Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 47 Frá Pétrí Bjarnasyni: SÁ VAR háttur heldri húsmæðra í sveit í gamla daga, að koma sér upp duglegri búrtík. Til þess var að jafn- aði valinn bitgjarnasti og grimmasti hundurinn á bænum. Honum voru að jafnaði gefnir bestu bitarnir úr búrinu og átti þar á móti að varna því að aðrir kæmust þar að. Á einni af ferðum sínum kom Bólu-Hjáimar að slíkum bæ, en var ekki kunnur húsaskipan og villtist í búrið, og ekki var að sökum að spyrja. Búrtíkin birtist urrandi með uppbrett trýnið og beit Hjálmar í kálfana. Þá varð Hjálmari að orði. Ólán vex á illum reit ei voru leiðir kunnar mig í kálfa báða beit búrtík húsfreyjunnar. Húsfreyja heyi'ði tiltalið og hótaði Hjálmari öðni harðara, þó ekki verði það tíundað hér. Nú undanfarin ár hefur þessu gamla kerfí verið beitt við stjórnun fískveiða á Islandsmiðum, þar sem fámennum en harðsnúnum hags- munahópum eru afhentir bestu bit- arnir úr búri þjóðfélagsins og síðan sagt að verja það með kjafti og klóm, að aðrir komist ekki að, sem margoft hefur komið fram í ræðu og riti ráðherra þeirra sem með mál- efni sjávarútvegs hafa farið að und- anförnu. Enginn hefur komist upp með að láta í ljósi gagnrýni á þessu kerfi án þess að einhver úr hagsmunahópn- um eða leigumálpípur þeirra úr Há- skólanum og víðar séu roknir upp til handa og fóta til varnar kerfinu og eigin hagsmunum með fullyrðinga- flaumi um að viðkomandi hafí ekkert vit á því sem hann sé að segja. Þeir einir viti allt sem vita þarf og öðrum sé best að þegja, vilji þeir ekki hafa verra af. Flestir láta sér segjast, minnugir þess sem húsfreyja hótaði Hjálmari. Eg vil þó leyfa mér að benda á að margoft hafa menn úr fiskimanna- stétt leyft sér að benda á aðrar leiðir til úrbóta. Sérstaklega á aðstöðu smábáta. Til dæmis benti undirrit- aður á þá leið 1987 að beltaskipta landhelginni í 0-20 mílur fyrir kyrr- stæð veiðarfæri, línu og net með ár- tíðabundnum undanþágum fyrir rækju, humar og flatfiskveiðar. 20-50 mílur íyrir ísfisktogara og vél- vædd línuveiðiskip til heimalöndun- ar, 50-200 mflur fyrir vinnsluskip. Öllum strandveiðiflotanum yrði stýrt með takmörkunum á gerð og búnaði veiðarfæra, svo og með tak- Búrtíkurbitasamfélagið mörkun á netafjölda, lengd og dýpt neta. Takmörkun á línulengd línu- báta og takmörkun á nillufjölda á handfærabátum. Ennfremur með róðrardagafjölda í viku hverri og ársfjórðungslegum stöðvunum ef þurfa þykir, eftir aflamagni. Á það skal bent að þessi floti, sem hér um ræðir, hefur mesta sóknargetu á sumrin og sækir þá að mestu leyti í þorsk, enda sú tegund ein sem notið hefur friðunar á kostnað allra ann- arra tegunda, því segja má að allir aðrir stofnar séu ofnýttir. Eg vil einnig benda á að ýmsir fiskimenn hafa bent á svipaðar leið- ir. Til dæmis Einar Hreinsson og Halldór Hermannsson 1990 um flokkun báta. Þórir Hinriksson og Hrólfur Gunnarsson um takmörkun á veiðarfærum. Allir þessir menn hafa fengið hið staðlaða svar, að þeir hafi ekkert vit á þessu og væri best að þegja. Nú síðast eftir hæstaréttardóm- inn lá beinast við að laga veiðistjórn- un smábátanna að því sem dómur- inn raunverulega túlkaði. Það er að gefa þeim veiðina frjálsa með fram- angreindum hömlunum, að minnsta kosti til loka fiskveiðiársins og taka svo mið af niðurstöðunni með fram- haldið. Nú er verð á ferskum flökum 47% hærra en á frystum flökum, en til framleiðslu ferskflaka þarf helst krókaveiddan og lifandi blóðgaðan fisk. Samt samþykktu þingmenn að afnema línutvöfóldunina og hafa þar með hundruð milljóna af þjóðarbú- inu, og í stað þess að frystihúsin fái nýveiddan línu- og handfærafisk til vinnslu á verðmætustu markaði verða þau að standa í að kaupa og kroppa beinin úr margfiystum og hálfúldnum smákóðum frá Rússlandi. Það má því segja að með afnámi línutvöföldunar og kvótasetningu smábátanna séu flestir bitar sjávar- útvegs komnir í búrið og í vörslu búrtíkurinnar þar og verða ekki auðsóttir öðrum í náinni framtíð, og ekki síst þegar formaður sjávarút- vegsnefndar gekk fyrir björg og skipaði sér í varðsveitina og fór að kyssa framsóknarkonurnar. Með framngreindum stjórnunar- aðferðum á smábátum mundi kvóta- brask stórminnka og frákast einnig því þeir hafa verið helstu kaupendur hjá kvótahákörlunum og vegna hins háa kvótaverðs hafa þeir orðið að kasta öllu nema stærsta og verð- mesta fiskinum. Það er annars merkilegt hvað al- 10% afsláttur ef pantað í febrúar LBU þingismenn eru andstæðir línuveið- um sem er þó vistvænasta veiðar- færið, og má að stórum hluta ráða hvers konar fiskur fæst með beitu- vali. Ef beitt er sfld og smokkfiski, og lagt í kanta verður uppistaðan þorskur, ef beitt er tómri loðnu og lagt á grynningu verður uppistaðan steinbítur, ef beitt er sandsfli og lagt á leyrinn verður uppistaðan í aflan- um ýsa. PETUR BJARNASON, fv. fiskimaður, Esjugrund 48, Kjalarnesi. Mikiá úrval af fallegum rúmfatnaði SkúlavörOiiKtíg 21, Reykjavík, HÍmi 551 4050 Við getum boðið þér eitt alþjóðlegasta MBA- og MSc-nám í Skandinavíu Kynningarfundur r á Islandi mánudaginn 22. febrúar kl. 18.00 á Hótel Sögu, Reykjavík, fundarherbergi A RÆBA-nám • Oll kennsla fer fram á ensku • I I mánaða almennt MBA-stjórnunarnám með áherslu á áætlanagerð, forystu og uppbyggingu víxlstarfandi liðsheildar • Nemendur allstaðar að, hámark 40 á námskeiði • Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla • „Hands on“-ráðgjafarverkefni MSc -nám • Öll kennsla fer fram á ensku • Tveggja ára fullt nám • Sérgreinar: - Fjármálahagfræði - Markaðsfræði - Áætlanagerð - Alþjóðaviðskipti - Stjórnun á sviði orkumála m Norwegian School of Management BI Sími 47 67 55 70 00 Netfang: graduate@bi.no http://www.bi.no JVlyndin hfir... ...vcmdiö valib og verib flott a fermingardaginn FERMINGARFOTIN ^i.NAx WA m HAGKAUP Opift mán. Þar sem þú vilt vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.