Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 34

Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Sameinandi hagsmunir / / Akvörðun Halldórs Asgrímssonar er enn ein sönnun þess að á Islandi breytist allt til þess eins að ekkert breytist. Afranskri tungu er sagt að allt breytist til þess eins að ekk- ert breytist. Þessi mótsagnakennda speki hefur löngum átt sérlega vel við á Islandi þar sem þrá manna eftir breytingum skilar oftar en ekki óbreyttu ástandi. Og enn á ný gefst fólki í þessu landi tilefni til að hugleiða þessi vísdómsorð, nú í tengslum við þá ákvörðun ráðsmanns utanríkis- mála að skipa einn þekktasta andstæðing utanríkisstefnu Is- lendinga í gegnum árin í emb- ætti þjóðsendils í Kanada. Sjálfui- hefur Svavar Gestsson útnefnt sjálfan sig holdtekju endaloka kalda stríðsins og gefíð til kynna að nýja starfíð sé til marks um þau gjörbreyttu við- horf sem uppi VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson séu í þjóðfélag- inu. Ekki verð- ur þess vart að hann hafí áhyggjur af því að honum kunni að reynast erfítt að halda fram utanríldsstefnu ríkisstjórnar íslands á erlendrí grundu en slíkt mun heyra til verkefna þjóðsendla. (Hér er orðið „þjóðsendill" notað yfir starfsheitið „sendiherra" en Svavar Gestsson hefur ásamt tveimur öðrum þingmönnum lagt til á Alþingi að fundið verði nýtt orð yfir þetta starf enda geti ekki talist skilgreiningarat- riði um embættið að því gegni karlmaður. Sömu rök segja þing- mennimir eiga við um starfsheit- ið ,,ráðherra“). Það sjónarmið hefur heyrst að undarlegt sé að einn helsti and- stæðingur utanríkisstefnu Is- lendinga síðustu áratugina sé skipaður þjóðsendill í NATO- ríki. Slíkt geti aukinheldur tæp- ast talist virðingai-vottur við við- tökuríkið, í þessu tilfelli Kanada. Að auki er spurt hvernig vænta megi þess að sá hinn sami geti talist trúverðugur fulltrúi ís- lenskra stjómvalda í ljósi sögu sinnar. Allar era þessar athugasemdh- fremur léttvægar. Ef íyrram stjómmálamenn era almennt taldir hæfir til að gegna þessu starfí erfendis (sem er umdeilan- legt sem regla) verður ekki séð með hvaða rökum telja ber Svavar Gestsson undantekningu frá þeirri skilgreiningu. Þjóð- sendillinn nýi er þekktur fyrir skýran og kröftugan málflutning og hefur jafnan haldið fram sjón- armiðum miðstýringar og þjóð- emissósíalisma af veralegum þunga. Sem atvinnustjómmála- manni sæmir mun Svavar Gests- son tæpast lenda í erfíðleikum með að útskýra fyrír erlendum mönnum grandvallaratriði ís- lenskrar utanríkisstefnu, NATO- aðildina og vamarsamstarfið við Bandaríkjamenn eða þátttöku landsmanna í Evrópska efna- hagssvæðinu. Að því slepptu nýtur Svavar Gestsson skoðana- frelsis eins og aðrir þegnar þessa lands. Ymsum kann að þykja að skipan Svavars Gestssonar í þetta embætti sé til marks um nýja tíma í íslenskum stjómmál- um. Svo er ekki þótt þessi ákvörðun kunni að teljast nokk- uð fréttnæm. Hún er miklu frek- ar staðfesting þess sem ekki breytist í íslenskum stjómmál- um;varðstöðu stjómmálamanna um eigin hagsmuni á kostnað skattborgai-a í þessu landi. Fyrir um 20 áram var „sam- tryggingin" svonefnda eitt lykil- hugtakið í íslenskri stjómmála- umræðu. Þá vai- átt við hvemig stjómmálastéttin tryggði eigin hagsmuni m.a. með samningum og yfirráðum yfir tilteknum embættum til að hygla mönnum sem vora flokksforingjum þókn- anlegir og ýmist þurfti að losna við eða tryggja vemduð hálauna- störf eftir að stjómmálaferli