Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Rangfærslur Ragn-
ars Arnalds um ESB
í MORGUNBLAÐINU 20. des-
ember síðastliðinn birtist viðtal Jak-
obs F. Asgeirssonar við Ragnar
Arnalds alþingismann. Tilefni við-
talsins var útkoma bókar þess síð-
amefnda sem ber Jieitið Sjálfstæðið
er sívirk auðlind. í viðtalinu kemur
fram að ástæðan fyrir bókarskrifum
Ragnars sé „skrímslið ógurlega -
ESB“. Par fínnst mér undarlega að
-5* orði komist um sjálfviljugt samstarf
fullvalda lýðræðisríkja sem hefur
það að markmiði að tryggja fi'ið og
stöðugleika og vinna að bættum lífs-
kjörum alls almennings. Þetta er þó
ekki aðalatriðið - heldur það að í
viðtalinu koma fram mjög alvarleg-
ar staðreyndavillur.
Veiðar og eftirlit
I viðtalinu segir orðrétt: „Evr-
ópusambandið myndi fá úrslitavald
til veiða á svæðinu milli 12 og 200
sjómílna og rétt til að taka allar
ákvarðanir um tilhögun þessara
veiða, svo sem lágmarksstærð á
flski, möskvastærð, lokanir svæða
o.s.frv. Það sem verst er þó er að
- -m eftirlit með því að reglunum sé hlýtt
yrði áfram hjá fánaríki veiðiskip-
anna en ekki hjá strandríkinu.
Þannig myndu t.d. Spánverjar sjálf-
ir fylgjast með því að spænsk físki-
skip fylgdu settum reglum. Við yrð-
um því óvirkir við eftirlit á okkar
eigin miðum.“ Hið rétta er að Is-
lendingar hefðu einir rétt til veiða
við Islandsstrendur. Evrópusam-
bandsþjóðir hafa enga viðurkennda
veiðireynslu á íslandsmiðum og
fengju þar af leiðandi engar afla-
^ heimildir. Við gætum svo ráðstafað
okkar veiðiheimildum eftir eigin
höfði. Einu undantekningamar frá
þessu eru þau 3000 tonn af karfa
sem ESB hefur þegar rétt til að
taka úr sjó samkvæmt EES-samn-
ingnum og smávægileg veiðireynsla
Belga. Jafnframt er það rangt að
fánaríki fari með eftirlit sinna skipa
í lögsögu annarra ríkja. Fánaríkið
hefur vissulega skyldum að gegna
við að fýlgjast með afla sinna skipa
og stöðva veiðar þegar veiðiheimild-
ir eru á þrotum. Hins vegar er
hvert aðildarríki um sig ábyrgt fyrir
því að reglum sambandsins og sjáv-
arútvegstefnunni sé fylgt innan lög-
sögu þess. Evrópusambandið setur
lágmarksreglur um tilhögun veiða
og til verndunar lífríkis sjávar en
aðildarríkjunum er frjálst að setja
strangari og ítarlegri reglur innan
sinnar lögsögu svo framarlega sem
að þær mismuni mönnum ekki á
grundvelli þjóðernis. Af ofansögðu
er ljóst að Islendingar þyrftu engar
áhyggjur að hafa af eftirlitslausum
flota Spánverja né annaiTa ESB-
skipa á Islandsmiðum. Hvað varðar
sjávarútvegsmál þá fór undirritaður
nokkuð ítarlega ofan í saumana á
þeim í greinarflokki sem birtist í
Morgunblaðinu í janúar síðastliðn-
um.
Viðskiptasamningar
við ríki utan ESB
Ragnar heldur rangfærslunum
áfram og segir: „... við aðild mun
Evrópusambandið annast alla við-
skipta- og fiskveiðisamninga fyrir
okkar hönd við ríki utan ESB. Við
myndum því glata réttinum til að
K
er komin út
Dagskráin
17. febrúar-2. mars
Verölauna-
krossgáta
Astir og auOæfí
IÞættir
gera viðskiptasamninga við þjóðir í
fjarlægum heimsálfum. Um leið
myndu falla niður þeir samningar
sem við höfum þegar gert við mjög
morg ríki.“ Þarna tekur Ragnar
ansi djúpt í árinni. Við myndum vit-
anlega ekki glata réttinum til að
gera viðskiptasamninga við ríki ut-
an ESB. Slíkir samningar þyrftu
hins vegar að samrýmast reglum
sambandsins og framkvæmdastjórn
ESB myndi formlega sitja við
samningaborðið með okkur. Okkar
samningsaðilar myndu vinna í
gegnum hana þegar samið er um
viðskipta- og sjávarútvegsmál við
önnur ríki, hvort sem samningarnir
væru að frumkvæði okkar, ESB eða
viðkomandi ríkis. Samningsstaða
Evrópusambandið
Evrópusambandsþjóðir
hafa enga viðurkennda
veiðireynslu á Islands-
miðum, segir Ulfar
Hauksson, og fengju
þar af leiðandi engar
aflaheimildir.
