Morgunblaðið - 10.03.1999, Qupperneq 56
\
Heimavörn
Sími: 533 5000
Heimavörn
SÉCURITAS
Sími: 533 5000
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Róbert Guðfinnsson kosinn stjórnarformaður SH í stað Jóns Ingvarssonar
Kostnaður
við húshitun
verðijafn-
aður
JÖFNUN húshitunarkostnaðar og
námskostnaðar er meðal þess sem
nefnd, sem forsætisráðherra skip-
aði, leggur til. Einnig er lagt til að
námsmenn á landsbyggðinni fái af-
slátt af afborgunum námslána. Pá
er lagt til að framkvæmdum í vega-
málum verði flýtt.
Nefndin leggur til að einum millj-
arði verði varið árlega á næstu
þremur árum til að jafna búsetu-
skilyrði á landinu, samtals þremur
milljörðum króna.
Pá er gerð tillaga um aukna end-
urgreiðslu ferðakostnaðar sjúk-
linga.
Einar Guðfinnsson, formaður
nefndarinnar, segir að mjög góð
samstaða hafí tekist milli fulltrúa
stjómmálaflokkanna í nefndinni.
Hún var skipuð að tilhlutan nefndar
um kjördæmabreytingar, en nefndin
taldi nauðsynlegt að grípa tO að-
gerða til að jafna búsetuskilyrði á
landinu samhliða því að atkvæðis-
réttur væri jafnaður milli landshluta.
■ Þrír milIjarðar/6
----------------
Hlutafé OZ
aukið um 273
milljónir
GENGIÐ var í gær frá samningum
um kaup Landsbréfa hf. og Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins hf. á millj-
ón hlutum í OZ hf. á genginu 3,8 og
er heildarsöluverðmætið því um 273
milljónir króna.
Um er að ræða útgáfu nýrra hluta
og koma 500 þúsund bréf í hlut hvors
aðila. FBA og Landsbréf áttu hæstu
boð í hlutaféð í útboði meðal fjárfest-
ingarbanka.
Skúli Mogensen, forstjóri OZ hf.,
segist í samtali við Morgunblaðið
vera mjög ánægður með útboðið en
hann segir að ekki verði um frekari
hlutafjáraukningu hérlendis að ræða
áður en fyrirtækið verður skráð á
bandarískan hlutabréfamarkað.
■ Siðasta útboðið/13
Hlutabréfakaup Róberts
réðu úrslitum í kjörinu
RÓBERT Guðfinnsson frá Siglu-
firði var kosinn formaður Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna hf. í
gær, í stað Jóns Ingvarssonar sem
verið hefur stjórnarformaður í
fimmtán ár. Fyrir kjörið ríkti mikil
óvissa um úrslit vegna breytinga í
hluthafahópnum á síðustu stundu.
Þannig keypti Róbert Guðfinnsson
í gærmorgun, með aðstoð fleiri
fjárfesta, 7% eignarhluta Haraldar
Böðvarssonar hf. í SH.
Jón Ingvarsson og Róbert Guð-
finnsson náðu báðir kosningu í
stjórn SH á aðalfundinum í gær. I
formannskjöri hafði Róbert betur,
fékk liðlega 734 milljónir atkvæða
á móti liðlega 733 milljónum at-
kvæða Jóns. Atkvæðamagn Ró-
berts samsvarar 50,035% og Jóns
49,965% og er munurinn því aðeins
0,7%.
Kaup Róberts á 7% hlut Harald-
ar Böðvarssonar (HB) í gærmorg-
un hafa því ráðið úrslitum. Ekki
var full samstaða í stjórn HB um
söluna og nokkrir af stærstu hlut-
höfum í félaginu voru henni and-
vígir. Eyjólfur Sveinsson, stjórn-
arformaður HB, segir að áður en
gengið var að tilboði Róberts hafi
stuðningsmönnum Jóns verið boð-
ið að kaupa helming hlutabréf-
anna, á móti jöfnum hlut Róberts.
Því var hafnað enda töldu stuðn-
ingsmenn Jóns ekki meirihluta
innan HB fyrir sölunni og óskuðu
eftir viðræðum við stjómina en áð-
ur en málið komst lengra tóku
stjómendur HB tilboði Róberts og
félaga. Eftir það réð Róbert yfir
um 23% atkvæða á aðalfundinum.
t Vill breytingar
Akveðinn ágreiningur hefur ver-
ið innan SH undanfarin ár um störf
félagsins og stefnu. Róbert lýsti
því yfir þegar hann bauð sig fram
gegn Jóni að hann vildi breyta
stefnunni. Eftir kjörið í gær fór
hann varlega í yfirlýsingar um það
efni. „Það era engar breytingar
ákveðnar nú þegar. Eg beld að ég
Morgunblaðið/Golli
NÝKJÖRINN stjórnarformaður SH, Róbert Guðfinnsson, þakkar hluthöfum stuðninginn. Við háborðið sitja
Friðrik Pálsson forsljóri og Jón Ingvarsson fráfarandi sljórnarformaður.
kjósi aðeins að sitja á mér núna og
bíða þess að geta sest niður með
stjóminni og farið yfir þessi mál.
Það era svo margir þættir í rekstri
félags eins og SH, sem þarf langt
mál til að skýra. Eg held að það sé
ekki rétt að vera að fara með það í
fjölmiðla á þessu stigi. Eg á von á
því að þetta félag muni breytast og
þroskast í náinni framtíð, enda
bauð ég mig beinlínis fram til for-
manns stjórnar til að ná fram
ákveðnum breytingum. Það er al-
veg Ijóst að félagið hefur haldið að-
eins í þessi gömlu vinnubrögð sem
tíðkuðust meðan það var samlag.
