Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðgjafarfyrirtæki skilar skýrslu um úttekt á Mýrarhúsaskóla
Skólastjóra og aðstoðarskóla-
stjóra sagt upp störfum
SKÓLASTJÓRA og aðstoðarskóla-
stjóra Mýrarhúsaskóla á Seltjarn-
amesi hefur verið sagt upp störfum
í kjölfar þess að ráðgjafarfyrirtækið
Skref fyrir skref, sem bæjaryfirvöld
fengu til að gera úttekt á skólanum,
skilaði niðurstöðum sínum. Sigur-
geir Sigurðsson, bæjarstjóri á Sel-
tjamarnesi, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær, að skólastjórn-
endunum hefði verið sagt upp.
Aðspurður hvort skólastjómend-
unum hefði verið gert að láta strax
af störfum sagði Sigurgeir að ekki
hefði verið gerð krafa til þess. Hann
vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar
um málið og sagði að skýringar
yrðu gefnar í fréttatilkynningu sem
send yrði út eftir bæjarstjórnarfund
sem halda á næstkomandi miðviku-
dag.
Forystumenn KI gagnrýna
uppsagnimar harðlega
Forystumenn Kennarasambands
Islands gagnrýna uppsagnirnar
harðlega og þær aðferðir sem not-
aðar voru. Hefur KÍ falið lögfræð-
ingi sambandsins að kanna réttar-
stöðu skólastjórans og aðstoðar-
skólastjórans.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara-
formaður KÍ, segir að krafist verði
skýringa á uppsögnunum. „Pað er
alveg ljóst að þau hafa ekkert brot-
ið af sér. Aðstoðarskólastjórinn
hefur starfað þarna í um 30 ár og
ég veit ekki til þess að það hafi ver-
ið fundið að störfum hans,“ sagði
hún.
Guðrún sagði einnig að ef um
væri að ræða erfiðleika í skólastarf-
inu í Mýrarhúsaskóla þyrftu bæjar-
yfirvöld og skólanefnd að gefa skýr-
ingar á því af hverju ekki hefði ver-
ið brugðist fyrr við. ,Af hverju er
fengið ráðgjafarfyrirtæki, sem mér
vitanlega hefur aldrei gert úttekt á
skóla fyrr, rétt fyrir skólalok núna í
vor?“ sagði hún.
Guðrún Ebba sagði að það væri
mjög vafasamt að byggja svo rót-
tækar aðgerðir sem hér um ræðir á
úttekt sem gerð væri í lok skólaárs
og byggðist eingöngu á viðtölum.
Hún sagði að bæjarstjórnin gæti
ekki firrt sig ábyrgð á uppsögnun-
um með því að vísa til þessarar út-
tektar. „Það er sveitarfélagið sem
rekur skólann og ber ábyrgð á
skólahaldinu. Það er mjög ófaglegt
að nota þessa skýrslu sem rök-
stuðning fyrir uppsögnunum," sagði
Guðrún Ebba.
Bflvelta
á Suður-
landsvegi
SEX farþegar og ökumaður jeppa-
bifreiðar voru fluttir á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærkvöldi,
með minniháttar meiðsl að því er
talið er, eftir að jeppinn hafði oltið út
af Suðurlandsvegi austan við Hafra-
vatnsveg á níunda tímanum.
Sjömenningarnir voru allir í bílbelti,
að sögn lögreglunnar í Reykjavík, og
má þakka beltunum að ekld fór verr.
Að sögn lögreglu kveðst ökumað-
ur jeppans hafa misst hjól bifreiðar-
innar ofan í vatnsrásir í veginum og
gert tilraunir til þess að komast upp
úr þeim. Við það hefði hann hins veg-
ar misst vald á bifreiðinni með fyrr-
greindum afleiðingum. Jeppinn
skemmdist mikið og þurfti kranabif-
reið að draga hann af vettvangi eftir
slysið.
--------------
Kærumál vegna
barnaspítala
Stöðva ekki
fram-
kvæmdir
ÚRSKURÐARNEFND skipulags-
og byggingarmála hefur hafnað
kröfu um að framkvæmdum við
barnaspítala á lóð Landspítala verði
frestað meðan kæra nágranna spít-
alans er til meðferðar hjá nefndinni.
Hjalti Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar, sagði
við Morgunblaðið, að augljóst hag-
ræði byggjandans af því að láta
framkvæmdirnar fara fram þegar
sumarlokanir á kvennadeild valda
því að ónæði fyrir starfsemi spítal-
ans er í lágmarki hefði verið tekið
fram yfir hagsmuni kærendanna af
því að fá framkvæmdimar stöðvað-
ar. „Þama var farið út í mat á hags-
munum aðila,“ sagði Hjalti.
Hann sagði að þessi ákvörðun
væri háð því skilyrði að farið yrði að
ákvæðum útboðslýsingar um
sprengingar á byggingarsvæðinu en
samkvæmt þeim skilmálum beri að
halda sveifluhæð og agnarhraða við
sprengingar í lágmarki. Með því séu
tryggðar hverfandi líkur á að
kærendur verði fyrir tjóni og að
ónæði þeirra verði lítið. Þá sé við
það miðað að sprengingamar valdi
ekki truflun á starfsemi spítalans.