vai- lokið. Sú ákvörðun að setja á fót erlendis nýtt embætti íyrir Svavar Gestsson sýnir að ná- kvæmlega ekkert hefur breyst í þessu landi hvað „samtrygging- una“ varðar á þeim áratugum sem liðnir era frá því þessi um- ræða var svo fyrirferðarmikil. Leitun er að vestrænu ríki þar sem almenningsálitið er jafn magnvana í pólitískum efnum. Eitt hefur að vísu breyst. Með sölu ríkisfyrirtækja hefur fækk- að nokkuð þeim hálaunaembætt- um sem íslenskir stjórnmálafor- ingjar ráða beinlínis yfír. Frek- ari fækkun er fyrirsjáanleg. Af þessum sökum hefur stjómmála- stéttin snúist til varnar og leitað nýrra leiða til að viðhalda hags- munum sínum. Og nú er leiðin fundin. Halldór Asgrímsson, ráðsmaður utanrík- ismála, stendur fyrir mikilli út- þenslu utanríkisþjónustunnar sem er með öllu ástæðulaus en eykur svigrúm valdastéttarinnar til muna. Þennan gjöming rétt- læta stjómmálaforingjar síðan með þeim rökum að viðskipta- hagsmuni landsmanna verði að tryggja með hamslausri fjölgun sendimanna og sendiráða. Virð- ast ráðamenn ganga að því sem vísu að Islendingar séu svo fávís- ir að þeim sé öldungis ókunn- ungt um það frelsi sem nú ein- kennir alþjóðaviðskipti. Og Mkt og áður er skattborg- uranum gert að standa undir þeim mikla kostnaði sem fylgir því að halda uppi skjólstæðing- um stjómmálaleiðtoga á erlendri grandu. Sú þögn sem umlykur útþenslustefnu ráðsmannsins er skýrt dæmi um að „samtrygg- ingin“ svonefnda lifír enn góðu h'fí á íslandi. „Samtryggingin“ er ekki ein- vörðungu skaðleg fyrir þæi- sak- ir að hún leggi óþarfa byrðar á skattborgarana. Hún felur í sér gagnrýniverða forgangsröðun og vinnur einnig gegn þeirri grundvallarhugsun að verðleik- ar eigi að ráða mestu um frama manna eða upphafningu í þjóð- félaginu. Hana ber því öðram þræði að skoða út frá siðfræði- legum forsendum og þeim leik- reglum sem taldar era heppileg- astar til að stuðla að heilbrigðri framþróun samfélagsins á Is- landi. Akvörðun Halldórs Asgríms- sonar er enn ein sönnun þess að á íslandi breytist allt til þess eins að ekkert breytist. Samein- andi hagsmunir hinnar pólitísku stéttar vega enda mun þyngra en þau léttvægu ágreiningsmál, sem fanga athyglina um stund- arsakir í slíku kyrrstöðuþjóðfé- lagi. Aðstoð við konur í Bosníu EFTIR að stríðsaðil- ar í Bosníu féllust á friðarskilmála sam- kvæmt svokölluðu Dayton-samkomulagi árið 1995 hefur verið unnið að uppbyggingu í landinu. Loft er þó lævi blandið og mikið um átök og launmorð þótt þeirra sé lítt getið I fréttum. Þótt styrjöld- in ylli gífurlegri eyði- leggingu á mannvirkj- um og atvinnutækjum er það tjón sem mann- fólkið varð fyrir enn verra. Líf týndust, lík- ömum var misþyrmt og sálir særðust svo seint mun gróa. Tvennt einkenndi styrjöldina um- fram annað. Annars vegar ofsóknir og tilraun til útrýmingar á þjóðar- brotum, hins vegar skipulagðai- hópnauðganir á konum sem ekki er vitað til að hafí áður verið beitt í jafnríkum mæli í styrjöldum. Karl- ar voru myrtir þúsundum saman, en eftir sitja konur í sárum með börnin sín sem sum hver fæddust eftir end- urteknar nauðganir. Hjálparstarf Flutt hefur verið tillaga á Alþingi þess efnis, segir Kristín Astgeirs- dóttir, að hluti þeirrar aðstoðar sem íslensk stjórnvöld ætla að beina til Bosníu verði látinn renna til kvenna. Kvennahús í Sarajevo Konur eru nú um 68% íbúa í Bosníu, en þær koma afar lítið ná- lægt stjórn landsins, einkum í múshmska hlutanum. Samkvæmt frásögnum kvenna sem