Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÓLK sem býr þar sem iðnvæðing eða þróun er skammt á veg komin
metur gjarnan þróunina mikils en nátttíruna lítils. Með áframhaldandi
'Ss iðnvæðingu fer svo að íbúar meta nátttíruna meira en iðnvæðingu.
Víðerni, verðmæt
útflutningsvara
SAGT hefur verið að
þrennt sé nauðsynlegt
til þess að þjóð nái sam-
komulagi um að vernda
stór, ósnortin svæði, eða
víðerni; víðemin séu
minnkandi, þjóðarleið-
togamir vel menntaðir
þjóðin sé vel stæð.
Víðast hefur ósnortin
náttúra hopað hi’aðar
en ríki hafa eflst og er
horfin áður en þjóðir
hafa náð því stigi í
þróun hagsældar og
stjómsýslu að þær hafi
getu til og skilning á að
taka frá víðerni og
vemda þau. Þá er alveg
sama hversu vel
menntaðir leiðtogar veljast til
jstiómunar og hversu ríkar þjóðirnar
Landnýting
Ég vona að leiðtogar
þessa lands séu nægi-
lega menntaðir, segir
Sigrún Helgadóttir,
hafí metnað til að vilja
að þeirra verði minnst í
sögu þjóðarinnar og
skilji að þjóðin man
* ekki sporgöngumenn
sem feta troðna slóð.
eru, ekkert fær því breytt að víðem-
in eru ekki lengur til. Þetta á við um
mestalla Evrópu. íslendingar eiga
þó enn víðemi en hafa ekki lögfest
skilgreiningu á þeim eða kortlagt
þau og vita því ekki hve stór þau eru.
Hitt er vitað að gengið hefur mjög
hratt á svæðin og þau eru nú í bráðri
hættu. Fáar þjóðir búa við meiri
hagsæld en Islendingar, en em leið-
togarnir nægilega menntaðir? Þeir
hafa nú tækifæri til að sýna hvort
svo sé því að fyrir Alþingi liggur til-
^laga Kvennalistans um afmörkun og
kortlagningu íslenskra víðema.
A miðhálendi Islands er enn hægt
að taka víðerni frá og gefa fólki
tækifæri til að hrífast, rannsaka,
fræðast, ferðast og stunda útivist um
alla framtíð. Slík ráðstöfun landsins
er skynsamlegust hvort sem horft er
með augurri hagfræði, siðfræði eða
því markmiði að landið sé nýtt á
sjálfbæran hátt.
Náttúra, mat og viðhorf
Þróunin sem hefur eyðilagt villta
náttúru er líka orsök áhugans á að
-> friða hana. Svo virðist að þær þjóðir
sem lifa við gnægð ósnortinnar
náttúm meti hana lítils, taki víðem-
um sem sjátfsögðum hlut og átti sig
ekki á að um verðmæti er að ræða.
Oft þarf utanaðkomandi aðila til að
opna augu íbúa fyrir gildi víðema,
gjaman vel menntað fólk af svæðum
þar sem lítið er orðið eftir af ósnort-
inni náttúru. Hér læt ég
nægja að nefna eitt
dæmi: Menntaðir Evr-
ópubúar, sem ferðuðust
um ísland seint á síð-
ustu öld, komu í Bratt-
holt á leið sinni að Gull-
fossi. Unga bóndadóttir-
in, Sigríður Tómasdótt-
ir, var oft fengin til að
fylgja þeim að fossinum.
Þar varð hún vitni að
þeim hughrifum sem
fossinn hafði á ferða-
mennina. Ekki er ólík-
legt að þá hafi hún
smátt og smátt farið að
hrífast með og loks sá
hún fossinn með allt öðr-
um augum en heima-
menn. Hún varð einarður verndar-
sinni og lagði allt í sölm-nar til að
koma í veg fyrir virkjun Gullfoss.
Inn- og útflutningur á náttúru
Þegar iðnvæðing eykst fer fólk að
meta náttúruna meira og meira og
sá tími kemur að þjóðin metur
náttúruna meira heldur en það met-
ur áframhaldandi iðnvæðingu. Aður
en að þessum skilum kemur er út-
flutningur á náttúru, fólk frá öðrum
löndum leitar á svæðið til að sækja
náttúru. Eftir þessi skil fær fólk ekki
fullnægt þörf sinni fyrir náttúru
heima hjá sér og verður að sækja
hana annað. Þá verður náttúran inn-
flutningsvara. Þótt lönd séu nefnd í
þessu sambandi, og hægt að nefna
Island og Evrópu sem dæmi, þá fer
inn- og útflutningur á náttúru líka
fram innanlands. Þéttbýlisbúar eru
háðir innflutningi á náttúru. Hún er
t.d. flutt inn á höfuðborgarsvæðið í
bílalestum eftir hverja ferðahelgi.