Engar steypuframkvæmdir
Hjalti sagði að meðal þess sem
hefði styrkt þessa niðurstöðu hefði
verið yfirlýsing heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins um að ekki
yrði byrjað á neinum steypufram-
kvæmdum eða varanlegri mann-
virkjagerð á lóðinni meðan málið er
til úrskurðar.
Hjalti sagði að meðferð málsins í
úrskurðamefndinni gæti tekið
nokkurn tíma vegna anna. Almennt
er gert ráð fyrir að meðferð ljúki
innan tveggja mánaða en Hjalti
sagði hugsanlegt að gripið yrði til
undantekningarákvæðis, sem heim-
ilar að afgreiða viðamikil mál innan
þriggja mánaða.
Morgunblaðið/Arnaldur
Sumarið nýtist seglbrettamönnum
ÁHUGAMENN um seglbretti eru sennilega meðal
þeirra fáu sem fagnað hafa rokinu og jafnvel rign-
ingunni á suðvesturhorni landsins síðastliðnar vik-
ur. Þessi kappi var einn þeirra sem nýtti sér
strekkinginn skammt utan við Seltjarnarnes á dög-
unum og ekki annað að sjá en rokið og öldugangur-
inn hafi gefið tilefni til fjölbreytilegra æfinga á
seglbrettinu.
Kvennaflug
til Kaup-
mannahafnar
TÍMAMÓT verða hjá Flugleiðum í
dag þegar eingöngu konur verða í
áhöfn flugs til og frá Kaupmanna-
höfn. Að sögn Geirþrúðar Al-
freðsdóttur flug-
sfjóra er þetta í
fyrsta sinn sem
eingöngu konur
eru í áhöfn þotu,
en þetta hefur
áður gerst á
Fokker-vél. Geir-
þrúður segir að
sér li'tist vel á
flugið og ekki
skemmi fyrir að þetta ber upp á
kvenréttindadaginn 19. júní.
Geirþrúður segir að þetta sé
merkur áfangi í flugsögu íslands
og henni líst mjög vel á flugið í
dag. Nú eru þrjár konur orðnar
flugstjórar hjá Flugleiðum, ein
stýrir 757-þotu, Geirþrúður stýrir
sjálf 737-þotu og sú þriðja stýrir
Fokker-flugvél.
Geirþrúður
Alfreðsdóttir
Stjórnarformaður Landssimans gagnrýnir Samkeppnisstofnun í bréfí til ráðherra
Segir stofnunina í áróðurs-
herferð gegn Landssímanum
ÞÓRARINN V. Þórarinsson,
stjómarformaður Landssímans,
hefur sent Finni Ingólfssyni við-
skiptaráðherra bréf þar sem hann
gagnrýnir harðlega vinnubrögð og
málflutning Samkeppnisstofnunar
við birtingu ákvarðana sinna og
álitsgerða um málefni Landssímans.
Setji reglur um birtingu
Þórarinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að megintilgangur
erindisins til ráðherra væri að óska
eftir því að ráðherra setti reglur um
hvernig staðið er að birtingu álita
og úrskurða Samkeppnisstofnunar,
þannig að tryggt sé að þeir sem
ákvarðanimar beinast að fái þær í
hendur á undan fjölmiðlum.
í bréfinu segir Þórarinn það m.a.
áhyggjuefni að Samkeppnisstofnun
virðist skilja hlutverk sitt sem
markaðsafl eða aðili sem beita beri
öllum tiltækum ráðum til að vinna
sjónarmiðum sínum fylgi meðal al-
mennings. „Hefur stofnunin nú
gengið svo langt í skipulagðri áróð-
ursherferð gegn Landssíma Islands
hf. að ég tel óhjákvæmilegt að vekja
athygli ráðuneytisins á afar sér-
stæðum vinnubrögðum í þessu
efni,“ segir í bréfinu.
Hann heldur því fram að umrædd
álit Samkeppnisstofnunar hafi
borist fjölmiðlum áður en Lands-
síminn fékk þau til skoðunar.
Einnig hafi fjölmiðlum verið sendur
útdráttur úr álitsgerðum, þar sem
helstu þættir sem stofnunin hafi
kosið að halda fram voru tíundaðir.
„Ég er mjög ákveðið þeirrar skoð-
unar að þessi háttur á birtingu álits-
gerða og úrskurða Samkeppnis-
stofnunar hafi þann tilgang einan að
gera þeim sem stofnunin ber sökum
erfitt að tjá sig um málið - frétta-
mennimir fái betri upplýsingar og
fyrr um meginþætti málsins. Þá eru
úrskurðir jafnan sendir út undir lok
vinnudags, þannig að lítill tími er til
undirbúnings andsvara," segir enn-
fremur í bréfinu.
Þórarinn gagnrýnir Samkeppnis-
stofnun einnig fyrir að taka fullan
þátt í opinberri umræðu um úr-
skurði stofnunarinnar og vitnar
m.a. í því sambandi í formlega yfir-
lýsingu stofnunarinnar sem birt var
í Morgunblaðinu. „Sú yfirlýsing er
rætin samsuða sem sýnist hafa
þann tilgang einan að koma enn
frekar höggi á Landssímann, sem
ákveðið hefur að kæra úrskurð til
áfrýjunarnefndar," segir í bréfinu.
í dag
IGARDOG
Hákarlar á Hásteinsvelli
í Eyjum/C2
Arnór spáir í stórleik
helgarinnar/C1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is