Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskveiðistjórnunarkerfíð og dómstólar Einkamál vænlegra til árangurs Ibúaflutningar milli Reykjavíkur og Kópavogs 1986-1998 REYKJAVÍK KÓPAVOGUR 1998;''".....u *771 19961 ' 1*397 19958+57 ♦1111994 BTll 19931+22 fil ♦2111992 1991 D+94 'WJgHp 19901+102 19891+39 19880+52 1987 H+192 +152||1986 REYKJAVÍK KÓPAVOGUR Frá Reykjavík til Kópavogs - Frá Kópavogi til Reykjavikur- 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 19931994 1995 1996 1997 1998 Minnihlutafulltrúi borgarstjórnar um ört vaxandi flutninga Reykvíkinga til Kópavogs Segir ástæðuna vera lóðaskort NÚ virðist líða að því að lögð verði fyrir dómstóla sú spurning í einu eða öðru formi hvað átt hafi verið við með dómi Hæstaréttar 3. desember síðastliðinn í máli Valdi- mars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Hvoi’t með dómnum hafi að einhverju leyti verið liróflað við nú- verandi kvótakerfi við stjórn fisk- veiða eða hvort lög nr. 1 frá 14. jan- úar 1999 dugi sem viðbrögð við þeim dómi. Það má hugsa sér ýmsar leiðir til að leggja þessa spurningu fyrir dómstóla. Víst er þó að dóm- stólar verða ekki spurðir að henni beint út, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 þar sem segir að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Hendur dómstóla eru ekki alls staðar svona bundnar. I Frakklandi til dæmis getur minni- hluti þingmanna skotið nýsam- þykktum lögum tii stjómlagaráðs- ins og fengið úr því skorið hvort þau standist gagnvart stjórnarskránni. Það þarf því einhver tiltekinn réttarágreiningur að vera fyrir hendi til að hérlendir dómstólar svari. Fram hefur komið á síðustu dögum að mál þokast með tvenns konar hætti í þessa átt. Annars veg- ar hefur Fiskistofa nú sent út svör til þeirra sem sóttu um veiðileyfi og kvóta í kjölfar dóms Hæstaréttar. Gera má ráð fyrir að yfirleitt sé þar hafnað umsókn um úthlutun kvóta. Þeir sem fyrir því verða geta þá far- ið í almennt einkamál og reynt að hnekkja synjun stjórnvalda. Hins vegar hefur Svavar Guðnason út- gerðarmaður landað afla úr kvóta- bundnum tegundum, án þess að hafa til þess heimildir, gagngert í því skyni að framkalla höfðun refsi- máls. I slíku refsimáli fengist vænt- anlega úr því leyst hvort ákvæði laga um stjórn fiskveiða séu full- nægjandi refsiheimild gagnvart þeim sem tefldi fram sér til varnar ákvæðum stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og jafnræði. Lömun kerfisins Að mörgu leyti er höfðun einka- máls samt vænlegri leið til að fá úr þessu skorið. Skal það nú rökstutt. í fyrirsjáanlegu refsimáli mun ákærði væntanlega byggja á því að refsiákvæðum laga um stjóm fisk- Sú stund færist nær að á 7. gr. laganna um stjórn fiskveiða reyni fyrir dómstólum. Páll Þórhallsson veltir fyrir sér hvernig hægt sé að fá dómstóla til að svara því hvað átt hafí verið við með kvótadómnum. veiða verði ekki beitt gegn sér vegna stjórnarskrárverndaðra rétt- inda hans. Sýkna á þeim forsendum (lesendur skulu minntir á grund- vallarregluna um að hver maður teljist saklaus uns sekt er sönnuð með dómi) verður fyrirfram að telj- ast ákaflega ósennileg. Hún myndi þýða að núverandi stjórnkerfi fisk- veiða væri lamað. Ekki væri í fljótu bragði hægt að sjá hvernig löggjaf- inn gæti brugðist við til að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar. Jafn- vel