Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ .1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrír milljarðar til byggða- mála á næstu þremur árum Morgunblaðið/Þorkell NEFNDIN kynnti tillögur sínar á blaðamannafundi í gær en í henni áttu sæti fulltrúar allra þingflokka. NEFND, sem forsætisráðherra skipaði um vanda landsbyggðar- innar, leggur til að einum milljarði verði varið árlega á næstu þremur árum til að jafna búsetuskilyrði á landinu. Meðal þess sem nefndin leggur til er að húshitunarkostnað- ur verði jafnaður, námskostnaður verði jafnaður, námsmenn á lands- byggðinni fái afslátt af afborgunum námslána og lagt er til að fram- kvæmdum í vegamálum verði flýtt. Nefndin var skipuð að tilhlutan nefndar um kjördæmabreytingar, en nefndin taldi nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að jafna bú- setuskilyrði á landinu samhliða því að atkvæðisréttur væri jafnaður milli landshluta. Fulltrúar allra þingflokka áttu sæti í nefhdinni, en formaður henn- ar var Einar K. Gufinnsson alþing- ismaður. Hann sagði að með tillög- unum væri nefndin að bregðast við bráðavanda. Kannanir hefðu leitt í ljós að svo umfangsmiklir búsetu- flutningar sem átt hefðu sér stað síðustu ár væru dýrir íyrir þjóðfé- lagið. Brýnt væri að stjórnvöld sköpuðu viðspymu. Hann minnti á að kannanir hefðu leitt í ljós að hér á landi færi lægra hlutfall ríkisút- gjalda til byggðamála en í ná- grannalöndum okkar. Húshitunar- og náms- kostnaður lækkaður Nefndin leggur til að húshitun- arkostnaður verði lækkaður í jöfn- um áföngum á næstu þremur árum þannig að hann verði hvergi meiri en hjá meðaldýrum hitaveitum. Áætlað er að kostnaður við þetta verði 600-700 milljónir þegar að- gerðh-nar verða að fullu komnar til framkvæmda. Nefndin leggur til að framlög til jöfnunar námskostnaðar verði tvö- földuð, þ.e. aukin um 230 milljónir króna á næstu þremur áram. Nefndin gerir ennfremur tillögu um að árlegur afsláttur verði veitt- ur af afborgunum námslána eftir tveggja ára fasta og samfellda bú- setu utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt skilgreiningu LÍN. Til- lagan gerir ráð fyrir að endur- greiðsluhlutfall verði 1 prósentu- stigi lægra en er að jafnaði á lán- um LÍN. Miðað við núgildandi reglur verður þetta endurgreiðslu- hlutfall 3,75% í stað 4,75% af út- svarsstofni. Til þess að auðvelda fólki á landsbyggðinni aðgang að sér- fræðilæknisþjónustu, gerir nefnd- in tillögu um aukna endurgreiðslu af ferðakostnaði sjúklinga og öðr- um tengdum kostnaði með beinum framlögum frá Tryggingastofnun ríkisins. Tveir milljarðar til vegamála Nefndin leggur til að fram- kvæmdum í vegamálum verði flýtt með sérstakri flýtifjármögnun upp á tvo milljarða á næstu fjórum ár- um. Þar af verði 500 milljónir end- urgreiddar á þriðja tímabili lang- tímaáætlunar í vegamálum. Stefnt er að því að framkvæmdir fari fram á svæðum þar sem íbúaþró- un er alvarleg og vegagerð er lík- leg til þess að hafa áhrif á byggða- þróun. Tekið er fram að sam- gönguvandi einstakra byggða verði ekki leystur nema með jarð- göngum og huga þurfi að rann- sóknum og langtímaáætlun á því sviði. Nefndin vill að af hálfu ríkisins verði deilt út verkefnum, ráðu- neyta, stofnana og fyrirtækja þess, sem unnt er að vinna með fjarvinnslusniði úti á landsbyggð- inni. Þess er krafist að innan eins árs verði lögð fram skýr stefna um hvernig einstök ráðuneyti ætla að vinna að þessu. Nefndin gerir tillögu um að þrjú afmörkuð svæði verði skilgreind þar sem fólksfækkun hefur verið mjög veraleg á síðustu áram. Inn- an þessa svæðis verði gerð tilraun til tveggja ára þar sem sveitarfé- lögin fái í sinn hlut hæn-a hlutfall beinna skatta, án þess þó að það raski