Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Jarðborana hf. nam 71 milljón króna á síðasta ári Hagnaðurinn 11% afheildar- tekjum félagsins JARÐBORANIR HF. Úr reikningum ársins 1998 JAN.-DES. JAN.-DES. Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 651,5 510,6 +27,6% Rekstrargjöld 558.3 446.3 +25.1% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 93,2 64,3 +44,9% Fjármunatekjur og (tjármagnsgjöld) 2,0 5,2 - Hagnaður fyrir skatta 95,2 69.5 +37.0% Hagnaður ársins 71,0 66,0 +7,6% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '98 31/12'97 Breyting 1 Eignir: \ Veltufjármunir 292,8 255,8 +14,5% Fastafjármunir 504,0 344,7 +46,2% Eignir samtals 796,8 600,5 +32,7% 1 Skuldir oa eioid fé: 1 Hlutafé 259,6 236,0 - Eigiðfé alls 625,4 563,7 +10,9% Tekjuskattsskuldbinding 20,0 0,0 - Langtímaskuldir 81,7 9.7 +742,3% Skammtímaskuldir 69,7 27,1 +157,2% Skuldir og eigið fé samtals 796,8 600,5 32,7% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 130,1 103,5 +25,7% Veltufjárhlutfall 4,2% 9,4% - Eiginfjárhlutfall 78,5% 93,9% - Ávöxtun eigin fjár 13,0% 13,4% - HAGNAÐUR Jarðborana hf. árið 1998 var um 71 milljón króna, sam- anborið við 66 milljónir árið á und- an. Nam hagnaðurinn um 11% af heildartekjum fyrirtækisins. Þetta er betri niðurstaða en félagið gerði ráð fyrir þegar gengið var frá rekstraráætlun ársins. Bent S. Einarsson, framkvæmda- stjóri Jarðborana hf., segir að þessi afltoma byggi á markvissum að- gerðum til að eflá starfsemi félags- ins innanlands sem erlendis, sterkri stöðu og ekki síst á hagræðingu sem leitt hafi til lækkunar rekstrar- kostnaðar. Heildarvelta samstæðu Jarðbor- ana hf. nam 651,5 milljónum króna en var 510,6 milljónir árið á undan. Veltan hefur því aukist um 28% á milli ára. Rekstrarhagnaður án fjár- munatekna var 93,1 milljón króna samanborið við 64,3 milljónir árið á undan. Heildareignir félagsins voru bók- færðar á 796,8 milljónir króna í árs- lok 1998 og skiptust þannig að veltufjármunir námu 292,8 milljón- um en fastafjármunir 504 milljón- um. í árslok 1998 nam eigið fé fé- lagsins 625,4 milljónum ki'óna. Eig- infjárhlutfall í lok árs 1998 var 78,5%. Arðsemi eigin fjár eftir reiknaða skatta nemur 13% sem er svipað og árið á undan. Veltufé frá rekstri var 130 milljónir króna árið 1998 samanborið við 103,5 milljónir árið 1997. Handbært fé frá rekstri var 97 milljónir í árslok. Hiutafé fé- lagsins er 259,6 milljónir króna. Rekstrartekjur Jarðborana hf. hafa aldrei verið meiri en á þessu starfsári og nýtur félagið þess að uppsveifla er í orkuvinnslu. „Það eru miklar breytingar framundan í orkumálum hér á landi á næstu árum og spennandi sóknar- færi sem Jarðboranir ætla að taka þátt í af fullum þunga,“ sagði Bent í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að verkefni Jarðbor- ana hf. væru fjölbreyttari en nokkru sinni áður, en auk hefð- bundinnar starfsemi á heimamark- aði hóf nýstofnað dótturfélag Jarð- borana hf., Iceland Drilling (UK) Ltd., starfsemi á írlandi á árinu. Tekjur af starfsemi Jarðborana hf. erlendis voru um 9% af rekstrar- tekjum á nýliðnu starfsári. Viðskipti með hlutabréf í Nýherja Ekki vísað til Fjármála- eftirlits FORSTJÓRI Fjármálaeftirlitsins segir jiað ekki rétt að Verðbréfa- þing Islands hafi vísað viðskiptum með hlutabréf Nýherja hf. til með- ferðar hjá Fjármálaeftirlitinu. A aðalfundi Nýherja, sem hald- inn var sl. miðvikudag, gaf stjórn- arformaður félagsins í skyn að Þró- - unarfélag íslands hf. gerði sér leik að því að hafa áhrif á gengi hluta- bréfa félagsins, sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands. Sagði hann að Verðbréfaþing hefði tekið ákveð- in viðskipti með hlutabréf Nýherja til rannsóknar og hefði vísað mál- inu til Fjármálaeftirlits til af- greiðslu. