Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 29 „Enginn venju- legur perri!44 LEIKLIST Leikfélag fslaiuls f IðllÚ LEITUM AÐ UNGRI STÚLKU Höfundur: Kristján Þórður Hrafns- son. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðar- son. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm- arsson. Lýsing: Ólafur P. Georgsson. Leikarar: Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir. Fimmtudagur 18. febrúar. HÁDEGISLEIKHÚS hefur skot- ið upp kollinum öðru hvoru undan- farna áratugi og má t.d. minna á leik- ritið Eru tígrisdýr í Kongó, sem var fyrsta leikritið sem fjallaði um alnæmi á íslensku leiksviði. Iðnó er tilvalið leikhús fyrir slíkar uppákomur enda notfæra forráða- menn hússins sér staðsetninguna og samvinnu við veitingahús til að bjóða upp á stuttan einþáttung yfir léttum málsverði. Fyi-sta verkið af þremur sem ákveðið hefur verið að sýna við þessar aðstæður er eftir Kristján Þórð Hrafnsson, en gefin hafa verið út þrjú ljóðasöfn eftir hann auk þess sem hann þýddi Abel Snorko býr einn sem er sýnt um þessar mundir á Litla sviði Þjóðleikhússins. Formið er knappt, hálftímalangur leikþáttur og leikendur tveh'. Þetta setm- efnistökunum óneitanlega þröngar skorður en hér tekst nokkuð vel til - efnið er hæfilegt og kemst vel til skila á þessum stutta tíma. Höfundur leiðir saman ólíka ein- staklinga og framvindan einkennist af samskiptum þeirra, væntingum þeiiTa hvors til annars og hvernig þeir bregðast við þegar væntingarn- ar standast ekki og þeir verða að slá af kröfum sínum og, fyrir vikið, þró- ast sem persónur. Ekki ber á frum- leika í efniviði eða framvindu verks- ins, en þátturinn hefur töluvert meira til að bera en að vera einfóld fingraæfing og samskipti persónanna eru tekin fóstum dramatískum tök- um og vel er unnið úr efninu. Stúlkan Berglind kemur í prufutöku vegna vals á leikkonu í fyrirhugaða stuttmynd. Hún er týp- an sem vill ekki verða flugfreyja og þá er ekki um annað velja en módeþ störf eða kvikmyndaleik. Hennar sýn á lífið litast af heimi fjöldafram- leiddrar dægrastyttingar og viðbrögð hennar við hugsjóna- mennsku Ólafs leikstjóra eru algjört skilningsleysi. Ef hann sækist ekki eftir líkama hennar - sem flokkast samkvæmt henni undir venjulegan perraskap - hlýtur eitthvað ennþá verra að vaka fyrir honum! Linda Ásgeirsdóttir smellpassaði í hlutverkið og lék af þrótti og mikilli leikgleði. En stundum var eins og bóklegt orðavalið vefðist fyifr henni. Það helsta sem mætti setja út á hvað persónusköpun höfundar varðai- er að hann gerir sér ekki mat úr þeim möguleikum sem munur á málfari persónanna gæti gefið. Þó að Berg- lind notist við slangur og slettur not- ar hún annars sama bóklega tungu- takið og Ólafur. Ef höfundm- léki sér meira að tungumálinu og fyndi málsnið sem hæfði hvorri persónu betur væri orðræðan öll trúverðugri. Ólafur var mun alvarlegri og dýpra þenkjandi en Berglind og það komst vel til skila í meðfórum Gunnars Hanssonar. En á meðan persónan Berglind sprettur fullsköpuð úr höfði höfundar er Ólafur full stífur og lit- laus. Gamanið er fólgið í andstæðun- um og árekstrum milli þeirra og þó að verkið sé bráðfyndið mátti gera meira úr þessu en misskilning sem endar vel. Magnús Geir Þórðai-son leikstýrir verkinu bráðvel og er sérstaklega út- sjónarsamur hvað hreyfingar persón- anna um sviðið varðar. Ljós og leik- munir voru fábreytt en þjónuðu full- komlega tilgangi sínum. Sýningin er skemmtileg og nýbreytni að þessu framtaki. Sveinn Haraldsson Píanótónleikar á Hvammstanga ÖRN Magnús- son píanóleikari heldur tónleika í Félagsheimil- inu Hvamms- tanga næstkom- andi sunnudag kl.16. Á fyrri hluta tónleikanna leik- ur Öm Rímna- dans Op. 11 ásamt þremm' köflum úr op. 2 eftir Jón Leifs og píanó- sónötu Beethovens ópus 27 nr. 2, hina svonefndu Tunglskinssónötu. Eftir hlé leikur Örn Image 1, eða Myndir 1, þrjú myndræn tónverk og Eyju gleðinnar eftir Claude Debussy. Örn hefur leikið inn á hljómdiska píanótónlist Jóns Leifs, frumflutt og hljóðritað Svipmyndir Páls ísólfssonar, auk þess að hjóð- rita píanóverk yngri íslenskra höfunda. Örn tók burtfararpróf frá Tón- listarskólanum á Akureyri og stundaði framhaldsnám í Man- chester, Berlín og London fram til ársins 1986. Örn Magmísson Nýjar bækur • MAÐUR og meaning er eftir Harald Ólafsson. í fréttatilkynningu segir að í þessari bók sé fjallað um skilning og skýringar á eðli manns og menningar frá sjónarhorni mannfræðinnar. Höfundur rekur þróun helstu hugmynda um manninn frá tíma upplýsing- arstefnunnar til nútímans og set- ur hugmyndir mannfræðinnar i samhengi við almenna hugmynda- sögu þjóðfélagsfræða og líffræða. Höfundur fer sínai' eigin leiðir í túlkun klassískra fræðiverka á fræðasviðinu og byggir jöfnum höndum á þýskum, frönskum og engilsaxneskum frumheimildum. Viðfangsefnið er fjölbreytt, frá göldrum, trú og töfrum til verald- legi-ar skynsemishyggju, frá fábrotnum siðum frummannsins til flókins nútímalegs þjóðskipulags. Haraldur Ólafsson stundaði nám í heimspeki við háskólann í Strass- borg og París. Hann lauk einnig prófi í trúarbragðafræði og menn- ingarlegri og líffræðilegri mann- fræði frá háskólanum í Stokkhólmi og Uppsölum. Þá lauk hann Fil.lie.- prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hefur kennt mannfræði, trúar- bragðafræði og kenningar í félags- vísindum við Háskóla Islands frá 1973, fyrst í námsbraut í þjóðfélagsfræðum og í félagsvís- indadeild frá stofnun hennar. Utgefandi er Félagsvísindastofn- un Háskóla Islands og sér Háskólaútgáfan um dreifíngu. Bók- in erinnbundin og210 bls. Verð: 3.200 kr. Haraldur Ólafsson Snúður og Snælda frum- sýna nýtt íslenskt leikrit LEIKFÉLAG eldri borgara, Snúður og Snælda, frumsýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm tvo einþáttunga á morgun, laugardag kl. 14. Fyrra verkið heitir Maðkar í mysunni og er eftir Mark Lang- ham. I leikritinu segir frá sex kon- um á Englandi, sem eiga fleira sameiginlegt en virðist í fljótu bragði. Leikarar eru Aðalheiður Guð- mundsdóttfr, Aðalheiður Sigur- jónsdóttii', Guðlaug Hróbjai-tsdótt- ir, Guðrún Jóhannesdóttir, Ólöf Jónsdóttir og Sigrún Pétursdóttir. Seinna verkið er nýtt íslenskt leikrit eftir Sigrúnu Valbergsdótt- ur, Ábrystir með kanel. Sigrún skiifaði leikritið sérstaklega fyrir leikhópinn Snúð og Snældu. Ábrystir með kanel gerist í rammíslensku umhverfi, á sveita- bæ í afdal þar sem boðið er upp á bændagistingu og notaðar eru nýj- ar aðferðir í markaðssetningu. Lífsglaðir eldri borgarar streyma á staðinn og ævintýrin bíða á hverju strái. Leikarar eru Sigmar Hróbjarts- son, Sigrún Pétursdóttir, Theódór Halldórsson, Þorgeir Jónsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Aðal- heiður Sigurjónsdóttfr, María H. Guðmundsdóttir, Guði-ún Jóhann- esdóttir og Þorsteinn Ólafsson. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttfr. Ljósahönnuður er Benedikt Axels- son. Næstu sýningar verða miðviku- daginn 24., laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. febrúar kl. 16. Morgunblaðið/Ásdís ATRIÐI úr leikritinu Ábrystir með kanel. Sýning af ljós- myndasamkeppni SÝNING á myndum úr ljós- myndasamkeppni FF, Ljós- broti, verður opnuð laugardag- inn 20. febrúar kl. 14. Þema sýningarinnar er hegðun. Sýn- ingin verður í Galleríi Geysi, Hinu húsinu, Aðalstræti 2 og bstendur frá 20. febrúar til 7. mars. Hún er opin frá klukkan 8-22 virka daga og 12-18 um helgar. Við opnunina verða úrslit keppninnar tilkynnt og koma þátttakendur alls staðar að af landinu. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntayerðlaun Halldórs Laxness 500.000 KRÓNA VERÐLAUNAFÉ! Skilafrestur til 1. maí Nú eru rúmir tveir mánuðir til stefnu fyrir höfunda til að skila inn handritum í samkeppni um Bókmenntaverðlaun Haildórs Laxness. Skilafrestur er til 1. maí 1999. Verðlaunin verða veitt í fjórða sinn á hausti komandi og kemur verðlauna- bókin út sama dag hjá Vöku-Helgafelli. Megintilgangur Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Bókaforlagið Vaka-Helgafell stendur að verðlaununum. VERÐLAUNIN Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð sem nemur 500 þúsund krónum en við verðlaunaupphæðina bætast venjuleg höfundarlaun samkvæmt rammasamningi Rithöfundasambands Islands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áður óbirta íslenska skáldsögu, eða safn smásagna, að undangenginni samkeppni sem er öllum opin. Árið 1998 hlaut Sindri Freysson verð- launin fyrir skáldsöguna Augun í bænum. Handritum skal skilað til Vöku-Helgafells, Siðumúla 6, 108 Reykjavík, merkt „Bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness“. Hand- ritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi með í lokuðu umslagi. SAMKEPPNIN ÖLLUM OPIN Minnt er á að samkeppnin um Bókmennta- verðlaun Halldórs Laxness er öllum opin og eru ungir jafnt sem aldnir höfundar hvattir til þess að senda handrit sín í keppnina. Að samkeppni lokinni geta þátttakendur vitjað handritanna hjá Vöku-Helgafelli. Upplýsingar um samkeppnina veitir Pétur Már Ólafsson hjá Vöku-Helgafelli í síma 550 3000 milli kl. 9 og 17. * VAK4HELGAFELL Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími: 550 3000 • Vefsetur: vaka.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.