Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 41%
sýndi og sannaði að afi minn hafði
áhuga á því sem var að gerast í lífí
mínu og vildi fá að fylgjast með og
vera með. Eg náði ekki að segja afa
mínum frá litla erfingjanum sem
ég geng nú með, en ég veit að hann
hefði orðið kátur og hlakkað tO að
sjá langafabamið sitt.
Afi minn var einstakur og ég á
honum margt að þakka í lífinu. Eg
kveð þig, elsku afi minn, með sökn-
uð í hjarta. Blessuð sé minning þín.
Guð geymi þig.
Þórunn Kristín.
Sú sorgarfregn barst okkur
bræði-um þriðjudaginn 9. þessa
mánaðar að fóðurbróður okkar,
Hörður Guðmundsson, hefði þá
síðdegis orðið bráðkvaddur á heim-
ili sínu. Svo skyndOegur dauðdagi
hlýtur ævinlega að vera sviplegur
og sársaukafullur öllum vanda-
mönnum, en einkum þó fjölskyldu
og öðrum nánustu ættingjum.
Um Hörð, móðurbróður okkar,
eigum við margar góðar minning-
ar, sem nú rifjast upp, þótt fæstar
verði hér raktar. Við minnumst
margra skemmtilegra samvista
fjölskyldna okkar, ekki síst um jól
og áramót, enda voru þau hjónin,
Steinunn og Hörður, höfðingjar
heim að sækja. Þar við bættist að
við systkinabörnin vorum á svip-
uðu reki og var mikið gaman á
slíkum gleðistundum.
Minnisstæðastar eru þó allar
hinar fjölmörgu samverustundir á
allt öðrum árstíma, sumrin austur
á hinum fagra stað, Iðu í Biskups-
tungum, við hið mikla fljót, frið-
sæla fljót, Hvítá, en þar áttu for-
eldrar hans bústað nánast á ár-
bakkanum. Guðmundur afi var
mikill bóndi í sér og áhugasamur
laxveiðimaður og Hörður ekki síð-
ur iðinn við laxinn, en Oddfh'ður
amma skógræktarkona, sem fékk
bónda sinn og fleiri í fjölskyldunni
til að vinna með sér við trjáplönt-
unina. Hefur þeim gróðri farið vel
fram og varð ásinn ofan sumar-
hússins brátt einn mesti sælureit-
urinn þar eystra.
Eftir fráfall afa og ömmu tók
Hörður við gamla bústaðnum sem
var vægast sagt orðinn lélegur og
gerði hann upp af miklum myndar-
skap svo hann er sem nýr. Þar undi
hann sér vel og daginn sem hann
lést hafði hann orð á því við Stein-
unni að gaman væri nú að skreppa
austur þar sem veðrið væri svo
gott, en enginn veit sitt skapadæg-
ur.
Varla þarf að taka það fram að
Hörður frændi kenndi okkur öllum
af yngri kynslóðinni bifeiðaakstur,
og vel hefur öll sú tilsögn nýst okk-
ur. Vil ég, Guðmundur, að lokum
þakka honum þá hugulsemi hans
að færa mér á 17 ára afmæli mínu
nýja ökuskírteini mitt að gjöf. Slíkt
gleymist ekki.
Að leiðarlokum þökkum við hon-
um langa viðkynningu og sendum
Steinu og börnunum og fjölskyld-
um þeirra einlægar samúðarkveðj-
ur.
Gísli og Guðmundur
Björnssynir.
