Morgunblaðið - 10.03.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 39
+ Magnús Þor-
leifsson fæddist
á Karlsskála í
Helgustaðahreppi í
S-Múlasýslu hinn
19. september 1914.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
19. febrúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni 2. mars.
Magnús Þorleifsson
var tímalaus. Þannig
var hann. Þannig
fannst mér að hann
ætti að vera. Þess vegna eru það
svik af hálfu almættisins að taka
hann í burtu frá okkur. Nú er hann
horfinn - og með honum ákveðið
„stabílitet“ sem gerði tilveruna eðli-
legri, áþreifanlegri, skynsamlegri.
Hann Maggi var alltaf til staðar.
Alltaf þar sem hann átti að vera.
Það er sama hvort ég rifja upp
löngu liðna tíma eða velti vöngum
um nýliðna atburði, Maggi er alltaf
nærri.
Hann fæddist fyrir austan, hann
Maggi. Það er hægt að segja að
hann hafi komið í heiminn í túnfæt-
inum á Karlsskála við Reyðarfjörð,
þar sem langamma mín og langafi
bjuggu. Seinna meir bættist hann
svo að segja óvart í hóp bama sr.
Olafs, afa míns, og Steinunnar konu
hans frá Karlsskála. Með Magga
taldi hópurinn tólf.
Magnús, föðurbróðir minn, gekk
honum síðar í föðurstað og kenndi
honum að lesa og skrifa og bera
virðingu íyrir umhverfi sínu, fyrir
hestum og hundum. Þeir töluðu
ekki mikið Magnúsamir, en þeir
skildu hvor annan. Það var mikils-
verðast.
Stærðfræðin bættist við í Há-
skóla Islands. Þar nam Maggi við-
skiptafræði, bjó heima hjá foreldr-
um mínum og þráttaði
við föður minn og
heimilsvin okkar, Þor-
varð Sölvason kaup-
mann, um pólitík.
Stjómmálaþras var
þeim dægrastytting
sem átti sér engan
enda. I raun og veru
þráttuðu þeir um allt á
milli himins og jarðar.
Þeir þráttuðu til þess
að þrátta. Þetta var
fyrir daga sjónvarps-
ins!
Maggi kvæntist Idu
Sigríði, dóttur Áslaug-
ar móðursystur minnar, sem einnig
var uppeldissystir móður minnar og
móðursystra. Þau bjuggu á Gmnd-
arstíg í húsi móðurafa míns og
ömmu. Þar söng hann fjárlögin með
Geira Jóns Þórarinssonar fræðslu-
málastjóra og glúntana með föður
mínum. Söngur og sönglög vom
hans yndi.
Þessar fáu línur hér að ofan sýna
væntanlega hve náinn skyldleiki var
með okkur Magga, skyldleiki sem
ekki fór eftir neinum ættfræðiregl-
um. Þessi skyldleiki byggðist á fjöl-
skylduböndum, sem ætíð hafa verið
flestum böndum sterkari. Maggi
var líka sannur vinur, sem gerði
samvistir við hann einlægari og nú
verðmætari.
Hann Maggi var þess vegna nán-
asta skyldmenni mitt í orðsins tær-
ustu merkingu. Allt frá því að ég
man eftir mér var Maggi einhvers
staðar í nágrenni mínu. Hann var
og verður ávallt skammt undan.
Annað virðist mér óhugsandi.
Fyrstu endurminningar mínar
era um þýskar herflugvélar á
stríðsámnum. Þær flugu könnunar-
flug yfir Hljómskálagarðinn á
sunnudagsmorgnum og hurfu svo í
áttina að Skerjafirðinum. Þessar
ógnvekjandi flugferðir urðu til þess
að ungur piltur á þríhljóli fleygði
sér af hjólinu og reyndi að fela sig á
bak við „stakketið" hjá Bh’ni Þórð-
arsyni, lögmanni, úti á horni. Maggi
Þorleifs bauð þýska luftvaffinu
byrginn. Hann óð út Bjarkargötuna
með ýlfrandi loftvamaflautugaul
fyrir eymnum og bjargaði vini sín-
um og hjólinu hans frá ímyndaðri
tortímingu! Maggi gat allt.