Um daginn hlustaði ég á fyrirlestur
um alþjóðaviðskipti. Vitnað var í hag-
spekinga og lögmál markaðsfræðinn-
ar og því haldið fram að hver þjóð
ætti fyrst og fremst að flytja út þá
vöru sem hún gæti framleitt á hag-
kvæmari hátt en aðrar þjóðir gætu
gert. Ef kenningin er rétt er augljóst
að frá íslandi á að flytja út náttúru
með því að Evrópubúar sæki hana
hingað, nágrannaþjóðir þeirra geta
ekki fyrir nokkum pening boðið upp
á sambærilegan útflutning. Ekki má
selja svikna vöru. Ekki er bæði hægt
að auglýsa hér ósnortna náttúru og
líka breyta henni með virkjunum og
annarri nýtingu. Slíki-i náttúru eiga
þjóðir heimsins nóg af og fara ekki
bæjarleiðir til að skoða hana.
Samanburður á kostum
Nútíma vinnubrögð krefjast þess
að bomir séu saman ólíkfr kostir
þegar landnýting er skipulögð og
tekið mið af mörgum þáttum, hag-
kvæmni, siðgæði og því hvort land-
nýtingin stenst til frambúðar. Fjár-
festing til friðunar er ömggari fjár-
festing en sú til orkuvinnslu. Marg-
sannað er að tegundin maður hefur
þörf fyrir náttúru. Fólk leggur mikið
á sig til að komast í snertingu við
náttúruna ef það hefur ekki mögu-
leika á því í daglegu lífí og með auk-
inni tæknivæðingu fjölgar þeim sem
búa við slíkar aðstæður. Hér er því
um stöðugan, sívaxandi markað að
Sigrtín
Helgadóttir
ræða. Þetta eru íslendingar famir
að sjá, ferðamannastraumur til
landsins fer vaxandi og náttúran er
þegai’ orðin mikilvæg til útflutnings.
Vfrkjanir og uppistöðulón hafa tak-
markaða endingu. Vfrkjanirnar
ganga úr sér og uppistöðulónin fyll-
ast aur. Við sem nú virkjum notum í
okkar þágu bestu virkjunarkostina,
skilum landinu til komandi kynslóða
í verra ástandi en tekið var við því og
göngum þvert á lögmálið um sjálf-
bæra þróun. Að nýta landið til
náttúruskoðunar, rannsókna og úti-
vistar er hins vegar sjálfbær nýting
endurnýjanlegrar auðlindar. Sigi’íð-
ur í Brattholti átti sínar unaðsstund-
ir við Gullfoss, við líka, og þangað
ættu afkomendur okkar að geta
komið um alla framtíð sér til ómet-
anlegrar lífsnautnar og heilsubótar.
Menn eiga að spyrja um siðferði.
Hefur núlifandi kynslóð rétt til að
steypa þjóðinni í skuldafen, eða gera
hana háða erlendum stórfyrirtækj-
um, við að breyta endumýjanlegum
auðlindum í takmarkaða auðlind sem
verður væntanlega einskis virði eftir
100 ár? Höfum við sem nú lifum rétt
til þess að breyta náttúru landsins á
svo óafturkræfan hátt að það er al-
veg sama hversu mikinn vilja,
fjáiTáð eða menntun afkomendur
okkar muni hafa, þeir gætu ekki
fært landið aftur til fyrra horfs?
Sigríður í Brattholti var bóndadóttir
í afskekktri sveit en varð merkisberi
nýrra hugmynda og verður ævinlega
minnst í sögu þjóðarinnar sem
brauti-yðjanda í náttúruvernd. Eg
vona að leiðtogar þessa lands séu
nægilega menntaðir til að sjá mikil-
vægi náttúruverndar, hafi metnað til
að vilja að þeirra verði minnst í sögu
þjóðarinnar og skilji að þjóðin man
ekki sporgöngumenn sem feta
troðna slóð heldur þá sem líta upp úr
troðningunum, sjá nýjai- leiðfr og
marka nýja stefnu.
