Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
STJÓRN Starfsmannafélags KR, Vigdís Guðjónsdóttir, Margrét Björg-
vinsdóttir, Matthi'as Pétursson og Ragnhildur Ólafsdóttir ásamt Þor-
steini Pálssyni kaupfélagssljóra KÁ og Erlingi Loftssyni sljórnarfor-
manni KÁ.
Kynjaverur á ferð-
inni á öskudag
Tölvunámskeið
á Tálknafirði
Tálknafirði - Þessa dagana er
haldið tölvunámskeið á Tálknafirði
á vegum Farskóla Vestfjarða í
samvinnu við grunnskólann á
staðnum sem leggur til aðstöðu og
tækjakost. Kennari á námskeiðinu
er Agústa Bárðardóttir en hún hef-
ur kynnt sér tölvu- og upplýsinga-
tækni í Kennaraháskólanum og hjá
Ismennt kynnti hún sér heimasíðu-
gerð og notkun Netsins.
Á námskeiðinu eru 8 nemendur
og er það fullsetið. Farið er yfir
helstu notkunarmöguleika
Windows-kerfisins, kennd notkun
ritvinnsluforrita og í lokin verður
lauslega kynnt reikniforritið Excel.
Þrír þátttakenda eru starfsmenn
frá Eyrasparisjóði, en í ráði er að
taka í notkun nýtt AKS-afgreiðslu-
kerfi í sparisjóðnum, sem byggist á
Witidows og því er starfsfólkinu
boðið upp á námskeiðið. Aðrir þátt-
takendur eru fyrst og fremst að
leita eftir þekkingu til þess að geta
ráðið við heimilistölvuna, en eins
og flestir vita, sem nálægt tölvum
hafa komið, geta þær verið hinir
viðsjárverðustu gripir ef ekki er
farið rétt að þeim. Ánægja er með
framtakið og nú þegar er fullbókað
á annað námskeið.
ÓLAFUR Ólafsson sein lengi var kaupfélagsstjóri KR við skenkinn
góða frá Rauðalæk.
Minnisvarði um
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
Á TÁLKNAFIRÐI voru
veitt verðlaun fyrir þrjá
bestu búningana og fékk
Sindri Sveinn Sigurðsson
1. verðlaun fyrir geim-
farabúninginn
sögu Kaupfélags
Rangæinga
Hvolsvelli - Opnað hefur verið á
Hvolsvelli safn sem spannar sögu
Kaupfélags Rangæinga frá upphafi
1919 til ársins 1996, þegar það sam-
einaðist Kaupfélagi Árnesinga.
Safnið er í húsi Sögusetursins á
Hvolsvelli, Sunnuhúsinu, og sam-
anstendur af miklum fjölda mynda
og muna úr sögu félagsins.
Á safninu era uppsettar þrjár
skrifstofur fyrrverandi kaupfélags-
stjóra, krambúð o.fl. Innréttingar
eru m.a. úr gömlu búðinni á Rauða-
læk, en hún er frá fyrstu áratugum
nítjándu aldar, upphaflega úr fínni
búð á Eyrarbakka. Á sýningunni
má sjá slu-ifstofu fyrsta kaupfélags-
stjórans, Guðbrands Magnússonar,
frá því félagið var stofnað í Hall-
geirsey. Þar era einnig allar algeng-
ar skrifstofuvélar frá því farið var
að nota slíkar vélar, til dagsins í
dag. Segja má að á sýningunni sé
einnig rakin byggðasaga Hvolsvall-
ar, því kaupfélagið reisti fyrstu hús-
in á Hvolsvelli 1930 og er saga
kaupfélagsins og þorpsins rækilega
samtvinnuð.
mui gunuiauuyr íiinui í cuuiaouii
SIGRÍÐUR, Lára, Eygió. Fanney, Guðlaug, Freyja, Bragi og Guð-
mundur. Ágústa stendur fyrir aftan.