Þegar norðanáttin blés sem mest
á gömlu Tjamarbrúnni, fylgdi
Maggi mér í Miðbæjarskólann. Þótt
hann væri sjálfur ekki hávaxinn
maður, veitti hann mér skjól í næð-
ingnum. Stundum áttum við samleið
með fröken Ragnheiði, skólastýru
Kvennaskólans. Hún spurði okkur
alltaf hvort við væmm ekki ábyggi-
lega í síðum nærbuxum! Þvílík af-
skiptasemi hjá bláókunnugri konu!
Seinna meir stóð hann með mér í
baráttunni við bókfærsluna í Verzl-
unarskólanum. Maggi kunni skil á
debit og kredit. Hann gat því fylgt
mér um völundarhús skólabók-
færslunnar og séð til þess að ég álp-
aðist ekki inn í blindgötur þegar
kom að uppgjöri ársreikninga hjá
Þorsteini Bjamason, bókara og
bókfærslukennara. Maggi var með
færslurnar á hreinu, bæði hjá skóla-
stráknum og í alvöranni.
Hornafjörður stóð nærri hjarta
hans. Árin í Bjarnanesi vora honum
kær. Þar gerðust ótrúlegustu hlutir.
Fyrsta raflýsing sveitarinnar,
hestamennska sem átti sér fáa líka,
afdrifaríkar nágrannakrytur, - og
blessuð blíðan. í gamla daga var
aldrei slæmt veðui’ í Bjamanesi.
Það er til dæmis hægt að sanna með
því að líta á málverkin, sem Maggi
átti uppi á vegg í stofunni þeirra
ídu; - falleg sveit í ótrálega góðu
veðri.
Það er óskaplega erfitt að sætta
sig við að Magnús Þorleifsson sé
ekki lengur með okkur. Hann var
svo ríkur þáttur í uppvexti mínum
og uppeldi. Maggi var ekki síður
hluti af fullorðinsáram mínum, góð-
ur vinur og traustur.
Tilveran verður fátæklegri án
hans.
Ólafur Stephensen.
MAGNÚS
ÞORLEIFSSON
+ Kristín Katrín
Gunnlaugsdótt-
ir fæddist í Stokk-
hólmi 24. júní 1945.
Hún andaðist á
heimili sínu 28.
febrúar siðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 5. mars.
Skoðaðu hug þinn
vel, þegar þú ert glað-
ur, og þú munt sjá, að
aðeins það, sem valdið
hefur hryggð þinni,
gerir þig glaðan. Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín. (Kahlil Gibran.)
Þessi orð lagði hið heimsþekkta
skáld Spámanni sínum í munn í
samnefndri ljóðabók er Spámaður-
inn var að tala um gleðina og sorg-
ina. Orð þessi eiga afar vel við, nú á
þeirri sáru og alls ótímabæru
stundu er ég kveð í þessum heimi
hana Krissí, mína nánu vinkonu.
Hvorki mölur né ryð hefði nokkru
sinni getað grandað okkar vináttu.
