Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 50

Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRG VALDEMARSDÓTTIR Björg Valde- marsdóttir fæddist að Litla Árskógi í Eyjafirði 20. september árið 1900. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 10. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdemar Guðmundsson, skipstjóri og báta- smiður, f. í Fa- graskógi 11. júlí 1860, og kona hans Þórdís Hallgríms- dóttir, bónda á Stóru-Há- mundarstöðum. Börn þeirra voru 11 og eru nú öll látin. Foreldrar Bjargar bjuggu fyrst á Árskógsströnd, fluttu til Olafsfjarðar og síðan til Hríseyjar. Björg giftist Friðbirni Björnssyni útgerðarmanni og kaupmanni í Hrísey, f. 28. febr- úar 1896, d. 10. mars 1934. Þau eignuðust sex börn og dóu tveir dreng- ir í frumbernsku. Þau sem upp komust eru Björn, f. 9. apríl 1922, Valdemar, f. 6. jan- úar 1926, d. 19. júní 1996, Guðrún Mar- grét, f. 2. maí 1928, og Oli D., f. 29. nóv- ember 1930. Fóst- ursonur Bjargar og Friðbjörns var Björn Þ. kristins- son, d. 24. febrúar 1997. Árið 1941 giftist Björg síðari eiginmanni sinum, Garðari Óla- syni, skipstjóra frá Hrísey, f. 5. ágúst 1909, d. 12. apríl 1988. Dóttir þeirra er Dagbjört, f. 23. nóvember 1942. títför Bjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Björg Valdemarsdóttir er látin 98 ára að aldri. Það var árið 1946 sem við Björg hittumst fyrst. Elsti son- ”*%ir hennar, Björn, hafði boðið mér til Hríseyjar til að kynnast tilvon- andi tengdafólki. Björg var þá og fram á síðustu stund glæsileg kona. Það sem einkenndi hana var hve hún var fáguð í framkomu, ákveðin en háttvís og örugg. Á þeim tíma bjuggu hún og seinni maður henn- ar, Garðar, í stóru húsi sem búið var fallegum húsgögnum og þeim þæg- indum sem Björg hafði ekki áður þekkt. Björg og Friðbjöm, fyrri eigin- H maður hennar, hófu búskap í Hrís- ey árið 1920 þar sem Friðbjörn gerði út bát og rak verslun. I þá daga gerðu margir út smábáta, 8-12 tonna, á hin gjöfulu fiskimið út af Hrísey. Þrír til fjórir menn voru á þessum bátum og aflinn var ýmist saltaður og þurrkaður eða hengdur upp. Margt fólk þurfti til þessarar vinnu meðan sumarvertíðin stóð yf- ir og voru sjómenn og landverka- fólk í fæði og húsnæði hjá útgerðar- manninum. Venjulega voru um og yfir tuttugu manns í heimili hjá Björgu á sumrin og þá þurfti einnig Handrit afmælis- og minningargreina skulu j3^vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararsyóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ að taka til í matarkistuna á sjóinn og þjóna karlmönnunum. Verslunin var á neðri hæð hússins, sem hét Sæborg. Á fyrstu búskaparárum Bjargar var hvorki rafmagn né rennandi vatn í húsinu. Stúlkurnar sóttu vatnið í útibrunn og báru það inn í bala. Lífið var ekki alltaf auðvelt. Björg og Friðbjöm misstu tvo drengi á fyrsta og öðru aldursári og árið 1934 féll eiginmaðurinn frá. Þau áttu þá fjögur böm, það elsta 12 ára. Ekki var bjart framundan fyrir ekkju á þeim tíma að þurfa að sjá sér farborða með þetta mörg ung börn, en Björg var kjarkmikil og orðlögð fyrir dugnað. Nokkra síðar gerðist hún ráðskona hjá tengdaföður sínum, Bimi Jörands- syni, útvegsbónda, sem þá var ekkjumaður og bjó á Selaklöpp í Hrísey og flutti hún þangað með börnin. Björn var sonur Hákarla- Jörandar sem þekktur var á sínum tíma. Bjöm gerði þá út einn bát og var einnig með búskap, 60 kindur og þrjár kýr. Þá vora 16 manns þar í heimili yfir sumartímann. Bjöm Jörundsson fól Björgu alla ábyrgð á húshaldinu og skipti sér ekki af því. Hún sagði mér síðar að úr því hann hefði treyst sér fyrir þessu hefði hún verið ákveðin í að standa sig. Sama fyrirkomulag var með sjómenn og landverkafólk og verið hafði hjá Björgu og hennar manni yfir vertíðina, allir höfðu fæði og húsnæði. Björg kunni