Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
t
ICELAND Tríó: Sig’urður Bjarki Gunnarsson, Sigurbjörn
Bernharðsson og Nína Margrét Grímsdóttir.
Góður rómur gerður
að leik Iceland Trio
ICELAND Trio hélt tónleika fyr-
ir fullu húsi í sendiherrabústað
íslendinga í Washington föstu-
daginn 26. febrúar sl.
Iceland Trio skipa þau Nína
Margrét Grímsdóttir, píanó, Sig-
urbjörn Bernharðsson, fiðla, og
Sigurður Bjarki Gunnarsson,
selló. Leikin voru kammersveit-
arverk eftir Þorkel Sigurbjörns-
son, Sjostakovitch og Brahms.
Á meðal gesta voru forstöðu-
menn National Gallery, Woodrow
Wilson Institute, Keit.h Olson,
formaður Scandinavian Americ-
an Society, listamenn og tónlist-
argagnrýnendur. I hléi voru
bomar fram veitingar, íslenzk
síld á rúgbrauði, lax, rækjur og
loks pönnukökur.
Undirtektir vom góðar og var
listamönnum fagnað ákaft. Að
lokum léku þau eitt lag eftir Sig-
fús Einarsson.
Skjaldbakan á
sviði í New York
LEIKRIT eftir Árna Ibsen, Skjald-
bakan kemst þangað líka, var á fjöl-
unum í New York í upphafi ársins.
Það var leikflokkur er nefnir sig The
Luminous Group sem valdi verkið úr
150 leikritum víðs vegar að úr ver-
öldinni og sýndi það síðan 10 sinnum
í Grove Street Playhouse, litlu en
þekktu leikhúsi utan Broadway.
Kristina O’Neal, stjómandi hóps-
ins, sagði í samtali við Morgunblaðið
að leikritið hefði verið sett upp sem
kynningarsýning, ShowCase, og
þannig orðið að lúta ákveðnum regl-
um sem samtök leikara og höfunda
setja um slíkar uppfærslur. „Þetta
þýðir að heildarkostnaður við upp-
færsluna má ekki fara yfir tuttugu
þúsund dollara og öllum sem koma að
sýningunni eru tryggð laun fyrir
vinnu sína. Aðeins má sýna í tvær vik-
ur og þess vegna gátum við ekki sýnt
oftar en 10 sinnum. Verkið vakti tölu-
verða athygli og margir lýstu áhuga
sínum að kynnast þessu leikskáldi frá
íslandi betur. Efni Skjaldbökunnar
höfðaði til áhorfenda okkar, en það
fjallar um tvö bandarísk ljóðskáld,
William Carlos Williams og Ezra
Pound. Margir voru hissa á því að ís-
lenskur leikritahöfundur skyldi velja
að skrifa leikrit um þá tvo.“
Að sögn Kristinu O’Neal er í und-
irbúningi að sviðsetja á vegum hóps-
ins annað verk eftir Árna Ibsen, Að
eilífu, sem Leikfélag Hafnarfjarðar
frumflutti fyrir tveimur árum.
„Þetta leikrit hitti okkur hér í New
York beint hjartastað. Þarna er ver-
ið að lýsa á bráðskemmtilegan hátt
öllu tilstandinu og fyrirhöfninni í
kringum giftingar og skilnaði. Hér
eru allir ýmist að giftast eða skilja
eða giftast í annað eða þriðja sinn.
Hvernig er það hjá ykkur á Islandi?
Er Árni Ibsen að lýsa ykkar raun-
veruleika líka?“ spurði Kristina
O’Neal stjómandi Luminous leik-
hópsins í New York.
Aðspurð um hvaða möguleikar
fælust í þessu fyrir höfundinn sagði
Kristina O’Neal að svona sýningar
vektu ávallt athygli og möguleikinn
væri alltaf fyrir hendi að einhver að-
ili fengi áhuga á sviðsetja verk eftir
höfundinn sem um væri að ræða.
„Það er mjög sjaldgæft að sýningar
séu keyptar eða fluttar í stærra leik-
hús eins og þær koma fyrir. Til þess
er ekki nógu mikið í þær lagt í upp-
hafi. Það er miklu líklegra að sýning-
in kveiki löngun annarra til að kynna
sér höfundinn og verk hans betur,“
sagði Kristina O’Neal.
LISTIR
|
Sagnakennd málverk
MYJVPLIST
Gallerí Fuld
MÁLVERK
ÓMAR STEFÁNSSON
Opið-18. Sýningin stendur
til 14. mars.