Hörður á neðri hæðinni er lát-
inn. Hann reyndist mér vel og var
mikill vinur. Þrátt fyrir háan aldur
var hann ungur í anda og þótti mér
afar vænt um að fá að kynnast hon-
um. Fréttir af fráfalli vina eru
alltaf mikið umhugsanarefni og á
þeim stundum fer maður að hugsa
til baka. Hörður Guðmundsson,
eða Hörður á neðri hæðinni, var
maður sem ég gat alltaf leitað til og
ekki stóð á aðstoðinni. Hann var
góður nágranni minn, foreldra og
fjölskyldu okkar á efri hæðinni á
Kambsveginum. Það er mér mjög
eftirminnilegt hversu gaman var að
koma Herði til að hlæja. Það vai-
líka auðvelt því hann var lífsglaður
GUÐNIRAGNAR
GUÐMUNDSSON
+ Guðni Ragnar
Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
17. júlí 1928. Hann
Iést í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 7. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Einarsson,
sjómaður í Reykja-
vík, f. 12.3. 1885,
Háarima í Holtum,
d. 1.8. 1971 og Mar-
grét Sigurðardóttir,
húsfrú í Reykjavík,
f. 10.7. 1893 í Háfi í
Holtum, d. 27.9. 1930. Systkini:
1) Sigfríð, Þorbjörg Guðmunds-
dóttir, f. 26.6. 1919, d. 4.12.
1989, maki Kenneth Breiðfjörð,
f. 16.1. 1921, d. 14.7. 1980, 2)
Fanný Ágústa Guðmundsdóttir,
Guðni Ragnar frændi minn eða
Raggi frændi eins og hann var
alltaf nefndur er allur. Guðni
Ragnar var yngstur en systur hans
sem allar eru látnar voru Ágústa
Fanney, Sigfríð og móðir mín Pál-
fríður.
Minningabrotin hrannast upp og
eru mér kær er ég hugsa til Ragga
sem oft, þegar hann kom í heim-
sókn, kom með ýmislegt góðgæti
og myndablöð handa strákum syst-
ur sinnar, frá framandi landi sem
heitir Ameríka, en Raggi vann í
mörg ár. fyrir Bandaríkjamenn á
Keflavíkurvelli, eða „kanann“ eins
og það var kallað í þá daga.
Það var sjaldgæft á þessum tíma
í kringum 1954 að erlend mynda-
blöð fyrir börn sæjust á íslenskum
heimilum og þessar myndasögur
drakk maður í sig. Þetta voru
fyrstu kynni af þeirri sjónmennt
sem kanski hafði áhrif á það val á
lífsstarfi sem ungur drengur tók
f. 8.10. 1921, d.
22.12. 1988, maki
Þorleifur Thorlaci-
us, f. 23.6. 1907, d.
16.11. 1987. 3) Pál-
fríður Guðmunds-
dóttir, f. 25.4. 1925,
d. 3.11. 1997, maki
Steinþór Ingvars-
son, f. 28.6. 1924, d.
13.6. 1983.
Guðni Ragnar
dvaldi á Reykja-
lundi frá árinu 1985
til febrúar 1989 en
þá flutti hann í
Sjálfsbjargarhúsið
Hátúni 12, þar sem hann bjó til
dauðadags.
Útför Guðna Ragnars fer
fram frá Digraneskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
seinna þegar þroski og aldur leyfði.
í þá daga var ekkert íslenskt
sjónvarp, aðeins kanasjónvarp og
sjónvörp voru ekki á íslenskum
heimilum, þá var hlustað á gömlu
„Gufuna“ með öllu sínu skemmti-
efni fyrir börn og fullorðna.
Þessi minningabrotum frá æsku-
árunum tengir maður Ragga
frænda, þessum ljúfa stundum
stríðnislega strák sem við systra-
börn hans kveðjum með trega í
dag.
Kæri frændi, takk fyrir afmælis-
boðið á síðasta ári er þú varðst sjö-
tugur, en skemmtileg var sú stund
og þá var upprifjun á gömlum tím-
um í algleymingi. Farðu í guðs friði
og hafðu þökk fyrir að leiða mig
fyrstu sporin í framandi heim
myndasögunnar.
Minningin um góðan dreng lifi,
blessuð sé minning hans.
Gunnar Steinþórsson.
maður. Hlátur hans ómaði um víð-
an völl og það var enginn smá hlát-
ur. Manni leið eins og fyndnasta
manni í heimi.
