Morgunblaðið - 10.03.1999, Side 11

Morgunblaðið - 10.03.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 11 FRETTIR Lagt til í ályktunardrögum landsfundar að Sjálfstæðisflokkurinn taki við ráðuneytum heilbrigðis- og orkumála Byggt á núverandi fískveiði- stjórnkerfí í grundvallaratriðum Lagt er til að áfram verði í grundvallarat- riðum byggt á núverandi fískveiðistjórn- kerfí í drögum að ályktun í sjávarútvegs- málum sem lögð verða fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Með- al þess sem lagt er til í ályktunardrögum fundarins er að samið verði um sérstaka fjármögnun eða yfírtöku útgerðar á sjó- mannaafslætti og að Sjálfstæðisflokkurinn taki að sér ráðuneyti heilbrigðis- og orku- mála í næstu ríkisstjórn. Omar Friðriks- son kynnti sér ályktunardrög fundarins. Gi d b | ERÐ er tillaga um það í -drögum að ályktun um heil- I brigðismál, sem lögð verða fyrir landsfund Sjálfstæðisflokks- ins um næstu helgi, að flokkurinn auki verulega áherslu sína á heil- brigðismál og stefni að því að taka að sér ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála í næstu ríkisstjórn. í drögum að ályktun í orkumálum segir að landsfundurinn leggi áherslu á ítarlega og vandaða með- ferð orkumála og telji rétt að flokk- urinn taki þau að sér í næstu ríkis- stjórn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardalshöll 11.- 14. mars undir kjörorðunum „Ái'angur fyrir alla“. Unnin hafa verið drög að ályktunum landsfund- arins í 23 málaflokkum innan sér- stakra starfshópa að undanförnu. Ekki eru lagðar til neinar gnmd- vallarbreytingar á fiskveiðistjórn- kerfinu í ályktunardrögum um sjáv- arútvegsmál. Par segir m.a. að meginmarkmið sjávarútvegsstefn- unnar sé að tryggja að arðsemi fiskistofnanna verði sem mest í þágu þjóðarinnar allrar, enda séu fiskistofnamir í hafinu sameign hennar. Einnig er tekið fram að mikilvægt sé að hefja sem fyrst hvalveiðar samkvæmt vísindalegri ráðgjöf. Reglur verði einfaldar og skýrar Áhersla er lögð á að stöðugleiki í fiskveiðistjórnun skipti sjávarút- veginn höfuðmáli og efli þjóðarhag. Síðan segir: „Landsfundurinn telur því mikilvægt að í grundvallaratrið- um verði áfram byggt á núverandi fiskveiðistjómunarkerfi. Sveigjan- leiki er þó nauðsynlegur og slík kerfi þarfnast stöðugrar og viðvar- andi endurskoðunar hvað varðar einstaka þætti. Landsfundurinn tel- ur mikilvægt að við endurskoðun laga og reglna um sjávarútveg verði þess gætt að þær verði einfaldar og skýrar." Lagt er til að kannað verði hvort ástæða sé til að aflétta banni við fjár- festingu erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og auka þannig aðgengi ““ sjávarútvegsins að erlendu áhættu- fjáj-magni. I ályktun um skattamál er lögð áhersla á að áfram verði unnið gegn háum skatthlutfóllum og umfangs- mikilli tekjutengingu bótaréttar. Lækka þurfi tekjuskattshlutfallið um leið og dregið verði úr vægi per- sónuafsláttar. „Jafnframt verði samið um sérstaka fjármögnun eða yfirtöku útgerðar á sjómannaaf- slætti við heildarendurskoðun á skattlagningu atvinnugreinarinnar. Sem valkost við vaxtabætur verði lí áf Afnám banns við erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi kannað fólki sem kaupir sína fyrstu íbúð gefinn kostur á húsnæðisaðstoð, sem ekki er tekjutengd og hvetur ekki til skuldsetningar,“ segir í drögunum. Landsvirkjun hlutafélag og sala Landssímans undirbúin í sömu ályktunardrögum er lagt til að þegar verði hafist handa við að breyta