heildarskattheimtunni. Lagt er til að gripið verði til aðgerða til að lækka skuldir sveitarfélaga þar sem skuldir eru komnar fram yfir hættumörk. Sérstaklega verði að bregðast við aðstæðum í sveitarfé- lögum þar sem skuldabyrði vegna félagslegs íbúðarhúsnæðis er mest. Að lokum leggur nefndin til að stjórnvöld beiti sér sérstaklega fyrir því að íbúar landsbyggðar- innar geti átt eðlileg tölvusam- skipti um fjarskiptanetið. Huga verði sérstaklega að gjaldskrá fyr- ir þjónustu fjarskiptanetsins. Pólitísk samstaða tryggir framkvæmdina Einar Guðfinnsson sagði að- spurður að mjög góð samstaða hefði tekist milli stjórnmálaflokk- anna og þess vegna ætti að vera tryggt að farið yrði í þessar að- gerðir þó að ný ríkisstjórn tæki við völdum eftir kosningar. Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður sagði að forsætisráðherra hefði gefíð yfirlýsingu á Alþingi í vikunni um að hann styddi tillögur nefndarinnar og að ríkisstjórnin myndi leita fjárheimilda og ábyrgjast pólitískt að tillögurnar næðu fram að ganga. Tillögurnar yrðu settar inn á fjáraukalagalista, sem þýddi að farið yrði að vinna í samræmi við að þær yrðu að vera- leika. . Magnús Stefánsson alþingis- maður sagði að orsakir þeirrar byggðaþróunar sem átt hefði sér stað síðustu ár væra flóknar og lausnir ekki einfaldar. Mikilvægt væri að stjórnvöld gerðu það sem væri á þeirra valdi tO að jafna bú- setuskilyrði. Samstaðan sem tekist hefði um þessar tillögur ætti að tryggja að ekki yrðu um þessi mál pólitískar deilur í kosningabarátt- unni og jafnframt ætti að vera tryggt að þeim yrði hrandið í framkvæmd. Kristján Möller, sem einnig átti sæti í nefndinni, minnti á að 7.000-8.000 manns hefðu flutt frá landsbyggðinni á síðustu fjóram áram. Herkostnaðurinn við þessa flutninga væri gríðarlegur. Aðrir sem sæti áttu í nefndinni voru Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, Tómas Ingi Olrich og Svavar Gestsson. Iðnaðar- og umhverfísráðherra kynna rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma Virkjunarkostum forgangsraðað á næstu 2-5 árum Morgunblaðið/Árni Sæberg. GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra og Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra kynntu rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma í gær. Lengst til vinstri er Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra og Guðmundur Bjarnason umhverfisráðhera kynntu í gær framkvæmd rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, en iðnaðarráðherra kynnti áætlunina á ríkisstjómarfundi í gærmorgun. Vinna við áætlunina hefst nú þegar og hefur verið skipað í faghópa og valið í ellefu manna verkefnastjórn sem stýra mun verkefninu. Ráð- herrarnir reikna með að áætlunin taki 2-5 ár í framkvæmd, en upp- haflega var gert ráð fyrir að vinnu við hana væri lokið árið 2000. Markmið rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkj- unarkosti, jafnt vatnsafls og há- hita, meðal annars með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis. Áætluninni er samhliða því ætlað að skilgreina, meta og flokka áhrif virkjunar- kosta á náttúrufar, náttúra- og menningarminjar svo og á hags- muni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði. „Maður - nýting - náttúra" Finnur Ingólfsson sagðist í gær vonast til þess að áætlunin myndi stuðla að almennri sátt um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Er vonast tii að með áætluninni verði lagður grandvöllur að forgangsröðun virkjunarkosta með tilliti til þarfa þjóðfélagsins hvað varðar atvinnu- Ekki ætlað að endurmeta virkj- anir sem fengið hafa leyfi starfsemi, varðveislu náttúragæða, styrkingu landsbyggðar og hags- muni allra þeirra sem nýta þessi gæði