Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 66

Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ilmandi afmæli FATAHÖNNUÐURINN Gian- franco Ferre átti 20 ára starfsaf- mæli á dögnmim og í tilefni þess hannaði hann nýjan dömuilm, Ferre 20. Hérlendis hefur heild- verslunin Forval umboð fyrir vörur Gianfranco Ferre og var haldin afmælisveisla á veitinga- húsinu Vegamótum í til- efni nýja ilms- ins og var gestum boðið upp á veitingar. Heiðar Jónsson snyrtir kynnti nýja ilminn, „Ferre 20“, auk þess sem hann riijaði upp ýmis atriði úr ferli tiskukóngsins Ferre á hans tuttugu ára ferli. MARGRET B. Magnúsdóttir og Bjóla G. Friðriksdóttir, einn eigenda Forvals, við glæsilegt afmælisborðið. HEIÐAR Jónsson í góðum félagsskap þeirra Guð- ríðar, Fjólu, Guðrúnar, Drífu og Þórunnar. MÆÐGURNAR Hrefna M. Gunnarsdóttir og Katrín og Aslaug Magnúsdætur skáluðu í afmælisveislunni. Aðeins snjöll lausn getur skipt sköpum fyrir framtíð þína. AGE MANAGEMENT STIMULUS COMPLEX P.M. Framsæknir vísindamenn á rannsóknarstofum La Prairie senda nú frá sér háþróað efni, sem hægir á öldrun húðarinnar. Húð þín bregður á leik. Aldursblettir hverfa. Djúpar línur og hrukkur dvína. Á augabragði hefur þú endurheimt þitt rétta andlit. laprairie I SWIT2ERLAND Kynning fimmtudag 18., föstudag 19. og laugardag 20. febrúar. 1 H Y G E A jnyrtivðruverjlun Laugavegi 23, sími 511 4533. Kvikmyndahátíðin í Berlín SHOOTING STARS NiiiBál LEIKARARNIR á hátíðinni í Berlín ásamt Ben Kingsley fyrir miðju. Ingvar er í efri röð lengst til vinstri. Næmi fyrir átök- um og íróníu Ingvar Sigurðsson var um helgina kynntur á Berlinale-hátíðinni í verkefninu Stjörnur á uppleið. Rósa Erl- ingsdóttir, fréttaritari í Berlín, átti stutt spjall við Ingvar sem og leikarann Ben Kingsley sem nefndur hefur verið „guðfaðir“ verkefnisins. KINGSLEY kynnir leikarana á blaðamannafundi í Berlín. Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Berlín voni um síðastliðna helgi kynntir átján ungir og upprennandi leikarar frá alls fjórtán Evrópulönd- um. Verkefni þetta, sem nú er staðið að í annað skipti, kallast Stjörnur á uppleið eða „Shooting Stars“ og er á vegum European Film Promotion. Kvikmyndasjóður íslands sem er að- ili að verkefninu tilnefndi Ingvar Sigurðsson, sem nú tók þátt, fyrstur íslenskra leikara. Verkefnið felst í því að kynna unga leikara sem getið hafa sér góðs orðstírs í heimalandi sínu og koma þeim á framfæri á alþjóða vettvangi. Meðlimir hópsins í ár eru flestir hverjir þekkt nöfn í evrópskum kvik- myndaheimi og nokkrir þeirra hafa leikið í kvikmyndum vestanhafs. Paul Ronan, sem lék í mynd Jims Sheridan „The Boxer“ og „The Devil’s Own“ undir leikstjórn Alans J. Pakula, þarf til að mynda vart að kynna fyrir kvikmyndaunnendum. Kelly Mcdonald var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún lék fyrsta hlut- verk sitt í mynd Dannys Boyle, „Trainspotting“ (1995), sem hlaut heimsathygli. í nýjustu mynd Mikes Figgis „The Loss of Sexual Innocence" sem frumsýnd verður í Berlín í þessari viku, fer hún með eitt af aðalhlutverkunum. Danska leikkonan Iben Hjelje er ein af hópnum í ár, en hún leikur í mynd Soren Kragh-Jacobsen sem valin var í samkeppnisflokk Berl- inale-hátíðarinnar. Maria Schrader er löngu orðin stórstjarna í Þýska- landi og leikur aðalhlutverk í Ámiée og Jaguar sem var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í ár. Á blaðamannafundi til kynning- ar á leikurunum varð þeim tíðrætt um muninn á evrópskum og banda- rískum kvikmyndaheimi. Vestanhafs eru það leikarar