Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingmenn
fagna
frumvarpi
til jafn-
réttislaga
ÞINGMENN tóku frumvarpi
til nýira jafnréttislaga al-
mennt mjög vel í fyrstu um-
ræðu um þingmálið á Alþingi í
gær. Páll Pétursson félags-
málaráðherra mælti fyrir
frumvarpinu og kveðst hann
stefna að því að það verði af-
greitt sem lög frá Alþingi áður
en þingi lýkur í mars nk.
Markmið laganna er að koma
á og viðhalda jafnrétti og jöfn-
um tækifærum kvenna og
karla og jafna þannig stöðu
kynjanna á öllum sviðum sam-
félagsins, að því er fram kem-
ur í fyrstu grein frumvarpsins.
Þar er m.a. lagt bann við mis-
munun á grundvelli kynferðis
og kveðið á jafna stöðu kynj-
anna á vinnumarkaði, svo eitt-
hvað sé nefnt. Stefnt er að því
að frumvarpið öðlist þegar
gildi eftir að það hefur hlotið
afgreiðslu frá Alþingi, en þá
falli um leið úr gildi lög nr.
28/1991, um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla,
ásamt síðari breytingum.
Ki’istín Astgeirsdóttir,
þingmaður óháðra og formað-
ur félagsmálanefndar Alþing-
is, þeirrar nefndar sem fær
málið til umfjöllunar, kvaðst
vera ánægð með frumvarpið
og sagði að þar væri um
„margvíslegar nýjungar að
ræða“. Hún vakti hins vegar
athygli á því að framkvæmd
jafnréttislaga væri mesti
vandinn sem við væri að glíma
í þessu máli. „Það hefur geng-
ið heldur illa að fá þessum
lögum framfylgt," sagði hún
m.a. og vísaði þá til fyrri jafn-
réttislaga hér á landi. Hún
sagði að félagsmálanefnd
þyrfti því að skoða það sér-
staklega hvort lagabókstafur-
inn yrði nógu sterkur í nýju
jafnréttislögunum til þess að
hægt væri að „ýta á fram-
kvæmd laganna“. Þ.e.a.s.
nefndin yrði að tryggja það að
nýju jafnréttislögin yrðu virt.
:
Morgunblaðið/Ásdls
Numið staðar við Tjörnina
ÞAÐ var fallegt um að litast við
Tjörnina í gær þegar snjókomunni
linnti um stund og sólin gægðist
fram. Konan á myndinni notaði
tækifærið til að nema staðar og
njóta augnabliksins.
Alþingi
Starfsemi aðskilin frá
starfsemi lögreglu
DÓMSMALARÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, mælti í gær fyrir
frumvarpi til laga um breytingar á lögum um eftirlit með útlend-
ingum. I frumvarpinu er kveðið á um að forstjóri, skipaður af
ráðherra, veiti Utlendingaeftiriitinu forstöðu í stað þess að stofn-
unin heyri undir ríkislögreglusljóra. Markmiðið er, samkvæmt
fi-umvarpinu, að skilja að rekstur og starfsemi títiendingaeftir-
litsins og starfsemi ríkislögreglustjóra. „Jafnframt er lagt til að
títlendingaeftirlitinu verði falið að annast útgáfu vegabréfa.
Helstu rökin fyrir þessari breytingu eru að þau máiefni sem tít-
lendingaeftirlitið sinnir eru í eðli sínu ekki lögreglustörf og því
óeðlilegt að ríkislögreglustjóri sé yfirmaður stofnunarinnar," seg-
ir í athugasemdum við frumvarpið. „Þá hafa þau verkefni sem
heyra undir stofnunina aukist verulega á undanförnum misserum
og fyrirséð að sú þróun mun halda áfram, m.a. með því að flytja
til stofnunarinnar verkefni sem nú er sinnt í dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu. Af þessu leiðir að nauðsynlegt er að styrkja starf-
semi stofnunarinnar og marka henni sjálfstæðan farveg."
Vegagerðin verði flutt til Borgarness
TVEIR þingmenn Framsóknarflokks, þeir Magnús Stefánsson
og Þoi-valdur T. Jónsson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um að samgönguráðherra verði falið að heíja
undirbúning að flutningi á starfsemi aðalstöðva Vegagerðarinn-
ar frá Reykjavík til Borgarness. Flutningsmenn segja m.a. í
greinargerð að mikil fjölgun hafi orðið á störfum hjá hinu opin-
bera á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum en á sama
tíma hafi landsbyggðin nánast „verið sett hjá í þessum efnum“.
