Morgunblaðið - 10.03.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.03.1999, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ IMECALUX retta- rekkar VIÐSKIPTI Skin og skúrir hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. í fyrra Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi. Jafnt rúllurekka sem innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka. Mjög gott verð! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX - gæði fýrir gott verð UMBOÐS- OG HEILD VERSL UN Siraumur shf SUNDABORG 7 • SlMI 568-3300 Tölvur og tækni á Netinu mbl.is \LLTAf= £!TTH\SA£> NYTT SKIN og skúrir skiptust á í rekstri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (SH) á síðastliðnu ári og var það langt frá því að vera gott rekstrarár. Góður rekstrarárangur móðurfélags- ins á Islandi og nokkuð góður árang- ur Coldwater í Bandaríkjunum náði ekki að vega upp þau áfóll sem félag- ið varð fyrir í Bretlandi, Rússlandi og Sæmarki hf. Samkvasmt rekstrará- ætlun fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir viðunandi afkomu og tekist hefur að snúa taprekstri við í Bret- landi. Þetta kom fram í ræðu Jóns Ingvarssonar, fráfarandi stjórnarfor- manns SH, á aðalfundi félagsins í gær. Jón sagði að árið 1998 hefði um margt verið sérstakt í því umhverfi sem SH starfaði í. „í fyrsta lagi varð stöðugt hækkandi verð á bolfiskaf- urðum, sem olli alvarlegum erfiðleik- um í rekstri fiskréttaverksmiðju fé- lagsins í Bretlandi. í öðru lagi fór fé- lagið ekki varhluta af þeim erfiðleik- um, sem hlutust af efnahagshruninu í Rússlandi á síðari hluta ársins, þar sem mikið gengistap átti sér stað. I þriðja lagi gekk rekstur Coldwater í Bandaríkjunum nokkuð veþ þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði. I fjórða lagi gekk rekstur móðurfélagsins í Reykjavík vel og í fimmta lagi gekk sölustarfsemi félagsins með ágæt- um.“ Góð frammistaða Coldwater Jón gat þess að stöðugt hækkandi fiskverð á heimamörkuðum hefði alla jafna dekkri hliðar fyrir rekstur fisk- réttaverksmiðja SH erlendis enda væru aðfóng verksmiðjanna fyrst og fremst fiskur, sem keyptur væri á heimsmarkaðsverði. „Um 90% af eig- in fé samstæðunnar er bundið í rekstri tveggja fiskréttaverksmiðja í Bandaríkjunum og Bretlandi og því ríður á að rekstur þeirra gangi vel, ef ...JIIU HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = SMIÐJA | Stórási 6 »210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 # Aðalfundur Olís 1999 Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf. vegna starfsársins 1998 verður haldinn í Sunnusal, Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. mars nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 13. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum. 3. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem löglega hafa verið upp borin. Tillögur um breytingar á samþykktum og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundar. II Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. Gert ráð fyr- ir viðunandi afkoinu íár unnt á að vera að skila arðsemi af rekstri SH.“ Sagði Jón að Coldwater Seafood Corporation 1 Bandaríkjunum hefði tekist að skila hagnaði, þrátt fyrir miklar verðhækkanir á fiski til verk- smiðjunnar, sem teljast mætti viðun- andi afkoma í ljósi erfiðra aðstæðna á markaðnum vestra. Félaginu hefði tekist einkar vel að koma hækkuðu verði út í markaðinn og virtist sem veitingahúsa- og mötuneytamarkað- urinn hefði tekið betur við verðhækk- unum heldur en smásöluverslunin gerði, en sem kunnugt er hefur Cold- water mjög sterka stöðu á veitinga- húsamarkaðnum vestanhafs. Tap í Bretlandi Viðskiptavinir Coldwater Seafood í Bretlandi eru hins vegar aðallega stórar smásölukeðjur og sagði Jón að mjög erfiðlega hefði gengið að koma umræddum verðhækkunum út í verðlagið þar. Stjórn fyrirtækisins hefði komist að þeirri niðurstöðu að af tvennu illu væri skynsamlegra að freista þess að halda viðskiptavinum félagsins enda þótt því fylgdi tap- rekstur um sinn, heidur en að hækka verðið óhóflega, missa viðskipti og þurfa að kaupa þau aftur dýrum dómum. „Fiskréttaverksmiðja fé- lagsins í Bretlandi var þannig rekin með miklu tapi á síðasta ári og er það félaginu talsvert áfall... Tapið á rekstri félagsins í Bretlandi var aðal- lega um miðbik ársins og hafa síð- ustu mánuðir verið taplausir og áætl- anir fyrir þetta ár gera ráð fyrir við- unandi rekstrarafkomu." Hrun í Rússlandi Jón lýsti endurkomu Sölumið- stöðvarinnar á rússneska markaðinn á síðasta ári en lagt var í verulegar fjárfestingar í því skyni. Sagði hann að rekstur og áform þar hefðu gengið samkvæmt áætlun þar til efnahags- hrunið skall á í ágúst sl. „Starfsmenn félagsins hér heima og í Rússlandi hafa gert allt sem nokkur kostur er til að minnka þann skaða sem af þessu hlaut að verða. Engu að síður varð félagið fyrir umtalsverðu tapi, fyrst og fremst gengistapi, en þar hefur þó tekist að snúa rekstrinum við. Er reksturinn þar nú í sæmilegu jafnvægi, en augljóslega eru þai’ miklir óvissutímar og áætlanagerð afar erfið.