Morgunblaðið - 10.03.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVTKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
65 ár sfðan fyrst var dregið í Happdrætti Háskóla Islands
"T
Morgunblaðið
INGIGERÐUR Jónsdóttir var 13 ára og Jónas K. Guðbrandsson var 7
ára þegar þau voru fengin til að draga í fyrsta útdrætti Happdrættis
Háskóla Islands árið 1934. A myndinni er einnig happdrættisráð og
starfsmenn HHI.
Happdrættismiðinn
kostaði 6 krónur
ÞAÐ eru 65 ár síðan dregið var
fyrst í Happdrætti Háskóla fs-
lands, en þá voru tvö börn af
barnaheimilinu Vorblóminu, þau
Ingigerður Jónsdóttir, 13 ára, og
Jónas K. Guðbrandsson, 7 ára,
fengin til að draga.
Fyrsti drátturinn fór fram árið
1934 á sviðinu í Iðnó, en þá kost-
aði miðinn 6 krónur og hæsti
vinningur í hverjum drætti var
10 þúsund krónur, en í desember
var hann 50 þúsund. Ingigerður
og Jónas sögðust muna nokkuð
vel eftir þessum tíma. Ingigerður
sagði að þau hefðu verið í þessu í
heilt ár og að þau hefðu skipt
með sér verkum því hún hefði
dregið númerin en hann vinn-
ingsupphæðina. Jónas sagði að
eftir hvern drátt hefði þeim verið
boðið á Hótel Borg þar sem þau
fengu súkkulaði að drekka.
Ingigerður, sem nú er 78 ára,
sagðist hafa hætt í þessu stuttu
eftir fermingu, en að hún hafi að
mestu leyti fengist við sauma-
skap síðan, auk þess að halda
hcimili og ala upp börn. Hún
vann hjá Vinnufatagerð íslands í
rúm 20 ár, eða allt þar til verk-
smiðjan hætti störfum.
Jónas, sem nú er 72 ára, sagð-
ist hafa hætt á svipuðum tíma og
Ingigerður. Hann sagði að hann
hefði gert margt síðan, en lengst
af hafi hann unnið sem verkstjóri
hjá Pípugerð Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Golli
INGIGERÐUR, sem nú er 78 ára og Jónas, sem er 72 ára, sögðust
muna vel eftir þeim tíma þegar Iðnó var troðfullt og þau stóðu á svið-
inu fyrir framan mannfjöldann og drógu út númer og vinningsupp-
hæðir í Happdrætti Háskóla íslands.
Bjargráðasjóður styrk-
ir eigendur húss sem
veggjatítla eyðilagði
Talið flokkast
undir náttúru-
hamfarir
BJARGRÁÐASJÓÐUR hefur
ákveðið að veita styrk til eigenda
húss sem brennt var í Kapellu-
hrauni um helgina á þeim forsend-
um að það væri ónýtt af völdum
veggjatítlna. Húsið stóð í Haí'nar-
firði og uppgötvaðist tjónið, sem
skordýrategund þessi hafði unnið,
fyrir nokkru. Birgir Blöndal að-
stoðarframkvæmdastjóri sjóðsins,
segir hann ekki gefa upp einstaka
styrki til tjónþola.
Bjargráðasjóði er skipt í tvær
deildir og er umrædd styrkveiting
úr almennri deild sjóðsins, en hún
bætir fyrst og fremst eignir sem
ekki er hægt að tryggja á almenn-
um markaði. „Það er túlkun frá
fyrri tímum að bæta eigi tjón af
völdum náttúruhamfara og við höf-
um fordæmi fyrir því að tjónið sem
þetta skordýr vann í Hafnarfirði
teljist til náttúruhamfara í víðasta
skilningi þess orðs,“ segir Birgir.
Bjargráðasjóður fær tekjur frá
sveitarfélögunum í landinu og eru
tekjur almennu deildarinnar um 18
milljónir króna á ári, auk þess sem
ríkið greiðir sjóðnum 15 milljónir á
þessu ári. Búnaðardeildin, sem
gi'eiðh' m.a. tjón á búfé og tjón af
völdum kals í túnum, fær aðallega
tekjur af gjaldi sem lagt er á sölu-
vöru landbúnaðarins, en einnig lít-
ilsháttar framlag frá sveitarfélög-
unum. „Tekjur sjóðsins koma
einnig af vöxtum af bundnum fjár-
munum hans. Peningaeign sjóðsins
í báðum deildum hans nemur um
200 milljónum króna,“ segir Birgir.
