Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Verðlagning á nautgripakjöti gefín frjáls frá 1. júní Samningar við bændur ráða verði VERÐLAGSNEFND búvara hefur fellt niður opinbera verðlagningu á nautgripakjöti frá 1. júní síðastliðn- um og mun verð hér eftir ráðast af samningum afurðastöðva og fram- leiðenda. Samtökum kúabænda er þó heimilt að birta viðmiðunarverð. Gísli Karlsson, framkvæmda- stjóri framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, segir að samkvæmt 8. grein bú- vörulaga sé Verðlagsnefnd búvara heimilt að fella niður opinbera verð- lagningu á þessu kjöti. Það hafi ver- ið gert varðandi lambakjöt 1. sept- ember síðastliðinn og varðandi nautgripakjöt frá og með 1. júní síð- astliðnum. Verðið muni hér eftir ráðast af þeim samningum sem framleiðendur og afurðastöðvamar nái sín á milli. Gísli segir að þróunin hafí verið sú að smám saman sé verið að falla frá opinberri verðlagningu í þessum efnum. Rökin fyrir breytingum séu meðal annars þau að í samkeppni á kjötmarkaði sé erfitt fyrir suma að- ila að vera bundna af fóstu verði þegar aðrir séu það ekki. Bylting á kjötrnarkaði Gísli sagði að meðalverð á naut- gripakjöti til framleiðenda hefði verið tæpar 279 krónur fyrir kílóið frá 1. janúar síðastliðnum. Verð á ungnautakjöti hefði verið 345 kr. fyrir kílóið og heildsöluverð á ung- nautakjöti, þ.e. verð til afurða- stöðva, var 447 kr. fyrir kílóið. Gísli sagði að þó að menn gætu selt sína gripi hæstbjóðanda eftir þessar breytingar hefði hann trú á því að menn fari sér hægt í byrjun í þessum efnum á meðan þeir séu að laga sig að breyttum aðstæðum. Það hafí verið reynslan varðandi frjálsa verðlagningu lambakjöts í fyrrahaust. Þá sé félögum kúa- bænda og sauðfjárbænda heimilt að birta viðmiðunarverð og reynslan sé sú að menn fari talsvert eftir þeim í byrjun meðan þeir séu að læra á markaðinn. Gísli bætti því við að á þessu tæpa ári hefði í raun og veru orðið bylting í þessum efnum hér á landi. Þarna væri um að ræða um 60% af kjötmarkaðnum, sem hefði verið háður opinberri verðlagningu en væri það ekki lengur og nú væri frjáls verðlagning á nærfellt öllu kjöti í landinu. Hrossakjöt væri það eina sem væri ennþá undanskilið. Morgunblaðið/Eyjólfur Æðurin syndir um í affallsvatni nýja Bláa Iónsins. Æðarvarp í Bláa lóninu Vogum. Morgunblaðið. TALSVERT æðarvarp hefur myndast í hrauninu við Bláa lón- ið. A svæði, þar sem affallsvatn úr Bláa lóninu rennur í hrauninu, standa hraunhólar upp úr vatn- inu og þar hefur æðarfuglinn hafið varp. Þar má nú finna um fimm tugi hreiðra. Hér má sjá nokkur hreiðranna. / Wmmm Morgunblaðið/Armann Agnarsson Sfldin gefur sig enn Tveggja daga stím á miðin VEIÐAR úr norsk-íslenska síldar- stofninum hafa gengið vel undan- fama daga en mjög langt er nú á miðin skammt undan Jan Mayen. Sfldin er á mikilli ferð norðaustur á bóginn og er nú um tveggja sólar- hringa stím á miðin en skipin voru flest að veiðum rúmar 400 sjómílur norðaustur af Langanesi í gær. Sjó- menn óttast að haldi svo fram sem horfír syndi sfldin inn í norska lög- sögu áður en langt um Iíður. Fjöldi skipa var í gær á landleið með fullfermi. Að sögn sjómanna er veiðin misjöfn frá degi til dags, skipin fá risaköst en lítið þess á milli. Þannig fyllti Jón Kjartansson SU sig í einu kasti á miðunum í fyrradag en von er á skipinu til Eskifjarðar í dag. Síldin þykir fal- leg, hún fítnar stöðugt og áta í henni minnkar. A myndinni er verið að dæla síldinni úr nót Beitis NK frá Neskaupstað á miðunum við Jan Mayen íyrir skömmu. Þá höfðu GRÆN LAND Islensku síldveiði- skipin eru nú að veiðum suðaustur af Jan Mayen ISLAND Síldar- smugan FÆREYJAR 'A 1 /7 Beitismenn fengið sinn skammt af kastinu og fyllt skipið en Hábergs- menn nutu góðs af því og hirtu af- ganginn. Norðmeim samþykktu „Smugusamningimi“ Osló. Morgunblaðið. SMUGUSAMNINGURINN svo- kallaði milli íslands, Noregs og Rússlands var samþykktur á norska Stórþinginu 17. júní eftir töluverð átök. Þingmaðurinn Steinar Bastesen var tilbúinn með van- trauststillögu á ríkisstjórnina vegna samningsins, en lagði hana ekki fram. Það voru aðeins ríkisstjómar- flokkarnir