Höfundur er náttúrufræðingur
og kennnri.
Ár aldraðra
Jenna Jensdóttir
„Ofstjórn er versti
vargur allra lýða“
TÆPLEGA er neitt ríkara í mannlegu eðli en sjálfsbjargar-
viðleitnin. Það er því ekki undarlegt að aldraðir kveinki sér
undan allri þeirri umræðu er flæðir yfir þá og aðra í mynd
aumkunarverðrar forræðishyggju nú á ári aldraðra.
Það er sorglegt hve mjög hin neikvæða umfjöllun um þennan
aldurshóp hefur rænt marga þeirra gleði elliái-anna. Kannski er
þetta ljósast sagt í orðum Davíðs Stefánssonar skálds frá
Fagraskógi:
Veita skal hjálp, en veika aldrei styggja.
Viðkvæma sál er létt að þjá og hryggja,
svo hafa skal á gerðum sínum gát.
Stundum er talað eins og þessi aldurshópur sé að mergsjúga þjóð-
arbúið, en gleymist hve drjúgt hann lagði þar til og stór hluti hans
gerir enn.
Stundum er talað eins og
þessi aldurshópur sé að
mergsjúga þjóðarbúið, en
gleymist hve drjúgt hann
lagði þar til og stór hluti
hans gerir enn.
Það er ekki vítavert að orð
Georg Brandes taki sér ból-
festu í vitundinni undir þess-
ari síbylju: „Heimskan er
alþjóðleg og hún er sefa-
gjörn.“
I þessu Ijósi hlýtur hin hóf-
lausa forræðishyggja, sem þrífst á eftirtölum, að vekja efasemdir
um næga færni þeirra er beita henni. Sést það oft á því hve ríku-
lega þeir nota fullyrðingar þótt þeir hafi hvorki aldur né reynslu af
því sem til umræðu er í þessum efnum.
Það er staðreynd að allir aldurshópar þm-fa aðhlynningar og að-
stoðar við, ef veikindi eða raunir ber að höndum. Þjóðfélaginu ber
að veita það átölulaust og með reisn á grundvelh þess að við eram
samfélagsverar og háðari í þeim skilningi en við viljum viðurkenna.
Öldrun og hrörnun era eðhslögmál sem við breytum ekki. Það er
því bæði heimskulegt og ómannúðlegt að koma neinum í þá aðstöðu
að hta sjálfa sig sem aumkunarverða byrði á þjóðfélaginu. Það yrði
áreiðanlega til blessunar og gleði þeim er mörg árin eiga að baki og
þurfa hjálpar með, að þjóðfélagið taki þeim af alúð og vináttu, það
veitir þakklætiskennda hugarró.
En hvað? Nú er forræðishyggjan víst að ná hámarki sínu, þegar
farið er að auglýsa námskeið fyrir þá sem næstir komast í hóp
aldraðra. Hvað bíði þeirra og hvemig þeir eigi að læra þá hegðun
sem þeim beri þá að tileinka sér.
SÉRLÖG um
Háskóla Islands hafa
verið töluvert í um-
ræðunni að undan-
förnu. Framvarp þess
efnis hefur verið gert
opinbert og verður lagt
fram af ríkisstjórninni á
næstunni. I þessu frum-
varpi er að finna ýmsar
gagngerar breytingar á
stjórn Háskólans og er
markmið þeirra breyt-
inga að auka sjálfstæði
skólans og gera stjóm
hans skilvirkari og
markvissari en nú er.
Meðal þess sem
fjallað er um í þessu
frumvarpi er staða Stúdentaráðs. í
því lagt til að reglum um greiðslu-
skyldu stúdenta til félagsins verði
breytt til samræmis við aðra skóla á
háskólastigi. Þannig er lagt til að
Háskólanum beri ekki fortakslaust
að standa straum af rekstri félags-
ins. Þó er ekkert sem kemur í veg
f'yrir að Stúdentaráð semji við skól-
ann um sértæk verkefni án útboðs.
Um þessa túlkun er sátt.
