Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 21 ERLENT Reuters HJÓNIN Agnes og Patrice Gaudin ræða við fréttamenn fyrir utan dómshúsið í París. Tvö börn þeirra smit- uðust af alnæmi eftir að hafa verið gefið óskimað blóð. Franski Lýðveldisdómstóllinn hefur kveðið upp urskurð í „Blóðhneykslinu“ Sýknudómi yfír sak- borningum mótmælt París. Reuters. FRANSKUR dómstóll sýknaði í gær Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra, og einn meðráð- herra hans á sínum tíma af allri sök í „Blóðhneykslinu", sem svo hefur verið kallað. Sá þriðji fékk skilorðs- bundinn dóm íyi-ir manndráp af gá- leysi. Fórnarlömbin, fólkið, sem sýktist af alnæmissmituðu blóði á árunum 1984-’85, mótmælti niður- stöðu dómstólsins harðlega. Fabius, núverandi forseti franska þingsins, og Georgina Du- foix, fyiTverandi félagsmálaráð- herra, voru sýknuð í þessu máli en Edmond Herve, fyri-verandi að- stoðarráðherra í heilbrigðisráðu- neytinu, fékk skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi. Sagði í dómsniðurstöðunni, að dómurinn væri ekki harðari vegna þess, að hann hefði þjáðst nóg í þau fimm ár, sem rannsóknin hefur staðið. Um 1.000 látnir Talið er, að allt að 3.600 manns hafi smitast af alnæmi við blóðgjöf á fyrrnefndu tímabili og af þeim eru a.m.k. 1.000 látnir. Héldu tals- menn þeirra því fram, að stjórn- völd hefðu vitað um hættuna á al- næmissmiti án þess að grípa nógu snemma í taumana. Fólk, sem smitaðist með þessum hætti, var fjölmennt við dómsupp- kvaðninguna í gær og reiddist mjög niðurstöðunni. „Morðingjar, morðingjar," hrópuðu sumir og Sylvie Rouy, alnæmissjúklingur, sem bundinn er við hjólastól, sagði, að stjórnmálamenn væni eins og glæpamenn: „Ef þeir eru ekki staðnir að verki, er ekki unnt að koma lögum yfír þá,“ sagði hún. Dómstóllinn, sem dæmdi í málinu, er svokallaður Lýðveldisdómstóll, skipaður dómurum og stjórnmála- mönnum og aðeins kallaður saman til að dæma í málum háttsettra embættismanna. Francois Honorat, lögfræðingur alnæmissjúklinganna, sagði, að niðurstaðan væri „fáránleg" og sakaði hann dómstólinn um að hafa hagrætt ýmsu í málaferlunum til að geta komist að henni. „Með þessi vinnubrögð í huga hefði átt að sýkna Maurice Papon,“ sagði Honorat og átti þá við einn meðreiðarsveina nasista á stríðsár- unum en hann var dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni á síðasta ári. Hver er ábyrgð ráðherra? Þetta mál er líka merkilegt fyrir þá sök, að nú í fyrsta sinn var um það spurt hvort fyrrverandi ráð- herrar, sem í Frakklandi eru oft taldir tilheyra hinni „ósnertanlegu" stétt pólitíkusa, beri ábyrgð á að- gerðaleysi undirmanna sinna. Tals- menn alnæmissjúklinganna héldu því fram, að Fabius hefði tafíð fyrir því, að blóðskimun væri tekin upp með því að bíða eftir því að frönsk fyrirtæki þróuðu aðferðina en þá var hún þegar komin í gagnið í Bandaríkjunum. Dómstóllinn úr- skurðaði hins vegar, að hann hefði þvert á móti flýtt fyrir því, að heil- brigðiskerfið tæki á vandanum. Hafði liðið nóg Dufoix var sýknuð með þeim rökum, að hún hefði falið undir- manni sínum, Hervé, þetta mál en hann var sakfelldur fyrir að hafa ekki látið eyða óskimuðu blóði, sem var notað á sjúkrahúsum mánuðum saman eftir að áhættan var orðin ljós. Hann fékk þó aðeins skilorðs- bundinn dóm vegna þess, að dóm- stólnum fannst hann hafa liðið nóg. Allir sakborningarnir þrír héldu því fram, að þeir væni saklausir vegna þess, að þeir hefðu látið þetta mál í hendur undirmanna sinna og ekki vitað á þessum tíma hvað alnæmi væri hættulegt. Breskir fjölmiðlar