Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ciz:szz~x
HÁSKÓLABÍÓ
# # * *
HASKOLABIO
ntarh Hamill
Peter Stormare.
flrmageddon og Fargp
Lena Otin
Star UJars
Hann er búinn
að undirbúa sig
alla æui
og nú er
kaliið komiö.
w*' lreuist
SCEDIGITAL
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 enskt tal.
Sýnd kl. 5 og 7 íslenskt tal.
SŒDIGITAL
Áltabakka 8, stmi 587 8900 og 587 8905
Skemmtileg rómanttsk gamanmynd frá
lólkinu scm gerói Slecpiess in Seattle
áp ■ l B8Í
V ! 1 mwL -i-;
www.samfilm.is
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir rómantísku gamanmyndina Shakespeare In Love sem tilnefnd hefur verið til 13 óskarsverð-
launa, þar á meðal sem besta mynd ársins. Fjöldi þekktra leikara kemur fram í myndinni en með helstu hlutverkin fara Joseph
Fiennes og Gwyneth Paltrow sem tilnefnd er til óskarsverðlauna fyrir besta leik kvenna í aðalhlutverki.
Uppspretta
ástar-
sögunnar
Frumsýning
UNDIR lok sextándu aldar
kepptu tvö leikhús í London
ákaft utn hylli áhorfenda
. með því að lofa sífellt nýjum leikrit-
um og stórkostlegum leikurum.
Undir miklu álagi við að standa
undir kröfunni um ný leikhúsverk
er upprennandi ungur höfundur að
nafni Will Shakespeare (Joseph
Fiennes), en hann er skyndilega
haldinn mikilli ritstíflu og svo virð-
ist sem andagiftin hafí með öllu yfír-
gefið hann. Það er alveg sama hve
ákaft hann reynir, hann getur með
engu móti öðlast þá hugljómun sem
þarf. Þá skiptir heldur engu máli
þótt leikhúseigendurnir beiti hann
miklum þrýstingi til að Ijúka við
leikritið Rómeó og Ethel, dóttir sjó-
ræningjans. Hann þarf því nauðsyn-
lega á skáldagyðju að halda og á
undraverðan hátt finnur hann hana
þegar hann verður ástfanginn af
konu sem leiðir hann á vit dramat-
ísks ástarævintýris í takt við það
sem hann er að reyna að skrifa um.
Það byrjar allt saman með því að
v„ Lady Viola (Gwyneth Paltrow), sem
þráir ákaflega heitt að verða leik-
kona á þessum tímum þegar óhugs-
andi var að konur gætu sýnt sig á
leiksviði, dulbýr sig sem karlmann
og reynir að fá hlutverk í leikriti
Wiils. Dulargervi hennar misheppn-
ast hins vegar og ástin kviknar á
miili þeirra tveggja á augabragði. I
'kjölfarið tekur blekið að flæða í
JUDI Dench leikur Elísabetu
drottningu sem vill að Viola gift-
ist hinum óþolandi Lord Wessex.
stríðum straumi úr penna skáldsins
og umbreytir hann eigin ástartil-
finningum í ódauðleg orð þegar Vi-
ola verður hans eigin Júlía og Ró-
meó finnur tilgang í tilverunni. En
það er samt ekki ailt með felldu í til-
veru Wills því um leið og þéttskrif-
aðar síðurnar taka að hlaðast upp
hjá honum kemur í ijós að Viola
verður að giftast hinum óþolandi
Lord Wessex (Colin Firth) vegna
skipunar frá sjálfri Elísabetu
drottningu (Judi Dench). í mikilli
hringiðu misskilnings af öllu mögu-
legu tagi, viðureigna við afbrýði-
sama eiginmenn og hættulegra
kossa, leitar svo Will Shakespeare
ákaft að réttri lausn bæði fyrir leik-
ritið sitt og eigin ódrepandi ást.
Hugmyndin að kvikmyndinni
Shakespeare ástfanginn varð til hjá
Marc Norman, framleiðanda mynd-
ÞAU Viola (Gwyneth Paltrow) og Will Shakespeare (Joseph Fiennes) verða bálskotin
hvort í öðru um leið og þau hittast.
GWYNETH Paltrow er tilnefnd til óskarsverð-
launa fyrir hlutverk sitt í niyndinni Shake-
speare In Love.
arinnar og meðhöf-
undi, þegar sonur
hans spurði hann að
því hvað hefði verið
kveikjan að því að
Shakespeare skrifaði
leikritið um Rómeó
og Júlíu. Norman
fékk þá hugmynd að
Shakespeare hefði
orðið ástfanginn í
einum leikaranna
sinna, konu sem væri
dulbúin sem karl-
maður í því skyni að
komast á leiksviðið.
Vegna þess að
Shakespeare var
þegar kvæntur mað-
ur þá hlaut þetta ást-
arsamband að vera
fyrirfram dauða-
dæmt og þannig væri
um ákveðna endur-
speglun í ieikritinu að ræða.
Leikritaskáldið Tom Stoppard
var svo fengið til að varpa töfra-
ljóma sínum á handrit myndarinn-
ar, en hann er ekki ókunnugur
Shakespeare því hann skrifaði á sín-
um tíma leikrit um tvær minnihátt-
ar persónur í Hamlet, þá Ros-
encrantz og Guildenstern. í fyrstu
var Stoppard fullur efasemda um
hvort hann ætti að taka þetta verk-
efni að sér en hann heillaðist fljót-
lega að hugmyndinni og sökkti sér á
kaf í verkefnið.
Frá byrjun voru aðstandendur
myndarinnar harðákveðnir í að fá
Gwyneth Paitrow til að leika Vioiu,
en ekki var jafn augijóst hver ætti
að fara með hlutverk Shakespeares
í myndinni. Augu þeirra beindust
hins vegar fljótlega að Joseph
Fiennes sem þeim þótti trúverðug-
ur bæði í hlutverki elskhuga og
mikilhæfs ieikritaskálds.