Hræðsla við breytingar
Fráfarandi formaður Stúdent-
aráðs hefur brugðist ókvæða við
birtingu þessa framvarps. Formað-
urinn hefur lýst andstöðu sinni við
það og alið á þeim misskilningi að
allir samningar Stúdentaráðs og
Háskólans skulu boðnir út. I frétta-
tilkynningu sem fráfarandi formað-
ur sendi fjölmiðlum fyrir skömmu
tekur hún sér það vald að lýsa and-
stöðu stúdenta við frumvarpið. Ég
er hræddur um að einhverjum þætti
skjóta skökku við ef formaður
verkalýðsfélags tæki upp á því að
senda út yfirlýsingar í nafni hinna
vinnandi stétta. Það vekur þó ennþá
meiri furðu að formaður Stúdenta-
ráðs telji sig þess umkominn að tala
í nafni alls háskólasamfélagsins eins
og gert er í áður-
nefndri fréttatilkynn-
ingu. Þess má geta að
mikil sátt ríkir innan
veggja skólans um þá
stefnu sem framvarpið
boðar.
Stúdentar við
Háskóla Islands kjósa
ekki fulltrúa í Stúdent-
aráð til þess að láta
gera sér upp skoðanir
og tel ég víst að þeim
þættí vænt um það ef
Stúdentaráð héldi sig
við að tala í eigin nafni.
Þótt ég vilji ekki falla í
sömu gryfju og formað-
ur Stúdentaráðs og
gera öðrum upp skoðanir eða
ástæður þá neita ég því ekki að sá
Stúdentaráð
/
Eg er fullkomlega
sannfærður um að
Stúdentaráð, segír
Þórlindur Kjartansson,
hefur alla burði til að
nýtast stúdentum
mun betur.
granur læðist að manni að þetta
undarlega upphlaup tengist að ein-
hverju leyti komandi kosningum til
Stúdentaráðs. Það er þægilegt að
halda í kosningabaráttu með
hræðsluáróður að vopni ef maður
vill losna undan því að fjalla um það
sem máli skiptir.
Stærstu hagsmunir stúdenta
Meginuppistaða hins nýja fram-
varps til laga um Háskólann fjallar
sem betur fer um mikilvægari mál
en hvort þráast eigi við og halda
áfram að skylda stúdenta við HI til
að greiða til hagsmunafélags síns á
sama tíma og öðrum nemum á
háskólastigi og menntaskólanemum
er treyst til að taka slíkar ákvarð-
anir upp á eigin spýtur. Frum-
varpið tekur á stjórnunarlegum
vanda skólans og er markmið lag-
anna að tryggja að við skólann sé
boðið upp á fyrsta flokks menntun.
Þessu eiga stúdentar að fagna.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er
það menntúnin við skólann okkar
sem er stærsta hagsmunamál
stúdenta. Stúdentaráði ber að
sjálfsögðu að hafa frumkvæði í
baráttunni fyrir hækkun lána til
námsmanna og því að öllum þegn-
um sé tryggt jafnrétti til náms. En
mikilvægast er að berjast fyrir
þeim hagsmunum sem öllum
stúdentum eru sameiginlegir. Allir
stúdentar stunda nám - og er því
ekki rökrétt að Stúdentaráð hafí
baráttuna fyrir gæðum námsins að
leiðarljósi í starfi sínu?
Frumkvæði til breytinga
Ég er fullkomlega sannfærður
um að Stúdentaráð hefur alla burði
til að nýtast stúdentum mun betur í
baráttunni fyrir því að gæði náms
við skólann séu tryggð. Til þess að
svo megi verða er þó nauðsynlegt
að hugarfarsbreyting eigi sér stað í
ráðinu. Stúdentaráð verður að hafa
frumkvæði af virkum og markviss-
um samskiptum við þá nemendur
Háskólans sem starfa að hags-
munagæslu stúdenta fyrir hönd
skora sinna og deilda. Vaka stendur
fyrir þessa hugarfarsbreytingu.
Vaka telur að Stúdentaráð eigi að
líta á það sem sína helgustu skyldu
að vera stúdentum bakhjarl í stór-
um málum jafnt sem smáum. Þótt
einstaka upphlaup í fjölmiðlum geti
vakið fólk til umhugsunar í skamm-
an tíma í senn þá eru hagsmunir
eins og gæði menntunar ekki
tryggðir nema með stöðugri vinnu
og sívakandi auga fyiir því sem
bæta þarf. Maður þarf jú að rækta
garðinn sinn.
Höfundur skipar fyrsta sæti á
lista Vöku til Stúdentaráðs
Hásköla Islands.
Tryggjum gæði
menntunar
Þtírlindur
Kjartansson