þetta allt en ábyrgðin var nú meiri og jafn- framt var hún að vinna úr sorg sinni. Nóg var af mat á Selaklöpp, matargeymslur fullar og auk þess nýmeti, alls konar sjávarfang, fisk- ur og fugl. Ekki var braðlað með neitt og vinnudagurinn var langur og strangur. Selaklöpp var stórt timburhús á þremur hæðum. Á neðstu hæðinni var meðal annars stórt eldhús, búr, borðstofa og þrjár matargeymslur. Þar var meðal annars að finna stór- ar tunnur af súrmat til vetrarins. Öll gólf vora trégólf og vora þau skúrað með sandi þegar mikið stóð til. Þvottahúsið var í útihúsi þar sem var stór jámpottur á hlóðum og var í honum hitað vatn til þvotta. Allt matar- og kaffibrauð var bakað heima og vora gestakomur tíðar. JXXIIXIIIIIIIIII H h Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 [IXIÍXIIXX XXXIIX Húsið var hitað upp með ofnum sem stóðu á gólfi og brenndu mó og kolum. Fyrsta sumarið sem Björg var ráðskona á Selaklöpp voru jarð- skjálftar á Norðurlandi. Þegar fyrsti jarðskjálftakippurinn kom var fólkið að borða í borðstofunni á neðstu hæð, þá hrandi stór ofn á miðhæðinni þar sem húsbóndinn hafði aðsetur og brotnaði hann í smáparta. Mikill ótti greip um sig meðal fólksins. Flestir fluttu sig úr húsinu, þar á meðal Björg með börnin, og svaf fólkið í tjaldi úti á túni í hálfan mánuð. Björn Jörunds- son svaf þó alltaf inni í húsinu. Björg sagðist alltaf hafa haft góð- ar stúlkur sem unnu bæði við fisk- inn og heimilisstörfin. Henni lét einkar vel að stjóma. Eftir annir sumarsins fór Björn á Selaklöpp með sitt fólk í skemmtiferðir til Akureyrar. Farið var á bátnum og skipti Bjöm fólkinu niður á hótelin Goðafoss og Akureyri. Svo var farið með rútu í Vaglaskóg og Leynings- hóla og haft með nesti. Björg var auðvitað með í þessum ferðum og var þetta öllum kær tilbreyting frá amstri dagsins. Eg spurði Björn, son Bjargar, hvort hann myndi eftir jólaundir- búningi á Selaklöpp hjá móður sinni. Já, og hann hló við. Þá sungu þær sálma allan daginn við bakstur- inn, mamma og Sigríður. Björg steikti sjálf laufabrauðið, 300 kökur, allar listilega útskornar af heimilis- fólkinu. Björg giftist aftur 1941 Garðari Ólasyni skipstjóra, hinum mætasta manni sem reyndist börnum hennar vel. Þau voru fyrst á Selaklöpp þar sem Björg var áfram ráðskona. Þau keyptu síðar hús Hreins Pálssonar útgerðarmanns, þegar hann fór frá Hrísey. Þar áttu börn Bjargar svo heimili meðan þau voru í Hrísey og dvaldi ég hjá Björgu og Garðari í þessu húsi einn vetur. Það sem einkenndi húshald Bjargar öðru fremur var fádæma myndarskapur, snyrtimennska og fjölbreytni í matargerð. Hún hafði lært hannyrðir og kynnst matar- gerð hjá myndarkonu á Akureyri áður en hún giftist og bjó sjálfsagt að því, en hún hafði þetta í sér og matreiðsla var henni leikur einn sem nýttist vel á mannmörgu heim- ili. Síldarréttimir hennar, þar á meðal steiktar síldarkökur, voru hreinasta lostæti. Hún kenndi mér meðal annars að matreiða kútt- maga sem urðu síðan vinsælir á okkar heimili. Björg starfaði í kven- félaginu í Hrísey og lét þar til sín taka eins og í öllu sem hún kom að. Árið 1952 fluttu Björg og Garðar, ásamt Dagbjörtu dóttur sinni til Reykjavíkur. Björg fór úr Hrísey með söknuði, þar hafði hún lifað sínar mestu gleði- og sorgarstundir. í Reykjavík tóku við rólegir dagar og hefðbundið heimilishald með öll- um þeim þægindum sem við þekkj- um nú. Þá tók Björg til við hann- yrðirnar. Hún prjónaði og heklaði og gaf dætram og tengdadætrum heklaða dúka og jafnvel rúmteppi. Barnateppi, leikfóng og ýmsa aðra hluti bjó hún til og gaf, þess nutu bamabömin og barnabarnabörnin í ríkum mæli. Nokkram árum eftir að Björg varð ekkja í annað sinn flutti hún í þjónustuíbúð að Dalbraut 27 þar sem hún naut góðrar umönnunar starfsfólks og barna sinna og fjöl- skyldu í