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það ekki rétt að Verðbréfaþing Islands hafi vísað umræddu máli til eftirlitsins. Hann vill hins vegar hvorki játa því né neita hvort einhver viðskipti með hlutabréf Nýherja séu til skoð- unar hjá Fjármálaeftirlitinu. Vísar hann til þeirrar vinnureglu eftirlits- ins, að almennt séu ekki gefnar upplýsingar um hvort mál, sem varða einstaka aðila, séu til með- ferðar hjá eftirlitinu eða ekki. Forstjóri Kaupþings hf. um galla á tilkynningum utanþingsviðskipta Orsök vandans að finna í tölvukerfi Verðbréfaþings SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., segist undrast mjög ummæli framkvæmdastjóra Verð- bréfaþings íslands um vandamál varðandi tilkynningar á utanþings- viðskiptum þingaðila þar sem orsök vandans sé íýrst og fremst að finna hjá Verðbréfaþingi sjálfu. „Það er vandamál í tölvukerfi Verðbréfaþings íslands sem Verð- bréfaþingi er búið að vera kunnugt um mjög lengi. Það er meira en ár síðan Verðbréfaþing setti niður tölvunefnd til að taka á þessu vanda- máli, en sú nefnd hefur ekki verið boðuð saman til fundar enn þann dag í dag, sem hlýtur að teljast afskap- lega undarlegt,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þegar utanþings- viðskipti væru tilkynnt með sjálf- virkum hætti væri notaður svokall- aður póstkassi Verðbréfaþings á biðlara sem er eign Verðbréfaþings en staðsettur hjá hverjum þingaðila fyrir sig. Þessi biðlari væri greini- lega vanstilltur þannig að allar þær tilkynningar sem sendar væru um utanþingsviðskipti milli kl. 8 og 17 á daginn margfölduðust í honum. Eft- ir kl. 17 væri hins vegar öllum við- skiptum sem send væru í pósthólf Verðbréfaþings hafnað þar sem slökkt væri á þingmiðlaranum, og engin villumelding kæmi til baka til þingaðila. „Það hlýtur að vera hlutverk Verðbréfaþings íslands að hafa eft- irlit með sínum eigin hugbúnaði, og mér er kunnugt um að þeir sem bjuggu þennan hugbúnað til hafa margvarað Verðbréfaþing við þess- um galla á þeirra eigin kerfi,“ sagði Sigurður. Ekki Verðbréfaþings að líta málið alvarlegum augum Fram kom í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær að Kaupþing hf. hefði tekið í notkun nýtt tölvu- kerfi í desember síðastliðnum og sá liður þess sem sér um utanþingsvið- skipti hefði ekki virkað sem skyldi. Sigurður sagði það vissulega rétt að unnið hefði verið að endurbótum á tölvukerfinu, en það hefði verið gert til að reyna að forðast þá galla sem væru í kerfi Verðbréfaþings. „Það er ekki Verðbréfaþings að líta þetta mál alvarlegum augum heldur er það auðvitað fyrst og fremst þingaðilanna að líta þetta al- varlegum augum. Engir hafa meiri hagsmuni af því að þetta sé rétt en þingaðilarnir sjálfir. Mér finnst að framkvæmdastjóri Verðbréfaþings hefði fýrst og fremst átt að tjá sig um að Verðbréfaþing hyggist taka til í sínum eigin