Forseti Islands fer í opinbera heimsókn til Póllands
Viðstaddur þegar NATO-
fáninn er dreginn að húni
Morgunblaðið/Rax
Sýningin Lífsstíll ’99
í Laugardalshöll
Áhersla á það
sem gerir lífíð
þægilegra
UNDIRBÚNINGUR sýningarinn-
ar Lífsstíll ’99 - glæsileiki og mun-
aður, sem haldin verður í Laugar-
dalshöllinni 28. til 30. maí næst-
komandi, stendur nú yfir. A sýning-
unni verður lögð áhersla á flest það
sem gerir lífið þægilegra og
skemmtilegra, hvort sem um er að
ræða heimili fólks, tísku, útivist,
tómstundir eða hvers konar afþrey-
ingu. Vörusýningafyrirtækið Sýn-
ingar ehf. stendur að sýningunni,
en það er í eigu Samtaka iðnaðarins
ogKOM ehf.
I fréttatilkynningu segir að Lífs-
stíll ’99 sé sýning fyrir þá, sem
kunni að meta vandaða vöru og
þjónustu. Með þetta að leiðarljósi
verði settar upp margs konar sýn-
ingardeildir sem endurspegli lífs-
stfl, tíðaranda og lífsstílskröfur
landsmanna. Lífsstíll ’99 sé vett-
vangur fyrir verslanir og þjónustu-
íyrirtæki sem vilji kynna vöru sína
og þjónustu fyrir þeim vaxandi hópi
Islendinga sem fylgist með því
besta sem sé í boði á hverju sviði.
Borgarstjóri
kosinn formaður
INGIBJÖRG Sélrún Gísladóttir
borgarsljóri var kjörin formaður
borgarráðs á fundi ráðsins í gær
með fjórum atkvæðum meirihlut-
ans eftir að Sigrún Magnúsdóttir,
borgarfulltrúi Reykjavíkurlista,
óskaði eftir að verða leyst frá
störfum sem formaður. Á sama
fundi tók Júlíus Vífill Ingvarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, sæti í borgarráði og eru borg-
arráðsfulltrúar þá sjö í stað fimm
áður. Fund borgarráðs sátu meðal
annarra þau Gunnar Eydal, skrif-
stofustjóri borgarstjómar, borg-
arstjóri, Inga Jóna Þórðardóttir,
Sjálfstæðisflokki, Helgi Hjörvar,
Reykjavíkurlista, og Sigrún
Magnúsdóttir, Reykjavíkurlista.
ÞRÍR íslendingar í viðskiptaerindum
í París lentu í þeirri lífsreynslu um
helgina að lenda í návígi við eldsvoða
á hóteli sínu. Enginn þeirra hlaut
brunasár og sluppu þeir allir út á
götu að endingu.
Einn mannanna, Gunnar Gíslason
frá Akureyri, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að líklega megi telja
að hann hafi lent í lífshættu þótt hann
hafi ekki metið aðstæðurnar svo þeg-
ar hann varð brunans var. Hann
vaknaði við sírenuvæl aðfaranótt
sunnudags og grunaði ekki að um
væri að ræða brunaboð heldur taldi
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heldur til Varsjár í Pól-
landi í dag, miðvikudag, en opinber
heimsókn hans til Póllands hefst
með formlegum hætti á morgun. í
fylgdarliði forsetans eru m.a. Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra,
forsetaritari, ráðuneytisstjóri utan-
ríkisráðuneytisins og Dalla, dóttir
forsetans. Akveðið hefur verið að
Ólafur Ragnar verði sérstakur
gestur við athöfn við pólsku for-
setahöllina í Varsjá á föstudags-
kvöld, þegar Pólverjar fagna inn-
göngu sinni í NATO með því að
draga NATO-fánann að húni. Pól-
verjar hafa um langt árabil barist
fyrir þessari inngöngu sinni í Atl-
antshafsbandalagið.
