Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LÁTTU mig um kauða, ég skal sko þjarma að honum.
Rektor HÍ boðar til málþings um framtíð búsetu á íslandi
Málþingi sjónvarpað
um íjarfundarbúnað
A OPNU málþingi sem rektor Há-
skóla íslands hefur boðað til um
framtíð búsetu á íslandi verður al-
menningi á landsbyggðinni, á þeim
stöðum sem búa yfir fjarfundarbún-
aði, gefínn kostur á þátttöku. Sjón-
varpað verður frá fundarstað í Há-
skólanum til viðkomandi sveitarfé-
laga og tekið á móti athugasemdum
og fyrirspurnum frá áheyrendum en
sextán sveitarfélögum hefur verið
boðin þátttaka.
„Grunnhugmyndin er sú að það sé
fáránlegt að sitja í Reykjavík og
messa yfir Iandslýð um þeirra mál og
láta þá sem málið mest varðar vera
hlutlausa áhorfendur að borgarbúum
að fjalla um landsbyggðina," sagði
Magnús Baldursson, aðstoðarmaður
rektors. Sagði hann að dagskrá mál-
þingsins hafí verið valin með það í
huga að vekja áhuga landsbyggðar-
innar. Benti hann á að háskóiamennt-
að fólk væri í minnihluta en fram-
sögumenn verða innlendir og erlendir
fræðimenn og fulltrúar atvinnulífsins,
stjómmála, mennta- og menningar-
mála. „Þama verður mikið af fólki úr
atvinnulífinu og fólki með reynslu af
þvi að vera úti á landi,“ sagði hann.
„Fólk sem hefur unnið þar og verið
frumkvöðlar og geta sagt til um hvað
það er sem skiptir máli.“
Bein útsending
Málþinginu verður sjónvarpað úr
Háskólanum, þar sem það verður
haldið dagana 20.-21. mars nk., með
aðstoð fjarfundarbúnaðar á staði úti á
landi, sem hafa yfír þessum búnaði að
ráða og em tengdir við menntanetið.
„Málþingið verður auglýst á viðkom-
andi stöðum þannig að þeir sem
áhuga hafa geta farið þangað sem
búnaðurinn er og fylgst með fyrir-
lestrunum í beinni útsendingu,“ sagði
Magnús. „Þeir munu geta komið at-
hugasemdum og spumingum að jafn-
óðum og beint þeim til fyrirlesara inn
á irkið svokallaða, spjallrásakerfið, og
munu fundarstjórar á hverjum stað
taka við fyrirspumum og slá þær inn.
A fundinum í Reykjavík verður annar
fundarstjóri, sem tekur við spuming-
unum jafnóðum og mun hann sjá um
að koma þeim á framfæri. Við teljum
að með þessu móti verði komist næst
því að allir sitji við sama borð.“
Magnús sagði að þessari hugmynd
hefði verið mjög vel tekið en þetta
væri tilraun og spennandi að sjá
hvernig til tækist. „Ef hún heppnast
vel verður sennilega reynt að halda
næstu málþing rektors með þessum
hætti þó svo landsbyggðamálin verði
ekki til umræðu eins og nú, svo Há-
skólinn geti staðið undir því nafni að
vera háskóli allra landsmanna,"
sagði hann.
Ríkislög1-
maður
lætur af
störfum
EMBÆTTI ríkislögmanns hefur
verið auglýst laust til umsóknar en
Jón G. Tómasson ríkislögmaður hef-
ur óskað eftir að láta af störfum, að
sögn Olafs Davíðssonar, ráðuneytis-
stjóra í forsætisráðuneytinu. Jón
varð 67 ára í lok síðasta árs.
Forsætisráðherra skipar í emb-
ættið til fimm ára. Ríldslögmaður
skal fullnægja almennum starfs-
gengisskilyrðum og skyldum starfs-
manna ríkisins svo og lagaskyldum
til að gegna dómaraembætti við
hæstarétt.
Umsóknir skulu hafa borist for-
sætisráðuneytinu eigi síðar en 26.
mars nk.
Nýr ritstjóri Uppeldis
Ahugi á uppeld-
ismálum mikill
Vigdís Stefánsdóttir
EFTIR áramót tók
nýr ritstjóri við
stjórn tímaritsins
Uppeldis. Uppeldi er tólf
ára gamalt tímarit og er
gefið út af Uppeldi ehf. og
er ætlað öllum þeim sem
starfa að uppeldismálum,
hvort heldur sem er for-
ráðamönnum barna eða
starfsfólki uppeldisstofn-
ana. Hinn nýi ritstjóri
heitir Vigdís Stefánsdóttir
og var hún spurð hvort
hún hygðist breyta til í
áherslum tímaritsins?
- Já, að því leyti til að ég
hef í hyggju að beina sjón-
um meira að eldri börnum
en áður hefur verið gert í
þessu tímariti. Eg ætla að
taka fyrir málefni bama
allt að tólf ára aldri og
jafnvel eldri barna. Það
má ektó gleyma því að
börn eru börn þótt þau séu að
komast á unglingsár.
- Eru það að þínu mati mörg
málefni eldri barna sem þarf að
fjalla um?
