Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 25
Reuters
IRA Einhorn veifar til ljósmyndara er hann yfirgefur réttarsal í Bor-
deaux ásamt eiginkonu sinni eftir að dómstóll samþykkti framsal hans.
Á flótta undan réttvísinni í tvo áratugi
Ira Einhorn
framseldur til
Bandar rkj anna
Bordeaux. Reuters.
FRANSKUR dómstóll samþykkti í
gær að framselja Ira Einhorn, sem
hefur verið á flótta undan réttvís-
inni í tæpa tvo áratugi, til banda-
rískra stjómvalda með því skilyrði
að hann ætti ekki yfir höfði sér
dauðarefsingu. Einnig var þess
krafist að réttað yrði að nýju í máli
Einhorns í Pennsylvaníu-ríki. Hann
var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið
1993 fyrir að bana unnustu sinni,
Helen Maddox, árið 1977. Gert er
ráð fyrir að Einhorn áfrýi framsals-
dómnum.
Ávallt neitað sakargiftum
Ira Einhorn, sem er 58 ára gam-
all, var áberandi í baráttunni gegn
Víetnamstríðinu á sjöunda áratugn-
um í Bandaríkjunum og bauð sig
eitt sinn fram til borgarstjóra í
Philadelphia. Hann hefur ávallt
neitað sakargiftum þrátt fyrir að lík
konunnar hafi fundist í kistu inni í
skáp á heimili hans í Philadelphia.
Einhorn gekk laus gegn trygg-
ingu er hann flýði frá Bandaríkjun-
um fyrir 17 árum stuttu fyrir upp-
haf réttarhaldanna gegn honum.
Arið 1997 fannst hann í þorpinu
Champagne-Mouton í suðvestur-
Frakklandi en þar hafði hann sest
að ásamt eiginkonu sinni og tekið
upp nýtt nafn. Síðastliðin tvö ár
hafa lögfræðingar Einhorns barist
gegn því að hann yrði framseldur til
Bandaríkjanna.
Líkið fannst í íbúð Einhorns
Þegar Helen Maddux, fyiTver-
andi klappstýra frá Texas, hvarf um
miðjan áttunda áratuginn sagði Ein-
horn að hún hefði farið út í búð en
aldrei komið heim aftur. Einu og
hálfu ári síðar kölluðu nágrannar
hans á lögregluna vegna þess að
megnan óþef lagði úr íbúð Einhorns.
Þá fannst lík Maddux. Höfuðkúpan
hafði verið brotin með barefli.
Ættingjar Helen Maddux fögn-
uðu í gær fréttum af framsalinu.
„Loksins þarf Einhorn að standa
skil gjörða sinna,“ sagði Elisabeth
Hall, systir fórnarlambsins.
Athygli vakti að franski dómstóll-
inn dæmdi Einhorn ekki til gæslu-
varðhalds en bandarískir saksókn-
arar iýstu áhyggjum sínum af því að
hann reyndi aftur að flýja land á
meðan áfrýjunarferlið stæði yfir.
Dómstóll í Bordeaux hafnaði
fyrstu kröfunni um framsal Ira Ein-
horns í desember árið 1997 með
þeim rökum ekki væri tryggt að
réttað yrði að nýju í máli hans. Rík-
isþing Pennsylvaníu greip þá til
þess ráðs að samþykkja lög sem
tryggja að réttað verður aftur í máli
Einhorns er hann snýr aftur á
heimaslóðir.
Uið getum
■ á þig!
Lýsing býður þér á landsleik Islands
og Bosníu í körfubolta miðviku-
daginn 24. febrúar. Nánari upp-
lýsingar á slóðinni www.lysing.is
Bardagar hefjast
á ný í Kongó
Kinshasa. Reuters.
SKÆRULIÐASVEITIR Emest
Wamba dia Wambas, sem undanfar-
in misseri hafa barist við hersveitir
Laurents Kabila, forseta lýðveldisins
Kongó, voru á þriðjudag sagðar hafa
hafið nýja sókn gegn stjórnarhern-
um. Markar sóknin enda á mánaðar-
hléi á bardögum en afrískir sátta-
semjarar hafa að undanfornu reynt
að fá Kabila til að samþykkja vopna-
hlé og beinar viðræður við skærulið-
ana.
Dia Wamba sagði í gær að skæru-
liðasveitirnar ættu einskis annars
úrkosti en að berjast þar sem Kabila
neitaði öllum samningaumleitunum.