Þegar ég ungur að árum var að
laga bílana mína var Hörður alltaf
tilbúinn að gefa góð ráð og lána
verkfæri enda mikill bíladellukarl.
Þegar hann áttaði sig á mínum tíðu
ferðum til hans og hann var beðinn
um að fá lánuð verkfæri, brást
hann mjög eftirminnilega við.
Hann einfaldlega sagði mjög föður-
lega: „Gunnar minn! Eg tek úr lás,
hurðina inn í skúrinn minn, þannig
getur þú hvenær sem þú vilt fengið
eitthvað nytsamlegt að láni.“ Það
leyndist margt í verkfærageymslu
Harðar sem ég gat nýtt mér og ég
er þakklátur fyrir það. Greiðvikni
hans skipti mig miklu máli.
Mér þótti ákaflega vænt um
hversu áhugasamur hann var um
mína hagi. Þegar ég flutti norður í
land og kom í heimsóknir á
Kambsveginn, þá stóð sjaldan á
þeirri spurningu: „Hvemig var
færðin?“ Gamli góði leigubílstjór-
inn vissi hvað skipti máli í erfiðri
vetrarfærð á löngum ferðalögum.
Nú hefur Hörður haldið í ferða-
lag sem við vitum lítið um, en hann
fer vel búinn með þá vitneskju sem
skiptir öllu máli. Að hafa gefið gott
af sér og átt góða að.
Kæra Steinunn. Eg, foreldar
mínir Guðrún og Sverrir og systk-
ini mín vottum þér okkar dýpstu
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unbiaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Formáli
Æskilegt er að minningar-
giæinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útíor hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fi’am í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öi-yggi í textamenferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fóstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Þar sem pláss er
takmarkað, getur þurft að
fresta birtingu minningar-
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
Berist grein eftir að skilafrest-
ur er útrunninn eða eftir að út-
för hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
samúð. Minningin lifir um góðan
mann.
Gunnar Sverrisson.
Fyrir 30 árum þegar ég hóf akst-
ur á Bifreiðastöðinni Bæjarleiðum
var þar fyrir allstór hópur mið-
aldra manna sem höfðu ekið þar
frá stofnun stöðvarinnar og var að
ýmsu leyti all heimaríkur að okkur
þeim yngri fannst. Þessi hópur hef-
ur verið að týna tölunni og nú er
enn einn horfinn af svæðinu og
ekld sá svipminnsti.
Eg færi með verulega rangt mál
ef ég héldi því fram að Hörður
Guðmundsson hafi verið hvers
manns hugljúfi. Hann var mjög
hreinlyndur og hreinskilinn og slík
framkoma er ekki vænleg til vin-
sælda, öðru nær. Það sem fékk mig
til að láta mér hana líka var að ég
fann að hann gerði miklar kröfur
til manna, en þó ævinlega mestar
til sjálfs sín.
Það sem leiddi til ágæts vin-
skapar okkar þó aldursmunur
væri allnokkur var mín meðfædda
forvitni. Eg vissi að hann átti
veiðiheimild á hinu rómaða stór-
laxasvæði við Iðu í Biskupstung-
um og var oft að hnýsast í það mál
en yfir þeirri veiði hefur lengi
hvílt þögn og dul sem aðeins inn-
vígðir fengu innsýn í. Upp úr því
máli spratt svo nokkurs konar
„heiðurmannasamkomulag" sem
fólst í því að ég fékk að renna í Ið-
una en aðstoðaði Hörð við að end-
urbyggja niðurníddan veiðikofa
sem hann hafði nýlega fengið
eignarhald á, en hafði áður verið í—^
eigu fleiri aðila og ekki verið ein-
hugur um viðhald á. Það fór síðan
eins og vænta mátti að aðeins ann-
ar okkar reyndist „heiðursmaður"
er á reyndi og verð ég að viður-
kenna að mjög hallaði á mig í því
máli. Er ekki að orðlengja það en
það mál allt var mér til mikillar
gleði og heilsubótar á sál og lík-
ama og verulega ánægjulegt að
fylgjast með því hvernig niður-
níddur kofi varð að mjög fram-
bærilegum bústað með öllu sem
nú þykir sjálfsagt, rafmagni, hita
og heitum potti. Ekki síst var
ánægjulegt að fylgjast með þeirri
umhyggju og ást sem Hörður bar í
brjósti til þessa staðar, sem hefur
verið í eigu skyldmenna hans síð-
an fyrir stríð.
