef þeir hyggjast
stunda námið á tveimur árum samhliða námi i grein.
Ekki verður tekið inn i tyrri hluta námsins háskólaárið 1999-2000.
IV. Nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda (4. ár)
Miðað er við að nemendur hafi lokið:
1. B.A.-prófi i félagsfræöi, sálarfræði eða uppeldisfræði sem aðalgrein
ásamt skyldunámskeiðum i félagsráðgjöf.
2. B.A. eða B.S. prófi í öðrum greinum á sviði heilbrigðis- og féiagsvis-
inda ásamt skyldunámskeiðum í féiagsráðgjöf.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsvísinda-
deildar. Simi 525 4502.
Umsóknir berist fyrir 1. apríl nk. til skritstofu féiagsvísindadeiidar,
Háskóla ístands, Odda v/Sturlugötu. 101 Reykjavik.
Meistaranám í sjávarútvegsfræðum.
Umsóknarfrestur er í samræmi við umsóknarfrest vegna annars meistara-
náms viðskipta- og hagfræðideildar, verkfræðídeildar, raunvísindadeildar og
félagsvísindadeildar, sbr. hér að framan.
Meistaranám i sjávarúWegstræðum er rannsóknatengt framhaldsnám við
Háskóla íslands, sem skipulagt er f samvinnu háskóladeilda. Námið er þver-
faglegt og skiptist i þrjá hluta; kjarna, sérsvið og rannsóknaverkefni. Það er 60
einingar (tvö ár) og lýkur með M.S. gráðu á þvi sviði er viðkomandi nemandi
velur sér. Inntökuskilyrði er að jafnaði fyrsta háskólagráða (B.A./B.S.) i viðeig-
andi fræðigrein. Sú deild, sem nemandi innritast í, ræðst af lokaverkefni hans.
Umsóknareyðublöð og nánart upplýslngar fást hjá Sjávarútvegsstofnun
H.Í., Tæknlgarðl, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 525 4056, fax 525
5829, tölvufang: fisherles@rhl.hl.ls
Meistaranám í umhverfisfræðum.
Meistaranám í umhverfisfræðum er rannsóknatengt tramhaldsnám við
Háskóla islands, sem skipulagt er í samvinnu háskóladeilda. Sú deild, sem
nemandi innritast í ræðst at rannsóknaverkefni hans. Námið er 60 einingar
með sterkan þverfaglegan kjarna. Það tekur aö jafnaði tvö ár, þannig að
nemandi tekur alls 45 einingar á þremur misserum, en lýkur síðan 15 ein-
inga verkefni á síðasta misseri námsins. Inntökuskilyrði er 90 eininga
háskólanám með tyrstu prófgráðu (B.A./B.S.) frá viðurkenndum háskóla.
Nánarl uppiýsingar fást hjá Umhverfisstofnun Háskóla ísiands, Tækni-
garðl, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 525 5286.
Rannséknanámssjóður.
Athygli er vakin á því, að umséknarfrestur vegna sfyrkja úr Rannsókna-
námssjóðl rennur út 1. apríl nk. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsókna-
tengt framhaldsnám við háskóla og geta efnilegir stúdentar, sem lokið hafa
háskólanámi (B.A., B.S. o.s.frv.), sótt um styrk til meistara- eða doktor-
snáms. Frekari upplýsingar og eyðublöð fást á heimasíðu Rannsóknarráðs
íslands http://www.rannis.is eða á skrifstofu sömu stofnunar, Laugavegi 13,
101 Reykjavík, sími 562 1320.
Stúdentar Háskóla íslands geta snúið sér beint til skrifstofu rannsóknasviðs
Háskólans í Aðalbyggingu Háskóla íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, sími
525 4352. Þar má fá upplýsingar um starfsemi sjóðsins og hvernig ber að
sækja um. Upplýsingar er einnig að finna á heimasiðu rannsóknasviðs
http://www.hi.is/HI/Stjorn/Rann.
Aðgangur að ofangreindu meistaranámi, doktorsnámi og viðbótarnámi
er takmarkaður í sumum tilvikum.
Auglýsing þessi er birt með fyrirvara um nægilegar f járveitingar til kennslunnar.