með sjálfbæra þróun að leið- arljósi. Vinna við rammaáætlunina verð- ur þríþætt, en kjörorð hennar er „Maður - nýting - náttúra". Ellefu manna verkefnisstjóm, sem valin er af iðnaðarráðherra, mun stýra verkefninu auk foi'manna fjögurra faghópa. Stjórnin mun móta áætl- unina og skipulag hennai', vinna úr niðurstöðum faghópanna og semja tillögu að áætluninni. Að sögn iðnaðarráðherra era meðlimir stjórnarinnar ekki til- nefndir af ákveðnum aðilum held- ur valdir af honum í samráði við umhverfisráðherra. „Hópurinn kemur frá stjórnvöldum, fyrir- tækjum, úr náttúraverndarsam- tökum, frá sveitarstjórnum og frá neytendum en með því vonum við að sem breiðastur hópur komi að verkefninu," sagði Finnur og segir að við val í hana hafi verið reynt að gæta jafnræðis milli þeirra sjónar- miða sem stjómarmeðlimir standa fyrir. 4 faghópar og 11 manna verkefnisstjórn Formaður verkefnisstjórnarinn- ar verður Sveinbjörn Bjömsson, fyrrverandi háskólarektor og deildai-stjóri í Orkustofnun, en auk hans eiga sæti í stjóminni Einar Bollason framkvæmdastjóri, Guð- ríður Þorvarðardóttir landfræðing- ur, Guðrún Zoéga verkfræðingur, Helgi Bjamason verkfræðingur, Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, Jón Helgason, formaður Landverndar, Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunar Islands, Jónas Elíasson, prófessor við Háskóla Islands og Þorvaldur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- laga á Austurlandi. Auk verkefnisstjórnarinnar munu starfa fjórir faghópar þar sem sérfræðingar á viðkomandi sviði munu eiga sæti. Hlutverk þeirra er að fara yfir virkjunar- kosti hver frá sínum sjónarhóli, meta þá með stigagjöf og gera til- lögur til verkefnisstjómar. Hóp- arnir standa fyrir a) náttúra- og minjavernd, b) orkulindir, c) útivist og hlunnindi og d) þjóðhagsmál, at- vinnulíf og byggðaþróun. Formenn faghópanna era eftirtaldir: a) Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskóla íslands, b) Þorkell Helga- son orkumálastjóri, c) Haukur Jó- hannesson, jarðfræðingur og for- maður Ferðafélags íslands, og d) Sigurður Guðmundsson, skipulags- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Endurmetur ekki virkjunarkosti sem fengið hafa leyfi Lögð er áhersla á að rammaá- ætlunin njóti trausts úti í samfélag- inu og verður samráðs- og ráðgjaf- arvettvangi komið á fót. Oskað verður eftir því að samtökin Land- vernd annist samráðsvettvanginn og mun formaður samtakanna því eiga sæti í verkefnisstjóminni, en einnig er íýrirhugað að opna heimasíðu áætlunarinnar þar sem almenningi gefst kostur á að koma sínum skoðunum á framfæri. Áætluninni er ekki falið að end- urmeta þá virkjunarkosti sem þeg- ar hafa fengið heimild Alþingis. Rammaáætlunin mun því ekki fjalla sérstaklega um virkjanir sem þegar hefm- verið ákveðið að ráðast í eins og til dæmis Fljótsdalsvirkj- un og gufuaflsvirkjun í Villinganesi auk þeirra virkjana sem nú bíða af- greiðslu Alþingis: Vatnsfellsvirkj- un og Búðarhálsvirkjun. ,Ákveðin verkefni verða ekki stöðvuð vegna vinnu við rammaá- ætlunina, þau munu ekki bíða nið- urstöðu hennar," sagði Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra. Ef hins vegar nýjar tillögur koma fram um verkefni umfram þau sem nú hefur verið ákveðið að ráðast í, og áætlunin verður ekki tilbúin, er gert ráð fyrir að slíkum verkefnum verði forgangsraðað á meðan á vinnu við áætlunina stendur. Umhverfisráðhen'a sagði að nauðsynlegt væri að afla sér betri grannþekkingar á umhverfisáhrif- um vh'kjana. í ljósi þess væri eink- um ljóst að rammaáætlunin væri langtímaverkefni til 2-5 ára og ekki myndi takast að ljúka verk- efninu á árinu 2000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.