Þá var ekki síður ánægjulegt að
verða vitni að þeim mikla kærleika
sem hann bar tO konu sinnar og
barna. Hann var mjög stoltur af
börnum sínum en of réttsýnn til að
telja þau gallalaus.
Áð lokum sendi ég Steinunni og
börnum þeirra mínar innilegustu
þakkir fyrir ágæta vináttu á liðnum
árum með von um að tíminn lækni
öll sár.
Rósant Iljörleifsson. ^
Vinningaskrá
39. útdráttur 18. febrúar 1999
íbúðarvinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
79032
Kr. 100.000
1765
Ferðavinningur
Kr. 200.000 (tvöfaldur)
10192
25061
54770
Kr. 50.000
Ferðavinningur
2952 23329 33532 43640 57148 74234
3026 29274 38125 45127 61196 78687
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000
34 15461 22567 32256 41025 49867 63607 71960
230 15526 23616 33720 41593 51408 65601 73026
1884 16213 23772 33816 42189 52289 66243 73977
3961 16912 25028 34168 42475 54388 66547 76518
5904 17161 25819 34697 42973 55583 66970 77026
7123 18486 26616 35221 43029 56779 68026 78035
7591 18711 26818 36012 43636 57008 68703 78418
9097 18860 26825 36924 43954 57254 69022 78854
9860 19103 28099 37488 43996 58858 69561 79922
10133 19506 29444 37949 44905 58920 70116
12628 20680 30699 39355 45293 59029 70984
12747 21628 31246 39996 46818 59046 71175
14212 22387 31834 40255 47210 63112 71272
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000
358 7833 20289 30519 40350 52820 60728 72589
412 8220 20738 31044 40525 53129 60753 72763
1173 8355 20847 31347 41155 53160 60811 72780
1252 8522 21327 32337 41270 53204 61046 73322
1409 8623 21732 32385 41455 53707 61298 73610
1784 8647 22056 32556 42118 54100 61603 74191
2188 8791 22109 33270 42478 54336 62270 74447
2215 9414 22471 34623 43086 54606 62275 74448
2316 9866 23495 34843 43384 54698 62935 74586
2596 9912 23629 34936 44059 54876 62967 74699
2706 10808 23649 35577 45343 54925 63396 75137
3120 10951 23698 35783 45646 54998 63684 75139
3774 11473 23849 36382 45965 55157 63695 75183
3785 11591 23900 36552 46217 55323 63760 75918
3968 12352 24137 36561 46829 55716 64094 75925
4200 13667 24578 36834 47130 55838 64796 75952
4396 13932 24931 37363 47721 55860 65360 76061
4430 14143 24978 37564 48238 55945 65820 76349
4889 14152 25016 37643 48297 55991 66373 76386
" 4969 14601 25251 37724 48478 56106 66427 76882
5093 15016 25467 37733 48487 56221 66741 77580
5470 15239 26081 37837 49440 56372 67271 78026
5931 15805 26936 37922 49671 57418 67496 78156
5945 16484 27289 37948 50088 57745 68077 79204
6087 17135 27348 38137 50572 57799 68139 79297
6614 17304 27819 38767 50906 58143 69037 79479
6622 17427 27844 38808 51253 58150 69419
6827 17687 29018 39011 51429 59004 71054
6833 18986 29267 39114 51456 59537 71283
6989 19228 29777 39449 51583 59862 71687
7644 20111 30044 40234 52559 60356 72335
7726 20113 30378 40340 52590 60628 72586
Nœsti útdráttur fer fram 25. feb 1999.
Hcimasíða á Intemeti: www.itn.is/das/