Talið er að stjórnvöld í Rúanda að-
stoði skæruliðana með vopnasend-
ingum og herafla. Fréttastofa CNN
hefur það eftir ónafngreindum heim-
ildarmönnum innan rúandísku
stjórnarinnar að rússneskar
leiguflugvélar hafi flutt þúsundir rú-
andískj'a hermanna til Mbuji-Mayi-
héraðs í Suðaustur-Kongó til að að-
stoða skæruliða í sókn sinni að Kins-
hasa, höfuðborgar lýðveldisins. Ef
aðgerðin tekst ná skæruliðar völdum
yfir stærstu demantanámum verald-
ar og svipta þá jafnframt stjórn Ka-
bilas helstu tekjulind sinni.
Kabila sagður í Sádí-Arabíu
Stjórnvöld í Kinshasa hafa gert
lítið úr sókn skæruliðanna og segja
stjórnarherinn vera að ná, hægt og
sígandi, lokatakmarki sínu um end-
urráð yfir öllu Kongó. Kabila forseti,
sem sakað hefur Rúanda og Úganda
um stuðning við skæruliðana, hefur
ekki sést í Kongó undanfarna daga.
Súdönsk dagblöð greindu frá þvi að
Kabila hefði verið þar í landi á
þriðjudag og fundað með ráðamönn-
um. Eitt blaðanna taldi sig hins veg-
ar hafa heimildir fyrir því að forset-
inn væri í Sádí-Arabíu að leita sér
læknisaðstoðar.
Afganistan
350 látnir
úr óþekktum
sjtíkdómi
Islamabad. Reuters.
RÚMLEGA 350 manns hafa
látist úr óþekktum sjúkdómi í
norðausturhluta Afganistans,
að því er heimildir innan stjórn-
ai'andstöðunnar í landinu
greina frá. Flestir hafa látist í
Badakhsan-héraði, sem liggur
að landsmærum Tadsjikistans
og Kína, en þar ráða stríðsherr-
ar andsnúnir talebönum ríkjum.
Sjúkdómurinn lýsir sér í
miklum hita, niðurgangi og
köldu, en er hvorki sagður vera
kólera né taugaveiki.
Badakhsan er mjög afskekkt
og fjalllent hérað í Afganistan.
Um þessar mundir er fannfergi
þar mikið og tekur a.m.k. 12
daga að komast frá miðju hér-
aði til endimarka þess fótgang-
andi ellegar ríðandi á asna.
\ f I f—F
17.-21. febrúar
Einu sinni enn
endurtökum við
okkar vinsælu
hestadaga
1999
• Togs reiðúlpur, litir: rauður, blár.5.200,-
• Kuldareiðgallar, litir: blár, grænn.13.900,-
• „Fleece" peysa með regnheldu fóðri ..3.900,-
• „Fleece" peysa........3.400,-
• Reiðúlpa vatt, litur: dökkblár.3.900,-
• Trico ullarsokkar............... 490,-
• Rússkinns reiðskálmar..........5.900,-
• Rússkinns legghlífar...........2.900,-
15% afsláttur
af öllum skó- og reiðbuxum
Hairaaí't-
**"**■£!$**
Afgreiðslutími: miðvikudaginn 17. kl. 8-19
fimmtudaginn 18. kl. 8-19
föstudaginn 19. kl. 8-19
laugardaginn 20. kl. 10-16
sunnudaginn 21. kl. 11-16
Veitingar í kaffihorninu
Stóraukii
vöruval
Fóðurvörur
«?
Racing steinefnablanda
Bíótín 1 og 5 Ktra
Hestamín
Fóðurlýsi
Graskögglar
10%
Reiðlygi
• Beisli, í gjafaumbúðum
(höfuðleöur, reiðmúll,
taumur, mél)....,...3.100,-
• Beisli, í gjafaumbúðum
(höfuðleður, reiðmúll,
taumur, mél)........3.600,-
• Hnakkur, Hrímnir
með öllum fylgihlutum. 23.500,-
• Hnakkur, Sörli
með öllum fylgihlutum ..22.500,-
• Gjarðir 14 strengja...700,-
• Gjarðir 7 strengja....400,-
• Reiði.....1.200,-
• ístaðsólar.1.200,-
• Istöð, tvíbogin
brass/ryðfrí...l .400,-
• Teymingar-
gjarðir.....1.900,-
• Stallmúlar frá kr.300,-
• Jofa reiðhjálmar
frákr.......3.570,-
Multifan viftur
oq stýringar
Brynningarskálar
MRbúðin
Lynghálsi 3
Sími: 5401125 *Fax: 5401120
/
Avallt í leiðinni ogferðarvirði
TÖ LV U G Ó K fl D fifififtEE
m _ O íl f ö r rt ir v V ! / _, - . , > / r-
IX K ^
í
fejþim&r
Af því tilefni höfum við pantað fjöldann allan af nýjum titlum
Efþú átt ekki heimangengt er WWW.bokSttlcl.ÍS
einföld og örugg leið til að nálgast mörg þúsund bókatitla.
25-70% afsláttur
bók/ai^ /túdei\t&.
Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími: 5700 777