þótt núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi kunni í einhverjum atrið- um að mati dómstóla að stríða gegn stjómarskránni er ekki þar með sagt að þeir geti ekki refsað mönn- um fyrir að veiða heimildarlaust úr kvótabundnum tegundum. Maður sem telur með réttu að framhjá sér hafi verið gengið við úthlutun leyfa til aksturs leigubifreiða getur ekki tekið sig til einn góðan veðurdag, hafið slíka útgerð og vænst þess að hann komist upp með það. Stjórnar- skráin bannar væntanlega hvorki opinbert eftirlit og leyfisútgáfu til leigubílaaksturs eða fiskveiða. Sýkna vegna ónógra refsiheimilda væri því vart tæk í fyrirsjáanlegu dómsmáli nema dómstólar telji að af stjórnarskránni megi leiða að engar takmarkanir fiskveiða séu leyfilégar. Slík niðurstaða gengur mun lengra en dómur Hæstaréttar frá 3. desember síðastliðnum. I einkamáli er líka meira svigrúm til að haga spumingunni sem dóm- stólar eru krafðir svara við á þann veg að svörin verði óyggjandi. Hægt er til dæmis að gera kröfu um viðurkenningu á tiltekinni aflahlut- deild og rökstyðja hvers vegna við- komandi umsækjandi eigi slíkan rétt. Hitt er svo annað mál að það er kannski heldur ekki líklegt að höfð- un einkamáls af þessu tagi beri ár- angur. Fyrir það fyrsta kann lög- gjafinn að hafa á réttu að standa að lög nr. 1/1999 hafi verið nægileg viðbrögð við kvótadómnum. I öðru lagi er vandasamt að haga kröfugerð með þeim hætti að dóm- stólum, þótt þeir teldu ekki nóg að gert með fyrmefndri lagasetningu, væri fært að taka hana til greina. Dómstólar era nefnilega ekki heppilegasti aðilinn til að úthluta „atvinnuréttindum eða sambæri- legri hlutdeild í sameigninni" því þá væra þeir að taka alfarið við hlut- verki löggjafans og framkvæmdar- valdsins. Þeir geta lýst því yfir hvenær tiltekið kerfi stríðir gegn stjórnarskránni eins og gerðist í dómnum frá því í desember en að útfæra hvaða breytingar þurfi ná- kvæmlega að gera er svo annað mál. Það hlýtur að vera verkefni löggjafans fyrst og fremst. Þó eru þess auðvitað dæmi frá öðrum löndum að dómarar láti ekki við það sitja að veifa gulum og rauðum spjöldum heldur taki við hlutverki leikstjórnandans ef svo má að orði komast. Stjómlagadóm- stólar Þýskalands og Ítalíu svo dæmi séu tekin láta til dæmis iðu- lega ekki við það sitja að fella lög úr gildi vegna þess að þau stríði gegn stjórnarskránni heldur mæla um leið fyrir um það hvernig lögin þyrftu að vera úr garði gerð til þess að þau stæðust kröfur. Einkum grípa þeir til þess þegar sýnt er að löggjafinn láti ekki segjast við fyrstu viðvöran. Beðið átekta Þeir sem aðhyllast hefðbundin norræn viðhorf um verkaskiptingu milli dómsvalds og löggjafarvalds í þessum efnum myndu líka benda á að endurskoðun fiskveiðistjómun- arkerfisins standi yfir og hyggileg- ast væri fyrir dómstóla að bíða átekta um sinn og vita hvort lög- gjafinn finni ekki einhver ráð til að útdeila auðlindinni réttlátlegar og í samræmi við þær grandvallarreglur sem Hæstiréttur las út úr stjórnar- skránni án þess þó að ganga á (meint) stjómarskrárvarin réttindi útgerðarmanna, kollvarpa nauðsyn- legri sóknarstýringu eða draga úr hagkvæmni kvótakerfisins. