Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913
135. TBL. 87. ÁRG.
Reuters
Konunglegt
brúðkaup
AFGREIÐSLU STÚLKA í
Woolworth-verslun í Windsor,
sem er vestur af London, lýkur
við sérstaka útstillingu sem sett
var upp í tilefni brúðkaups
Játvarðar Bretaprins og
heitmeyjar hans Sophie Rhys-
Jones, sem fer fram í kapellu
heilags Georgs við Windsor-
kastala í dag. Játvarður er
yngstur fjögurra barna
Elísabetar Englandsdrottningar
og Filippusar drottningarmanns
og vonast Bretar til að Játvarði
og Sophie takist að rjúfa þau
álög sem virðast hafa verið á
hjónaböndum barna drottningar,
en þau Anna, Karl og Andrés
hafa öll gengið í gegnum erfiða
hjónaskilnaði.
■ Athöfninni sjónvarpað/25
ítalir
fækka
glæpum
The Daily Telegraph.
ÍTALSKA þingið hefur nú
brugðist við gífurlegu álagi á
þarlenda dómstóla með því að
fækka glæpum - það er að
segja fækka þeim afbrotum
sem viðurlög liggja við.
Nú hafa 100 minniháttar af-
brot verið fjarlægð úr lagatext-
um, þar á meðal það brot sem
algengast er, að gefa út inn-
stæðulausa ávísun. Svo mikið
ber á ávísanamisferli að ekki
þykir lengur taka því að draga
sökudólgana fyrir dóm. Menn
munu líka framvegis komast
upp með að móðga opinbera
starfsmenn, en ósagt skal látið
hvort það sé vegna þess að þeir
séu orðnir því svo vanir.
Meðal annarra brota sem
ekki eru lengur saknæm eru
vasaþjófnaður, þjófnaður á
húsdýrum, fölsun á strætis-
vagnafarmiðum og einvígi. Þá
þykir ekki ástæða til að
íþyngja réttárkerfinu með þvi
að láta betlara svara til saka
fyrir að þykjast vanta útlim, í
þeim tilgangi að vekja samúð
vegfarenda, en varla verður
þverfótað fyrir slíkum loddur-
um á strætum Rómar.
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Samkomulag um hlut-
verk Rússa í friðargæslu
KOSOVO-ALBANSKIR drengir veifa feikfangabyssum og bera ennisbönd
merkt Frelsisher Kosovo, UCK, í bænum Gnjilane.
Belgrad, Brussel, Helsinki, Prizren. Reuters.
WILLIAM Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, og Igor
Sergejev, vamarmálaráðherra
Rússlands, skrifuðu í gærkvöld
undir samkomulag um hlutverk
Rússa í friðargæslustarfi í Kosovo,
eftir þriggja daga samningaviðræð-
ur Rússa og fulltrúa NATO í
Helsinki.
Helsti ásteytingarsteinninn í við-
ræðunum var krafa Rússa um að fá
umsjón með eigin friðargæslusvæði
eins og NATO-ríkin Bretland,
Bandaríkin, Frakkland, Ítalía og
Þýskaland. Rússar féllust loks í
gærkvöld á þá málamiðlun að 3.600
rússneskir hermenn tækju þátt í
friðargæslu á svæðum Bandaríkja-
manna, Frakka og Þjóðverja, undir
stjóm herforingja NATO. Rúss-
neska friðargæsluliðið mun á hinn
bóginn gefa skýrslu um störf sín til
yfirmanna í rússneska hernum, sem
mun eiga fulltrúa á samráðsfundum
með æðstu mönnum NATO og frið-
argæsluliðs bandalagsins, KFOR.
Cohen sagði á fréttamannafundi
er tilkynnt var um samkomulagið í
gærkvöldi að Rússar hefðu einnig
fallist á að opna flugvöllinn í Prist-
ina fyrir friðargæsluliði KFOR, en
þeir hertóku hann áður en sveitir
KFOR héldu inn í Kosovo fyrir
viku. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
fagnaði samkomulaginu í gær-
kvöldi, og sagðist hafa fulla trú á að
Rússar hefðu það í heiðri.
50 þúsund Serbar flúnir
Frekari fregnir bámst í gær af
skæram milli Kosovo-Albana og
serbneskra íbúa héraðsins. Skæra-
liðar Frelsishers Kosovo (UCK)
myrtu í gær þrjá Serba í þorpunum
Novo Selo og Kosovska Kamenica,
og rændu 18 Serbum í þorpum ná-
lægt Pristina, að því er serbnesk
fréttastöð skýrði frá í gær, en frétt-
in fékkst ekíd staðfest af óháðum
aðilum. Serbneskt par fannst að
auki myrt á tröppum húss síns, og
16 ára gamall serbneskur piltur lét
lífið í umsátri á sveitavegi. Nú er
talið að um 50 þúsund Kosovo-Serb-
ar hafi flúið héraðið.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær
Kosovo-Albana til að sýna þolin-
mæði og snúa ekki til heimkynna
sinna fyrr en öryggi þeirra hefði
verið tryggt. Hvatti hann Kosovo-
Serba sömuleiðis til að halda kyrra
fyrir í héraðinu, og til að vinna að
friðsamlegri sambúð þjóðemis-
hópanna tveggja.