hafa unnið að málefnum Bosníukvenna er lítill skilningur meðal ráðamanna á því að taka þurfí sérstaklega á vanda- málum þeirra. Meðal annars neitaði einn af borgai’stjóram Sarajevó BISE R-kvennasamtök- unum um húsnæði fyrir starfsemi í þágu kvenna með þeim rök- um að hann vildi ekki sjá nein kvennahús í sínum borgarhluta. Samt sem áður tókst að að festa kaup á húsi í Sarajevoborg sem er að verða tilbúið til notkun- ar, en það þarfnaðist mikilla viðgerða. Ýmis kvenna- og hjálparsam- tök svo og ríkisstjórnir hafa lagt sitt af mörk- um til hússins, þar á meðal sú íslenska í gegnum Bosníunefnd- ina. Það stafar af því að íslensk kona, dr. Vilborg Auður ísleifsdóttir sagnfræðingur, sem búsett er í Þýskalandi, hefur unnið mjög mikið starf í þágu kvenna í Bosníu. Starf hennar hófst er flóttamenn tóku að streyma til Þýskalands. Vilborg hef- ur leitað hingað eftir aðstoð og hafa íslensk kvennasamtök ákveðið að leggja henni lið. Þegar BISER-samtökin komu að húsinu í Sarajevo stóð varla steinn yfir steini, því öllu hafði verið stolið steini léttara. Meira að segja höfðu þjófar haft fyrir því að draga raf- leiðslur úr veggjum. Þegar ákveðið var að lyfta þakinu til þess að útbúa nothæfa hæð fyrir kennslustofur o.fl. kom í ljós að þakið var mjög illa farið. Því hefur dregist að koma húsinu í gagnið og viðgerðir reynst mun dýrari en áætlað var í fyrstu. Ólæsi meðal kvenna Fátækt er mikil meðal kvenna í Bosníu og fjölmargar þeirra sitja einar uppi með börn sín án þess að vita hvað orðið hefur um heimilisfóð- urinn, syni eða bræður. Hundraða þúsunda Bosníumanna er saknað eftir styrjaldarátökin, en sífellt era að fínnast fleiri fjöldagrafir. I Evr- ópuríkinu Bosníu er mikið ólæsi meðal kvenna og þær skortir sár- lega menntun og þar með möguleika til að sjá sér og sínum farborða. Gamlar hefðir og hugmyndu múslíma um konur eru þrándur í götu og þurfa konur mikla aðstoð til að brjótast úr þeim viðjum sem samfélagið setur þeim. Þá er brýn þörf fyrir hjálp til að konur og börn Kristín Astgeirsdóttir nái sér eftir öll þau áföll sem þau hafa orðið fyrir. Meðal annars má nefna að nokkrar flóttakonur í Þýskalandi (múslimar) fengu þá hugmynd að stofna kaffíhús þegar þær snera heim, en komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt þar sem þær yrðu álitnar lauslætis- drósir. Engin heiðvirð múslímakona getur unnið á kaffíhúsi að þeirra sögn! Þá veigra konur sér við að leita aðstoðar sérfræðinga því þær vilja ekki bera á torg að þær hafi orðið fyrir nauðgun. í kvennahúsi þar sem þær sækja námskeið er auðveldara að dylja að þær séu um leið að leita sér áfallahjálpar. I kvennahúsinu í Sarajevo er fyr- irhugað að halda námskeið í sauma- skap, lestri, ensku og fleiru sem að gagni má koma, jafnframt því að bjóða upp á viðtöl við lækna og sál- fræðinga. Þótt húsið sé ekki tilbúið eru þegar hafín enskunámskeið og búið að ráða lækni til starfa sem húsvitjar í Sarajevo. Hjálpar er þörf Undirrituð hefur flutt tillögu á Alþingi ásamt Drífu Hjartardóttur varaþingmanni og formanni Kven- félagasambands Islands þess efnis að hluti þeirrar aðstoðar sem ís- iensk stjórnvöid ætla að beina til Bosníu verði látinn renna til kvenna. Vonandi kemur brátt í ljós hvemig við verður bragðist. Það er ljóst að kvennahúsið í Sarajevo er spennandi og þarft verkefni og er þegar farið að líta til þess sem fyrir- myndar varðandi hjálparstarf í þágu kvenna. Það þykir mjög traustvekjandi að Norðurlandabúar