Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MÉR hafa borist í
hendur tvær greinar
sem birtust í Morgun-
blaðinu 6. og 9. febrú-
ar og veitast að mér
persónulega, doktors-
ritgerð minni og
Lancaster-háskóla á
, Bretlandi. Það er at-
hyglisvert að í báðum
þessum greinum er
fullyrt að ég hafi sett
fram „safaríka" „alls-
herjar“ samsæris-
kenningu í doktorsrit-
gerð minni án þess að
höfundar þeirra hafi
kynnt sér innihald rit-
gerðinnar. Það er
nefnilega svo að höfundar þessara
tveggja greina hafa hvorugir aug-
um litið doktorsritgerð mína og
aldrei hafa þeir komið að máli við
mig til að fá nánari upplýsingar.
Það eina sem þeir byggja á er
stutt blaðaviðtal við mig, er birtist
^ í Morgunblaðinu 31. janúar síðast-
liðinn. í því stutta viðtali eru
nefndar örfáar niðurstöður úr
doktorsritgerð minni, sem er
röskar 300 blaðsíður og er af-
sprengi margra ára vinnu. Ætti
það að vera flestum ljóst að ekki
er hægt að gera svo umfangsmiklu
verki nákvæm og greinargóð skil í
jafnstuttu máli og eitt blaðaviðtal
er. Þaðan af síður er hægt að tína
til öll rök og forsendur sem niður-
^ stöður byggjast á. Það hefur þó
ekki stöðvað þessa aðila í að
skálda orsakasamhengi og draga
ályktanir án þess að
kynna sér málið nán-
ar. Það er nákvæm-
lega það sama og
þessir höfundar ásaka
mig um að hafa gert í
ritgerð minni.
Það er þó sérstak-
lega í seinni greininni
sem keyrir um þver-
bak, en höfundur
hennar er Arnar Guð-
mundsson, upplýs-
ingafulltrúi ASI. Arn-
ar tínir til ýmsar „vel
þekktar lykilstað-
reyndir" sem hann
fullyrðir að ég viti
ekki um og hafi ekkert
kynnt mér og þ.a.l. sé öll mín
vinna byggð á vanþekkingu, for-
dómum og misskilningi. Meðal
þess sem Arnar heldur fram er að
ég þekki ekki sögu almenna lífeyr-
issjóðakerfisins, viti ekkert um
fjárfestingarstefnu sjóðanna né að
hlutafjáreign sjóðanna sé að
mestu tilkomin eftir 1990 og að ég
átti mig ekki á því að það sé ekki
ASÍ heldur viðkomandi stéttarfé-
lög sem skipi í stjórnir lífeyris-
sjóðanna. Að lokum fullyrðir hann
að ég þekki ekkert til nýlegra laga
um lífeyrissjóði og þ.a.l. viti ég
ekki að fjárfestingarreglur al-
mennu sjóðanna hafi verið
rýmkaðar.
Ég ætla því að nota þetta tæki-
færi til að upplýsa „upplýsinga-
fulltrúann“. Éf Arnar hefði haft
fyrir því að afla sér haldbetri
þekkingar á viðfangsefninu, þ.e.
doktorsritgerð minni, í stað þess
að byggja sínar fullyrðingar á einu
stuttu blaðaviðtali við mig, þá
hefði hann komist að því að ég
fjalla vel og rækilega um allar
þessar „lykilstaðreyndir". I dokt-
orsritgerð minni rek ég sögu og
uppbyggingu almennu lífeyris-
sjóðanna frá upphafi, geri grein
fyrir eignum og eignasöfnun sjóð-
anna, greini þróun og breytingar á
Verkalýðshreyfingin
Þrátt fyrir að íslensk
verkalýðshreyfíng
virðist öflug á yfirborð-
inu, segir Herdís D.
Baldvinsdóttir, er
svo ekki þegar betur
er að gáð.
fjárfestingarstefnu þeirra frá upp-
hafi, m.a. með hliðsjón af reglu-
gerðum sjóðanna, og komst því
ekki hjá að vita að hlutafjáreign
þeirra var hverfandi þar til eftir
1990 en hefur aukist með ótrúleg-
um hraða síðan þá. Fjárfestingar-
stefna lífeyrissjóðanna var einnig
skoðuð í ljósi þess að hlutabréfa-
markaðurinn hér er nýr af nálinni,
sem eðlilega hefur áhrif á hvar
sjóðirnir geta fjárfest á öruggan
hátt. Einnig er sérstaklega fjallað
um stjórnunarfyrirkomulag ein-
stakra sjóða sem og Samband al-
mennra lífeyrissjóða og Lands-
samband lífeyrissjóða, sem eru
regnhlífasamtök almennu sjóð-
anna. Um nýju lögin sem Arnar
vísar til fjalla ég ekki sérstaklega
þar sem þau voru aðeins í frum-
varpsformi er rannsókninni lauk
og er því aðeins vísað í þau í neð-
anmálsgrein. (Allra gagna er getið
í nákvæmri heimildaskrá í ritgerð-
inni.) Það ætti því að vera ljóst að
ég þekki vel til þessara mála.