- Já, ótrúlega mörg. í fyrsta
blaðinu sem ég ritstýrði voru
tekin fyrir málefni eins og kynlíf
og unglingar, þar sem rætt er
um að of lítið sé um kynfræðslu
enda streymi unga fólkið á Húð-
og kynsjúkdómadeildina. Talað
er einnig um vímuefnaneyslu
barna allt niður í níu ára aldur.
Athygli er vakin á að þau böm
sem byrja neyslu slíkra efna
gera það stundum mjög snemma
- en vitaskuld em þau sem betur
fer fá sem þannig fer fyrir. Ann-
að sem við tökum fyrir er reiði-
laust agakerfi - en það er nánar
til tekið kerfi sem gengur þvert á
þá skoðun að böm séu skynsem-
isvemr sem hlusta á rök foreldra
sinna fyrir góðri hegðun. Við töl-
um einnig um leikfangalausa
leikskóla og hleypum karlmönn-
um meira í uppeldisskrifin en
gert hefur verið. Við kynnum fé-
lög eins og Bamaheill, Heimili
og skóla og Félag ábyrgra feðra
og ætlunin er að kynna í hverju
blaði eitt til tvö félög sem koma
að uppeldi barna á einhvern hátt.
Þá er fjarkennsla kynnt og
hvernig það er að fæða í vatni.
- Er það þinn bakgrunnur sem
veldur þessum breyttu áhersl-
um?
- Já, ég tel að svo sé. Ég kem
núna síðast úr blaðamannsstarfí
og hef kynnst frá þeirri hlið bæði
mjög góðum pennum og hliðum á
málum sem hinn almenni borgari
er ekki endilega að hugsa um.
Þetta gerir það að verkum að ég
sæki efni og greinar til annarra
aðila en gert var áður. Þá komu
greinarnar meira úr uppeldis-
geiranum sem einnig
er auðvitað gott í
svona blað. En fjöl-
breytni er eigi að síður
af hinu góða.
- Er það eitthvað eitt
öðru fremur sem þú
berð fyrir brjósti í málefnum
barna?
- Slysavarnir og öryggi í um-
hveril em að mínu viti forgangs-
mál og einnig fræðsla til foreldra
og forráðamanna barna - allt
sem getur orðið til þess að fólk
eigi auðveldara með að sinna
uppeldi bama sinna. Neytenda-
mál em líka þung á metum. Ég
tek fyrir í næsta blaði t.d. páska-
egg, ekki bara þessi venjulegu
heldur páskaegg fyrir börn með
ofnæmi. Ég ætla að vera með út-
tekt á því hvert sé hægt að leita
►Vigdís Stefánsdóttir er fædd
29. maí 1956 í Reykjavík. Hún
stundaði nám við Lindargötu-
skóla og menntaskólanám við
Menntaskólann í Hamrahlíð og
Fjölbrautaskóiann í Breiðholti.
Hún starfaði lijá Skýrsluvélum
ríkisins um tima og var ritari í
tvö ár á Flókadeild Kleppsspít-
ala. í 22 ár rak hún heildversl-
un og verslun ásamt eigin-
manni sínum, Jóseph Le
Lemacks. Hún kenndi handa-
vinnu í tengslum við verslunar-
reksturinn og gaf út prjóna-
blöð. Hún var hátt á annað ár
blaðamaður hjá Degi og hefur
nú tekið við starfi ritstjóra
tímaritsins Uppeldis. Vigdís og
Jóseph eiga þrjú börn.
ef granur vaknar um að eitthvað
sé að baminu, það virðist hvergi
vera tO á einum stað slík þjón-
usta eða listi yfir hvar hennar
skuli leita. Þá er tekið fyrir efni
sem ekki hefur verið mikið fjall-
að um, en það er sorgarferli for-
eldra sem uppgötva það að barn-
ið þeirra er fatlað.
- Hvað koma mörg blöð af Upp-
eldi útáári?
- Þau em sex. Ég vO leggja
áherslu á að blaðið er opið fyrir
hvern þann sem vill skrifa eða
leggja sitt af mörkum tO uppeld-
ismála og í því er sérstakur dálk-
ur sem tekur við bréfum utan úr
bæ og ber nafnið Pennastrik.
- Reynir þú að gera samanburð á
uppeldismálum hér á landi og í
nágrannalöndunum ?
- Já, það er verið að vinna að
grein þar sem borið er saman
leikskólastarf á Islandi og í
Englandi, þar sem ýmsar athygl-
isverðar staðreyndir koma fram.
Ekki má gleyma því að markmið
okkar em ektó bara
að gera blaðið fræði-
legt og upplýsandi
heldur líka skemmti-
legt og til þess að gera
það emm við með
„mola“ hér að þar, þar
sem drepið er á ýmislegt skondið
og kannski ekki endilega sér-
statóega fræðandi.
- Virðist þér góður grundvöllur
fyrirrekstri svona blaðs?
- Tvímælalaust, þeir sem hafa
með börn að gera á íslandi hafa
greinilega áhuga á uppeldismál-
um. Askrifendur em margir og
núna fer blaðið í lausasölu í meiri
mæli en áður var, þá verður það
aðgengilegra þeim sem ekki era
áskrifendur en hafa áhuga á ein-
hverju sérstöku málefni sem tek-
ið er fyrir hverju sinni.
Hyggst beina
sjónum
meira að
eldri börnum