GALLERÍ Fold sýnir myndlist
af ýmsu tagi og nú má þar sjá sýn-
ingu á málverkum eftir Ómar Stef-
ánsson. Ómar hefur verið iðinn við
að mála upp á síðkastið, eins og hér
má sjá, en hann hefur gegnum árin
sinnt ýmiss konar annarri listsköp-
un þótt hann hafi aldrei sagt alveg
skilið við málverkið. Greinilegt er
að nokkur umskipti eru nú að eiga
sér stað í verkum hans og í verkun-
um má sjá að hann vinnur nú af
miklu öryggi við strigann.
Ómar hefur ætíð verið nokkuð
sér á báti meðal íslenskra málara
og óhætt er að segja að verk hans
hafi alltaf borið sterk einstak-
lingseinkenni. Rætur þessara
verka liggja víða, enda hefur Ómar
einnig fengist við gjörningalist,
teiknimyndasögur og sviðsetningu
með tónlistarflutningi, svo fátt eitt
sé nefnt. Málverk hans eru gjaman
sagnakenndari en myndir annarra
jafnaldra hans og endurspegla
gjaman sterkan áhuga hans á goð-
sögnum, galdri og frumspeki. En
þrátt fyrir að víða bregði fyrir
minnum úr slíkum fræðum eru
myndimar alltaf líka húmorískar í
káldhæðnislegum ádeilustíl sem
skilar sér einkum vel í stíl sem
minnir sterkt á teiknimyndasög-
una. Húmor af þessu tagi má til
dæmis finna á sýningunni í mynd-
unum „Áhyggjukórinn“ og „Víns-
mökkun á Melrakkasléttu“ en hann
má reyndar greina í nær öllum
myndum Ómars ef vel er gáð.
í sumum myndum á sýningunni
sést að vinnubrögð og viðfangsefni
Ómars era að taka nokkram breyt-
ingum. Þar er um að ræða myndir
sem jafnvel virðast farnar að nálg-
ast eins konar afstrakt náttúrusýn.
Þar má nefna myndimar „Skipulag
náttúrunnar" og „Tröll að baða
sig“, og ekki síst stóra og áhrifa-
mikla mynd sem ber titilinn „Brjál-
semis Baula“. Ekki svo að skilja að
hér sé Ómar beinlínis að söðla um
eða hverfa aftur í einhverja eldri
hefð; höfundareinkenni hans er
ekki síður greinilegt í þessum
myndum en hinum og þær era
greinilega sprottnar upp úr hans
eigin stíl og hugsun - þróast beint
upp úr starfi hans sjálfs. Með þess-
um myndum sést að Ómar hefur
góð tök á hinum malerískari hlið-
um ekki síður en á teikningunni,
sem gjarnan hefur gegnt höfuð-
hlutverki í verkum hans.
Á sýningunni í Fold era tuttugu
og sjö verk sem tengja vel hinar
mismunandi tilhneigingar í mál-
verkavinnu Ómars. Flest verkin era
sjálfstæð og tengjast fyrst og
fremst af stíl og framsetningu, en
sex málverkanna mynda þó eins
konar heild og era hengd upp sam-
an undir yfirski-iftinni „Falsanir
l-6“. Þessar myndir era unnar í
anda gamalla meistara og signerað-
ar „Melge“. Þar mun kominn alter
ego Ómars, Japhet Melge, sem jafn-
framt hefur (kannski) skrifað grein-
ar um grasafræði og fleira sem
liggja frammi í sýningarsalnum.
Hér, eins og svo oft í verkum
Ómars, fer saman húmor og beitt
ádeila.
Ómar hefur sýnt víða síðan hann
lauk námi frá Listaháskólanum í
Berlín og reyndar fyrir þann tíma,
allt frá því hann var við nám í ný-
listadeild Myndlista- og handíða-
skólans. Hann hefur haldið ellefu
einkasýningar auk fjölbreyttra
myndlistarstarfa á öðrum vettvangi.
Þetta er þó beittasta málverkasýn-
ing hans um nokkurt skeið og til
vitnis um ný og voldug tök á þess w
sviði. Án þess að framlag hans á
öðram sviðum sé rýrt sannast hér
að málverkið er miðill sem Ómar
ætti ekki að vanrækja því hann get-
ur þar unnið einstök og áhrifamikil
verk.
Jón Proppé
Það er alltaf gaman að prófa nýjar og framandi drykkjartegundir.
Celestial Seasonings býður upp á fjölbreytilegar tegundir af tei sem eru
jafn ólíkar og þær eru margar. í þeim fjölskrúðuga hópi er að finna
nokkrar skemmtilegar og ferskar tegundir ávaxta- og kryddtes. Þetta te
er tilvalið fyrir alla nýjungagjarna sælkera og kemur /py.F.STI AI.
skemmtilega á óvart við hvaða tækifæri sem er. §EÁSONING§,
m
w
:
j-