Arnar lætur ekki staðar numið
þar en heldur áfram að setja fram
fullyrðingar eða „staðreyndir"
eins og hann kýs að kalla það.
Hann staðhæfir að ég þekki ekki
uppbyggingu verkalýðshreyfing-
arinnar og ferli ákvarðanatöku.
Einnig að ég skilgreini ekki hvað
ég eigi við með „árangri verka-
lýðshreyfingarinnar", beri ekki
saman „árangur" verkalýðshreyf-
ingarinnar fyrir tíma lífeyriskerf-
isins og eftir, o.fl. í þessum dúr og
vísa ég hér með í grein hans fyrir
þá er kynnu að hafa áhuga. Hin
greinin, sem er eftir Asmund
Stefánsson, kemur einnig inn á
„árangurý verkalýðshreyfingar-
innar en Asmundur gefur sér þó
að það sé hugsanlegt að ég hafi
lagt mat á þá þróun í doktorsrit-
gerðinni. Það gleður mig því að
geta sagt að í henni er gerð góð
grein fyrir þessum þáttum sem og
baráttumálum verkalýðshreyfing-
arinnar.
Arnar og Ásmundur benda á
margvísleg réttindi launþega, fé-
lagslegt íbúðarkerfi, lífeyrissjóð
o.s.fi'v. sem dæmi um árangur
verkalýðshreyfingarinnar. Vissu-
lega fallast allir á að hér er um ár-
angur að ræða, en hver hefur náð
þessum árangii og hversu mikill
er hann? Augljóslega er þetta ekki
bara verk verkalýðshreyfingar-
innar, heldur einnig hluti af ár-
angri íslenskra stjórnmálaflokka.
Eingetni er ekki meginreglan í líf-
inu og allra síst á vinnumarkaðn-
um.
Að meta árangur verkalýðs-
hreyfingarinnar á svo einfaldan
hátt eins og þeir félagarnir gera
segir harla lítið, því það er sama
hversu lítið hefur áunnist, allt má
kalla árangur ef minnsta breyting
á sér stað. Raunhæfara er að
skoða árangur í tengslum við efna-
hagsþróun á íslandi og í saman-
burði við önnur lönd. Islensk
verkalýðshreyfing hefur ekki náð
árangri í að koma á launaþróun
sem kemur í veg fyrir að tilteknir
hópar launafólks dragist ítrekað
aftur úr öðrum hópum á þenslu-
tímabilum. Jafnframt hefur hreyf-
ingin ekki náð árangri í að byggja
upp velferðarkerfi sambærilegt
því sem þekkist á Norðurlöndum,
þrátt fyrir að óvíða hafi hagvöxtur
verið jafn mikill og á Islandi eftir
stríð. Svona mætti lengi halda
áfram. Samhljóða röksemdafærsla
þeirra félaganna um árangur er
því næsta haldlaus. Svo notuð sé
álíka skáldleg líking og þeir al-
þýðuski-iffinnar nota í greinum
sínum má segja, að það er eins og
Ásmundur hafi heimsótt Ai'nar í
barrtrjágarð hans á frostköldum
vetrardegi, þeir hafi kastað þar af
sér vatni og liggja þeir nú báðir
flatir á svellinu.
Ég hef ekki í hyggju að um-
skrifa ritgerð mína í formi blaða-
deilna á síðum Morgunblaðsins.
Ég vil bara árétta að þrátt fyrir að
íslensk verkalýðshreyfing virðist
öflug á yfirborðinu, þar sem all-
flestir launþegar eru félagsbundn-
ir, þá er svo ekki þegar betur er
að gáð. Að lokum vona ég að
vinnubrögð upplýsingafulltrúans
endurspegli ekki almenn vinnu-
brögð innan ASI.
Höfundur vinnur við rannsóknar-
störf á Islandi og á Bretlandi.
Skáldskap alþýðu-
skriffínna svarað
Herdís D.
Baldvinsdóttir
Mæla mig hvar?
Braun eyrnahitamælirinn fæst
í apótekum, góöur fyrir mig
og mömmu.
ThermoScan BRflun
>•
í hádeginu virka daga: JKvöld- og hdgartilbod:
HLAÐBORÐ
SÆLKERANS
Frjálst val:
Súpa, salatbar
os heitur matur,
marsar tesundir.
SJAVARREJTA
FAHTASIA
(3 tegundir af
ferskum fiski dagsins),
m/kryddgrjónum og
tveimur tegundum
af sósu.
AÐÐNSKR. 1.490.-
kr.890.-
Bamamatseðill fyrir smáfólkið!
Öllum þessum gómsætu réttum
fylgirsúpa, brauðbar, salatbar
og svo ísbarinn á eftir.
Grilluð
NAUTALUND
m/gljáðu grænmeti
og bernaisesósu.
AÐÐNSKR. 1590.'
Grillaður
LAMBAVÖÐVI
með bakaðri kartöfiu
og sósu að eigin vali.