garði áður en hann ræðst á viðskiptavini sína eins og hann gerir í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu. Þar talar hann um að óljóst sé hvort einhver hafi orðið fyrir tjóni, en hafi ein- hverjir orðið fýrir tjóni ber þeim auðvitað að beina sjónum að Verð- bréfaþingi Islands en ekki að þing- aðilum," sagði Sigurður. Undarleg máslmeðferð Hann sagði að strax og ljóst var að sá liður í tölvukerfi Kaupþings sem heldur utan um tilkynningu ut- anþingsviðskipta virkaði ekki sem skyldi hefði það verið tilkynnt Verð- bréfaþingi Islands og það látið fýlgj- ast með gangi mála frá degi til dags. Þannig hefði það verið í höndum Verðbréfaþings ef það þurfti að til- kynna eitthvað fyrr en gert var. „Þeir velja að gera ekki neitt, en síðan þegar við sendum út tilkynn- ingu frá okkur um vandann er þetta blásið út sem eitthvert stórkostlegt mál og talað annars vegar um 33 milljarða króna skekkju og hins veg- ar um 16 milljarða skekkju. Þannig er öll þessi málsmeðferð af hálfu Verðbréfaþings Islands í hæsta máta undarleg,“ sagði Sigurður. Tilkynmngar Búnaðarbanka óeðblegar KOMIÐ hefur í ljós að verulega hefur vantað á að tilkynningar Búnaðarbankans um viðskipti með skráð verðbréf utan Verðbréfa- þings íslands hafí verið fullnægj- andi. í tilkynningu sem bankinn hefur sent frá sér kemur fram að hann hafi í samráði við starfsmenn Verðbréfaþings Islands unnið að því að taka saman þau viðskipti sem ótilkynnt voru og sá listi liggi nú fyrir. Vinna þessi hafi hafist um miðjan desember sl. í kjölfar ábendinga VÞÍ, en hún hafi dregist af hendi bankans, ekki síst vegna mikilla anna við útboð bankans og fleiri verkefni. í tilkynningunni segir að nokkr- ar ástæður séu að baki því að til- kynningar hafi ekki verið með eðli- legum hætti. Meginskýringin sé sú að vinnureglur sem bankinn setti sér varðandi tilkynningu utan- þingsviðskipta byggðust á rangri túlkun á reglum VÞÍ og leiðbein- ingum. Því til viðbótar hafi hröð uppbygging á Verðbréfasviði bank- ans, auk innleiðingar nýs upplýs- ingakerfis og nýrra verkferla, orðið til þess að eftirlit með þessum til- kynningum hefur ekki verið sem skyldi. Þá segir að unnið hafi verið að endurbótum á þessum málum inn- an bankans og nýjar vinnureglur þegar verið settar og starfað hafi verið samkvæmt þeim undanfarnar vikur. Ennfremur hafi verið gerðar þær breytingar á upplýsingakerf- um sem nauðsynlegar eru taldar til að þessi mál komist í eðlilegt horf. Verða viðskiptin tilkynnt eftir nán- ari ákvörðun starfsmanna VÞI. Litið alvarlegum augum I tilkynningu frá Verðbréfaþingi Islands segir að þingið líti þetta mál alvarlegum augum, sérstak- lega hve langan tíma það tók bank- ann að koma máli þessu á hreint. Ennfremur segir að vanræksla til- kynninga utanþingsviðskipta veiki markaðinn og þá gagnkvæmis- hugsun sem þar gildir. Því sé ástæða til að árétta mikilvægi þess að þingaðilar kappkosti að til- kynna um utanþingsviðskipti með réttum hætti og innan settra tíma- marka. Rangar ásakanir áhendur Þróunarfélagin u MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfai-andi athugasemd frá Þróun- arfélaginu: ,Á aðalfundi Nýherja gerði stjórn- arformaður félagsins að umtalsefni viðskipti Þróunarfélagsins með hlutabréf fyrirtækisins á gamlárs- dag. Taldi hann að viðskiptin hefðu verið af öðrum