Flutningsmenn telja að starfsemi Vegagerðarinnar væri vel
staðsett í Borgarnesi og að með flutningi stofnunarinnar þangað
mætti skjóta styrkari stoðum undir atvinnustarfsemi og búsetu í
sveitarfélaginu. „Það hefði jákvæði áhrif á byggð í Borgarfjarð-
arhéraði og raunar á Vesturlandi öllu,“ segja þeir m.a. í grein-
argerð.
Starfsemin lögð niður
LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp þess efnis
að starfsemi Ferðamálasjóðs verði lögð niður og að Byggða-
stofnun yfirtaki eignir hans og skuldir. I athugasemdum við
frumvarpið kemur fram að afkoma sjóðsins hafi verið sveiflu-
kennd á undanförnum árum og að í árslok 1998 liafi skuldastaða
sjóðsins verið rúmar 964 milljónir ki-óna. Þá var útistandandi
lán hjá sjóðnum rúmur milljarður. Sjóðurinn á hins vegar hús-
eignir víða um land og hlutafé í þremur hótelfyrirtækjum, metið
á um 15 milljónir.
Ferðamálasjóður var stofnaður með lögum árið 1964 en frá
árinu 1974 hefur hann verið stofnlánasjóður þeirra starfsgreina
sem ferðaþjónusta byggist einkum á. Hann hefur þó ekki notið
ríkisframlags frá árinu 1992 og þar að auki hefur aðstaða á fjár-
magnsmarkaði gjörbreyst á allra síðustu árum m.a. með tilkomu
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og aukins svigrúms til útlána
hjá viðskiptabönkum. „Það er mat ráðuneytisins að Ferðamála-
sjóður hafi gegnt mjög mikilvægu hlutverki í gríðarlegri upp-
byggingu ferðaþjónustu á Islandi á starfstíma sínum. Engu síður
og að teknu tilliti til framangreinds er það niðurstaða ráðuneyt-
isins að Byggðastofnun geti sinnt hlutverki sjóðsins á hagkvæm-
ari hátt.“ I umsögn frá fjármálaráðuneytinu segir ennfremur að
margir af lántakendum hjá Ferðamálasjóði séu þeir sömu og hjá
Byggðastofnun og að talið sé að þar, þ.e. hjá Byggðastofnun,
megi ná nokkru hagræði í umsýslu þessarar lánastarfsemi.
Gjaldtaka sveitarfélaga vegna vistunar leikskólabarna
„Hafa fulla
lagalega
heimild“
ÞÓRÐUR Skúlason framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitarfé-
laga kveðst telja heimild sveitai-fé-
laga til að innheimta leikskólagjöld
vera ótvíræða í lögum.
I fréttaskýringu í Morgunblaðinu í
gær kom fram að efni kunni að vera
ta að endurskoða gjaldtöku sveitar-
félaga á ýmsum sviðum og sagt í því
sambandi að ekki sé að finna laga-
heimild fyrir innheimtu leikskóla-
gjalda. Reyndist gjaldtakan ólögmæt
gæti þurft að endurgreiða oftekin
gjöld seinustu misseri, eða samtals
um 4 milljarða króna.
Sjálfsforræði á gjaldskrá
„I mínum huga leikur ekki minnsti
vafi á því að sveitarfélög hafa fulla
lagalega heimild til að innheimta
gjöld vegna dvalar barna á leikskól-
um sem þau reka. Þar vísa ég til 7.
greinar sveitarstjórnarlaga númer 45
frá 1998, en þar segir að sveitarfélög
skuli hafa „sjálfstæða tekjustofna og
sjálfsforræði á gjaldskrá eigin fyrir-
tækja og stofnana til þess að mæta
kostnaði við ft-amkvæmd þeirra verk-
efna sem fyrirtækin og stofnanimar
annast.“ I hugleiðingunum í Morgun-
blaðinu í gær, þar sem höfundur
dregur í efa rétt sveitarfélaga til inn-
heimtu leikskólagjalda, kemur fram
sá grundvallar missldlningur að hér
sé um að ræða nýtt ákvæði sem lög-
fest hafi verið fyrst við gildistöku
sveitarstjómarlaganna á síðasti vori.
Það er beinlínis rangt,“ segir Þórður.