Krissí var einstök kona. Persónu-
leikinn var heilsteyptur, sterkm’ en
hlýi1. Allt fas og viðmót heillandi
þannig að hvar sem þessi glæsilega
kona fór var ósjálfrátt tekið eftir
henni. Persónutöfrarnir eða útgeisl-
unin sindruðu hreinlega af henni
Rrissí. Vinátta okkar Krissíar hefur
staðið með miklum sóma og ágæt-
um í yfir þrjátíu ár en ég átti því
láni að fagna að kynnast henni um
borð í Lofteiðaflugvél á leið til
kóngsins Kaupmannahafnar. Við
vora þá báðar ungar flugfreyjur í
starfi hjá spennandi og kraftmiklu
fyrirtæki sem óx og dafnaði með
hverju árinu. Síðan leiðir okkar
Krissíar lágu saman á
loftsins vegum hefur
þær aldrei skilið. Lífið
lék við okkur. Báðar
sinntum við húsmóður-
hlutverkinu og því
ánægjulega og gjöfula
hlutskipti að koma
ungum börnum okkar
til manns. Okkur þótti
yndislegt að sjá
blessuð börnin vaxa úr
grasi og dafna. Við
Krissí megum vera for-
sjóninni þakklátar fyr-
ir það barnalán sem við
okkur hefur leikið. Síð-
ar á lífsleiðinni settumst við vinkon-
urnar saman á skólabekk til að búa
okkur undir að halda galvaskar aft-
ur út á vinnumarkaðmn. Ferðalögin
okkar hér heima og erlendis vora
fastur punktur í tilverunni og góð
upplyfting frá hinu daglega amstri
og það er margs að minnast frá
þeim ánægjutímum. Skíðaferðir í
Kerlingarfjöll, gönguferðir með
leikfimihópnum okkar TBK eða
bara gönguferð niður Laugaveginn
til að skoða úrvalið í verslunar-
gluggum. Það var einfaldlega alltaf
gaman að vera með Krissí og skiptu
hvorki staður né stund þá neinu
máli.
í einkalífi sínu var Krissí ham-
ingjusöm kona. Eftirlifandi manni
sínum, honum Linda, kynntist hún
snemma og kom fljótt í ljós að þar
fóru samrýnd hjón sem myndu ná
góðum árangri í lífinu. Með vænt-
umþykju hafa þau hjónin átt góða
ævi saman. Þau mega vera stolt af
sínum yndislegu og gjörvilegu börn-
um. Á þrítugsafmæli sínu fékk Kris-
sí þá bestu afmælisgjöf sem nokkur
kona getur nokkra sinni hugsað sér.
Þá voru henni færðar þær fréttir að
hún bæri tvíbura undir belti og í
ágúst ól hún tvo fallega stráka en
íýrir var lítil mömmustelpa. í einu
vetfangi var fjölskyldan á Markar-
flötinni allt í einu orðin að stórfjöl-
skyldu sem síðar átti eftir að flytja
búferlum í Stigahlíðina.
Krissí vinkona mín kvaddi á ein-
um fegursta sunnudagsmorgni sem
upp hefur rannið um langt skeið hér
í borginni, bjartur og sólríkur
morgunn, og var það sannarlega
tákn fyrir líf slíkrar manneskju. Sól
Rrissíar er nú hnigin til viðar,
blessuð sólin sem elskaði allt. Ávallt
skær og hátt á lofti, sólin sem bað-
aði fjölskyldu sína og vini birtu og
yi-
Það er þungbært þegar dauðinn
kveður á brott fólk á besta aldurs-
skeiði en það kann að vera kærkom-
inn léttir þegar við illvígan sjúkdóm
hefur verið glímt. Krissí háði þessa
glírnu með æðraleysi og í hinni erf-
iðu baráttu hennar var orðið uppgöf
aldrei til í orðabókinni.
Ég votta fjölskyldunni í Stigahlíð-
inni og móðm’, sem horfir á eftir
yndislegri dóttur, mína innilegustu
samúð og bið þess góðan Guð að
hann blessi ykkur og styrki í þess-
ari miklu sorg.
Kæra vinkona, hjartans þakkir
fyrir trausta og gæfuríka vináttu.
Far þú í friði.
Friður Guðs þig blessi
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
KRISTÍN KATRÍN
GUNNLA UGSDÓTTIR
Morgunblaðið/Amór
SVIPMYND frá undankeppninni um síðustu helgi. Vestflrðingar og
Austfirðingar takast á. Talið frá vinstri: Árni Guðmundsson, Jón
Árnason, Skúli Sveinsson og Jökull Kristjánsson.
BRIDS
llmsjón Arnór G.
Ragnarssun
Bridsfélagið Muninn
Sveit Garðars Garðarssonar sigr-
aði í Board Match-sveitakeppninni
sem lauk síðastliðinn miðvikudag.
Auk Garðars í sveitinni vora þeir
Bjarni Kristjánsson, Kjartan Óla-
son og Óli Þór Kjartansson.