í ár verða auk Póllands, Tékk-
neska lýðveldið og Ungverjaland
gerð að fullgildum aðildarríkjum
bandalagsins. Um fyrsta skrefið í
stækkun bandalagsins er að ræða.
Fjölbreytt dagskrá
Forsetinn kemur ásamt dóttur
sinni og forsetaritara frá París, en
hávaðann frekar tengjast þjófavöm í
bifreið úti á götu og lét sér viðvörun-
arhljóðið því í léttu rúmi liggja. „Svo
fann ég brunalyktina og fór út í
glugga og sá þar margmenni fyrir
neðan að góna upp. Þá uppgötvaði ég
fyrst að það væri kviknað í hótelinu,“
hann mun í dag setja fund sjávar-
útvegsráðherra FAO-ríkja í Róm.
Opinbera heimsóknin hefst með
formlegri móttökuathöfn í garði
forsetahallar Póllands í fyrramálið,
en þar verða þjóðsöngvar leiknir
og heiðursvörður kannaður. I kjöl-
farið hefst viðræðufundur Ólafs
Ragnars og forseta Póllands,
Aleksander Kwasniewski, og utan-
ríkisráðherranna, Halldórs og
Bronislaw Geremek. Meðan á þess-
um fundum stendur hitta dóttir
forsetans og makar þeirra sem era
í fylgdarliðinu forsetafrú Póllands.
Síðar um daginn mun forsetinn
setja fund íslenskra og pólskra við-
skiptaðila, ásamt því að skoða forn-
frægan kastala í Varsjá og leggja
blómsveig að leiði óþekkta her-
mannsins. Þá verður efnt til vinnu-
hádegisverðai' með forsætisráð-
herra Póllands, Jerzy Buzek. For-
setinn mun síðan taka þátt í um-
ræðufundi með pólskum fræði-
mönnum úr stjórnmálafræðideild
háskólans um lýðræði, öryggi og
efnahagslega framþróun í Evrópu
sagði Gunnai'. Einn félaga hans,
Kjartan Sveinsson, var þá þegai'
kominn niður á götu og kallaði til
Gunnars og sagði honum að kviknað
væri í hótelinu.
„Eg heyrði snarkið í eldinum hin-
um megin við þilið og það var orðið
nýiTa tíma. Forseti Póllands og
kona hans munu síðan efna til há-
tíðarkvöldverðar til heiðurs forseta
Islands.
Laxness-sýning skoðuð
Á föstudag mun forsetinn meðal
annars funda með forseta fulltrúa-
deildar pólska þingsins og forseta
öldungadeildar pólska þingsins,
ásamt því að skoða farandsýningu
um Halldór Laxness í bókmennta-
safninu í Varsjá og skoða sýningar-
bás Lýsis hf., þar sem lýsi og
heilsuvörur eru kynntar Pólverj-
um. Þá mun forsetinn verða sér-
stakur gestur þegar fáni NATO er
dreginn að húni við forsetahöllina.
Á föstudagskvöld mun Ólafur
Ragnar síðan efna til móttöku fyrir
gestgjafa sína á Hótel Bristol.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra mun í ferðinni m.a. funda
með forsætisráðherra, fulltrúa Al-
þjóðabankans, varahéraðsstjóra
Gdansk og pólskum viðskiptaaðil-
um, ásamt því að skoða skipa-
smíðastöðina Nauta Shipyard.
vel heitt inni í herberginu, en ég gerði
mér enga grein fyrir því hvort þetta
væri mikið bál eða bara reykur.“
Gunnar beið í 20 mínútur með höf-
uðið út um gluggann þangað til
reykkafarar komu á vettvang og not>
aði tímann líka til að pakka farangri
sínum niður í töskurnar. Reykkafai'-
amir leiddu hann síðan í gegnum
reykinn og niður á götu. Hann sá ekki
handa sinna skil og hélt niðri í sér
andanum á meðan hann óð reykinn
með reykköfurunum, sem einnig
björguðu félaga hans, Matthíasi
Sturlusyni, sem var í öðru herbergi.
„Heyrði snarkið
í eldinum“