GUÐBRANDUR Magnússon
fyrsti kaupfélagsstjóri KR og
Matthildur Kjartansdóttir við
upphaf búskapar í Hallgeirsey.
Það var fyrir tilstilli félaga úr St-
arfsmannafélagi Kaupfélags Rang-
æinga að þessi draumur fyrrverandi
starfsmanna félagsins hefur nú orð-
ið að veruleika. Starfsmannafélagið
gaf aleigu sína til að hrinda þessu í
framkvæmd, það hefur séð um að
safna munum og heimildum og
greitt kostnaðinn við uppsetningu
sýningarinnar með dyggi’i aðstoð
Kaupfélags Árnesinga og Hvols-
hrepps. Þau Margrét Björgvins-
dóttir og Matthías Pétursson fyrr-
verandi starfsmenn KR hafa borið
hitann og þungann af því að koma
þessu í framkvæmd. Um hönnun og
uppsetningu sýningarinnah sá
Björn G. Björnsson hönnuður og
Sigurður Guðmundsson smiður, en
Hvolshreppur lagði til húsnæðið.
í húsi Sögusetursins eru nú tvær
sýningar, þ.e. Kaupfélagssýningin
og sýningin á Njáluslóð. I bígerð er
að koma þar upp fleiri sýningum og
einnig að innrétta víkingaveislusal.
Húsið verður því einskonar sýning-
armiðstöð og er starfsemin liður í
að sameina menningu og ferða-
mennsku.
Morgunblaðið/Albert Kemp
MIKIÐ fjör var hjá ungu kynslóðinni á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði þegar þau slógu köttinn
úr tunnunni á öskudaginn.
Vaðbrekku, Jökuldal, Tálknafírði -
Litlar kynjaverur vora víða á
ferðinni á öskudag og kötturinn
var sleginn úr tunnunni eins og
hefð er fyrir.
Á Tálknafirði var haldinn ösku-
dagsfagnaður í íþrótta- og félags-
heimilinu. Og að venju vora bún-
ingar og gervi af ýmsum gerðum
og augljóst að mikil vinna liggur
að baki sumum búninganna.
Þarna mátti sjá kynjaverar og
heimilistæki ásamt fulltrúum úr
dýraríkinu, sumir jafnvel langt að
komnir, eins og ljónin sem lædd-
ust um gólfið.
Eftir að farið hafði verið í
nokkra leiki, stilltu gestirnir sér
upp í langa röð og byrjuðu að slá
„köttinn“ úr tunnunni. Það gekk
vel að þessu sinni, því að botninn
féll áður en allir höfðu fengið
tækifæri til þess að slá í tunnuna.
Niður úr tunnunni hrandu kara-
mellur og létu viðbrögðin ekki á
sér standa. Hópurinn stakk sér
undir tunnuna og reyndi hver sem
best hann gat að ná sér í mola.
Prinsessurnar
óttuðust drekana
Drekar, trúðar, prinsessur og
indíánar skemmtu sér konunglega
saman á árlegu grímuballi Höfða-
skóla á Skagaströnd á öskudag.
Þar ægði saman börnum í hinum
ótrúlegustu búningum og var svo
að sjá að hugmyndafluginu væra
engin takmörk sett. Flestjr bún-
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
ÖSKUDAGSSKEMMTUN var
haldin í Skjöldólfsstaðaskóla.
Á myndinni má sjá Ævar Þor-
geir Aðalsteinsson slá köttinn
úr tunnunni.
ingarnir voru búnir til heima en
ekki aðkeyptir eða leigðir.
Ekki voru allir hinna grímu-
klæddu háir í loftinu því þeir
yngstu vora ekki orðnir eins árs
gamlir. Vora þeir af þeim sökum
veralega valtir á fótunum og ein-
staka prinsessu leist ekkert á
drekana og skrímslin og hágrét í
fanginu á mömmu sinni þar til
mesta hættan var liðin hjá.