Reykjavík. Fjórum dögum fyrir andlát Bjargar komum við Björn í heimsókn til hennar tvo daga í röð. Þá sat hún uppáklædd með nýlagt hárið og ekki sást hrakka á enni. Ég hafði orð á að enginn sem sæi hana myndi trú að hún væri búin að vinna eins og raun var. Hún brosti fallega og við spjöll- uðum saman í nærri tvo tíma. Þessi síðasta minning um Björgu er okk- ur dýrmæt. Otrúlegt var hversu gott minni hún hafði og hve vel hún fylgdist með öllum hlutum fram á síðasta dag. Hún var þrátt fyrir há- an aldur sá miðpunktur fjölskyld- unnar sem miðlaði fréttum og fylgdist grannt með lífi og starfi allra hinna mörgu afkomenda sinna. Við munum öll sakna hennar. Ég þakka Björgu tengdamóður minni fyrir allar skemmtilegu sam- verastundirnar og bið henni bless- unar á nýjum leiðum. Ástrún Jóhannsdóttir. Hinn 20. september árið 1900 fæddist í Ólafsfirði stúlka er skírð var Björg. Þennan umrædda dag gerði aftaka veður fyrir öllu norður- landi sem olli skipa- og mannskaða. I ljósi þessa fékk stúlkan viðumefn- ið Bylja-Björg. Ekki festist nafnið við hana, hefur sjálfsagt ekki þótt viðeigandi, því stúlkan varð hvers manns hugljúfi er hún óx úr grasi. Oft hefur mér dottið þetta viður- nefni í hug, þegar ég hugsa til Bjargar, vegna þess að ljúfari og hæglátari konu hef ég sjaldan eða aldrei þekkt. Viðumefni Bjargar var kannski ekki það rangnefni, sem í fyrstu virtist, ef litið er á alla þá bylji og áfóll sem Björg þurfti að standa af sér á langri ævi. Alltaf stóð hún keik og sterkust allra þeg- ar brotsjóir lífsins riðu yfir. Hún tók öllu með æðraleysi, rétti úr sér og umvafði þá sem eftir lifðu með elsku sinni og umhyggju. Björg sá á eftir þremur sonum, þar af tveimur bamungum, og ein- um fóstursyni. Hún missti tvo eigin- menn. Fyrri eiginmann sinn missti hún kornung frá fjóram börnum og þá hafði hún þegar misst ungu drengina tvo. Seinni mann sinn missti hún úr langvinnum og erfið- um sjúkdómi. Sjálfsagt hefur hún átt góða að sem hjálpuðu henni, ungri ekkjunni, með börnin sín og á seinni hluta ævinnar naut hún styrks og ástúðar frá börnum sín- um, tengdabörnum og afkomend- um. Björg bar af sem gull af eir, hvar sem hún fór. Höfðinglegt fas henn- ar og sterkur persónuleiki léði henni einhvers konar ljóma. En nú er hún horfin til sinna og eru þar líklega miklir fagnaðarfundir. Mér þykir leitt að enginn skyldi skrá eft- ir henni allt það sem hún mundi vegna þess að hún var þvílíkur haf- sjór af sögum og frásögnum af at- burðum og fólki, sem allflest er horfið úr þessum heimi, svo ekki sé talað um hennar eigið lífshlaup sem var afskaplega viðburðaríkt. Minni hennar var með ólíkindum og er með henni genginn mikill sagnaþul- ur. Mér hafði dottið í hug að fram- kvæma þetta en því miður varð ekki úr. Einhvern veginn fannst mér að Björg yrði eilíf. Hún hefur alltaf verið. Hún, svo sterk, óhagganleg, réttsýn, falleg og fáguð, auðgaði líf allra sem umgengust hana. Það gef- ur lífinu gildi að hafa fengið að vera samferðamaður Bjargar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Vetrarmorgun á þorra, í logni og björtu veðri, lagðist hún útaf með hönd undir vanga og kvaddi þetta jarðlíf, með sama glæsibrag og allt annað sem hún tók sér fyrir hend- ur. Björg er kvödd með söknuði og djúpri virðingu. Hennar tengdadóttir, Kristín Guðbrandsdóttir. Undurblíð hvarmaljós elskulegr- ar ömmu minnar era nú slokknuð. Á nítugasta og níunda aldursári lét hún augun aftur í hinsta sinn og sameinaðist eilífðinni ofurhægt og hljótt. Eftir stöndum við flokkurinn hennar, horfum um öxl og minn- umst þeirra gjafa er hún gaf okkur, hverju og einu. Flest okkar sjá að- eins stuttan spotta af þeirri óraleið sem ferðalag hennar spannaði, en öll auðguðumst við af sögum úr hennar reynsluheimi, sumum getn- um í frambernsku þessarar aldar. Þannig