fylgjast grannt með heimsókn Monicu Lewinsky Telur niðurlæg- ingu sína meiri en Hillary Clinton London. The Daily Telegraph. MONICA Lewinsky telur að hún hafi borið meiri skaða en Hillai-y Clinton, eiginkona Bills Clintons Bandaríkjafor- seta, af orrahríð undanfarins árs vegna sambands hennar við Clint- on. Sambandið varð næstum til þess að valdamesti maður heims hrökklaðist úr embætti en við rannsókn málsins neyddist Lewinsky til að greina afar nákvæmlega frá einkalífi sínu. „Þetta var miklu meiri niðurlæging fyrir mig en fyrir frú Clinton,“ segir Lewinsky í samtali við The Daily Telegraph. Lewinsky var á forsíðum flestra bresku blaðanna í gær eftir að hún brast í grát vegna ágangs fréttamanna og blaðaljósmyndara í Harrods- versluninni í London í fyrra- dag. Lewinsky var þangað komin til að árita bókina Monica’s Story en varð frá að hverfa vegna aðgangshörku fjölmiðlafólksins. Hún sneri hins vegar aftur íjörutíu og fimm minútum síðar og sló met sem Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, átti áður í Har- rods-versluninni. Aritaði Lewinsky alls 1.150 eintök af bók sinni fyrir viðskiptavini sem sumir höfðu beðið frá því eldsnemma um morguninn. Lewinsky er nú á ferðalagi um Evrópu til að kynna bók sína, sem Bretinn Andrew Mortons skrifaði, og mun koma við í nítján bókabúðum á næstu þremur vikum til að árita bókina. Harrods var hennar fyrsti viðkomustaður en Lewinsky mun þurfa að þola ágang fjölmiðlafólks, líkt og þann sem hún mátti þola í Harrods, næstu þrjár vikurn- ar, ef ekki það sein eftir er. Líkir sér við Díönu Andrew Morton ritaði áður umdeilda bók um Díönu prinsessu af Wales og í viðtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph, sem tekið var áður en Lewinsky lagði af stað í kynningarförina til Evr- ópu, likir hún stöðu sinni við þá er Díana lenti í. „Ég var einnig svikin af manni sem sagðist elska mig,“ segir Lewinsky. Blaðamaður The Daily Tel- egraph, sem tók viðtalið, fer held- ur ófögrum orðum um Lewinsky, seg- ir hana virka grunnhyggna og hégómagjaraa og gefur í skyn að hún sé afar kát yf- ir þeirri athygli sem fjöimiðlar hafa sýnt henni undanfarna daga, þrátt fyrir staðhæfíngar um að hið gagnstæða. Segist hann ekki viss um að Lewinsky takist að veija mannorð sitt með þeim aðferðum sem hún hefur beitt en í bók sinni greinir hún ná- kvæmlega frá ýmsum per- sónulegum málum. Kveðst Lewinsky einmitt hafa óttast að bók Mortons yrði of bersögul. „Við Andrew deildum hvað eftir annað um þetta atriði. Ég vildi sleppa því að segja frá sumum hlutuin en hann sagði alltaf: „Monica, þetta atriði verður að vera í bókinni. Hún verður að vera nákvæm.“ Lýsir hún þó mikilli ánægju með afraksturinn, og ekki síð- ur hversu vel bókin hefur selst. Lewinsky telur að umheim- urinn hafi frekar kennt sér en Clinton um hneykslið, sem varð er komst upp um sam- band hennar við forsetann. „Það var hann sem var maka sínum ótrúr, ekki ég. Ég sveik ekki konu hans og dótt- ur. Það var ekki ég sem stóð frammi fyrir Guði almáttug- um og hét því að elska, virða og lialda í heiðri maka minn. Hann á mun meiri sök á þeim sársauka sein Chelsea og frú Clinton hafa mátt þola heldur en ég.“ Reuters MONICA með bókina sína. rVfíSúlHJÓL SPINNING- 0G ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÞREKHJÓL 105p Þrekhjól sem kemur þér í gott form. Polar-púlsmælir, stöðugt ástig, kasthjól, fullkominn tölvumælir. Stgr. 41.798 kr. 43.998 Stærð: L. 115 x br. 61 xh. 110 V/SA — RAÐGREIÐSLUR ÖRNINNP* STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.