Landsvirkjun í hlutafé- lag, undirbúin verði sala Landssím- ans og sala á hlut ríkisins í bönk- um. Þá er lagt til að sambærilegar reglur gildi um áfengisútsölur og vínveitingastaði og þar með hætti ríkið allri smásöluverslun með áfengi. „Engin ástæða er fyrir ríkið að standa í verslunarrekstri. Leggja skal niður ATVR þegar í stað og selja eignir þess. Selja skal áfengi eftir reglum sem að ríkis- valdið setur,“ segir í drögum að ályktun um viðskipta- og neytenda- mál. Þar er jafnframt lagt til að skylduáskrift að fjölmiðlum verði afnumin nú þegar. Erlendir aðilar geti fjárfest í orkuverum I ályktunardrögum um orkumál segir að vinna eigi að skynsamlegri nýtingu hreinna orkulinda lands- ins, vatnsorku og jarðhita og áhersla er lögð á frjálsa sam- keppni. „Unnið verði áfram að því af fullum krafti að auka frelsi í öll- --------- um orkuviðskiptum. Vinnsla, meginflutning- ur, dreifing og sala raf- orku verði aðskilin eins fljótt og aðstæður frekast leyfa. Sjálfstætt fyrirtæki um meginflutn- ing orkunnar (vinnuheiti: Landsnet) verði stofnað á næsta kjörtímabili. Landsnet afhendi ork- una beint og milliliðalaust til dreifi- veitna og stóriðnaðarfyrirtækja. Áhersla verði lögð á að orkufyrir- tækin verði gerð að hlutafélögum og almenningur hvattur til eignar- aðildar. Þar sem hlutafélagsvæð- ingu verður ekki við komið verði jafnræði í skattamálum eigi að síð- ur tryggt. Þá verði erlendum aðil- um gefinn kostur á að fjárfesta í orkufyrirtækjum hér á landi,“ seg- ir í ályktunardrögunum. I drögum að ályktun um iðnaðarmál segh' að samhliða því að komið sé á sam- keppni í orkubúskapnum sé sjálf- sagt að gera erlendum aðilum kleift að fjárfesta í byggingu og rekstri orkuvera. 10 ára verðmætaáætlun hálendisins Talið er mikilvægt að sátt náist um framtíðarnýtingu og -verndun hálendisins, í ályktunardrögum um umhverfismál. „Móta ber slíka framtíðarstefnu á grunni verð- mætaáætlunar fyrir hálendið, sem tekur til 10 ára í senn. Samhliða gerð verðmætaáætlunar hálendisins verði rannsóknir og þekkingarleit á vistkerfi og náttúruverðmætum há- lendisins aukin,“ segir m.a. í drög- unum. Þar segir einnig að mikil- vægt sé að Island verði aðili að Kyoto-bókuninni, að sérstöðu ís- lands viðurkenndri. í drögum að ályktun í utanríkismálum er þó í umfjöllun um Kyoto-bókunina hvatt til þess að stjómvöld taki sér þann tíma, sem nauðsynlegur sé til að tryggja langtíma hagsmuni þjóðar- innar. í utanríkismáladrögunum er ít- rekuð afstaða seinasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. „Innganga eða aðild Islands að ESB kemur ekki til greina ef í henni felst að ís- lendingar þurfi að gefa eftir yfir- ráðarétt að fiskimiðum eða öðmm auðlindum þjóðarinnar," segir þar. f drögum að ályktun um iðnaðar- mál segir að tenging íslensku krón- unnar við aðra mynt myndi auð- velda sambýli sjávarútvegs við aðr- ar útflutningsgreinar og einhvers- konar tenging krónunnar við evr- una hljóti vel að koma til greina í framtíðinni. A móti sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík í ályktunardrögum um heil- brigðismál er áhersla lögð á til- færslu verkefna innan heilbrigðis- þjónustunnar frá ríkinu til einkaað- ila og sveitarfélaga. Auka þurfi fjölbreytni í rekstrarfyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar með auk- inni áherslu á einstaklingsframtak, sjúkratryggingakerfið verði endur- vakið og stefnt skuli að því að að- skilja ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Þá er lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn lýsi yfir að hann sé andvígur sameiningu stóm sjúkrahúsanna í Reykjavík í einn ríkisrekinn spítala. Stefna skal að einkavæðingu Ibúðalánasjóðs Fagnað er ákvörðun banka um þátttöku á íbúðalánamarkaði og tekið fram að nauðsynlegt sé að ti-yggja eðlilega samkeppnisstöðu þeirra með afnámi ríkisábyrgðar húsbréfalána, í drögum að ályktun um húsnæðismál. Stefnt skuli að einkavæðingu íbúðalánasjóðs með sama hætti og ríkisbankanna. Eðlilegt er að dregið verði úr tekjutengingum í almannatrygg- ingakerfinu, að því er segir í drög- um að ályktun um tryggingamál. „Nauðsynlegt er að undirbúa það að einkaaðilar taki við einstökum þátt- um úr slysa- og sjúkratryggingum Tryggingastofnunar. Ekkert er því til fyrirstöðu að allar slysatrygging- ar flytjist nú þegar frá ríkinu. Huga þarf að því með hvaða hætti má breyta sjúkratryggingakerfinu þannig að það sýni glöggt að um raunverulegt tryggingakerfi sé að ræða þar sem menn gi-eiða iðgjöld og njóta réttinda. Áhersla er lögð á að þjóðfélaginu er skylt að gæta þeirra sem ekki geta greitt iðgjöld. Skattar lækki sem nemi iðgjöldum til sjúkratiygginga," segir í drögun- um. í drögum að ályktun um jafnrétt- ismál er lagt til að réttur mæðra og feðra til fæðingarorlofs verði jafn- aður þannig að 3 mánuðir verði bundnir móður, 3 mánuðir föður og foreldrar geti ráðstafað 4 mánuðum sín á milli. Þjóðarlottó fyrir listir, menningu og vísind Gerð er tillaga um það í drögum að ályktun um menningarmál að kannað verði til hlítar hvort ekki megi hvetja til stuðnings við menn- ingarstarfsemi með skattaívilnun- um. Einnig er lagt til að kannaðir verði möguleikar á að koma á fót öflugu þjóðarlottói þar sem listir, menning og vísindi yrðu meðal þeirra sem nytu góðs af. Utræðisréttur strandjarða verði virtur í ÁLYKTUN búnaðarþings sem lauk um helgina er þess farið á leit við stjórn Bændasamtaka Islands að hún leiti leiða til þess að fá út- ræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestan í fiskveiðilögum. I greinargerð er það rifjað upp að margþættar sjávarnytjar hafi fylgt jörðum á íslandi frá því land var numið, þar með réttur til hvers konar veiða í sjó, og hafi verið önn- ur undirstaða afkomunnar og burðarás byggða um allt land. Færð eru að því rök að lög um fisk- veiðistjórnun ásamt tilheyrandi reglugerðum hafi ekki svipt eigend- ur jarða hinum fornu réttindum til fiskveiða, heldur sé réttur þeirra ekki virtur, réttinum haldi þeir að fullu áfram og tímabundinn missi eigi að bæta. Jarðeigendum er bent á að það væri afar einkennilegt og gæti hugsanlega veikt málstað þeirra ef þeir blanda sé nú í hóp umsækj- enda um veiðiheimildir og sækja með því móti um rétt sem þeir hafa fyrir. Glæsileg eldri borgaraferð tii Kanarí frá kr. 68.190 19. apríl með Sigurði Guðmundssyni Heimsferðir kynna nú hina vinsælu vorferð sína til Kanaríeyja 19.apríl í 30 nætur en þessi ferð hefur verið uppseld öll undanfarin ár, enda frábært veður á Kanaríeyjum á þessum tíma og frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Spennandi Gististaðir dagskrá Heimsferða • Leikfimi • Corona Blanca • Kvöldvökur • Roque Nublo • Kynnisferðir • Las Arenas • Gönguferðir • Iguazu • Spilakvöld • Paraiso Maspalomas • Út að borða • Tanife 30 nætur Verð kr. 68.190 19. apríl, m.v. 3 í íbúð, Tanife frá kr. 72.490 19. apríl, m.v. 2 í íbúð, Tanife • - : ■1 'i ~~ Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.