Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 4

Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR kröfur þægindi Gerðu Pil •••• Heilsu- og hægindostóllinn fró PeopLoungers logar sig einstoklego vel oð boki og herðum líkomons og veilir þar með góðan stuðning og slökun. Með einu hondtaki lyftir þú innbyggðum fótoskammeli og uummmmmhh. Betra Faxafeni 5 ■ 108 Rvk ■ Simi:588-8477 Lögfræðing'ar Oz um tölvur og hugbúnað með 2000 galla Abyrgð í sumum til- vikum hjá seljendum SELJENDUR hugbúnaðar og tölva ættu í sumum tilvikum að standa straum af kostnaði vegna breytinga, enduimýjunar eða tjóns sem verður vegna kaupa á tölvum og hugbúnaði vegna 2000 vandans svonefnda. Þetta er mat Gunnars Thorodd- sen lögfræðings sem starfar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. „Mér finnst umræðan um þetta mál hafa verið einsleit og það sjónarmið að kaupendur hugbúnaðar beri sjálfir tjónið verið einrátt. Seljendur hafa greint vandann og lagfært hann en kaupendur hafa gert ráð fyrir því að þurfa að bera tjónið sjálfir. í mörgum tilvik- um bera seljendur ábyrgð á hugbúnaðinum og ber þeim þar með að standa straum af kostnaði vegna greiningar á vandanum og huganlega einnig vegna tjónsins. Tjónið getur komið fram með ýmsum hætti, til dæmis vegna lagfæringar á búnaði eða gagnvart þriðja að- ila,“ segir Gunnar. Gunnar segir að ekki sé hægt að svara því á einn veg í hvaða tilvikum seljendi beri ábyrgð á tölvubúnaði vegna 2000 vand- ans. Pað ráðist af aðstæðum hverju sinni. Miklu skiptir t.a.m. til hvers hugbúnaðurinn er ætlaður og hvað megi telja eðlilegan notkunartíma hans. I sölusamningum geti verið fyrir- varar sem er ætlað að firra selj- endur ábyrgð. Vegna kaupa- laga, sem kveða á um að ekki sé hægt að bera fyrir sig galla þegar eitt ár er liðið frá afhend- ingu, skipti miklu máli hvenær búnaðurinn er keyptur. Búnað- ur keyptur fyrir febrúar 1998 er t.d. falÚnn úr ábyrgð. Ákvæði kaupalaga eða einstaka samningsákvæði segi hins veg- ar alls ekki alla söguna: „Oft eru það sérfræðingar sem selja búnaðinn sem eru jafnframt í ráðgjafarhlutverki gagnvart kaupandanum. Peir geta hugs- anlega borið skaðabótaábyrgð fyrir að hafa ekki gefið rétt ráð og gildir þá ekki kaupalagaregl- an um eins árs ábyrgð," segir Gunnar. Gunnar segir mikilvægt fyr- ir hvert fyrirtæki að láta fara fram athugun á því hvar ábyrgðin liggi. Morgunblaðið/Golli í HINUM nýja þingflokki eru sautján manns úr þingflokkum Alþýðubandalags, jafnaðarmanna og Samtaka um kvennalista. Rannveig Guðmundsdóttir formaður nýs þingflokks Samfylkingarinnar Einhver stærstu póli- tísku tíðindi aldarinnar RANNVEIG Guðmundsdóttir var kjörin formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar sem stofnaður var í gær. Jafnframt stofnun hins nýja þingflokks voru þingflokkar Al- þýðubandalags, jafnaðarmanna og Samtaka um kvennalista lagðir nið- ur. Sautján þingmenn eru í hinum nýja þingflokki, fimm úr Alþýðu- bandalaginu, ellefu úr Þingflokki jafnaðarmanna, sameiginlegum þingfiokki Alþýðuflokks og Pjóð- vaka, og einn úr Samtökum um Kvennalista. Gömlu þingflokkamir héldu sinn síðasta fund í Alþingishúsinu síð- degis í gær en síðan var gengið yfir í Þórshamar þar sem haldinn var stuttur sameiginlegur