koma þar að verki, en því miður hefur mikið af því fé sem varið hef- ur verið til hjálparstarfs ýmist horf- ið eða farið í kostnað, en það gildir ekki um þá aðstoð sem Norður- landaþjóðirnar hafa veitt. Nú biður Vilborg Auður ísleifsdóttir um stuðning til þess að unnt verði að ljúka viðgerðum á húsinu í Sarajevo og það munar um allt. Evrópusam- bandið er reiðubúið til að kosta starfsemina að miklu leyti en þeirra mikla regluverk leyfir ekki stuðning við byggingar- og stofnkostnað utan sambandsins. Vilborg sagði mér að nýlega hefði verið hringt í sig frá Brussel til að spyrja hvernig ESB gæti komið til aðstoðar, því þar þykir verkefnið bæði áhugavert og traustvekjandi. Ef einhverjir þeirra sem lesa þessa grein vilja leggja sitt af mörkum er hægt að leggja fé inn á reikning BISER nr. 011-26 2000 í Landsbankanum. Höfundur cr nlþingisnmður. Morgunverðarfundir Rannsóknastofnunar bygg- ingarlðnaðarins MIKILVÆGUR þáttur í starf- semi Rb er að miðla niðurstöðum rannsókna og þeirri sérhæfðu þekkingu, sem starfsmenn stofn- unarinnar búa yfir, til aðila bygg- ingariðnaðarins og mannvirkjaeig- enda. Þetta hefur verið gert með ýmsum hætti s.s. útgáfu rita og tækniblaða, greinaskrifum, erind- um á ráðstefnum, námskeiðum, fundum og svarþjónustu. Nú er ætlunin að halda röð morgunverð- arfunda. Fundir verða haldnir aðra hverja viku kl. 8.30-10.00 í Skála á annarri hæð hótels Sögu í vetur og vor. Stofnunin býður morgunverð- arhlaðborð, sem fundarmenn snæða af á meðan erindi verða flutt. Markhópar eru mismunandi eftir efni fundanna en almennt er um að ræða hönnuði (verk- og tæknifræðingar, arkitektar m.m.), iðnaðarmenn, húseigendur og aðra mannvirkjaeigendur, framleiðend- ur og innflutningsaðila. I þessari stuttu grein er gefíð yfirlit yfir efni fundanna en búið er að ákveða þá sjö fyrstu. Ef vel tekst til verður haldið áfram í haust með álíka fundaröð. Minnt verður á fundina daginn áður en heppilegast er að menn skrifí strax í dagbókina, hvaða fundi þeir hyggjast sækja. 23. feb.: Steypuframleiðsla - steypugæði: Haldin verða þrjú er- indi, fjallað verður um steypueft- irlit og steypugæði á höfuðborg- arsvæðinu, farið yfir nýjar aðferð- ir við mat á alkalivirkni fylliefna og ákvæði þar að lútandi í bygg- ingarreglugerð og rætt um ís- lenskt sement. Gestur fundarins verður byggingarfulltrúinn í Reykjavík, sem kynnir steypueft- irlitið. 10. mars: Viðhaldsþörf húsa á Islandi: Sökum þess hve húsa- kostur íslendinga er nýr hefur viðhald og viðhaldsþörf verið mun minni hér en í nágrannalöndum okkar. Viðamikilli rannsókn um þetta efni lauk á sl. ári og voru niðurstöður gefnar út í þykkri skýrslu. Minna rit með útdrætti á meginniðurstöðum verður lagt fram og farið yfir helstu þætti. Þar kemur m.a. fram að verulegt fjármagn þarf að setja í þennan geira á næstu árum og áratugum. Viðhaldskostnaður nú er 20 millj- arðar og mun á næstu tuttugu ár- um tvöfaldast að núvirði. 24. mars: Hljóðeinangrun húsa Fundaröð Um 80% þjóðarauðs, segir Hákon Ólafsson, ligg;ja í mannvirkjum. - umferðarhávaði: Fjallað verður almennt um hljóðeinangrun og hávaða og sýnd dæmi um lausnir, sem uppfylla kröfur um hljóðein- angrun milli herbergja, milli íbúða og milli hæða. Einnig verð- ur fjallað um umferðarhávaða, kröfur þar að lútandi og lausnir. Útgáfa Rb á þessu sviði verður kynnt. 14. apríl: Loftræstar útveggja- klæðningar: Kynntar verða niður-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.