Aukin völd til að handtaka
stríðsglæpamenn
NATO samþykkti í gær að veita
alþjóðlegum friðargæslusveitum í
Kosovo aukin völd til að handtaka
ákærða stríðsglæpamenn. Louise
Arbour, yfirmaður stríðsglæpadóm-
stóls Sameinuðu þjóðanna, sagði á
fréttamannafundi í gær að ákvörð-
un NATO þýddi að rannsókn stríðs-
glæpa yrði sett mjög framarlega í
forgangsröð friðargæsluliða banda-
lagsins.
Að sögn Arbour eru starfsmenn
dómstólsins þegar teknir til starfa í
héraðinu. Réttarlæknar frá Bret-
landi, Bandaríkjunum, Kanada og
Frakklandi era auk þess væntan-
legir til Kosovo um helgina, þar sem
þeirra bíður það verkefni að safna
sönnunargögnum frá fjölda staða
sem taldir era hafa verið vettvang-
ur stríðsglæpa.
Svarifjallaland vill endurskoða
sambandssáttmála
Forsætisráðherra Svartfjallalands,
Milo Djukanovic, sem verið hefur
hliðhollur Vesturlöndum, sagði í gær
að Svartfellingar myndu knýja á um
að staða þeirra innan sambandsríkis-
ins Júgóslavíu yrði endurskoðuð, á
þann veg að tryggt yrði að ekki væri
unnt að misnota sameiginlegar stofn-
anir í óþökk þeirra. Vék hann sér-
staklega að því að Júgóslavíuher
hefði verið beitt í bága við vilja Svart-
fellinga meðan á loftárásum NATO
stóð. Djukanovic sagði að féllust
Serbar ekki á þetta kæmi jafnvel til
greina að Svartfjallaland lýsti ein-
hliða yfir sjálfstæði.
Spenna hefur farið vaxandi milli
Serba og Svartfellinga, einkum eftir
að loftárásir NATO hófust í mars,
en þá hikaði Djukanovic ekki við að
lýsa ábyrgð á hendur Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseta. Ríkis-
stjórn Svartfjallalands neitaði að
lýsa yfir stríðsástandi, eins og Júgó-
slavíustjórn krafðist, og sleit ekki
stjórnmálatengslum við ríki NATO,
eins og Júgóslavía í heild.
Bill Clinton mun eiga fund með
Djukanovic í Slóveníu í næstu viku.
Fundur leiðtoga G-7-hópsms hófst í Köln 1 gær
Skuldum létt af þróunarríkjum
Köin. Reuters.
LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims sam-
þykktu á fundi sínum og Rússa, sem hófst í Köln
í gær, yfirgripsmikla áætlun um að létta skuldum
af þróunarrílqum. Fögnuðu þeir vísbendingum
um að efnahagskreppan í Japan væri senn á enda
og öðrum merkjum um viðreisn í efnahagslífi
heimsins.
Samkomulag leiðtoga G-7-ríkjanna felur í sér
að allt að þriðjungur lána fátækustu ríkja heims
verði afskrifaður, en samkvæmt sérfræðingum
nemur það samtals 70 milljörðum dollara (5.000
milljörðum ísl. kr.). Gene Sperling, formaður
efnahagsmálanefndar Hvíta hússins, sagði að ef
fleiri ríki tækju þátt í aðstoðinni gæti upphæðin
hækkað í um 90 milljarða dollara (6.500 millj-
arða ísl. kr.). Sperling sagði að aðgerðirnar
yrðu fjármagnaðar að hluta með því að selja allt
að tíunda hluta gullforða Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Leiðtogar G-7-ríkjanna samþykktu einnig að
hvetja til strangari reglugerða um fjármagnsvið-
skipti í iðnríkjum og að vinna að stöðugleika al-
þjóðlega gjaldeyriskerfisins. Hvöttu þeir þróun-
arríki til að styrkja efnahagskerfi sín með því að
auka eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum,
bæta hag þeirra verst settu og forðast að taka á
sig miklar skammtímaskuldir.
Stepashin vonast eftir bættum
tengslum við Vesturlönd
Sergej Stepashin, forsætisráðherra Rússlands,
mætti til fundarins fyrir hönd Rússa í gær, en
Borís Jeltsín forseti mun ekki koma til Kölnar
fyrr en á sunnudag. Stepashin kvaðst vona að
fundurinn myndi bæta tengsl Rússa við Vestur-
lönd eftir ágreining undanfarna mánuði vegna
Kosovo-deilunnar. Lagði hann áherslu á að Rúss-
ar, sem fengu aðild að hópnum í fyrra, myndu nú
taka fullan þátt í umræðu um alþjóðamál á jafn-
réttisgrundvelli.
Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, til-
kynnti á fundinum í gær að Japanir myndu bjóða
Rússum 200 milljóna dollara aðstoð við að taka
sundur og farga úreltum rússneskum kafbátum
sem liggja við Kyrrahafsströnd Rússlands.
Japanskir embættismenn hafa lagt áherslu á að
fórgun kafbátanna sé aðkallandi verkefni, bæði
vegna vopnaeftirlits og umhverfisverndar í
Japanshafi.
Obuchi átti fund með Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta áður en fundur G-7-ríkjanna og
Rússa hófst. Hvatti Clinton Obuchi til að gera
allt sem í hans valdi stæði til að koma efnahag
Japans á réttan kjöl. Obuchi kvaðst staðráðinn í
að stýra landinu áfram á réttri braut, en 7,9%
hagvöxtur mældist þar á fyrsta fjórðungi þessa
árs.