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir ástæðu þess að Reykvíkingar flytjast í æ ríkari mæli til Kópavogs vera lóðaskort í Reykjavík. Hann hefur safnað saman tölum frá Hag- stofu Islands um flutning íbúa milli Reykjavíkur og Kópavogs og þar kemur í ljós að síðan 1995 hefur brottfluttum Reykvíkingum til Kópavogs fjölgað gífurlega á móti brottfluttum Kópavogsbúum til Reykjavíkur. Þannig hefur mis- munurinn farið úr 57 einstaklingum í 771 frá 1995-1998. Til samanburð- ar má nefna að frá 1986-1994 fluttu árlega að meðaltali 35 einstakling- um fleira frá Reykjavík til Kópa- vogs, en öfugt. Sambærileg meðal- talstala frá 1995 er 456 einstakling- ar. Guðlaugur segir að vegna þessa neyðist Reykvíkingar til að fá sér húsnæði í nágrannasveitarfélaginu. Hann lýsir ábyrgð á þróuninni á hendur R-listanum og segir fullyi-ð- ingar borgarstjóra þess efnis að í Reykjavík sé ekki lóðaskortur vera beinlínis rangar. Jafnmikii fjölgun í Reykjavík og á Seltjamarnesi „Skýrasta vísbendingin um lóða- skortinn er hinn aukni flutningur Kópavogsfaranna, þar sem lóðir og íbúðir er að finna við hæfí unga fólksins," segir Guðlaugur Þór. „Ingibjörg Sólrún telur að það hafi aldrei verið eins mikil brottflutning- ur af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins síðastliðin fjögur ár, en Reykvíkingum fjölgaði samt aðeins um rúmlega um 4% á tímabilinu, ef tekið er tillit til Kjalarness. Á meðan fjölgar Kópavogsbúum um 23%. Ibúafjölgunin í Reykjavík er nær sú sama og á Seltjarnarnesi, sem er landlaust sveitarfélag. Ástæðan fyrir þessari litlu fjölgun er sú skoðun borgarstjórans, að Reykjavík tapaði á því að stækka þar sem hún segir sjálf að þótt nýj- um íbúum fylgi vissulega tekjur þá segist hún sannfærð um að ef dæmið væri gert upp þá kæmi í ljós að þær vegi ekki upp á móti þeim tilkostn- aði sem sveitarfélögin hafa af út- þenslu sinni. Þessa skoðun sjáum við einnig glöggt ef skoðað er að- gerðarleysi borgarstjórans í skipu- Iagningu nýrra íbúðahverfa." Fékk 1,5 milljóna kr. tilboð í Ióð umfram verð ,Afleiðingin af þessu er sú að lóðir í Reykjavík ganga kaupum og sölu og ég veit dæmi þess að bygginga- verktaki, sem á fjórar raðhúsalóðir hefur fengið tilboð í hverja þeirra upp á hálfa aðra milljón fyrir utan það sem lóðin kostar upphaflega. Þetta þýðir það að mágur Ingibjarg- ar Sólrúnar, sem er einn af tveim, þremur einstaklingum sem fengu raðhúsalóðir rétt fyrir síðustu kosn- ingar og hefur lýst því yfir að hann ætli einungis að nýta tvær lóðir af fjórum og selja hinar, fengi í raun 3 milljónir í vasann frá borginni miðað við markaðsvirði lóðanna." Sýknað af bótakröfu vegna ófullnægjandi viðgerðar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Bæti ehf. af ákæru Þör- ungaverksmiðjunnar, en verksmiðj- an krafðist rúmlega 4 milljóna króna í skaðabætur vegna viðgerðar sem Bætir gerði á skipsvél Karlseyjar ár- ið 1996, en verksmiðjunni þótti við- gerðin ófullnægjandi. I niðurstöðu dómsins segir að eftir að vél skipsins hafi verið tekin upp árið 1996 hafi fyrst orðið vart við vatnsleka inn á vélina hinn 16. júlí 1997. I matsgerð þeirra Ásgeirs Guðnasonar vélfræðings og Magnús- ar Þórs Jónssonar, prófessors í véla- verkfræði, segir að rekja megi orsök bilunar til tæringar í strokkloki og að eðlilegt hefði verið ef starfsmenn Bætis hefðu skoðað lokið og bent á tæringuna, jafnvel farið fram á þrýstiprófun. Á það beri þó að líta að það hafi ekki verið hluti af því