togast tómleikinn, hryggðin og sorgin við fráfall hennar á við þá auðugu arfleifð er hún skóp okkur og eftirlét. AJdur og minni kunna að tak- marka minninguna við seinni hluta æviskeiðs hennar ömmu minnar, á hinn bóginn vora aldrei nein tak- mörk á aðgangi okkar að hjarta hennar. Leiftrandi augun, dillandi hláturinn og opinn faðmurinn mót- aði okkur, elti, hnoðaði og skóp og skilaði okkur svo hverju og einu ör- lítið betri manneskju eftir heimsókn í hennar rann. Allt umvefjandi hlut- skipti hennar virtist alltaf svo sjálf- sagt og ávallt meðtekið með þakk- læti, nánast lotningu fyrir þessari geislandi konu. Undrun mín á hvemig allur þessi kraftur, ást og hlýja gæti rúmast í einni lítilli og fíngerðri konu hefur löngum orðið aðdáuninni að bráð og eftir stendur þakklætið eitt til forsjónarinnar fyrir að hafa verið mér svo hliðholl að gera einmitt þessa konu að ömmu minni. Þekktur rithöfundur sagði eitt sinn að hugrekki væri að halda reisn sinni er fyki í skjólin. Ömmu minni var gefinn eftirtektarverður virðuleiki og reisn sem aldrei var hnikað á hennar löngu ævi. Ég held þanng að það hafi verið hugrekki hennar sem gerði hana svo fagra og gefandi. Hugrekki sem veldur því að hún hefur alltaf og mun alltaf vera okkur nálæg hvar sem efnis- legt form hennar kann að hvíla. Hugi-ekki sem gerir það að verkum að hún er okkur svo ástkær. Amma mín var trúuð kona og hvílir nú sannarlega í þeim mjúka faðmi sem hún var svo fullviss um að einn dag myndi umvefja hana. í sama faðmi og svo margir ástvinir hennar hafa ratað á undan henni. Það er ljúf og falleg hugsun að óska sér hana í þeirri paradís sem hún svo sannarlega á skilið, umkringda ástvinum sínum. Alla vega vona ég að hún sé á sama stað og hann pabbi minn og að þessar umhyggju- sömu elskur, móðir og sonur, faðir minn og amma, sem kennt hafa mér að vissulega getur lífið verið fagurt, fái nú að njóta félagsskapar á ný og geta léttstíg leiðst út í hið eilíflega ægifagra vor. Elskuleg amma mín, megi allir heimsins englar mæra, kyssa og ljúflega vagga þér inn í sólarlagið. Barði. Svo leggur þú á höfin blá og breið á braut frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mín- um. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér, og þú skalt vera mín - í söng og tárum. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfrn blá og breið,- Þó blási kalt, og dagar verði að árum, þá veit ég, að þú villist rétta leið og verður mín - í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stef.) Elsku amma mín, þú sagðir alltaf að Guð hlyti að hafa gleymt þér, og við skemmtum okkur með að segja að sú sem færi á undan myndi láta hina vita hvemig það er að vera hinum megin. Núna veistu þetta allt. Ég kveð þig þangað til við hitt- umst aftur. Hvfl í friði. Þín Fjóla. Himins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar Jesús gef mér eilift ljós sem aldrei slokknar. Fótmál dauðans fljótt er stigið. (Höf. ók.) Amma Björg kvaddi í síðustu viku á þann hljóðláta og virðulega hátt, sem henni sæmdi. Allar eigum við góðar minningar um hana. Fyrstu ár okkar þegar amma var búsett í Reykjavík en við á Siglu- firði hlökkuðum við alltaf mikið til að fá að vera nálægt henni. Seinna varð það svo sannarlega að veru- leika þegar við fluttum suður og bjuggum um tíma hjá ömmu og afa á Kleppsveginum. Ógleymanlegar era strætóferðir með henni út á Granda að færa afa nesti. Verslunarferðir fyrir jól og dagblöð sett inn í skó svo okkur yrði ekki kalt. Fallegur sumardag- ur og við puntaðar með hanska og slæður og áttum að hitta ömmu á torginu og drekka með henni kaffi í Naustinu. Yndislegar ferðir út í Hrísey. Alltaf veisla þegar við kom- um í heimsókn. „Nammiskápurinn“ hennar sem bömin mændu löngun-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.