hvötum en viðskipta- legum. Þessum ásökunum vísar Þró- unarfélagið á bug sem staðlausum, enda væri það félaginu í óhag sem stórs hluthafa í Nýherja að hafa áhrif á verð hlutabréfa í félaginu til lækk- unar. Verð á hlutabréfum Nýherja hækkaði um 116,9% á síðasta ári og voru viðskipti með bréf félagsins á Verðbréfaþingi eftirfarandi á síðustu dögum ársins: 22. des. 23.810 á geng- inu 7,30, sama dag 140.000 á genginu 7,35 og 30. des. 67.000 á genginu 8,40. Að morgni gamlársdags lækkaði verðið um 6% og urðu viðskipti með 16.456 að nafnverði á genginu 7,90. Að fyrrgreindum viðskiptum átti Þróunarfélagið ekki aðild. Seinna sama morgun var sölutilboði Þróun- arfélagins á genginu 8,10 tekið og rétt íýrir lokun seldi Þróunarfélagið inn í kauptilboð á genginu 7,70. Þannig varð lokagengi Nýherja 5,5% hæixa en það var daginn íýrir Þor- láksmessu. Þegar framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins tók ákvörðun um sölu þessara bréfa lá ekkert fyrir um afkomu félagsins annað en að rekstr- arafkoma þess yrði á svipuðum nót- um og á árinu 1997 þótt síðar kæmi í ljós að afkoman væri mun betri. Af ofangreindu má sjá að gagnrýni stjórnarformannsins á viðskiptasið- ferði framkvæmdastjóra Þróunarfé- lagsins er ekki á rökum byggð. Stjórn Þróunarfélagsins átti ekki að- ild að ákvörðunum í tengslum við fýrrgreind viðskipti, enda er það hluti af starfsemi Þróunai-félagsins að eiga viðskipti á hlutabréfamarkaði með hlutabréfasafn þess með há- mörkun hagnaðar að leiðarljósi og eru viðskiptaákvarðanir með einstök hlutabréf teknar af starfsmönnum fé- lagsins. Verð á hlutabréfum einstakra fé- laga getur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Þannig gerði stjómarformaður Nýherja hinn 1. desember 1997 Þróunarfélaginu kauptilboð á genginu 3,40 í alla hluta- bréfaeign félagsins í Nýherja en Þró- unarfélagið átti þá 11,4% eignarhlut. Akvað stjóm félagsins að hafna til- boðinu og eiga bréfin enn um sinn með von um frekari hækkun. Það átti síðan eftir að koma í ljós að þessi ákvörðun leiddi til 204 milljóna króna ávinnings fyrir Þróunarfélagið. Það sem hggur fyrir er að Þróun- arfélagið vill veg Nýherja sem mest- an og eram við ánægðir með hluta- bréfaeign okkar í því félagi. Skiptir eignarhlutm- okkar í Opnum kerfum eða Tæknivali þar um engu máli. Það er ánægjulegt að verða vitni að jafn miklum viðsnúningi í rekstri eins og orðið hefur hjá Nýherja. Þetta þakka hluthafar samhentum hópi stjórn- enda og starfsmanna og stjórn fyrir- tækisins." Þorgeir Eyjólfsson stj órnarformaður, Þórarinn V. Þórarinsson varaformaður. Sementsverksmiðjan 103 milljónir í hagnað HAGNAÐUR Sementsverksmiðj- unnar nam tæpum 103 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári. Arið 1997 nam hagnaður verksmiðjunnar 19 milljónum króna. Sementssalan jóks um 8,5% á milli ára og varð um 117,700 tonn. í fréttatilkynningu kemur fram að nokkuð góðar horfur eru með sem- entssölu á þessu ári, sem og rekstur að öðra leyti. „Rekstur fyrirtækisins gekk mjög vel á síðasta ári og að flestu leyti betur en áætlanir gerðu ráð íýrir. Hefur reksturinn varla gengið betur í 40 ára sögu verk- smiðjunnar. Vegna þessa var tekin ákvörðun um lækkun á sementsverði undir lok ársins en slíkt hafði ekki gerst áður,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.