sem lýstu ánægju sinni með samninginn, sem á hinn bóginn var fordæmdur af Verkamanna- flokknum, Hægriflokknum og Framfaraflokknum. Karl Eirik Schiött-Pedersen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og þingmaður Verkamannaflokks- ins, sagði eftir umræðumar á fímmtudag að sjaldan hefði munað jafn litlu að opinber samningur yrði felldur í Stórþinginu. Hefði farið svo, þá hefði það verið mjög alvar- legt mál. Steinar Bastesen, sem er eini þingmaður Strandflokksins, var svo óánægður með samninginn að hann hafði undirbúið vantrauststillögu á ríkisstjómina, en meðan á umræð- Steinar Bastesen hót- aði vantrauststillögu á ríkisstjórnina vegna samningsins unum stóð ákvað hann að leggja hana ekki fram. Framfaraflokkurinn greiddi at- kvæði á móti samningnum eins og Strandflokkurinn, en Hægriflokk- urinn greiddi atkvæði með honum eftir miklar efasemdir, vegna þess að hann væri íslendingum mun hagstæðari en Norðmönnum. „Ríkisstjórnin hefur staðið sig illa. Samningurinn er slæmur, en vegna þess að mikilvægt er að ná friði um þessi mál, er samningurinn nauðsynlegur. Norskir sjómenn greiða hann of háu verði og Island fær of mikið í sinn hlut. Þess vegna skil ég vel að forystumenn í norsk- um sjávarútvegi séu jafn óánægðir og raun ber vitni,“ sagði leiðtogi Hægriflokksins, Jan Petersen. Hann lagði ríka áherslu á að hann væri undir miklum þrýstingi, en taldi að afleiðingamar yrðu verri til lengri tíma litið án samnings en með samningi. Utanríkisráðherrann, Knut Vollebæk, taldi samninginn góðan. Hann sagði ómögulegt að hafa hem- il á veiðum í Smugunni án samn- ingsins. Ivar Kristiansen, þingmað- ur Hægriflokksins, var á öndverð- um meiði og sagði að samningurinn væri ekkert annað en staðfesting á sjálfdæmi íslendinga í málinu. Pet- er Angelsen, sjávarútvegsráðherra, varði samninginn, þrátt fyrir að hann viðurkenndi að sem einangrað dæmi mætti segja að hann væri hliðhollur íslendingum. „En samningurinn snýst ekki bara um skipti á veiðiheimildum. Samkvæmt samningnum hefur Is- land afsalað sér rétti sínum til að veiða þorsk utan 200 mílna markanna, til að veiða þorsk á Sval- barðasvæðinu og veiða loðnu í öllu Barentshafinu," hefur norska fréttastofan NTB eftir Angelsen. Angelsen benti einnig á að veiði- heimildir íslendinga í Barentshaf- inu féllu niður, yrði heildarkvóti á þorski þar minni en 350.000 tonn. Sakborningur í Guðmundar- og Geirfínnsmáli Mun fara fram á endur- upptöku sakamálsins ERLA Bolladóttir, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í héraði fyrir aðild sína að svokölluðu Guð- mundar- og Geirfinnsmáli árið 1977 og Hæstiréttur staðfesti árið 1980, hefur tekið þá ákvörðun að biðja um endurupptöku á málinu í kjölfar breytinga á lögum um meðferð op- inberra mála, sem samþykktar voru á Alþingi hinn 1. maí síðastliðinn. „Nýju lögin um meðferð opin- berra mála htjóða upp á það að unnt sé að fá málið tekið upp aftur ef í ljós kemur að gögn hafi verið rang- lega metin,“ sagði Erla í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það er urmull af gögnum í þessu máli sem hafa verið ranglega metin og er ekki erfítt að sýna fram á að svo hafi verið.“ / / NY SIMANUMER 5401400 7-9-13 n ALÞTOÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ Erla mun leita til lögmanns mjög bráðlega til að fela honum það verk- efni að leggja fram formlega beiðni til Hæstaréttar um endurupptök- una. Hún segir að hún hafí tekið ákvörðun sína um leið og ljóst var orðið að breytingar á umræddum lögum hefðu tekið gildi, en laga- breytingarnar telur hún bera við- horfsbreytingu samfélagsins til réttarfarsins í landinu skýrt vitni. „Við höfum öll verið ranglega dæmd í þessu máli og það hefur ekki gengið eða rekið að fá nokkurn til að hlusta á það að neinu gagni, en það hefur orðið áþreifanleg við- horfsbreyting meðal almennings og ég tel að sú viðhorfsbreyting komi fram í þessum lagabreytingum. Það eru komin fram ný viðhorf til rétt- arfars á íslandi og þó þetta mál verði alltaf tengt okkar persónum þá er þungu fargi af manni létt ef réttlætið nær fram að ganga.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.