Eg held að ekki sé hægt að kenna
neinum einum um það, málin hafa
einfaldlega þróast á þessa leið. Nú
er ætlunin að reyna að stilla þessu
upp á nýtt og sjá hvert við
komumst með félagið," sagði Ró-
bert.
Vonbrigði
„Það era alltaf vonbrigði þegar
maður nær ekki settu marki. En
maður verður að sætta sig við það
sem að höndum ber,“ sagði Jón
Ingvarsson þegai- leitað var álits
hans á niðurstöðum formanns-
kjörsins. Aðspurður kvaðst hann
hafa átt von á því að ná endurkjöri.
„Það kom mér á óvart hvað þessir
aðilar vora tilbúnir að ganga langt
til að seilast til áhrifa í félaginu,"
sagði Jón þegar hann var spurður
hvaða augum hann liti kaup Ró-
berts Guðfínnssonar á hlutabréfum
HB.
Þegar niðurstöður formanns-
kjörs lágu fyrir tók Friðrik Páls-
son, forstjóri SH, til máls og
þakkaði Jóni Ingvarssyni
ánægjulegt samstarf. „Hann hef-
ur að mínu mati leitt þetta félag
einstaklega vel inn á þær brautir
sem það er á í dag og ég held að
nýkjörin stjórn taki þar við mjög
góðu búi frá honum. Eg skal vera
alveg hreinskilinn með það að
mér hefði fundist það miklu
skemmtilegra ef stjórnarfor-
mannskjör hefði getað orðið með
öðrum hætti en við því er að sjálf-
sögðu ekkert að segja,“ sagði
Friðrik.
■ Sviptingar á síðustu/28-29
■ Skin og skúrir í fyrra/18
Sprautu-
fíklum
fjölgar
SPRAUTUFÍKLUM fer
fjölgandi hér á landi og era
21% líkur á því að sjúklingur
sem innritast á sjúkrahúsið
Vog hafi sprautað sig í æð með
vímuefnum. Líkurnar vora 3%
árið 1983.
Af 860 sprautufíklum sem
hafa komið sl. átta ár á Vog
höfðu 279 greinst með lifrar-
bólgu C. 45 tilfelli fundust á
síðasta ári.
Fjöldi unglinga sem leita
sér meðferðar hjá SÁÁ á Vogi
hefur meira en tvöfaldast sl.
átta ár. 74% unglinga sem leit-
uðu í meðferð í fyrra greindust
stórneytendur kannabisefna
eða amfetamíns.
■ Meira/4
Grunur á að skipverjar á Goðafossi hafí varpað talsverðu af áfengi í sjóinn
Gæsluvarðhalds
krafíst yfír áhöfn
DÓMARI við Héraðsdóm Reykja-
víkur hafði klukkan eitt í nótt úr-
skurðað sex skipverja á Goðafossi í
gæsluvarðhald til 15. mars. Gæslu-
varðhalds var krafist yfir allri áhöfn-
inni, alls 11 manns. Skipverjarnir
munu í samráði við lögmenn sína
taka afstöðu til þess í dag hvort þeir
kæri úrskurð dómara tO Hæstarétt-
ar. Áð sögn lögreglunnar er um að
ræða grun um stórfellt smygl.
Rannsóknai-deOd lögreglunnar í
Reykavík fór fram á gæsluvarðhald-
ið eftir yfirheyrslur yfir mönnunum í
gær. Grunur leikur á að talsverðu af
smyglvarningi hafi verið kastað í sjó-
inn, að skipverjar á Goðafossi hafi
áður smyglað áfengi og auk þessa er
ætlaðra samverkamanna í landi leit-
að.
í fyrrinótt komu tæplega 600 lítr-
ar af smygluðu áfengi og 550 lengjur
af vindlingum í leitimar eftir um-
fangsmikla leit ToOgæslunnar í
Reykjavík um borð í Goðafossi.
Einnig var leitað í sjónum milli
Gróttu og Akureyjar þar sem toll-
verðir veittu því eftirtekt við eftirlit
að varningi var varpað frá borði
Goðafoss nálægt 6-baujunni. Við
nánari athugun reyndist vera um að
ræða plastbrúsa sem höfðu innihald-
ið áfengi. Þá var leitað aðstoðar lög-
reglunnar í Reykjavík við rannsókn-
ina. Ennfremur var smyglvarnings
leitað neðansjávar með aðstoð
þriggja kafara í nági’enni við Garð-
skaga, en ekkert hefur fundist við þá
leit leit samkvæmt upplýsingum
blaðsins.
Tollverðir unnu í gærkvöldi við að
kanna gáma skipsins við losun þess í
Sundahöfn, en gámarnir eru alls um
300 talsins.
Vegna grunsemda um að smygl-
varningur væri um borð í Goðafossi
ákváðu tollverðir að hafa eftirlit með
skipinu vegna komu þess frá Kanada
og Bandaríkjunum á mánudag. Upp
úr hádegi á mánudag var hafinn und-
irbúningur aðgerða og fóru tollverðir
og lögreglumenn á báti frá Keflavík
að skipinu úti við Garðskaga og
fylgdu því eftfi til hafnar þar sem
fjölmennt lið lögreglu og tollvarða
beið komu þess og hóf þegar ítarlega
leit um borð. Fundust þá 600 lítrar
af áfengi í lokuðu rými í skipinu og
telur lögreglan að öðru eins hafi ver-
ið varpað útbyrðis.