frekar en leikstjór- ar sem festast í minni áhorfandans, enda miðast öll markaðssetning myndanna við að kynna og selja kvikmyndii’nar með andlitum aðal- leikaranna. Evrópskur kvikmynda- iðnaður hefur á síðastliðnum árum eða áratugum verið rómaður fyrir að vera mun fjölbreyttari og kraftmeiri en hinn bandaríski. En það er samt sem áður sorgleg staðreynd að að- sókn á evrópskar myndii- liggur und- ir einu prósentustigi í Bandaríkjun- um og í Evrópu rétt um og yfir tíu af hundraði miðað við áhorf banda- rískra mynda. Vilja leika í Evrópu Margir leikarar Shooting Stars hópsins eru, eins og áður sagði, eftir- sóttir af fremstu leikstjórum í heimi og eru án efa upprennandi stjömur. Flestir þeirra voru sammála um að gott kvikmyndahandrit sem hefði að geyma sögu sem höfðaði til þeirra myndi ráða vali þeiiTa á hlutverki, Paul Ronan hitti naglann á höfuðið að mati viðstaddra þegar hann sagði að ef handritið lofaði góðu myndi hann taka hlutverkið sama hvaðan tilboðið kæmi. Bandarískur markað- ur væri þannig ekki takmark í sjálfu sér eingöngu frægðarinnar vegna. Einnig kom gi-einilega fram að leik- ui’unum voru þættir eins og menning og tungumál þjóða þeirra mikilvæg- ur bakgrunnur til að byggja á fyrir evrópskan kvikmyndaiðnað. Þorfinnur Ómarsson, hjá Kvik- myndasjóði Islands, sagði megintil- gang verkefnisins vera að brjóta upp gamlar hefðir í evrópskum kvik- myndaheimi. Leggja þyrfti miklu meiri áherslu á hlutverk leikaranna í að kynna og markaðsetja myndirnar því stórstjörnur gegna mikilvægu hlutverki í sölu og útbreiðslu kvik- mynda. Með því að kynna leikarana átján með hjálp og við hlið stór- stjörnunnar Bens Kingsley á alþjóð- legri kvikmyndahátíð væri fyrsta áfanganum að því takmarki náð. Frami leikaranna gæti síðan aukið á hylli evrópska kvikmynda á alþjóða vettvangi sem kæmi sér auðvitað vel fyrir kvikmyndaiðnaðinn í heild sinni. „Gaman að taka þátt“ Ingvar Sigurðsson sagði það mik- inn heiður að hafa verið tilnefndur og valinn í verkefnið. Gaman væri að hitta kvikmyndaleikara frá öðrum Evrópulöndum og fá innsýn í starfs- feril og framtíðarsýn þeirra. Ingvar sagðist jafnframt finna fyrir sér- stöðu sinni vegna smæðar Islands. Bakgrunnur íslenskra leikara væri einnig sérstæður fyrir þær sakir að margir leikarar vinna bæði í leikhúsi og í kvikmyndum, meira væri um sérhæfingu á meginlandinu. Hann sagði að þrátt fyrir að hann hefði leikið í fjölda mynda sem sýndar hafí verið á alþjóðlegum kvikmyndahá- tíðum hefði hann aldrei fengið tæki- færi til að fylgja myndunum eftir. Mikilvægt væri að mæta og kynnast fólki í kvikmyndaheiminum hvort sem það væru aðrir leikarar, leik- stjórar eða framleiðendur. Framtíð- in leiðir síðan í ljós hvort Ingvari verði boðið hlutverk í kjölfar þátt- töku hans í verkefninu. Ingvari líkt við Geysi Shooting Stars verkefnið fékk mikla umfjöllun í Berlín sem víðar og bar blaðamannafundurinn merki um mikinn áhuga fjölmiðla og á Ben Kingsley sinn þátt í því. Hann sagði í viðtali við fréttaritara að hann væri að leggja góðu málefni lið. Hann hefði mikla trú á evrópskum kvikmynda- iðnaði og væri sannfærður um að hann væri að hefj’a sitt blómaskeið. Kingsley sagði um Ingvar að hann bæri bakgrunn sinn utan á sér. Leikur hans einkenndist allt í senn af næmu skynbragði fyrir mannleg- um átökum og íróníu. Ingvar hefði kraft sem sennilega væri á fáum stöðum eins sterkur og á Islandi og ætti uppruna sinn í náttúrunni. I þýsku dagblaði var Ingvari einnig líkt við íslenskan Geysi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.