Lokastaða efstu sveita er þessi:
Sv. Garðars Garðarssonar 144
Sv. Karls G. Karlssonar 139
Sv. Jóns Erlingssonar 139
Sv. Bjöms Dúasonar 133
Sv. Ævars Jónassonar 129
Næsta miðvikudag 10. mars hefst
Landsbankatvímenningur og stend-
ur hann yfir næstu 4 kvöld en 3
bestu kvöldin gilda. Spilað verður
Michell. Heildarverðlaun era 20.000
kr. fyrir 1. sæti, 8.000 kr. á par. 2.
sæti 6.000 kr. á par. 3. sæti 4.000 kr.
á par. 4 sæti 2.000 kr. á par.
Það par sem er efst eftir hvert
kvöld fær spilagjaldið endurgreitt.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Eftir 8 umferðir í sveitakeppninni
er staðan þessi:
Sv. Olafs Ingvarssonar 155
Sv. 6 í sveit 154
Sv. Þórarins Arnasonar 143
Sv. Alberts Þorsteinssonar 136
Fimmtudaginn 4. mars spiluðu 25
pör Mitchell.
N/S
Jón Stefánsson - Sæmundur Björnsson 234
Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 234
Ingunn Bemburg - Elín Jónsdóttir 232
Haukur Guðmundsson - Öm Sigfússon 226
A/V
Magnús Halldórsson - Þorsteinn Laufdal 246
Eysteinn Einarss. - Guðlaugur Sveinss, 245
Halldór Kristinss. - Sigurður Kristjánss. 240
Meðalskor 216
Bridsfélag Fljótsdalshéraðs
Lokið er Aðalsveitakeppni Brids-
félags Fljótsdalshéraðs sem í tóku
þátt átta sveitir.
Röð efstu sveita varð þessi:
KHB 153
Herðir 149
Malarvinnslan 120
Seyðfirðingar 95
SRHF. 90
Bridsfélag Kópavogs
FJÖGURRA kvölda Butler-tví-
menningur félagsins hófst s.l.
fimmtudag. Staða efstu sveita eftir
5 umferðir:
Ragnar Jónsson - Murat Serdar 57
Þórður Jömndsson - Vilhjálmur Sigurðss. 53
Ómar Jónsson - Guðni Sigurbjarnarson 37
Þórður Bjömsson - Bernódus Kristinsson 31
Jón Páll Sigurjónss. - Þorsteinn Berg 31
Næstu umferðir verða sspilaðar
fimmtudaginn 11. mars. Spilað er í
Þinghóli, Hamraborg 11, Kópa-
vogi, og spilamennska hefst kl.
19.45.
Bridsfélag eldri
borgara í Kópavogi
Þriðjudaginn 2. marz sl. spiluðu
19 pör Mitchell-tvímenning og urðu
eftirtalin pör efst í N/S:
Alfreð Kristjánss. - Birgir Sigurðss. 262
Eysteinn Einarsson - Láms Hermannss. 245
Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 232
Lokastaða efstu para í A/V:
Jón Stefánsson - Sæmundur Bjömss. 276
Þorleifur Þórarinss - Þórarinn Arnason 249
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Daviðsson 236
Sl. föstudag spiluðu 26 pör og þá
urðu úrslit þessi í N/S:
Eysteinn Einarsson - Ólafur Lámsson 399
Hannes Ingibergss. - Láms Amórsson 392
Alfreð Kristjánss. - Albert Þorsteinss. 384
Lokastaðan í A/V:
Fróði Pálsson - Þorleifur Þórarinss. 356
Halla Ólafsd. - Sigurður Pálsson 350
Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 346
Meðalskor var 216 á þriðjudaginn
en 312 á fóstudag.
Hekluð
taska og
trefill
I þættinum
Spuni/hand-
mennt í blaðinu
fimmtudaginn 4.
marz sl. prentað-
ist meðfylgjandi
mynd illa í hluta
eintaka blaðsins.
Myndin birtist
hér á ný og vísað
er til þáttarins
sl. fimmtudag.