fundur og kjörin stjórn fyrir þingflokk Sam- fylkingarinnar. Ragnar Arnalds var kjörinn varaformaður og Guðný Guðbjömsdóttir ritari. „Það sem við emm að gera er mjög sögulegt," segir Rannveig. „Það að þrír flokkar, sá elsti stofn- aður 1916, skuli vera að leggja sig inn í nýja pólitíska hreyfingu, era að mínu mati einhver stærstu póli- tísku tíðindi á þessari öld. Þessir flokkar eru ekki að þessu út í loftið. Þeir hafa verið að vinna undir stefnu jafnaðarmennsku og félags- mjög stórt sem við erum að gera núna.“ Verður fljótlega vart í starfi Alþingis Ingibjörg Pálmadóttir fimmtug INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hélt í gær upp á 50 ára afmæli sitt í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Um 500 manns mættu í afmælið. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson, fluttu ræður ásamt fjöldamörgum öðrum. Davíð upplýsti leyndarmál frá síðustu stjórnarmyndunarviðræðum þess efnis að hann hefði haft vissar efasemdir um að hin fag- urklædda Ingibjörg réði við hið geysierfiða heilbrigðisráðuneyti. Þá hefði Halldór Ásgrímsson sagt, með sínum alkunna þunga: Ég held ekkert um hana Ingi- björgu, ég veit að hún veldur Morgunblaðið/Kristinn DAVÍÐ Oddsson óskar Ingibjörgu Pálmadóttur tit hamingju. þessu! Davíð sagðist frá þeirri unni, sem síðar hefði komið í stundu hafa treyst henni til allra Ijós að hefði verið algerlega góðra verka í heilbrigðisþjónust- verðskuldað. SVAVAR Gestsson stýrði fyrsta fundi þingflokks Samfylkingarinnar í Þórshamri síðdegis í gær. hyggju. Þetta era flokkar frelsis og jafnréttis. Þeir hafa verið mótandi um afstöðu í þjóðfélaginu og hafa í sumum tilfellum mótað þjóðfélags- gerðina. Þeir hafa þó sökum smæð- ar sinnar ekki náð þeim mikla ár- angri sem okkur hefur dreymt um. Á síðastliðnu ári hafa þessir ílokkar skipað sér saman í sveit, fyi-st í sveitarfélögunum, með því að bjóða fram sameiginlega lista í sveitar- stjórnarkosningum næstum um allt land. Síðan með því að halda áfram þessu ferli í landsmálapólitíkinni.“ „Ég held að flestir í þessum þremur flokkum séu famir að líta á sig sem Samfylkingarmenn. Það verður væntanlega verkefni næsta kjörtímabils að við föram saman með enn formlegri hætti, en það er Rannveig segir að stofnunar þingflokksins muni fljótlega verða vart í starfinu á Alþingi. „Þetta hef- ur talsvert mikla praktíska þýðingu því þetta auðveldar okkur að sam- ræma málabúnað okkar og skipa talsmenn í ýmsum málum. Fyrst og fremst hefur þó stofnun þingflokks- ins pólitíska og táknræna þýðingu." Fundarherbergi þingfiokksins verður í Þórshamri, í herbergi sem notað er til nefndafunda, en jafn- framt munu þingmennirnir halda aðstöðunni í þingflokksherbergjum Alþýðubandalags, jafnaðarmanna og Kvennalista í Alþingishúsinu. Alþýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916 en kom fyrst manni á þing undir nafni flokksins árið 1921 og hafa fulltrúar flokksins setið á þingi óslitið síðan. Alþýðubandalagið var stofnað 1956 sem kosningasamtök en varð að formlegum stjómmálaflokki 1968. Það fékk fulltrúa kjörna á þing 1956 og hefur átt þingmenn síðan. Kvennalistinn var stofnaður árið 1983 og hefur átt fulltrúa á þingi frá sama ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.