AÐÐNSKR. 1.490.-
Hunangsgljáð
KJÚKUNGABRINGA
borin fram
með rifsberjasósu
og avocado.
AÐÐNSKR.1.490.'
Grillaður
SKOTUSELUR
BRflUTflRHOLTI 22
SÍMI 551-1690
ci\>róiuUuu' uóijúóu!
/I'/'íV) iH’/homin ! POTTURINN
OG
m/sjávarréttasósu
og hvítlauksbrauði.
AÐÐNSKR. 1.490.-
Röskva vill
sterkan lánasjóð
ÞEGAR stjórnmála-
menn þjóðarinnar
koma saman og halda
ræður í hanastélssam-
kvæmum verður þeim
tíðrætt um gildi
menntunar og að okk-
ur beri að hlúa að þeim
vaxtarbroddi menn-
ingar sem í menntun
er fólginn. Nú er kom-
inn tími til að þeir efni
loforðin.
Grunnframfærslan
er of lág
I dag er grunnfram-
færsla sú sem námslán
á íslandi miðast við kr.
57.600 á mánuði. Þrátt fyrir fögur
fyrirheit ráðamanna eru námslán-
in í dag 16,7% lægri að raunvirði
en þau voru 1982. Á sama tíma
hafa laun á almennum markaði
hækkað um tugi prósentustiga.
Snemma á síðasta ári sáu stjórn-
völd að sér og bættu verulega úr
því óréttlæti sem fólst í lágum ör-
orku- og atvinnuleysisbótum. Sa-
mið var um nær 14% prósenta
hækkun þeirra og skyldi hækkun-
in koma til framkvæmda í fjórum
þrepum á tveimur árum.
Síðastliðið vor voru úthlutunar-
reglur Lánasjóðs íslenskra náms-
manna til endurskoðunar. Röskva
hafði skýra stefnu, námslán yrðu
að hækka. Lögð var fram ósk um
sömu prósentuhækkanir og á ör-
orku- og atvinnuleysisbótum og
skyldu þær framkvæmdar með
sama hætti og hækkanir þeirra
bóta sem vísað var til. Ríkisvaldið
hafnaði tillögunum.
Baráttan heldur hins-
vegar áfram og af-
staða Röskvu er
óbreytt. Okkar óskir
eru raunhæfar en það
er aðeins með beinni
hækkun grunnfram-
færslu sem lagfær-
ingar á sjóðnum
koma þeim til góða
sem mest þurfa á
framfærslulánum að
halda. Við viljum nýta
þau sóknarfæri sem
gefast í vor vegna al-
þingiskosninganna,
og þrýsta á stjórn-
málaflokkana að hafa
umbætur á lánasjóðskerfinu ofar-
lega á sinni stefnuskrá.
Frítekjumarkið
er jaðarskattur
Við útreikning námslána er svo-
kallað frítekjumark lagt til grund-
Stúdentaráð
Lánasjóðurinn, segir
Eiríkur Jónsson,
taki Netið meira í
sína þjónustu.
vallar við útreikninga vegna tekju-
skerðingar lánanna. Frítekju-
markið fyrir skólaárið 1998-99 er
kr. 185.000 miðað við 3ja mánaða
vinnu árið 1998. Það er að segja
kr. 61.667 á mánuði. Af tekjum
umfram þessa upphæð koma 50%
til frádráttar við útreikning náms-
lána. Með svo lágt frítekjumark
geta námsmenn ekki einu sinni
unnið fyrir lögboðnum lágmarks-
launum í sumarleyfi sínu án þess
að námslánin skerðist. Þannig eru
jaðarskattaáhrif vegna of lágs frí-
tekjumarks u.þ.b. 12.500 krónur á
ári. Röskva hafnar of lágu frítekju-
marki og krafa okkar er einföld:
Frítekjumarkið verður að hækka
upp í kr. 210.000 eða kr. 70.000 á
mánuði. Allt innan við það er
skattlagning á námslán.
Lánasjóðinn á Netið
Gæði þjónustu Lánasjóðsins
hafa lengi verið þyrnir í augum
viðskiptavina hans, okkar náms-
manna. Mikið pappírsflóð er sam-
fara umsókn og afgreiðslu náms-
lána og í því langa ferli getur
margt farið úrskeiðis. í því tækni-
þjóðfélagi sem við lifum í í dag er
ekki nema eðlileg krafa að Lána-
sjóðurinn taki Netið meira í sína
þjónustu. Röskva vill sjá umsókn-
arferlið fara fram á Netinu.
Þannig er hægt að spara mikinn
tíma og fyrirhöfn. Við lánsumsókn
fengi námsmaður þá aðgangsorð
að sínum ferli við sjóðinn og hefði
jafnframt yfirsýn yfir stoðu sína á
öllum tímum. Gangi okkar stefnu-
mál eftir sér Röskva fyrir sér
sterkan Lánasjóð sem mun vera
námsmönunm stoð inn í nýtt ár-
þúsund.
Höfundur er laganemi og skipar
Ijórða sæti á lista Röskvu til Stúd-
entaráðs.
Eiríkur
Jónsson