Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 16
f-
16 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Hættu áður
en þú byrjar
Grindavík - Hættu áður en þú
byrjar - Viðvörun frá nokkrum
sem lifðu af er yfirskrift verk-
efnis sem kynnt var nemendum
í 9. og 10. bekk og foreldrum
þeirra á dögunum.
Þetta verkefni er unnið í sam-
vinnu lögreglunnar í Keflavík og
Grindavík, Félagsmálastofnun-
ar Grindavíkur og Marita for-
varna- og hjálparstarfs. Nem-
endur í 9. og 10. bekk fengu
kynningu að morgni en um
kvöldið var foreldrum þessa
hóps boðið að mæta. Tæplega
helmingur foreldra þeirra 70
nemenda sem eru á þessum
aldri í Grindavík mættu og
kynntust nýju forvarnastarfi
enda samtökin, sem eru í farar-
broddi, einungis með 6 mánaða
starfstíma á Islandi.
Jón Indriði Þórhallsson frá
„Marita" sagði fundarmönnum
frá þessum samtökum og rakti
lítillega sögu þessa starfs og
kom fram í máli hans að upp-
runinn væri í Noregi og nú væru
á Islandi 25-30 fíklar sem ynnu
við þetta hjálparstarf. Lykilsetn-
ingar eins og „hjálpaðu barninu
þínu að hætta áður en það byrj-
ar“ og „við viljum ræða við ykk-
ur, þið verðið að ræða við bömin
ykkar“ voru ræddar mjög á
fundi í Grunnskóla Grindavíkur
við almenna ánægju þess hóps
foreldra sem mættu á fundinn.
Morgunblaðið/Garðar Páll
FUNDUR með foreldrum um fíkniefnavarnir.
A Djúpavogi starfar kona sem sjúkraflutningamaður
Morgunblaðið/Kristjana
GILBERT Hrappur Eh'sson Iætur Ingibjörgu Kristjánsdóttur,
hjúkrunarfræðing, mæla blóðþrýstinginn.
Heilsugæslustöðin
í Búðardal 20 ára
Búðardal - í tilefni af 20 ára af-
mæli Heilsugæslustöðvarinnar í
Búðardal og 25 ára afmælis
Heilsugæsluumdæmisins sem
nær yfir Dalasýslu og A-Barða-
strandasýslu var opið hús hjá
Heilsugæslunni 26. febrúar sl.
Gestum var boðið að skoða stöð-
ina og ræða við starfsfólk. Heilsu-
gæslan er vel búin flestum tækj-
um sem völ er á í dag, ásamt
tveimur sjúkrabílum sem eru
mjög vel tækjum búnir.
Heilsugæslan hefur verið lánsöm
með starfskrafta gegnum árin. Þrír
starfsmenn hafa unnið við stöðina
frá byrjun, en það eru: Ingibjörg
Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur, Garpsdal, Sonja Símonardóttir,
ljósmóðir, Búðardal, og Víví
Kristóberts, læknaritari, Búðardal.
Þá hafa bílstjórarnir Baldvin Guð-
mundsson og Kristján Bergjónsson
starfað til margra ára á heilsu-
gæslustöðinni. Tveir læknar starfa
við stöðina, þeir Þórður Ingólfsson
og Gísli Olafsson og hefur umdæm-
ið alltaf verið mjög lánsamt með
lækna.
Fjölmennt var í stöðinni þennan
dag, alls komu um 200 manns og
boðið var upp á kaffiveitingar,
frambornar af starfsstúlkum stöðv-
arinnar, þeim Sigurbjörgu Jóns-
dóttur og Elínborgu Eggertsdótt-
ur.
Margar árnaðaróskir bárust í til-
efni dagsins, m.a. blómakarfa frá
heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu
Pálmadóttur, blómskreyting frá
Reykhólahrepp og blómvendir víða
að.
, Morgunblaðið/Árni Sæberg
SIGRIÐUR Lyngberg Björnsdóttir starfar sem sjúkraflutningamaður á Djúpavogi, en hún er ein örfárra
kvenna á landinu sem hafa þetta að atvinnu.
Djúpivogur - Sigríður Lyngberg
Björnsdóttir er ein af örfáum kon-
um á landinu sem starfar sem
sjúkraflutningamaður. Nokkur
umræða hefur verið um stöðu
kvenna innan slökkviliðsins í kjöl-
far árangurs þeirra í inntökuprófi
hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, en
engin þeirra sex kvenna sem tók
þátt í prófinu var ráðin. I fréttum
kom fram að ástæða fyrir þessu
var lélegur árangur þeirra í þrek-
og styrkleikaprófi.
Sigríður hefur unnið sem
sjúkraflutningamaður á Djúpa-
vogi siðan árið 1991. Hún segist
sjálf ekki hafa farið í inntökupróf
þegar hún var ráðin, en hún telur
að mikil eftirspurn eftir sjúkra-
flutningamönnum á landsbyggð-
inni skýri það að hluta til.
„Uppliaflega fór ég út í þetta
vegna þess að ég missti mömmu
mína úr krabbameini og ég þurfti
Ekki bara
karlastarf
að vinna úr þeim málum og hugs-
aði því með mér að í sjúkraflutn-
ingum gæfist mér möguleiki á að
miðla einhverju af þeirri reynslu
sem ég hafði öðlast,“ sagði Sigríð-
ur. „Eg fór í þetta til að geta
hjálpað samborgurum mínurn og
það hefur hjálpað mér að vinna úr
mínum málum.“
Konur geta kennt
sjálfum sér um
Sigríður sagði starfið oft á
tíðum erfitt, en að það væri samt
alls ekki bara karlastarf að
keyra sjúkrabfl og lyfta sjúkra-
börum. Hún sagði að konur
gætu kennt sjálfum sér um að
komast ekki í gegnum þrek- og
styrkleikapróf, því þær skorti
oft á tíðum sjálfstraust, þrótt og
þor.
„Eg er nú bara þannig að ég
geri það sem ég ætla mér og ef
ég get það ekki strax þá reyni ég
bara síðar, en það segir mér eng-
inn að ég geti ekki gert eitt-
hvað,“ sagði Sigríður. Hún sagði
jafnframt að ef hún gæti unnið
þetta starf þá efaðist hún ekki
um að aðrar konur gætu það
líka.
Hin 43 ára gamla mamma og
amma vinnur ekki aðeins við
sjúkraflutninga, heldur vinnur
hún einnig í kaupfélaginu og að
félagsmálum unglinga, þá er hún
formaður skólanefndar, starfar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er
stjórnarmaður í Atvinnuþróunar-
félagi Austurlands.
Búnaðarbanki íslands hf.
Aðalfundur 1999
Súlnasal Hótel Sögu 10. mars kl. 14:00
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi
bankans sl. starfsár
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt
skýrslu endurskoðanda lagður fram
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð
hagnaðar á síðastliðnu reikningsári
4. Tillögur til breytinga á samþykktum
5. Kosning bankaráðs
6. Kosning endurskoðanda
7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna
8. Stofnun menningarsjóðs og tillaga um framlag
9. Önnur mál
ffi BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF
- SSÚb-UMi '' '
" r ■nv --------OB