verki sem um hafi verið samið. Matsmenn telja að viðgerð, sem Bætir gerði á vél skipsins sumarið 1996 hafi ekki verið fullnægjandi, en að ekki sé hægt að sannreyna hvort bilanir sem síðan hafi komið í ljós megi rekja til þess. Gömul vél verður aldrei sem ný I niðurstöðu dómsins kemur fram að vél Karlseyjar hafi verið keyrð rúma 50.000 tíma, þegar viðgerð fór fram og að gömul vél verði aldrei sem ný, jafnvel þótt viðgerð fari fram. í niðurstöðunni segir ennfrem- ur að stefnandi (Þörungaverksmiðj- an) hafi ekki sýnt fram á að endur- nýjun á strokkloki vélarinnar hafi verið hluti af þeirri viðgerð sem stefndi (Bætir ehf.) tók að sér né að stefndi hafi sýnt vítavert gáleysi. Þörangaverksmiðjunni er gert að greiða Bæti ehf. 150.000 krónur í málskostnað. Dóminn kvað upp Páll Þorsteinsson héraðsdómari, Gunnar D. Lárasson vélaverkfræðingur og Þorsteinn Jónsson tæknifræðingur. Minnisvarði Káins í Norður-Dakota endurgerður Leitað eftir lið- sinni á Islandi Á SUMRI komanda er ráðgert að endurbyggja minnis- varða um Káinn, eða Kristján Níels Júlíus Jónsson (1860-1936), í bænum Mountain í Norður-Dakota, þar sem skáldið bjó lengst af í Bandarikjunum. Minnis- varðinn verður vígður 2. ágúst, í lok íslensku þjóðern- ishátíðarinnar sem haldin verður 30. júlí til 2. ágúst. Magnús Ólafsson, formaður hátíðanefndar á staðn- um, segir minnisvarðann, sem reistur var 1940 fyrir utan Þingvallakirkjuna í Eyfordbyggð, svo illa farinn að ekki taki því að gera við hann. Vegna ínikils kostn- aðar við framtakið leitar undirbúningsnefnd hátíðar- innar nú hófanna á íslandi eftir stuðningi. í fréttatil- kynningu undirbúningsnefndar hátiðarinnar kemur fram að „listhæfur maður úr byggðinni" hafi tekið að sér að endurgera minnisvarðann í upphaflegri mynd. Að sögn Magnúsar eru ekki margir eftir í Norður- Dakota sem tala íslensku. „Það er ekki íslendingafé- lag á staðnum en þó nokkuð af fólki sem er af ís- lensku bergi brotið.“ Engu að síður er búist við fjöl- menni á hátiðinni og til stendur að forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, verði viðstaddur ásamt fjölmörgum öðrum gestum frá íslandi. Áætlaður kostnaður liggur nærri 15.000 dollurum, eða ríflegri milljón í islenskum krónum, að sögn Magnúsar. Loforð fyrir nærri 8.000 dollara framlög- um hafa þegar borist frá heimamönnum. Þá telur Magnús að Islendingafélög víðs vegar um Bandarikin MAGNÚS Ólafsson, formaður undirbúningsnefnd- ar íslensku þjóðernishátíðarinnar, Loretta Bern- hoft, varaformaður og Curtis Olafson, fulltrúi Thingvalla Cemetary Association. muni gefa málefninu gaum. „Þegar minnisvarðinn var fyrst byggður árið 1940 kom stuðningur frá þeim.“ Magnús segist líka bjartsýnn á að stuðningur berist frá Islandi, Káinn, eða „kímniskáldið K.N. Júlíus“ eins og hann er nefndur á minnisvarðanum, sé þar betur þekktur. „Ég treysti á að það komi hjálp að heiman. Hér eru mjög fáir eftir sem muna eftir skáldinu og geta lesið ljóðin hans. Ég man liins vegar eftir honum. Þeir sem ég talaði við síðasta sumar heima á íslandi voru vongóðir uni að fólk væri tilbúið til þess að rétta hjálparhönd." Þeir, sem liafa áhuga, geta veitt framtakinu lið með því að greiða framlag sitt í „K.N. sjóðinn“ í Búnaðar- bankanum Melum, 0311-13-700128, kt: 130227-4579.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.