“ Jón sagði að SH hefði einnig orðið fyrir talsverðu áfalli í rekstri Sæ- marks hf. á árinu og hefði það valdið fyrirtækinu erfiðleikum og miklum vonbrigðum. „Þetta félag, sem eins og kunnugt er stundar kaup og sölu af ýmsum framleiðendum, sem ekki eru með samninga við SH, lenti í veralegri tapsáhættu vegna óvar- legra útlána. Stofnað var til ótryggðra viðskipta án heimilda og er ekki enn séð fyrir endann á þeim vanda en unnið er að því að greiða úr honum eftir fóngum. Lagt hefur ver- ið til hliðar fjánnagn til að mæta þessum áfóllum og er rekstur félags- ins nú kominn á fullan skidð að nýju.“ Betri hagur framleiðenda Starfsemi SH gekk að öðra leyti vel á árinu, starf söluskrifstofanna í Þýskalandi, Frakklandi, Japan og Spáni hefði t.d. gengið að mestu sam- kvæmt áætlun. „Sölustarfið fyrii’ framleiðendur og þjónustan við þá gekk vel og eins og ég nefndi áðan var verðlag hátt og sala góð. Birgða- söfnun var lítil og hagur ft-amleið- enda vænkaðist vegna batnandi ytri skilyi’ða.“ Stefnan í sífelldri endurskoðun Jón sagði að félag eins og SH væri og ætti að vera í sífelldri endurskoð- un. „Þetta 57 ára gamla en síunga fé- lag hefui’ gengið í gegnum miklai’ breytingar á tiltölulega fáum árum. SH var breytt í hlutafélag íyrir tveimur árum og markaði hluthafa- fundur og stjóm félagsins þá stefnu, að í upphafi skyldi stefna og starf- semi félagsins verða með mjög svip- uðu sniði og það hafði áður verið. Gerð var ítarleg og skýr krafa til arð- semi eigin fjár félagsins um leið og í engu skyldi slakað í þjónustu við framleiðendur. Ýmsir hafa gagmýnt að félagið skuli ekki hafa tekið enn hraðai’i breytingum en raun ber vitni. Um það vil ég segja, að ég tel mjög mikils um vert, að um þær breytingar, sem gerðar hafa verið á þeim tíma, sem ég hef gegnt stjórnarformennsku í félaginu, hefur náðst víðtæk sam- staða. Enda þótt litið hafi svo út að þær kynnu að verða félaginu dýrar, hefur tekist að ná um þær sátt að lokum. Það tel ég að hafi verið og sé félaginu mikill styrkur,“ sagði Jón. Skeljungur skilar 242 m.kr. hagnaði Hreinar rekstrartekj urjukust um 15% HAGNAÐUR Skeljungs hf. árið 1998 nam 242 milljónum króna en var 74 milljónir króna árið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 133 milljónum króna saman- borið við 72 milljónir árið á undan. Skuldir félagsins lækkuðu á árinu um tæpar 470 milljónir. Heildartekj- ur hlutafélagsins á síðasta ári námu 8.359 m.kr. sem skilaði félaginu 2.317 milljónum í hreinar rekstrar- tekjur. Árið 1997 námu heildartekj- ur 8.346 m.kr. og voru hreinar rekstrartekjur þá 2.008 m.kr. Vöra- sala félagsins dróst saman um 1% á milli ára, en hún nam 8.012 milljón- um króna á síðasta ári samanborið við 8.072 milljónir árið á undan. Af- skriftir félagsins jukust frá fyrra ári og námu 293 m.kr sem er 22% hækkun miðað við árið áður. Eigið fé í árslok 1998 var samtals 3.094 milljónir og hafði hækkað um 243 milljónir miðað við sama tíma árið áður. Eiginfjárhlutfall í árslok 1998 var 47,1% samanborið við 42% í árslok 1997 og arðsemi eiginfjár var 8,5% á síðasta ári samanborið við 2,6% árið 1997. Á síðasta ári seldi fé- lagið hlutabréf í öðram félögum fyi’- ir 212 m.kr. samtímis því sem keypt voru ný hlutabréf fyrir 182 m.kr., að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Heildareignir félagsins í árslok námu 6.568 milljónum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 269 milljónum ki’óna árið 1998 en var 627 milljónir árið 1997. Stjórn Skeljungs mun leggja til að hluthöfum verði greiddur 9% arður á aðalfundi félagsins þann 23. mars næstkomandi. Æ\ Skeljungur hf. Úr ársreikningi 1998 jan.-des. jan.-des. Rekstur Milljónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 8.359 8.346 0,2% Kostnaðarverð seldra vara (6.043) (6.339) -4.7% Hreinar rekstrartekjur 2.317 2.008 15,4% Rekstrargjöld án afskr. 1.733 1.557 11.3% Hagnaður fyrir afskriftir 584 451 29,5% Afskriftir (293) (240) 22.1% Hagnaður fyrir fjármagnsgj. 290 210 38,1% Hrein fjármagnsgjöld (92) (113) -18,6% Tekju- og eignaskattar (66) (25) 164,0% Hagnaður af reglulegri starfsemi 133 72 84,7% Aðrar tekjur og gjöld 110 2 5400.0% Hagnaður tímabilsins 242 74 227.0% ■ Efnahagur Milljónir króna 31/12 '98 31/12 '97 Breyting Eigið fé 3.094 2.851 8,5% Sjóðstreymi 1/1 - 31/12 1998 1997 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 503 319 57,7% Kennitölur 30/6 '98 31/12 '97 Eiginfjárhlutfall 47,1% 42,0% Veltufjárhlutfail 1,73 1,58 Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segist á heildina litið nokkuð sáttur við afkomu ársins 1998. Hann bendir á að stefnumörk- un sú sem mótuð var í fyrra um að greiða niður skuldir, fara rólega í fjárfestingar og ná betri tökum á útistandandi lánum, hafi skilað til- ætluðum árangri. „Við vonumst auð- vitað til þess að geta aukið hagræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.