íslendinga myndi því styrkjast með
stærsta viðskiptaveldi heims sem
bakhjarl. Við aðild að Evrópusam-
bandinu myndu íslendingar ganga
inn í þá viðskipta- og fiskveiðisamn-
inga sem ESB hefur gert við önnur
ríki, nema við gerðum sérstaka
ki'öfu um undanþágu frá þeim tii
lengri eða skemmri tíma. Slíkt væri
þó mjög ótrúlegt þar sem samning-
arnir miða að auknu frelsi í við-
skiptum og þeir fiskveiðisamningar
sem ESB hefur gert við rúmlega 30
ríki tryggja allir ríkjum ESB aukna
fiskveiðimöguleika.
Það er rangt að samningar ríkis
sem í gildi eru fyrir inngöngu falli
niður. Gildir þá einu hvort slíkir
samningar séu við ríki sem þegar er
innan ESB eða svokölluð þriðju ríki.
intra I
Skolvaskar
Intra skolvaskamir eru framleiddir
á vegg eða innfelldir í borð.
Stærðir:
48 x 38 x 19 cm
54 x 45 x 23 cm
Heildsöludreifing:
—Smiðjuvegi 11. Kðpavogi
Sími564 1088,fax564 1089
Fæst í bvggingavöruverslunum um land allt.
Þetta stendur svart á
hvítu í stofnsáttmála
sambandsins grein 234.
Maastricht útgáfan -
307. Amsterdam útgáf-
an. I sömu grein kemur
fram að ef slíkir samn-
ingar samrýmast ekki
grundvallarreglum
ESB ber viðkomandi
ríkjum að vinna að því
að samrýma þá. Samn-
ingar Svía, Finna og
Austurríkismanna við
íslendinga féllu því
ekki niður við inn-
göngu þessara þriggja
ríkja í Evrópusam-
bandið.
Sjálfsákvörðunarréttur íslands
Ragnar segist í viðtalinu óttast að
átök verði um aðild að ESB innan
fárra ára. Hann segir að við íslend-
ingar eigum alla möguleika á að
fylgjast með á alþjóðavettvangi „án
þess að fórna sjálfsákvörðunarrétti
okkar og fiskimiðum" og ,án þess að
láta þá í Brussel taka þessar
ákvarðanir fýrir okkur“.
Nú er það svo að sérhvert aðild-
arríki ESB kemur að stefnumörkun
og ákvarðanatöku sambandsins. ís-
lendingar yrðu þar engin undan-
tekning. í tæplega 50 ára sögu Evr-
ópusambandsins eru þess engin
dæmi að gengið sé gegn mikilvæg-
um hagsmunum aðildarríkja - slíkt
samræmist ekki stefnu og mark-
miðum sambandsins.
Staðreyndin er sú að
smærri ríkjum hefur
gengið mjög vel að ná
fram markmiðum sín-
um á þeim sviðum sem
þau eiga hagsmuna að
gæta og búa að sér-
þekkingu. Því fer fjarri
að rödd þeirra sé, eins
og Ragnar gefur í skin,
einungis hróp í eyði-
mörkinni.
I leiðara Morgun-
blaðsins 6. janúar síð-
astliðinn kveður leið-
arahöfundur Svavar
Gestsson sem, líkt og
Ragnar Arnalds, hverf-
ur af sjónarsviði ís-
lenskra stjórnmála að loknu þessu
kjörtímabili. Þar segir leiðarahöf-
undur að nauðsynlegt sé að vaxa inn
í nýjan veruleika og breyttar að-
stæður: „Við getum ekki byggt
framtíðina á sligandi fortíðartrú og
hugmyndafræði sem á meira skylt
við draugagang en væntingar mik-
illa tímamóta." Undirritaður tekur
heilshugar undir þessi sjónarmið.
Einnig orð Ragnars þar sem hann
segir að auka þurfi umæðu um ESB
vegna þess að ókunnugleiki og van-
þekking á sambandinu sé útbreidd-
ur.