„Hið rétta er að þetta ákvæði hef-
ur verið í sveitarstjórnarlögum allt
frá árinu 1986. Við endurskoðun á
sveitarstjórnarlögunum í síðasta ári
kom aldrei til álita, að minnsta kosti
ekki af hálfu sveitarstjórnarmanna,
að breyta þessu ákvæði og Alþingi
var ekki þeirrar skoðunar, enda er
ákvæðið í eðlilegu samræmi við
ákvæði stjómarskrárinnar, þar sem
segir að sveitarfélög skuli sjálf ráða
málefnum sínum eftir því sem lög
ákveða.“
Þórður segir að í lögum um bygg-
ingu og rekstur dagvistarheimila
fyrir börn frá árinu 1976 hafi verið
ákvæði þess efnis að sveitarfélög
greiddu allt að 40% af rekstrar-
kostnaði leikskóla. Ný lög hafi síðan
tekið gildi 1991 og aftur 1994, en
ekki hafi verið að finna í þeim nein
hliðstæð ákvæði um hlutdeild sveit-
arfélaga í rekstrarkostnaði leikskóla.
Ekki dulbúin skattheima
„Sveitarstjórnarmenn höfðu ekki
áhyggjur af brottfalli þess ákvæðis
vitandi af hinu skýra og afdráttar-
lausa ákvæði sveitarstjórnarlaganna.
Hitt er jafnframt ljóst að leikskóla-
gjöld sveitarfélaganna em undir
þeim viðmiðunarmörkum sem voru í
lögunum frá 1976. Það er því fjarri
öllu lagi að með innheimtu leikskóla-
gjalda, sem nema innan við 40% af
rekstrarkostnaði leikskólanna, felist
dulbúin skattheimta," segir Þórður.
I umfjöllun Morgunblaðsins í gær
var sjónum jafnframt beint að gjald-
töku sveitarfélaga vegna vistunar
bama á leikskólum og bent á að slík
gjaldtaka eigi sér ekki stað vegna
náms barna í grunnskólum. Þórður
kveðst telja grundvallarmun á þess-
um atriðum, þar sem skylt sé að
senda öll börn í grunnskóla en svo
eigi ekki við um leikskóla, auk þess
sem sveitarfélögunum hafi verið
ákvarðaðir sérstakir tekjustofnai- til
að standa undir rekstri gronnskól-
anna.
„Einnig kemur fram í umfjöllun
blaðsins að umboðsmaður Alþingis
hafi talið að óheimilt væri að inn-
heimta þjónustugjöld í framhalds-
skólum og háskólum nema skýr
lagaheimild væri fyrir hendi. Þetta
er algjörlega óskylt mál og breytir
engu um sjálfsforræði sveitarfélaga
til að ákvarða gjaldtöku fyrir þá
þjónustu sem þau veita,“ segir Þórð-
ur.
Telur afsláttarkjör heimil
í grein Morgunblaðsins voru
jafnframt viðraðar efasemdir um að
heimild væri til þeirrar mismununar
í gjaldskrá að ákveðnir hópar gi-eiði
lægri leikskólagjöld en aðrir. Þórð-
ur kveðst telja rétt sveitarfélaga í
þessum efnum skýlausan. „Hvað
varðar mismunun á leikskólagjöld-
um, sem kemur fram í afsláttargjöf
til svo kallaðra forgangshópa, tel ég
að sveitarfélög hafi jafnframt heim-
ildir til að byggja gjaldskrá um leik-
skólagjöld með þeim hætti að til-
teknir hópar njóti afsláttarkjara
eftir ákveðnum reglum sem sveitar-
stjórn setur.“
Alþingí
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10. 30 í dag. Eftir atkvæða-
greiðslu verður rætt um eftirfai’-
andi mál.
1. Jafnréttislög. Frh. 1. umr.
2. Háskóli Islands. 1. umr.
3. Háskólinn á Akureyri. 1.
umr.
4. Kennaraháskóli Islands. 1.
umr.
5. Almannatryggingar. 1. umr.
6. Almannatryggingar og fé-
lagsleg aðstoð. 1. umr.
7. Málefni aldraðra. 1. umr.
8. Yrkisréttur. 1. umr.
9. Skógrækt og skógvernd. 1.
umr.
10. Landshlutabundin skóg-
ræktarverkefni. 1. umr.
11. Hollustuhættir og mengun-
arvarnir. 1. umr.
12. Náttúruvernd. 1. umr.
13. Vörugjald. 1. umr.
14. Rannsóknir á laxi í sjó. Fyrri
umr.
15. Þátttaka íslands í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu. Fyrri umr.
16. Grunnskóli. 1. umr.
17. Könnun á læsi fullorðinna.
Fyrri umr.
18. Aukin fræðsla fyrir almenn-
ing um Evrópuinálefni og
m i 11 i ríkj asamn i n ga. Fyrri
umr.
19. Stofnun jafnréttismála fatl-
aðra. Fyrri umr.
Dagskrá