Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Hundalíf
Ljóska
Smáfólk
WHEREAM I ? I5THI5 A
HOSPITAL? I TH0U6HT I
HEARD P065 BARKING..
Hvar er ég? Er þetta spítali? Ég
hélt að ég hefði heyrt hund gelta...
IF I OPENMY EYE5,10ILL
I SEE A EEAUTIFUL
HOLLTUUOOP-TYPE 6IRL
WAITIN6T0TAKE ME HOME?
Ef ég opna augun - ætli ég sjái þá
fallega Hollywood-stelpu bíða eftir
því að fara með mig heim?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Gott leikrit
Frá Porsteini Guðjónssyni:
FEGINN varð ég að hafa látið af
því verða að sjá leikrit Ragnars
Ai-nalds, alþingismanns, um Mikla-
bæjar-Solveigu. Atti ég auðvelt
með að fylgjast með hverri setn-
ingu, en það stafaði meðal annars
af góðum leik og þó einkum því, að
vel er ritað, á góðri íslensku.
„Tunga Islands yrkir sjálf...“ sagði
einn af meisturunum, en ekki veit
ég hvort öllum sem nú láta til sín
heyra, fellur vel að heyra slík orð.
„Allt er jafnt, allt er eins!“ segir
það.
Eftir sýninguna fórum við að
fletta skránni, og fannst mér þá
ekki síður til um hið sögulega sam-
hengi, sem höfundurinn hefur,
með aðstoð sagnfræðings, sett
þessa 18. aldar atburði í. Lengur
en um aldarbil var Solveig for-
dæmd og fyrirlitin. En þegar graf-
arar komu niður á fjalir við jaðar
kirkjugarðsins árið 1914, sagði
annar þeirra: „Ætli það sé ekki
Solveig?" Parna var engin for-
dæming lengur. Virðist mér aug-
ljóst, að það hafi verið að þakka
batnandi aldarfari.
Ennþá meiri framför hugarfars-
ins var það, þegar séra Lárus Arn-
órsson og sóknarfólk hans hófst
handa um það, árið 1937, að taka
bein Solveigar upp, syngja yfir
þeim og setja niður í kirkjugarði,
að viðstöddu fjölmenni. Með þessu
var Solveigu full uppreisn veitt, í
hugum fólks, og er athyglisvert, að
þetta gerist aðeins þrem áram eftir
að samskonar tilfærsla hafði farið
fram í Húnaþingi á beinum Frið-
riks og Agnesar, eftir tilvísun mið-
ils. I bæði skiptin voru prestar með
í ráðum, og Jón Helgason biskup,
sem var þó talinn fremur íhalds-
samur í trúarefnum, veitti sam-
þykki sitt. Hvað sem helgisiðum
líður og áliti manna á þeim, var
þessi afstaða kirkjunni eins og hún
var þá, til mikils sóma.
Sóknin til menningar, mannúðar
og andlegs frelsis var furðu-öflug
hér á landi á fyrri hluta þessarar
aldar, en spyrja má, hvort andlegt
frelsi hafi raunverulega farið vax-
andi.
Ekki má skiljast við þetta efni án
þess að minnast á það, sem vel
kemur fram í sýningarskránni um
Solveigu, um niðurlægingu þjóðai'-
innar á 18. öld. En sé það mál rakið
lengra aftur í tímann, blasir við, að
um aldamótin 1100 vora efnaðir
bændur á íslandi taldir 4.560.
Verður að ætla að flestir þeirra
hafi átt jarðir sínar. Ætla má, að
það svari til 80-90 þúsunda heildar-
mannfjölda. Um 1300 höfðu kon-
ungur, kirkja og höfðingjar sölsað
undir sig miklar jarðeignir, og um
þverbak keyrði á 17. og 18. öld.
„Rúm 90% bænda vora leiguliðar."
En goðaveldið íslenska (930-1262)
var réttnefnt bændaveldi.
Þó að Þorsteinn Erlingsson
kunni að hafa viðhaft skáldaleyfi
þegar hann kvað: „aldrei á jörðu
var alsælli þjóð...“ en í goðaveldi,
er flest sem bendir til að þá hafi
verið öflugara, og þar með betra,
líf hér á landi, en nokkumtíma síð-
an. En „algert réttlæti" hefur
aldrei og hvergi komist á, hér á
jörðu, enn sem komið er.
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14, Reykjavik.
Jesús var
Palestínumaður
Frá Hclga B. Sæmundssyni:
UM bréf frá talsmanni félagsins
Zion, vinir ísraels, Ólafi Jóhanns-
syni, í Morgunblaðinu 24. janúar
bls. 49. _
Vini ísraels hafa kannski vantað
í skólann þegar mannkynssagan og
landafræðin fjölluðu um Palestínu.
Biblían er ekki áreiðanleg landa-
fræðibók. „Vinir ísraels" hefðu
bara þurft að líta í uppflettibók og
þá hefðu þeir sennilega getað lesið,
að Rómverjar gáfu svæðinu þetta
nafn og það var þegar til undir
þessu nafni 1000 áram fyrir Krists
bui'ð.
Jerásalem er heilög borg fyrir
þrjú tráarbrögð: gyðinga, kristna
og múslima og skylda fyrir hvern
sem ræður yfir borginni að virða
rétt annarra til heimsókna til
hinna heilögu staða. Þetta virða
ísraelsmenn ekki frekar en al-
þjóðasamninga, sem þeir hafa und-
irritað.
Aróður stjómar Israels fékk á
sig skell, þegar ísraelskir fomleifa-
fræðingar birtu fyrir 2 árum ár-
angur af rannsóknum sínum á
grafreit Jerásalemborgar frá tím-
um Bysanz. Þar fannst ekki ein
einasta gröf gyðings. Samkvæmt
umsögn fornleifafræðinganna er
það sönnun fyrir því, að á þessum
tímum var ekki einn einasti gyð-
ingur í Jerásalem og staðhæfingin,
að gyðingar hafi alltaf átt heima í
Jerásalem, því ekki rétt.
Að lokum spumingasamkeppni,
sem birtist í egypska blaðinu Ai
Achram, sem sýnir tvískinnung
Bandaríkjamanna í Austurlöndum:
Spurning: Hvaða ríki í Austur-
löndum ræður yfir atómvopnum og
neitar skoðunum? Svar: Israel.
Spurning: Hvaða ríki virðir ekki
69 samþykktir Öryggisráðs Sa-
meinuðu þjóðanna? Svar: ísrael.
Spurning: Hvaða ríki heldur
ólöglega landi nágrannaríkis í her-
setu? Svar: ísrael.
Spurning: A hvaða ríki vilja
Bandaríkin varpa sprengjum
vegna óhlýðni við Sameinuðu þjóð-
irnar? Svar: írak!
HELGI B. SÆMUNDSSON,
Friedrich-Ebert-Str. 52,
Stuttgart, Þýskalandi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.