Höfundur stundar náni í stjórnmála-
fræði við Katholieke Universiteit
Leuven íBelgfu.
Úlfar
Hauksson
Sterkt Stúdenta-
ráð fyrir alla
STÚDENTAR við
Háskóla Islands kjósa
sér á hverju ári full-
trúa í Stúdentaráð.
Stúdentaráð er lýð-
ræðislega kjörin full-
trúasamkunda og vett-
vangur hagsmunabar-
áttu stúdenta. Allir
nemendur Háskólans
hafa kjörgengi og
kosningarétt og geta
þannig með beinum
hætti haft áhrif á
hvernig hagsmunabar-
átta þeirra er rekin,
jafnt innan Háskólans
sem utan hans. Undan-
farin ár hafa stúdentar
við Háskóla Islands
treyst Röskvu, samtökum félags-
hyggjufólks við HÍ, til að fara með
völd í Stúdentaráði. Röskva hefur
sýnt að hún er traustsins verð og
með frumkvæði og kraftmiklu
Stúdentaráð
Frumvarp mennta-
málaráðherra gæti
þýtt, segir Haukur Þór
Hannesson, að fjár-
hagslegum grundvelli
væri kippt undan starf-
semi deildarfélaganna.
starfi hefur hún hrint baráttumál-
um sínum í framkvæmd.
Aukið fjármagn til bókakaupa
I vetur hefur það sýnt sig hvernig
samstaða stúdenta og sterkt Stúd-
entaráð getur skilað árangri. Með
öflugu átaki í samvinnu við Holl-
vinasamtök HI hafa safnast 25
milljónir til að bæta tölvukost við
Háskóla Islands og er átakinu ekki
lokið.
Með eftirsetu í Þjóðarbókhlöð-
unni náðist fram langþráð lenging á
opnunartímanum. En það er ekki
nóg að hafa glæsilega Bókhlöðu
opna til tíu ef ekki er að finna þar
bækurnar. Bókakosturinn er afar
bágborinn sem gerir stúdentum
erfitt að vinna metnaðarfull verk-
efni á sínu fræðasviði. Nú þegar af-
greiðslutíminn hefur
verið lengdur ætlar
Röskva að ná fram
auknum fjárframlögum
til rita- og bókakaupa
við Háskólann.
Sterkari tengsl við
atvinnulífið
Röskva ætlar að
vinna að því að tengsl
Háskólans og atvinnu-
lífsins verði efld með
því að gera sáttmála
milli þessara aðila. Sátt-
málinn felur í sér reglur
um hvemig samskipt-
um þeirra verði sem
best háttað og tryggt að
fjárstreymi úr atvinnu-
lífinu gangi ekki á sjálfstæði Háskól-
ans. Þannig verða samskiptin ein-
fijlduð og aðkoma atvinnulífsins að-
gengilegri. Aðeins með slíkri trygg-
ingu er öruggt að samstarfið verði
farsælt fyrir báða aðila.
Röskva vill tryggja
lýðræðislegan rétt stúdenta
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra hefur lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um Háskóla ís-
lands. Akveðnir hlutar frumvarps-
ins eru þvert á vilja Háskólans,
stúdenta og meirihluta Alþingis. I
þessu framvarpi er lagt til að sú
þjónusta sem Stúdentaráð hefur
sinnt og allir stúdentar í Háskólan-
um kjósa um á ári hverju verði boð-
in út. Það þýðir að hver sem er gæti
sinnt þessari þjónustu og stúdentar
hefðu þar af leiðandi ekkert um
hana að segja. Eins er í frumvarp-
inu ekkert minnst á Stúdentasjóð
sem gæti þýtt að fjárhagslegum
gi'undvelli værí kippt undan starf-
semi deildarfélaganna. Stúdenta-
sjóður er forsenda þess að deildar-
félögin geti haldið úti blómstrandi
starfi íýrir sína félagsmenn. Röskva
hafnar þessum hugmyndum
menntamálaráðherra alfarið.
Röskva vill klára málið
Með því að kjósa Röskvu í kosn-
ingunum 24. febrúar nk. eru stúd-
entar að kjósa sterkt Stúdentaráð.
Stúdentaráð sem berst fyrir hags-
munum háskólastúdenta, innan Há-
skólans og gagnvart stjórnvöldum.
Höfundur skipar fyrsta sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs.
Haukur Þór
Hannesson